Vísir - 28.03.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 28.03.1966, Blaðsíða 6
6 Frímerki — Amar-frímerkið verður gefið út 26. apríl. Það er prentað í, örkum, þannig að 25 frímerki eru í örk. Stærð hvers frímerkis er 26x41 mm. Frímerkið er prentað hjá Courvoisier í Svisslandi. Pantanir til frímerkjasölu póst- stjórnarinnar bæði á frímerkjum á fyrsta dags umslögum þurfa að hafa borist fyrir 12. apríl. ' Sjö menn —■ Framhald af bls. 1. þessi, Jón Þorsteinsson, Hring- braut 121, var fluttur til lækn- isaðgerða. Röskri klukkustundu síðar varð lítill drengur lítils háttar fyrir bil á Grenimel, en sakaöi lítið, bólgnaði þó eitthvað I and liti og hruflaðist á hné. Á laugardaginn, rétt fyrir kl. 5 síðdegis, varð haröur bifreiða- árekstur á mótum Hringbraut- ar og Bræðraborgarstígs. Tveir farþegar i annarri bifreiðinni, Sigrún Sigtryggsdóttir og Björn Bergsson, bæði til heimilis að Nesvegi 13, meiddust eitthvað og voru flutt í slysavarðstofuna. Um miðnætti í fyrrinótt datt ölvaður maður á Snorrabraut og annar drukkinn maður braut skömmu síðar rúðu í hurð á Hótel Sögu og skarst viö það á ökla. Þeir voru báöir fluttir til læknisaðgerða í slysavarð- stofunni. Klukkan 3 síödegis í gær varð maður fyrir bíl á Hvérfisgötu pg hlaut m. a. áverka eða skrám ur í andliti, á hendi og víðar. Ökumaðurinn, sem olli slysinu ók hinum slasaöa sjálfur í slysa varðstofuna, en það biður lög- reglan fólk yfirleitt að varast. Eðnaðorbanki — Framh. ai bls. 16 ur gat formaður þess, að bank- inn hefði fyrir nokkru fest kaup á húseign fyrir útibú frá bank- anum að Háaleitisbraut 58 í Reykjavík og væri leyfi féngið til að hefja þar starfsemi, en það yröi gert síðar á þessu ári. Pétur Sæmundsen bankastjóri lagöi fram endurskoðaða reikn- inga bankans fyrir árið 1965 og skýrði þá. Þar kom þaö fram að aukning spariinnstæðna nam 95.4 millj. kr. á árinu eða 35. 98%. Hins vegar lækkuðu hlaupareikningsinnstæöur um 7. 2 millj. kr. og var því heildar innstæðuaukning 88.2 millj. kr. eöa um 27.4%. Otlánsaukning á sl. ári var 58 millj. kr. eða 19.98%. Bundin innstæöa í Seölabanka var í árslok 71 millj. kr. Innborgaö hlutafé á- samt varasjóðum nemur 23.5 millj. kr. Reikningar bankans voru því næst samþykktir. Bragi Hannesson bankastjóri skýrði frá starfsemi iðnlána- sjóðs á sl. ári. Veitt voru lán á árinu sem námu samtals 58. 5 millj. kr. en útlán sjóðsins nema samtals 139,6 millj. kr. Eigið fé sjóðsins óx um 24,4 millj. kr. og er þá samtals orðið 72 millj. kr. Þá fór fram kjör bankaráðs fyrir næsta starfsár og voru kjörnir: Sveinn B. Valfells forstjóri, Sveinn Guðmunds- . son forstjóri og Vigfús Sigurðs son húsasmíöameistari. Iðnaðar málaráðherra hefur skipað í bankaráð þá Einar Gíslason málarameistara og Guömund R. Oddsson forstjóra. Endurskoð- endur voru kjörnir: Þorvarður Alfonsson og Ottó Schopka. ísraeE — Framhald af bls. 1. hlýju veðri og skoðaði helga staði kristinna manna umhverf- is vatnið, þar sem