Vísir - 12.08.1966, Blaðsíða 5

Vísir - 12.08.1966, Blaðsíða 5
VÍSIR . Föstudagur 12. ágúst 1966. 5 Þjóðhátíð — Framh. af bls 9 þjóðhátíð, meðal annars sam- eiginlegt borðhald við borð, sem þar var hlaðið úr torfi og grjóti og hefur lengi mátt sjá þar menj ar þess mannvirkis. Lengi var þjóðhátíðin svo haldin eftir miðjan ágúst, á milli heyanna og fýlaferða. Seinna fluttist hún svo yfir á fyrstu helgi í ágúst, og stendur nú yfir í þrjá daga, en þá flytja Eyjamenn sig inn í dalinn og búa þar í tjöldum allan timann. Eru tjöld þessi heimagerð og allsérkennileg — húsgrind úr viðum, þakin hvít- um segldúk, en engin stög og geta tjöldin því staðið þétt sam- an. Tjaldborgin er skipulögð eins og byggð við nefndar götur — Víkingaslóð, Veltusund og svo framvegis, og hefur hver gata sitt hlið, greinilega merkt, svo enginn þarf að villast £ tjald borginni þess vegna. Flestir hafa með sér tæki til matseldar, hit- unar og lýsingar, og veita vinum og kunningjum rausnarlega mat og drykk alla tíma sólarhrings- ins, er þá ber að garði. Þá er mikið sungið í tjöldunum, veig- ar drukknar og þeir sem enn halda trúnað við forna siði eta lunda og svið, en aðrir drekka kaffi og er ekki sparað meðlæt- ið. íþróttafélögin I Eyjum, Þór og Týr, sjá um þessi hátíðarhöld til skiptist, og er ekki minni metnaður um að hafa þau sem veglegust, en þegar þessi félög heyja með sér aðra keppni. Há- tfðarsvæðið er fagurlega skreytt skemmtikraftar fengnir úr höf- uðborginni, lúðrasveit og söng- flokkar Eyjamanna liggja ekki heldur á liði sínu, hljómsveitir leika fyrir dansi, keppt er í alls- konar íþróttum, bjargsig sýnt og allt gert til þess að gestir uni sér sem bezt í dalnum. Engu að síður eru það veðurguðirnir sem mestu ráða um það hvemig hátíðin tekst, og að þessu sinni virðast þeir sjálfir i hátíöar- skapi — sólskin og bliða alla dagana. Hátiðargesti í Herjólfsdal fær þó ekki dulizt að þama eiga sér stað allsterk átök um hátíðar- haldið — annars vegar gamlar hefðir, hins vegar sölumennska og ábatasjónannið. Söluskáli mikill hefur verið reistur á hátíð arsvæðinu, og er öll verzlun þar með áberandi sama sniði og nú er orðið í sölutjöldum í mið- bænum í Reykjavík — illu heilli — þann 17. júní. Heitar pylsur, mexikanskir hattar úr pappa eða plasti, kók, súkku- laðikex, sígarettur og annað þessháttar. Við skála þennan er þröng mikil öllum stundum, og enn eru það unglingarnir, sam- kynjungamir sijaplandi, sem þar eru í miklum meirihluta og veifa þúsundköllunum. Þegar nótta tekur, sést að þess -Si£££ hefur haft á hendi í fullan aldarfjórðung i sambandi við þjóðhátiðina, og það mikilvæga atriði hennar er að minnsta kosti ekki í hættu meðan hans nýtur við. En svo lækka logar bálsins og heimamenn og gestir þeirra halda aftur inn í tjöldin, eða í bæinn. Og samkynjungamir leggjast til svefns uppi í brekkunum. Loftur Guðmundsson ir aðkomnu þjóðhátíðargestir eru flestir vegalausir með öllu; eiga hvergi höfði sínu að halla nema í brekkunum fyrir ofan tjaldborgina, þar sem þeir drekka kók og