Vísir - 04.02.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 04.02.1967, Blaðsíða 4
1 ..., ■ ’ Marsbúi eðo... Nei, þetta er ekki Marsbúi, sem hefur lent á jörðinni, heldur fyrir sætan, Nikki Ross, sem hér sýn- ir nýja dragt, glampandj eins og spegil. Tízkan er ekki frá París, heldur var dragtin kynnt ásamt öðrum tízkufatnaði frá Uganda í Afríku. Hvernig líkar ykkur? 3/cr ara eltingaleikur við þrimastraða seglskútu Var elt í tæp þrjú FÖGUR FÓSTRA þessu atriði myndarinnar er Bel- mondb svo máttfarinn eftir at- hafnasama nótt, að hann getur ekki klætt sig sjálfur. Eftir mynd unum að dæma viröist hann ekki hafa mikinn áhuga fyrir því sem er að gerast I kring um hann. Ekki einu sinni því, sem er á bak við baðhandklæðið. Þau hafa einu sinni leikið saman í kvik- mynd áöur, en það var í fyrstu kvikmynd Belmondo fyrir 7 ár- um. Jean-Paul Belmondo, einn vin- sælasti kvikmyndaleikari Frakka, Verður þeirrar ánægju aðnjót- andi, að vera hjálpað i fötin sín af hinni fögru Mylene Demonge- ot, sem sjálf er aðeins iklædd baðhandklæði, í næstu kvikmynd sem þau leika saman f. Maður gæti nú ímyndað sér, að það væri meirj ástæöa íil að hafa það öfugt, svo hún gengi í klæð- um, sem meir ættu við. En í ár yfir hálfan hnöttinn Fyrir nokkru lauk þriggja ára eltingaleik við þrímastraða skútu um hálfan hnöttinn. Skútan „Triptycth“, sem eít hefur verið af skuldheimtumönnum og lög- fræðingum yfir hálfan hnöttinn, náðist loks í Grenada í Vestur- Indíum. Nú á næstunni munu svo dóm stólarnir þar ákveða. hvort skút- an ,sem hefur verið kyrrsett, fái að halda áfram ferðum sín- um gegn tryggingu eða ekki. Triptyoh, sem er stærsta þri- mastraða skútan í dag, sigldi svo lítið bar á úr Padstowhöfn i Cornwailhéraði i Englandi dag nokkurn í maímánuði. Við stjórn völ hennar stóð Kanadamaður, Matt Burpee að nafni, sá sem hafði fengið Multihull Services, skipasmíðastöð, til að byggja skútuna, • en stakk þá svo af vegna misklíðar um kaupverðið. Það er talin hafa verið um £ 21.000 skuld, sem hann hljópst frá, af £43.000 reikningi, en hr. Burpee neitaði að hann skuldaði svo mikið. Hann heldur því fram, að upphaflega hafi skipasmíða- stöðin sett upp £17.000, en svo hafi það hækkað upp í £20.000 og síðan upp í £22.000, sem hann greiddi, en síðan hafi það hækkað enn upp í £23.000, sem hann neit aði að greiða. Og það var þá, sem hann ákvað að sigla burt. Skipasmíöastöðin, sem skuld- að; lánardrotttium sínum £40.000 var gerð upp, og svo byrjaði eltingaleikurinn. í gegnum síma, símskeyti og skuldheimtumenn fór leitin fram. Leitað var í öll- um líklegum höfnum til þess að láta kyrrsetja skútuna, selja og skipta andvirðinu milli lánar- drottna. Eltingaleikurinn náði til írlands, Spánar, Afríku og hafn- ; anna við Karíbahafið, en alltaf | var Triptych einum áfanga á : undan. Þegar skuldheimtumenn- irnir komu á hafnarbakkann með ; tilbúna stefnu til að negla við I mastrið, þá var Triptych alltaf á bak og burt. -Loksins náðist svo í hana í j höfninni í Grenada. Þar var hún Ij kyrrsett og deilur um greiðslur II hófust. Hvort nokkur kaupandi j annar er áð skútunni, er ekki vitað. Lánardrottnar vona, að hr. j Burpee fáist til þess að greiða j ákveðinn hundraðshluta af tekj- um þeim, sem hann fær af því að leigja skútuna auðugum Am- j erikumönnum, veröi honum sleppt lausum gegn tryggingu. i En jafnvel þó svo hún seljist, j fæst varla meira fyrir hana en \ ca. £20.000. Síöan skútan var kyrrsett, hef j, ur hinn sextugi hr. Burpeetmisst I af mörgum góðum ieigutilbpðum. I Hann hefur sent hinn kanádíska j lögfræðing sinn til Englands til « að kippa málunum í lag meðan | aðrir reyna á hans vegum að f semja um tryggingu í Grenada. ! ----------------------------------«> Saumaklúbbar og samkvæmislíf Hafa menn nokkurn tíma hugsað út í, hversu sterkur þátt ur saumaklúbbar eru í sam- kvæmlslífinu. Því það er óhætt að segia, að þegar konurnar koma saman yfir kaffibolla (því þær sauma stundum lítið), þá er þeim fæst mannlegt óviðkom andi, Þær taka flest það til um- ræðu, sem þeim liggur á hjarta og vel það. Tíminn er vel not- aður i saumaklúbbunum, og þær ýmist hefja samborgarana til skýjanna, eða hakka þá í sig. Vei t. d. þelm kaupmanni, sem kemst í ónáð hjá saumaklúbb- unum, eða öðrum þeim, sem ekki gæta sin í umgengni við frúmar, því að saumaklúbbarn- ir eru lika eins konar neytenda samtök. Og saumaklúbbar eru vafalaust kærkomin livíld þreyttum húsmæörum, eftir amstur dagsins yfir börnum og matarstússi. Ég á sjálfur einn sjötta í svona saumaklúbb og heyri því stundum- óminn af hressilegum umræðum. Þar eð ég hygg að sauniaklúbbar séu' með heilbrigðari þáttum sam- kvæmislifs höfuðborgarinnar vil ég óska öllum saumaklúbb- um góðs gengis. • Sjnvarpið S.l. miðvikudagskvöld var ágætur umræðuþáttur í sjón- varpssal um tóbaks- og áfengis- mál undir stjórn Baldurs Guð- laugssonar, sem fer stjórn slíkra þátta vel úr hendi, en ég minnist þess að hafa séð hann einu sinni áður með svona þátt. Þama er á ferðinni ágætur sjón varpsmaður. En varðandi umræöurnar, þá held ég að bindindismenn hafi hlotið að velja sér mótherja af málstirðara tagi, þvi að þeir voru ekki sérlega sannfærandi málfiytjendur, fyrir notkun tóbaks og áfengis. T. d. taldi annar, og vitnaði í orð frægs læknis,1 að áfengi gæti verið gott í hófi, til að „losna úr sál- kreppu“. Ég er ekki frá því, að þeir málsvarar hófiegrar áfeng- isdrykkju hefðu verið liprari í málflutningi og nieira sannfær- andi, ef beir hefðu fengið sér einn lítinn fyrir umræðumar, því að ég er ekki frá þvi, að þeir hafi verið f dálítilli sálar- kreppu, eins og á stóð. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.