Vísir - 04.08.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 04.08.1966, Blaðsíða 2
V í S IR . Fimmtudagur 4. ágús. 1966 Þeir verða mirmissfæðir... knatfspyrnumerm \ HM '66 kynnfir Bræðurnir CHARLTON Af öllum þeim stjöm- um knattspymuheims- ins, sem okkur áhorf- endum aö heimsmeist- arakeppninni í knatt- spymu bauðst að kynn- ast í leik fyrir nokkm, em Charlton-bræðumir John, oftar nefndur Jackie, og Robert, ein- faldlega kallaður gælu- nafni sínu Bobby, tveir þeirra, sem verða ofar lega í minningunni. Gleðin á hcimili foreldra þeirra í Ashington í North- umberland hlýtur aö hafa verið tvöföld, þegar England vann gullstyttu Jules Rimet, fyrsta forseta alþjóðaknattspymu- sambandsins og varð heims- meistari f þessari eftirlætis- íþrótt svo margra manna um allan heim, því í þessari keppni lögðu bræðumir Bobby og Jackie aftur saman krafta sína, en þeir hafa til þessa leikið hvor með sinu liðiira, Bobby með Manchester United, þar sem hann hefur lengi verið í fremstu lfnu og Jackie með Leeds United. Bobby var einn af „the Busby babes“, sem vom svo vinsælir, en 118 þeirra var í einni skyndingu eyðilagt, þeg- ar fiugvél með Manchester-lið- ið innanborðs, fórst í flugtaki í Munchen. Bobby var einn þeirra fáu, sem komst af, þá komungur og lftt reyndur leik- strákar“, segir Bobby, „aö Jackie, sem alltaf lék með jafn- öldrum mínum átti auðveldara með að komast f kapplið“. varð því frægari leikmaður en eldri bróðirinn og það þrátt fyrir að Bobby reyndi að hampa Jackie eins og hann gat. Það var ekki fyrr en Alf Ramsey var á sama máli um styrkleika bróðurins, og í dag munu flestir vera á sama máli um hinn frábæra leik hans í stöðu miðvarðar, þar sem hann batt Charlton-fjölskyldan á leið til leiks. Frá vinstri: Jackie, móðir bræöranna Ciccy, Bobby og Norma, kona Bobbys, en fyrir aftan ganga Bobby eldri, ættfaðirinn, og frú Pat, kona Jackies. maður með liðinu. Charlton-bræðurnir leika all ólfkar stöður. Jackie, sem er eldri bróðirinn er 30 ára og er f stöðu miðvarðar, en Bobby er 28 ára og leikur miðherja. „Það fór alltaf svolítið í taug amar á mér, þegar við vorum Þetta breyttist þó síðar, þvi Bobby komst í raðir manna Busbys í Manchester, og augu allra knattspymuáhugamanna hafa mænt á það lið um árabil, en Leeds United, þar sem Jackie hafnaði, hefur ekki ver- ið eins f sviðsljósinu. Bobby saman hina sterku ensku vöm. Það var eiginlega fyrst á Wembley, sama vellinum og þeir bræður og félagar þeirra unnu heimsmeistaratignina, sem þeir vöktu fyrst vemlega at- hygli saman. „Og allt var þetta mishcppnuðu sparki að þakka“, viðurkenndi Jackie eftir leikinn. England var að tapa leik gegn Skotlandi. Liðið einfaldlega fann ekki þráðinn og allt virtist ætla að enda með skelfingu, því það er það versta sem Eng- lendingar geta hugsað sér, að tapa fyrir Skotum, og að auki á Wembley. Það náði varla nokkurri átt. En þá var það að Jackie náði boltanum óð fram völlinn og gaf eldsnögga sendingu beina leið inn á miðjuna til bróður síns, sem skoraði ömgglega 2:2 og lauk leiknum þannig, — hjá tapinu varð a.m.k. komist. Þetta vermdi hjörtu hinna skemmti- legu ensku áhorfenda. Það sem þeir skynjuðu var bróðursam- vinnan en Jackie kom fram eins og venjulega af heiðarleik og vildi hafa það sem sannara var jafnvel þó að markið missti talsvert af dýrðarljómanum, sem það hafði fengiö. í heimsmeistarakeppninni sönnuðu Charlton-bræðumir að þeir vom mikils virði fyrir England. Það var ekki fyrir neina sérstaka samvinnu þeirra á milli, heldur fyrir einstak- -lingsstyrk hvors um sig. Bobby með hraðann og knattleiknina ógnaði f hvert skipti sem hann var nálægt boltanum og Jackic með þetta góða jafnvægi, yfir- vegun og kraft. Þeir vom liði sinu mikils virði og áttu sinn stóra þátt í að England vann heimsmeistarakeppnina á heima velli sinum. Fjölskyldan Charlton mátti því vel við una. Hún hafði lagt sitt af mörkum til sigursins, — og kannski vel það! — jbp — Charlton-samvinnan gegn Skotum — Bobby skorar, 2:2. Bikarkeppni FRI: JÓN Þ. REYNIR VIÐ ÍS- LANDSMETIHÁSTÖKKI Reykjavikurriðli lýkur i kvöld Reykjavfkurriðli bikarkeppni FRÍ lýkur á Melavellinum í kvöld, en í fyrrakvöld fór keppni fram í fyrstu greinum keppninnar. Úrslitakeppni með þátttöku þeirra 6 liða, sem unnið hafa sér úrslitasæti, fer fram 13. og 14. ágúst n. k. á Laugardalsvellinum í Reykja- vfk. 1 kvöld verður keppt í eftir- töldum greinum: 100 metra hlaupi karla. — Langstökki kvenna. — Kringlukasti karla. — 200 metra hlaupi kvenna. — Þrístökki. — 1500 metrum. —Sleggjukasti. — 400 metr- um. — Stangarstökki. — 500 metrum. — Spjótkasti kvenna. — 4x100 metra hlaupi kvenna og 1000 metra boðhlaupi. Aðgangur að keppninni er ó- keypis. Eins og kunnugt er náði Jón Þ. Ólafsson prýðis árangri í hástökki f fyrrakvöld, og er á- kveðið að Jón reyni í kvöld að bæta árangur sinn, enda var hann mjög nærri að setja nýtt íslandsmet 2.11 metra og er greinilega í góöri æfingu. VALUR í KVÖLD í kvöld kl. 20.30 leika KR og Valur f íslandsmóti 1. deildar í knattspymu á Laugardalsvellinum. Eins og kunnugt er hafa leikir Vals og KR jafnan reynzt jafnir og skemmtilegir, og er ekki vafi á að svo verður einnig nú, enda er mik- ið í húfi fyrir KR áð krækja f bæði stigin, sepi f kvöld eru á boðstólum, ætli þeir að hanga með í keppninni um efsta sætið, keppn- inni um íslandsmeistaratignina, sem þeir bera frá í fyrra. Valsmenn hafa sýnt undanfariö að þeir eru í góðri æfingu frá Óla B. Jónssyni og liðið ber öll merki þess að vera undir gó.ðri hand- leiðslu. Dómari í kvöld er Steinn Guð- mundsson, Fram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.