Vísir - 17.08.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 17.08.1966, Blaðsíða 2
VI S X R . Miðvikudagur 17. ágúst 1966. SÓTTI ÞJÁLFARANÁM- SKEIÐIÐ í VEJLE Rætt viö Sölva Úskarsson, þjálfara Fyrir nokkrum dögum kom heim frá íþrótta- skólanum í Vejle í Danmörku einn af þeim ungu mönnúm, sem tilleiðanlegur hefur verið til að veita sér yngri knattspymumönnum tilsögn. Það er alkunna að þjálfaravandamálið er mál málanna í íþróttaheiminum í dag og skiptir þar engu hver íþróttagreinin er. Þessi ungi maður er Sölvi Óskarsson í Þrótti og tókst honum með aðstoð Björgvins Schram formanns KSÍ að fá inni á hinu árlega námskeiði danskra þjálfara í Vejle, en sjáifur kostaði hann sig og varði sumarleyfi sínu frá störfum hjá verzl- uninni Verðandi til að taka þátt í námskeiðinu. íslandsmeistarar í útihandknattleik Útimeistaramóti Islands í handknattleik er nú lokiö. Sigurvegari í meistaraflokki kvenna varð Valur, sem stgraði í þriðja sinn í röð, en Valsstúlkumar hafa unnið 8 síðustu mótin í handknattleik, úti og inni. I meistaraflokki karla sigraöi F.H. nú í 11. sinn í röð, sem sennilega nálgast að vera heimsmet, ef það er það þá ekki. Hér eru fyrirliðarnir með verölaunagripina, Guðbjörg Ámadóttir og Birgir Bjömsson. Bætt læknisaðstaða á Eskifirði og Reyðarfirði Spjallað við héraðslækninn, Jónas Oddsson Skömmu eftir heimkomuna tók undirritaður Sölva tali og spurði hann um gang þjálfara- námskeiðs þessa og þjálfara- mála almennt í Danmörku. „Þetta var geysierfitt nám- skeið. Að vlsu hafði ég heyrt það eftir I’slendingum, sem ver- ið höfðu í Vejle á sams konar námskeiði að þama væri unnið sleitulaust, en ekki hafði ég haft hugmynd um að þetta yrði svona erfitt, Við vorum komnir á faetur kl. 7 á morgnaná og í rúmið vart fyrr en um mið- nættið og allan þennan tíma var unnið að þeim verkefnum, sem á dagskrá voru. Þáma var allt tekið mjög föstum tökum, úthaldsæfingar, tækniæfingar og „taktík“. Til að hjálpa okkur vom þama tvö af beztu ung- lingaliðum Dana frá KB og Es- bjerg og vorum viö látnir stjórna piltunum i leik, látnir kenna þeim undirstöðuatriðin o.s.frv. Það verð ég að segja að þessir piltar voru einstakir í sinni röð. Þeir tóku leiðbein- ingum mjög vel og fóru eftir öllu, sem fyrir þá var lagt. Og æfingamar, sem þeir voru látn- ir framkvæma voru sannarlega ekki auðveldar. Sérstaklega varð þó markvörðurinn að slíta sér út, en hann var mikið æfður í sandkassa, þar sem hann var látinn kasta sér sitt á hvað að geðþótta þjálfarans“. — 1 hverju eru þrekæfingam- ar aðallega fólgnar? „Lyftingar er undirstaðan má segja og geysimikil áherzla lögð á þær og var Bandarikjamaður 1 þama okkur til leiðbeiningar í lyftingum. Leikfimi er og mjög í hávegum höfð og fyrir knatt- spymumenn eru lagðar erfiðar æfingar". — En hvað var á dagskránni á kvöldin? ' „Þá fóru fram umfæður um þau fjölmörgu vandamál, sem uppi eru meðal knattspymu- manna um allan heim. Þau vom fyrst fædd í þröngum hóp- um, en síðan söfnuðust menn saman og ræddu sameiginlega um þau eftir að fundargeröir hópanna höfðu verið lesnar upp. Urðu oftast nær mjög fjör ugar umræður. Sem dæmi um það, sem þarna var rætt, má nefna vandamál smáfélaganna gagnvart þeim stærri, skapgerð leikmanna og það hvemig efna- legar ástæður, f jölskylduástæður og annað getur haft áhrif á knattspymúmanninn, þá var rætt um reglusemi íþrótta- manna og fleira. Þá kom dóm- ari á fund og lagði spurningar fyrir þjálfarana og urðu um- ræðurnar það kvöld hvað heit- astar, og á annan fund kom Erik Vig Larsen, sem hefur um- sjón með þjálfaramálum DBU. Þá kom læknir og gaf mörg góð ráð. Og undirstaða lfkamsbygg- ingarinnar var sýnd á sérstök- um „gervimanni", og þar var hægt að sýna Vöðvabygginguna og kennt hvemig þekkja má venjulegustu meiðsl knatt- spyrnumanna. Læknirinn sagði að fyndi þjálfari að þrátt fyrir mikla æfingu