Jesú starfaði mest, kallaði lærisveinana, kenndi og vann kraftaverk og var sjálfur skírður. Var fyrst fariö til Kapernaum sem kölluð er borg Jesú í Nýja testamentinu, en þar læknaði hann marga. Sýndu munkar þar rústir samkomuhúss, sem reist ’ var á sama stað og samkomuhús ið stóð, þar sem segir í Nýja testamentinu að Jesú hafi lesið úr ritningunni á sabbatsdögum. Skammt frá er fjallið eða hæðin þar sem talið er aö Fjallræðan Bíllinn, sem sameinar kosti fólks- og fjallabfla. Areiðanlegastar upplýsingar um reynslu FORD BRONCO hérlend- is fáið þér með því að ræða við einhverja hinna fjölmörgu BRONCO eigenda. FORD BRONCO FYRIR SUMARIB V1SIR . Mánudagur 28. marz 196«. hafi verið haldin. Uppi á því fjalli, Mount Beatitudes, er Attstrean, fögur kirkja og nunnuklaustur og sýndi abba- dísin kirkjuna. Fjalliö er 100 m. hátt og er þaðan fegursta út- sýnt yfir Genesaretvatnið og nið ur grasi vaxnar brekkur til suö- urs og austurs, þar sem fólkiö hlýddi á. Rétt austur af er grasi gróin flöt upp af vatninu þar sem mettunarkraftaverkið á að hafa verið unniö. Þar var heim sótt munkaklaustur og sýndu munkamir kirkju brauöanna og fiskanna. Nokkur viödvöl var við ána Jórdan. Snæddur var hádegis- verður í samkomuhúsi sam- yrkjubúsins Eingev austan við vatnið og kvöldveröur f boöi Yigal Allon verkamálaráð- herra f öðru samyrkjubúi. Hefur heimsókn forsetans far ið fram samkvæmt dagskrá. Stórþjófur — Framh. af 1. síðu. Vísir fékk í morgun hjá Ingólfi Þorsteinssyni yfirvarðstjóra rann- sóknarlögreglunnar upplýstist við yfirheyrslu í gær að maður þessi hafði brotizt inn í þrjár aðrar verzlanir áður á þessu ári. Var það í verzlunina Ásbyrgi, Lauga- veg 139 aðfaranótt 25. janúar s.l., í Hljóðfæraverzlun Poul Bemburg, Vitastfg 10, aðfaranótt 5. þ. m. og í verzlunina Rín á Frakkastíg 16 aðfaranótt 24. þ. m. Á tveim síð- arnefndu stöðunum stal maðurinn hljóðfærum og hljómlistartækjum sem nema tugþúsundum króna, en þau fundust við þjófaíeit á heimili hans í fyrrinótt. Þjófurinn er 19 ára gamall og hefur ekki komið við sögu lög- reglunnar áður. * ) Skíðadagur — Framh ut bls 1 svokallaða Stefánsmót. Til dæmis um þann mikla manngrúa við skíðaskálann í Hveradölum má geta þess, að mönnum taldist svo til, að um 700 bifreiðir lægju þar. Lang- mest voru einkabifreiðir, en einnig bílar Guðmundar Jónas- sonar og hópferðabílar, sem starfsmannafélög og kunningja- hópar höfðu tekið á leigu. Má áætla að nálægt 3000 manns hafi verið á skfðaiandinu kringum Hveradali. í Skálafelli var líka mikil ös og voru þar ábyggi- lega mörg hundruð manns. Þeg- ar leið á daginn og fólk sneri heim á Ieið, var bifreiðafjöJdinn svo mikill, að við það sköpuð- ust miklir umferðarerfiðleikar, einkum á vegamótum Suður- landsbrautar og Vesturlandsveg ar á Ártúnshöfða. Náði bílalest- in sem lftið komst áfram um / tíma langleiðina austur á Sel- ásinn. Við KR-skálann í Skálafelli fór fram sem fyrr segir Stef- ánsmótið. Er það flokkamót f