áfengi, keðju- reyja, myndast við að svngja ein hverjar framandlegar tónleysur og leika undir á gítar af viðeig- andi kunnáttuskorti, en reka upp hásar rokur þess á milli. Sumir em að burðast við að slást, aðrir liggja í annarlegum faðmlögum. Vegaleysi, tómleiki og annarlegt getuleysi kemur alls staðar fram, jafnvel í slags- málakáfinu og faðmlögunum. Ekkert skap, engin meining með neinu, enginn tilgangur. I rauninni er ekki unnt að segja að unglingar þessir komi þama illa fram; þeir sýna aðeins tilburði í þá áttina, en nenna ekki að fylgja þeim eftir. All- margfr velta út af dauðadrukkn- ir og em fjarlægðir af lögregl- unni eins og máttvana slytti. Þeir drukknu láta aðra yfirleitt í friði; það stafar ekki neinn ófriður af þeim en þeir setja leiðinlegan og annarlegan svip á hátíðarhaldið og vekja með manni vorkunnsemi fremur en andúð. Þessi innrás þeirra á þjóð hátíðina verður bersýnilega til þess að heimamenn og eiginleg- ir gestir þeirra halda sig sem mest inni i tjöldunum, finnst þeir ekki eiga heima á hátiðar- svæðinu innan um þessa auðnu- leysislegu samkynjunga, sem hvergi virðast eiga heima. Haldi áfram sem horfir, er ekki annað að sjá en að þjóðhátíð Vest- mannaeyinga, hið eina hátiða- hald í landinu, sem byggist á gamalli hefð og skemmtilegum erfðavenjum, sé í alvarlegri hættu. En hvað um það — klukkan tólf á föstudagskvöld fvllist há- tíðarsvæðið af tjaldbúum, sem láta ekki einu sinni innrás sam- kynjunganna aftra sér að sam- einast um það atriði hátíðar- haldsins sem löngum hefur tákn að hámark þess. Þá tekur Siggi brennukóngur sér logandi blys í hönd, hleypur léttilega um- hverfis tjömina, þar sem drek- inn eldspúandi rekur upp krypp urnar; heldur svo áfram sprett- inum upp brekkuna að Fjósa- kletti og ber blysið að bálkest- inum mikla. Og andartaki siðar verður þar mikið bál og albjart um kring af gullnum bjarma þess. Þetta er eins konar æðsta prestsþjónusta, sem Sigurður Einar B. — Framh. af bls. 4 Einar var alvörumaður, en gat verið manna glaðastur og átti til aö vera meinfyndinn, þótt hann gætti þess að ekki bitnaði það á öðrum. Hann var dagfarsprúð- ur maður og jafnlyndur, en gat verið þykkjuþungur, ef því var að skipta og varð þá ekki um þokað. Árið 1919 gaf séra Guðlaugur þau saman Einar og Guörúnu að Stað í Steingrímsfirði. Einar taldi það mesta gæfu sína að hafa fengið góða konu, sem hvatti hann frekar en latti, stóð með honum í öllum erfiðleik- um og bar með honum allar byrðar. Var hjónaband þeirra einstakt og að öllu leyti til fyr- irmyndar. Sýndi Einar það ljós lega í veikindum konu sinnar, sem verið hefur rúmliggjandi nokkuð á þriðja ár og oft þungt haldin, hversu mikils hann mat hana, enda munu veikindi henn- ar hafa tekið mjög á hann. Þau hjón bjuggu við rúman efnahag er á ævina leið, áttu fagurt hús og heimili og héldu uppi rausn og risnu meðan heilsan leyföi. Veittu þau börn- um sínum þá beztu menntun, sem völ var á, og hugur þeirra stóð til. Börn þeirra eru: Guð- laugur hrl., Ingi húsasmíða- meistari, sem