yrði ekki um fram för að ræða hjá leikmanni, væri ráðlegt að láta lækni fjalla nán- ar um leikmanninn því þá væri eitthvað athugavert við heilsuna. Sami læknir tók glas af Sloans, sem var þama á næstu grösum, og sagði: „Þetta er al- veg eins gott að hafa í rusla- fötunni. Að þessu getur ekkert gagn orðið. Leikmenn reyna að nudda sig upp úr þessu, en sannleikurinn er sá, að þetta hefur enga þýðingu og verra en það, því þetta veldur slæmu lofti £ búningsklefunum og gerir leikmönnum erfiðara fyrir held- ur en hitt. Þá sagði læknirinn að upphit- un væri þaðnauðsynlegastafyrir leikmenn, sem vilja forðast meiðsli. Það væri misjafnt hve mikla upphitun menn þyrftu, sumir 10 mínútur, aðrir 20 mín- útur o.s.frv., en upphitun væri atriði, sem knattspyrnumenn skyldu aldrei gleyma, bæði vegna meiðslanna og eins vegna getu sinnar £ leiknum". — Hve lengi stóð námskeið- ið? „Það stóð í 10 daga, knatt- spvrnan sjálf í 7 daga en 3 dagar að auki voru teknir í líkamsfræðina. Þama var um að ræða þjálfara 2. stigs og verð ég að segja að undirstaðan frá Karli Guðmundssyni á nám- skeiðum KSl hér var mjög hald góð. Þetta voru erfiðir dagar í Velje og menn urðu fyrstu dagana hreinlega að velta sér fram úr rúmunum en þetta lag- aðist þegar á leið, og það er ó- trúlegt hve mörgu var hægt að koma fram á svo stuttu námskeiði og hve vel allt var fram borið“. — Og hvað með framtíðina? „Ég ætla mér vitaskuld að halda áfram f þjálfarastarfinu og vona að einhver sjái sér fært að nota starfskrafta mína“, sagði Sölvi. Að lokum sagði hann: „Ég vil nefna eitt atvik á fundi með gömlum landsliðsmanni Dana, gamalli stórstjömu, Kurt Niel- sen. Hann var að segja okk- ur frá atvinnumennsku sinni í Frakklandi og svo vildi til að hann ræddi mikið um Albert Guðmundsson. Hann kvað Al- bert hafa verið bezta sóknar- mann Evrópu á þessum tíma. „Það var reglusemin, dugnað- urinn og sjálfsafneitunin, sem gerði Albert að því sem hann varð,“ sagði Nielsen, „hann æfði í frítímum sínum sem sum um í hans hópi þótti skrýtið og af þessu eignaðist hann öfund- armenn. Ég gæti bezt. trúað að svo viljasterkur maður eigi enn marga slíka", sagði hann. Þetta yljaði mér um hjartarætumar, því félagar mínir höfðu fengið að heyra aö ísland ætti líka sína knattspymumenn". — jbp — Innan tíðar flytur læknir- inn á Eskifirði f nýtt og glæsi legt hús, þar sem jafnframt verður lyfjaverzlun, læknis- stofa og sjúkrastofa með 2-3 rúmum, sem nota má í neyð- artilfellum. Af þessu tilefni átti Vfsir tal við héraðslækn- inn, Jónas Oddsson, sem búinn er að starfa f Eskifjarðarlækn- ishéraði í 5 ár. Verður það að kallast gott úthald miðað við það sem gerist og gengur ann- ars staðar úti á landi, ekki sfzt á Noröur- og Austurlandi, þar sem læknaskortur er orð- inn mikið vandamál. — Já, ég tók við héraðs- læknisembættinu hér eftir að ég útskrifaðist fyrir 5 árum. Umdæmið nær yfir Eskifjörð, Helgustaðahrepp og Reyðar- fjarðarhrepp. — Hvernig hefur læknisað- staðan verið á Eskifirði til þessa? — Slæm, hún hefur verið i gömlu húsi frá þvl um alda- mót. Nýja húsið verður tekið f notkun um eða eftir næstu mánaðamót. Það leysir mjög aðkallandi vandamál og bætir úr brýnustu þörfum. — Og er svo ekki verið að undirbúa byggingu sjúkraskýl- is á Reyðarfirði? — Jú, þar á að byggja hús fyrir viðtalsstofu og lyfjastofu að einhverju leyti, en þar verð ur ekki aðstaða til að taka við sjúklingum til legu. — Þetta kemur að sjálf- sögðu að góðu gagni, ekki sízt ef tillit er tekið til þess, hve langt er f næsta sjúkra- hús? ■— Það kemur til með að gera það, þegar það er komið í rétt horf. Næsta sjúkrahús er i Neskaupstað og það er eina sjúkrahúsið á öllu Austur- landi. Húsnæði til leigu Húsnæði fyrir iönað, teiknistofur, skrifstofur o.fl. er til leigu í Síðumúla 10. (Gunnar Þorleifsson).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.