Vísir - 15.08.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 15.08.1966, Blaðsíða 6
6 Ví SIR. Mánudagur 15. ágúst 1966. AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HIBÝLAPRÝDI Við erum sammála um KENWOOD Konan mín vill Kenwood Chef sér til aðstoðar í eldhúsinu... og ég er henni alveg sammála, því ekkert nema það bezta er nógu gott fyrir hana. p f r- -tl ■ f •vV * Iflllli..........III...... KENWOOD CHEF er miklu meira og allt annað en venjuleg hrærivél — Engin önnur hrærivél býður upp á jafnmikið úrval ýmissa hjálpartækja, sem létta störf húsmóðurinnar. En auk þess er Kenwood Chef þægileg og auðveld í notkun, og prýöi hvers eldhúss. 1. Eldföst leirskái og/eöa stálskál 2. Tengilás fyrir þeytara, hnoð- ara og hrærara, sem fest er og losað með einu léttu handtaki. 3. Tengilás fyrir hakkavél, græn- metis og ávaxtarifjám, kaffi- kvöm dósaupptakara o.fl. 4. Tengiiás, lyftið tappanum, tengið tækið, og þaö er allt. 5. Tengilás fyrir hraðgengustu fylgitækin. — Aörir tengilásar rofna, þegar iokinu er lyft. 6. Þrýstihnappur — og vélin opn- ast þannig, að þér getlð hindr- unarlaust tekið skálina burtu. KENWOOD CHEF fylgir: Skál, þeytari, hnoðari, hrærari, sleikjari og myndskreytt upp- skrifta og leiðbeiningarbók. Verð kr. 5.900.- Viðgerðu- og varohlutaþjónusta Simi 11687 21240 Stúlka eða kona óskast strax til að hugsa um lítið heimili úti á landi. Má hafa böm. Uppl. ísíma 21975. Verzlunin Auðhrekka Auðbrekku 42 Kópavogi Heitar pylsur, gosdrykkir. Opið frá kl. 08.30-23.30. Sunnu- daga 10-23.30 ,7 ♦ Sigurey í slipp eftir miklur breytingur Síldvelðiskipið Sigurey, sem áður var togarinn Þorsteinn þorskabítur og þar áður síld- veiðiskipið Jörundur kom til Reykjavíkur í fyrsta skipti um daginn eftir miklar breytingar, sem gerðar vom á því í Noregi. Hingað kom það tll að lagfæra staðsetningu asdic-tækisins. Gerðar hafa verið miklar breytingar á skipinu. Sett hefur verið skrúfa framan í skipið, í kanal, sem liggur þvert í gegn um bóginn, sem gerir skipinu kleift að taka snarpari hringi þegar kastað er á síld. Einnig hefur verið sett kraftblökk, nótadekk og annað tii að gera skipið hæft til að stunda síld- veiöar með nútíma tækni. Þetta skip varð frægast undir stjóm Guðmundar Jörundsson- ar, útgerðarmanns, en hann var einn af aflaskipstjómm f eina tíð. Hann hætti að nota skipið til síldveiða árið 1958 vegna þess, að það gat aöeins notað snurpunót, en ekki hringnót, þar sem skipið var of stórt. Með tilkomu kraftblakkarinn ar hefur stærð síldveiðiskipa stækkað, en eftir að hægt var að setja aukaskrúfur í skipin og minnka með því beygjuhring inn, em næstum engin takmörk fyrir því sett, hvað skipin geta verið stór. Fundi norrænna málnefnda lokið í gær lauk í Háskólanum 13. þingi málnefnda Norðurlanda, en þingið hófst á föstudag. Þátttakend ur á ráðstefnunni voru 22, þrír frá Danmörku, sjö frá Sviþjóð, fjórir frá Noregi, fjórir frá Finnlandi og fjórir frá íslandi. Málnefndir þátt- tökuþjóðanna em misstórar. en starf þeirra, hverrar í sínu hcima- landi er svipað. íslenzka málnefndin var stofnuð árið 1964, og var stofnuð um leið og nýyrðanefndin var lögð niður. Formaður hennar er dr. Jakob Benediktsson, en aðrir nefndar- menn em prófessor Þórhallur Vil- mundarson og Bjami Vilhjálmsson, cand mag. Á ráðstefnunni var margt til umræðu, svo sem um- skrift rússneska (kyrillska) staf- rófsins á latneskt letur en það hefur verið mikið vandamál og á því ver- ið margar útgáfur. Þá hefur verið rætt um samræmingu stöðuheita á Síldin — Framhald af bls. 16 vitað um 3-4 skip, sem fengu ein hverja slatta. Mestan afla hafði Arnkell frá Rifi, um 200 tunnur. Fyrr i vikunni varð