starfað hefur aðal lega í Bandaríkjunum, Einar Gunnar hrl., Axel verzlunar- maður, Sverrir tannlæknir í Vestmannaeyjum, Kristinn hdl. og Ingibjörg, sem er gift kona hér í bæ. Allir þeir, sem kynntust Ein- ari B. Kristjánssyni munu sakna hans, sem valmennis, en sárast- ur harmur er kveðinn af sjúkri konu hans, sem mun nú aðeins þrá endurfundinn. Drottinn leggi henni líkn við þraut, svo og öðrum aðstandendum. Kr. Guðlaugsson. Blaðburðarbarn vantar í AUSTURBÆ í KÓPAVOGI strax. — Uppl. I sima 41168, Kópavogi. VÍSIR Iðnskólinn i Reykjavík Innritun fýrir skólaárið 1966—1967 og námskeið í september, fer fram í skrifstofu skólans dagana 16.—26. ágúst kl. 10—12 og 14—17, nema laugardaginn 20. ágúst. 'Námskeið til undirbúnings inntökuprófum og öðrum haustprófum hefjast fimmtudaginn 1. september. Við innritun skal greiða skólagjald kr. 400.— og námskeiðsgjöld kr. 200.— fyrir hverja námsgrein. Nýir umsækjendur um skólavist skulu leggja fram prófvottorð frá fyrri skóla og námssamning. Skólastjóri Söltunarsfúlkur óskast til Neskaupstaðar. Söltunarstöðin Máni h.f., Neskaupstað, Sími 99. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Höfum til sölu: 5 herb. íbúðir tilbúnar undir tréverk og málningu. Allt sam- eiginlegt fullklárað. Verð kr. 750 þús. 3ja herb. íbúðir tilbúnar undir tréverk og málningu. Allt sameiginlegt fullklárað. Verð 630 þús. 2ja herb. íbúðir tilbúnar undir tréverk og málningu. Allt sameiginlegt fullkláraö. Verð 530 þús. Raðhús í smiðum. Húsin eru 2 stofur, 4 svefnherbergi, eld- hús og bílskúr. Húsin seljast pússuð og máluð utan og með gleri. Lítið 2ja herb. einbýlishús 1 gamla bænum, nýstandsett. Verð 600 þús. 3ja herb .jarðhæð í Hlíöunum. Mjög góö íbúö. Verð 750 þús. 2ja herb. íbúð f Austurbæ. Verð 680 þús. 3ja herb. íbúð við Njálsgötu. Verð 55C þús. 3ja herb. íbúö í gamla bænum. Verð 450 þús. 3ja herb. íbúðir i Vesturbæ. Mjög góðar íbúöir. 4ra herb. íbúö i Austurbæ. Mjög góð íbúð. 4ra herb. íbúð í gamla bænum. Verð kr. 850 þús. 4ra herb. íbúð i Hafnarfirði. Aðeins 2 ibúöir j húsinu. 5 herb. íbúö við Háaleitisbraut. lbúðin er 2 stofur, 3 svefn- herbergi, eldhús og baö. Þvottahús og tauherbergi. Allt ð sömu hæð. Bílskúrsréttur. 5 herb. ibúð viö Holtsgötu. Ibúðin er 2 stofur, 3 svefnherb., eldhús og bað. 5 herb. íbúð og bílskúr i Austurbænum. Einbýlishús i gamla bænum, nýstandsett. Á 1. hæð er 3ja herb. íbúð. Á jarðhæð eru 4 herbergi. Hentugt fyrir mann meö iðnrekstur. Tvibýlishús i Austurbænum. Hentugt fyrir f jölskyldur, sem vilja vera saman. Einbýlishús, tvíbýlishús og raðhús í smíðum. Iðnaðarhús með góðum innkeyrslum. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Austurstræti 12 n. — Simi 20424 og 14120 Kvöldsími 10974. Opið tíl klukkan 10 í kvöld DILKAKJÖT í HEILUM SKROKKUM, (NIÐURSAGAÐ). — Nýr hamflettur lundi og svartfugl, og ennfremur saltaður lundi og svartfugl. Léttsaltað folaldakjöt. Folaldabuff og gúllas. Léttsaltað dilkakjöt. — Svið. KRÓNAN Mávahlíð 25. Sími 10733.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.