Vísir - 04.06.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 04.06.1966, Blaðsíða 3
V í STíTfc . Laugardagur 4. júní 1966. 3 ■ ■yw.W»jgWj;; : ' " iiliplM i - . - ■« so.í>: . '■ 4 siT ""..* T. Gunnlaugur Ingölfsson losar sementspoka f sementskúluna, sem blæs sementi nlöur 1 malblkunarstöð eöa í pípugerðina. Myndin til hægri: Hinrik Aðalsteinsson tekur nýsteypt holræsi úr mótinu. Þessi vinna er unnin í ákvæöisvinnu. „Vlö hér í pípugerðinni þekkjum vinnuaflsskort aðeins af afspum“, segir Siguröur yfirverkstjóri. Það þakkar hann ágætum kjörum og góöum vinnuskilyrðum. Framleiða 800 pípur á dag — en hafa ekki undan Tl/Targir borgarbúar munu kann ast viö pípugerð borgar- innar, a.m.k. kannast þeir við hana sem við Langholtsveginn eru búsettir, en einmitt við Langholtsveginn hefur hún ver- ið til húsa til skamms tíma. En í fyrravor flutti hún í stærri og fullkomnari húsakynni inni í Ártúnshöfða og hefur verið að hreiöra þar um sig síðan og verður lokið við síðustu bygg- inguna á þessu ári, líklega í haust. Blaðamaður og Ijósmynd- ari Vísis brugðu sér inn í Ár- túnshöfða og hittu þar að máli yfirverkstjórann, Sigurð E. ar upplýsingar, t.d. um magn hvers steinefnis í þeirri lögun, sem á að fara að laga, rakastig hennar, styrkleika og fleira og síðan sér heilinn um að stjóma því að vélin lagi réttu lögun- ina. Meðal annars er öll steypa, sem fer í gangstéttarkanta, hrærð þarna. Er steypan er fengin eru sjálfar pípurnar eða það sem steypa á steypt. Er það gert í mjög fullkomnum dönskum vélum, og er stevpt við 2—6 vibratora þrýsting, eftir stærð pípanna. Vinnan við þetta er unnin í ákvæðisvinnu og sáum við að ekki var slegið slöku við. Þarna eru líka steyptar alls konar beygjupípur, bæði heil- og hálfbeygjur. Einnig eru sett- ar á sumar pípumar hliðarpípur, en það verk er unnið í tima- Vinnu, enda um nokkurs konar fagvinnu að ræða. , I pípugerðinni eru ekki að- eins steyptar pípur og leiðslur fyrir holræsi. Þar er margt fleira steypt. T. d. er þar steypt akkeri undir ljósastaura, um- ferðarmerki og fleira. Þar eru einnig framleiddir „gulu stein- arnir“ sem margir borgarbúar munu kannast við, hringir til að jafna endanlega hæð brunna i götum, klofningar fvrir síma- kapla og loks eru framleidd lok, sem sett eru á hitaveitustokka. Þá er og ráðgert að fara að framleiða gangstéttarhellur fyrir borgina. Að síðustu fór Sigurður yfirverkstjóri með okkur upp í sementshúsið, en þaðan er öllu sementi, sem notað er í malbik- unarstöðinni og pípugeröinni dælt með miklum krafti eftir löngum leiðslum. Þar er einnig fullkomið blásturskerfi, en starfsemi sementsmiðstöðvar- innar er mikið á tilraunastigi enn sem komið er. Þetta er í stuttu máli sú starfsemi, sem þarna fer fram. En bezt sést starfsemi pípu- gerðarinnar af myndunum, sem birtast hér á síðunni, því sjón er sögu ríkari. Lager pípugerðarinnar. Þarna sjást pípur af öllum mögulegum gerðum. Stóru sívalningamir em not- aöir í brunna. Götin á hliöum þeirra eru til að festa stiga úr jámi innan á kerin. Auk þess aö fram- lciða öll holræsi, sem bærinn lætur gera, framleiöir verksmiöjan einnig pipur og holræsi fyrir önnur bæjar- og sveitarfélög og einnig fyrir einstaklinga. Guðni Tyrfingsson vinnur viö aö setja hlíðarleiðslur á stærri pípur. Þessi vinna er unnin í tímavinnu. Um 20 menn vinna nú í pípugerð- lnni. Jónsson, sem var fús til að ræða við okkur um starfsemi fyrir- tækisins en þetta borgarfyrir- tæki er mjög vaxandi og vinnu- aðstaða þar góð og tæki öll hin “fuilkomnustu. Sigurður fór fyrst með okk- ur inn í aðalsal verksmiðjunn- ar, en þar fer fram vinna við að steypa alls konar pípur og fleira sem er í verkahring pípu- gerðarinnar. Vélin sem lagar steypuna er af mjög fullkom- inni gerð, v.-þýzk að þjóðemi. Steinefni og sement, sem í lög- unina fara, koma í vélina á færiböndum, sem eru innbyggð í þaki hússins, þannig að ekki þarf að kvarta yfir hinu hvim- leiða sementsryki, sem svo oft gerir mönnum erfitt fvrir, þeg- ar unnið er við steypuvinnu. Sjálf steypuvélin stjórnast af rafeindaheila. Sett er gataspjald inn í heilann, og á því eru ýms- Séö yfir verksmlöjusvæöi pípugerðarinnar. í forgrunni er yfirverkstjórinn, Sigurður E. Jónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.