vart við allgóö an neista út af Krýsuvíkurbergi og fengu nokkur skip góð köst, allt upp í 1000 tannur, en lítið hefur lifað af þeim neista því aö varla hefur orðið vart síldar út af Krýsu- víkurbergi síðan. Norðurlöndum, og einnig um sam- ræmingu á ferðamannamáli. Rætt var um mismunandi framburg á ættarnöfnum og kom til tals að senda útvarpsstöðvum á Norður- löndum lista yfir framburðartákn þeirra ættarnafna á Nprðurlöndum, sem mestum erfiðleikum valda og mesti ruglingurinn virðist vera um framburð á. Einnig var ákveðið að gefa út lista yfir ferðamannamál og kemur hann út á íslandi í vetur væntanlega. Dr. Jakob Benedikts- rjn, sagði, að þar sem svo stutt væri frá stofnun fsl. málnefnd- arinnar heföi hún aðeins sótt tvo fundi nefndanna, en þeir eru haldn- ir árlega. Sagði hann, að á hinum Norðurlöndunum hefðu málnefnd- irnar opnar skrifstofur fólki til leiðbeiningar varðandi málvernd, en hér á landi mætti segja, að orða- Vísitala — Framhald af bls. 16 húss við þak er kr. 232 þús. Raf- lögn í svona hús kostar alls kr. 158 þús., málun 174 þús., hitalögn og hreinlætistæki o.fl. alls 362 þús. og svo mætti lengi telja. Er skrá Hagstofunnar miklum mun ítarlegri og hin fróölegasta fyrir alla þá mörgu, sem ætla sér aö fara að byggja og má væntan- Iega gera raunhæfar kostnaðaráætl anir eftir þessum upplýsingum Hag stofunnar. bókin hefði gegnt þvi hlutverki, en væntanlega yrði breyting á þvf inn- an skamms, og stæði til, að mál- nefndin íslenzka hefði opna skrif- stofu einhvem túna á hverjum degi. Björgunaræfing — Framh. af bls. 1. Á sunnudaginn hitnaði enn í veðri og komst hitinn upp í 15°C í forsælu um miðjan daginn. — Hverjum flokki hafði verið afmark að svæði á korti til leita og um nóttina hafði nokkrum mönnum verið falið að koma smáhlutum fyrir á hverju svæöi. Þessir hlutir komust allir til skila í leitinni og var henni lokið á hádegi, en upp frá því fóru menn að hugsa sér til hreyfings. Þessar æfingar tókust með þeim ágætum að fullvíst er að framhald verður á þeim næstu árin. Húsavík — Framh af bls. 1. Leggur ríkiö fram 40% af þeim kostnaði en Seðlabankinn hefur tekið að sér aö útvega lánsfé til framkvæmda. Samningarnir milli Húsavíkur- bæjar og Sölufélagsins munu gilda í 20 ár, en félagið greiðir 200 þús. kr. á ári fyrir hafnaraðstöðuna þar. « Nýr bútur — Framh. af bls. 1. 1965 og unnu að jafnaði 30—50 menn að smíðinni, en auk þess aðstoöuðu erlendir sérfræðingar við frágang tækja. Aðalvél skipsins er 950 ha. Mannheim-vél og reyndist gang hraði skipsins 12 y2 sjómíla í reynsluferö. Skiptiskrúfa frá J.W. Berg í Svíþjóö er í skipinu og er henni stjómað með lofti frá stjórnpalli. Þá eru tvær hlið arskrúfur frá Ulstein Mekanisk Værksted. Fiskileitartækin eru frá Elac og Simrad og kraft- blökk af Hov-gerö. Um þessar mundir er unnið að stækkun Slippstöövarinnar og á hún aö geta smíöað skip allt að 2000 lestir að stærð og þegar hefur verið samið um smíði á tveimur 480 lesta stál skipum. Framkvæmdastjóri er Skafti Áskelsson. Sigurður Púlsson vígð- ur til vígslubiskups Séra Sigurður Pálsson á Selfossi verður vígður til vígslubiskups í Skálhoítsbiskupsdæmi hinu forna um næsti. mánaðamót, en hann var löglega kjörinn við kosningu til vígslubiskups á dögunum. Hef- ur enn ekki verið gefin út tilkynn- ing um- nvaða dag vígslan muni fara fram. Séra Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum, vígslubiskup í Hóla- biskupsdærrri forna, hefur sagt af sér störfum prófasts og sóknar- prests fyrir nokkru en samkvæmt upplýsingum biskupsskrifstofunnar mun hann gegna áfram embætti vígslubiskups í Hólabiskuþsdæmi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.