svigi. Stjómandi þess var Ól- afur Nilsson, en brautina lagði Valdimar Örnólfsson. Keppend- ur voru frá Siglufiröi, Akranesi, ísafiröi og Akureyri auk Reykja- vfkur. Þessi ^oru helztu úrslit: A-flokkur karla: Jóhann Vil- bergsson Siglufiröi 109,3 sek., Guðni Sigfússon ÍR 111,7, Leif- ur Gíslason KR 114,2. B-flokkur karla: Georg Guð- jónsson Ármanni 126,1 sek., Ein ar Gunnlaugsson KR 129,5, Ág- úst Bjömsson ÍR 140. C-flokkur karla: Sigfús Guð- mundsson KR 84,6 sek., öm Kæmested Ármann 88,9, Berg- ur Eiríksson Ármann 93,2. Stúlknaflokkur: Áslaug Sig- urðardóttir Ármann 135,1, Auð- ur Harðardóttir 146,3. Kvennaflokkur: Árdís Þórðar- dóttir Siglufirði 87,8, Hrafnhild- ur Helgadóttir Ármann 102, Jak obína Jakobsdóttir iR 114, Jóna Jónsdóttir ísafirði 117,1. Samníngamenn — Framhald af bls. 1. is. — Samningarnir verða vænt anlega lagðir fyrir Alþingi í þessari viku og er áætlað aö fyrstu umræðu um málið ljúki fyrir páska. Ef samningamir ná fram að ganga á Alþingi, mun hið svissn eska fyrirtæki gera samninga við Landsvirkjun um orkusölu og síðan við Hafnarfjarðarbæ um hafnarstæðiö við Straum og svo frekari samninga við ís- lenzka álfélagið um ýmis atriði varðandi framkvæmd málsins. Nýr flokkur stofn- aður í Hofnurfirði • Stofnaður var í Hafnarfirði nýr flokkur nú um helgina, „Félag ó- háöra kjösenda". Fundarstjóri var Kristinn Hákonarson yfirlögr.þj., en framsögu hafði Ámi Gunnlaugs- son hæstaréttarlögm. Tóku ekki aðr ir til máls. Kosin var bráöabirgða- stjórn og uppstillingamefnd — en það er megintilgangur hins nýja flokks, að bera fram lista til kjörs við I hönd farandi bæjarstjórnar- kosningar. Stjórn félagsins skipa: Ámi Gunn laugsson hæstaréttarlögmaður, Hall grímur Pétursson verkamaður, rit- ari verkamannafél. „Hlíf“, og Vil- hjálmur Skúlason, dr. phil. lyfja- fræðingur. Uppstillingarnefnd: Árni Gíslason verksmstj., Brynjólfur Þor bjamarson- verkstj. í Rafha, Böð- var Sigurösson bóksali, Ólafur Brandsson sjómaður, ritari Sjó- mannafél. Hafnarfjarðar og Jón Ólafur Bjarnason skrifstofumaður. larðskjólftakippur á Baugardag Alisnarpur jarðskjálftakippur — af stærðinni 4.7 — mældist á jarð- skjálftamæla í Reykjavík um há- degið á laugardaginn, og um svipað leyti mældust einnig nokkrir minni kippir. Þessi jarðskjálftar komu einnig fram á mæia bæði í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri, en ann- ars staðar hefur ekki frétzt af jarðskjálftunum, enda þótt að m. k. einn kippanna hafi verið allharður. Vísir átti tal við jarðskjálfta- fræðing Veðurstofunnar, Ragnar Stefánsson í morgun. Hann sagði að það væri enn ekki búið að mæla nákvæmlega upptök jarð- skjálftans, en þó mætti fullyrða að upptakasvæðið væri einhvers staðar norðan Mýrdalsjökuls. Ekki kvað Ragnar jarðskjálfta hafa mælzt síðan á laugardaginn. STÚLKA Stúlka vön matreiðslu óskast í 1—2 mánuði. Þyrfti helzt að vera vön að smyrja brauð. Uppl. í síma 36066.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.