Vísir - 14.03.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 14.03.1967, Blaðsíða 4
Við kvörtum undan því hér á landi, að of langur tími líði milli þess sem símaskrár eru útgefnar. En hvað mega þeir í Moskvu segja? Þar kom síðast út síma- skrá árið 1960 og sú næsta er ekki væntanleg fyrr en áriö 1968. Þjónustunni í sambandi við hraðbrautirnar úti í heimi fleygir stöðugt fram. Nú má fá heita pela, bleyjur og annað slíkt söiuskúrunum viö hraðbrautina milli Frankfurt og Köln f Þýzka- landi. 9 Nýlega var opnuð í New York sjúkradeild, þar sem einungis fara fram aðgerðir til þess að breyta kyni manna. Hafa sjö „sjúklingar" þegar verið lagðir inn til aðgerðar: fimm konur og tveir karlar - eru nú fimm karl- ar og tvær konur. Bob-skíðin komast á 164 km. hraða Ekki ber á öðru en bob-skíðin séu tilvalin stökkskíði, eins kvað vera gott að halda jafnvægi á þeim. MEÐAN SNJÓÞOTUR fara eins og eldur í sinu um skíðalönd Reykvíkinga fara bob-skíðin, eða snjóreiðhjólið, eins og sumir kalla það, eins og eldyr í sinu um skíðalönd suður í Alpafjöllum. Eiga bob-skíðin vinsældir sinar fyrst og fremst að þakka því, hve auðvelt er að komast upp á lag með að renna sér á þeim, auk þess sem ekki er vitað til að eitt einasta slys hafi hlotizt af notkun þeirra og er bó áætl- að að um 20 búsund manns stundi þessa nýju íþrótt. Bob-skíðin eru eiginlega hvort tveggja í senn skíði og sleöi, því að þeir, sem stunda íþróttina, hafa stutt skíði á fótunum en sitja þó á eins konar sleða með skíðum og stýri. Er sleðinn lík- astur reiðhjóli að byggingu, en í stað hjólanna eru stutt skíði. Upp úr fremri skíðinu gengur stýri, þannig að hægt er að stýra því. Sæti er á stöng milli skíðanna og til þess að halda iafnvægi hef- ur stjórnandinn stutt skíöi á fót- unum. Bob-skíðin fara að jafnaði með 60 — 70 km hraða á klukkustund og þau fara yfir „al'lt" — yfir mjúkan snjó, harðan snjó, ís og skafla og meðan þaö tekur mörg ár að veröa .góður skíðamaður tek ur það ekki nema nokkra daga að verða góður bob-skíðamaður. Sá, sem átti hugmyndina að bobi-skíðunum er austurrískur bak / ari og hafði hann útbúið vísi að þeitn fyrir mörgum áratugum, en árið -1950 gerði Svissl. endur- bætur á bob-skíðunum og í þeirri mvnd eru þau nú framleidd af miklum krafti í Sviss. Efnið er málmur og tré. Eins og vænta má hefur þegar verið sett heimsmet í þessari í- þrótt og setti Willy Brender það í janúar 1966. Komst hann upp í 164 km hraða á klukkustund, en heimsmetið í bruni á venju- legum skíðum er 174 km. — Nú spyrja gárungarnir, hvort bob- skíðaíþróttin verði ekki næsta í- þróttin, sem bætt verður í hóp Olympíugreina Bezta „staðan“: Halla sér fram og hafa hnén saman. Þannig er þotið niður hlíðar Alpafjalia og það gild ir einu, hvort snjórinn er mjúkur eða harður. w. Enn bréf um hægriakstur. „Ég las í Vísi bréf frá „Vinstri manni“ og er ég honum alveg sammála. Mér datt í hug að skrifa þér nokkur orð, en þar sem ég telst ekki meira en í meðallagi greindur, vii ég spyrja háttvirta þingmenn og aðra hægri menn að eftirfar- andi: 1. Fáum við sómasamlega ak- vegi um iandið áður en við komumst f vegasamband við önnur lönd? 2. Er kostnaðaráætlunin um I -eytinguna yfir i hægri- handar akstur rétt? 3. Eru einhverjir þingmenn starfandi bílstjórar (í hjá- verkum)? 4- Er ofþensla í ríkiskassanum þannig að nauðsynlegt hafi verið að finna eyðsluaðferð og breyta yf ir í hægri akstur? Var rætt við sarritök atvinnu bílstjóra, t. d. leigubíistjóra, vörubílstjóra eða vagnstjóra SVR? Er ekki t. d. Húsnæðismála- stjórn i aura-vandræðum? — 7. hægri umferð, um leið og Alþingiskosningar fara fram í vor? Þá las ég ennfremur í Vísi grein eftir Pétur Sigurðsson. Þar segir hann meðal annars orðrétt: „Vanhyggnir getum við Það er augljóst mál af bréf- urn, sem birzt hafa í dagblöð- unum, og ennfremur af umræð- um manna á meðal, að fátt eru menn eins ósammála um og lög- in um breytingu yfir til hægri handar aksturs. Lögin fóru að Hefði Húsnæðismálastjórn ekki getaö haft brúk fyrir þá peninga, sem það kostar að breyta úr vinstri umferð yfir í hægri umferð? Væri ekki hægt að koma við þjóðaratkvæðisgreiðslu um stundum allir verið“. Þetta er rétt, en því ekki að viðurkenna mistökin og losna við þá þjóð- arögæfu. sem þetta hægri frum- varp hefur í för með sér. Með vinsemd, Bílstjóri (starfandi)“. sjálfsögðu á lýðræðisiegan og venjulegan hátt í gegnum þing, en það Iítur út fyrir, að almenn- ingur og iafnvel sumir þing- menn hafi ekki áttað sig á því, hvað hér var á ferðinni, og vakn að því við vondan draum. þegar lögin voru þegar afgreidd. Þetta sýnir okkur, að í vissum mál- um er betra að flýta sér hægt, svo að tími sé til að átta sig á hlutunum, — átta sig á stór- stígum breytingum, sem raska vanabundnum háttum manna og venjum, eins og þetta að líta allt í einu til hægri í stað vinstri. í rökum hægri rnanna var vitnað til áiits og raka sérfræð- inga um að rétt hafi verið að breyta yfir í hægri handar akst- ur. En geta þessir sérfræðingar ekki lagt rök sín svo sannfær- andi fyrir alla þessa vinstri menn, að þeir láti sannfærast, eða eru augljósu rökin ekki fyr- ir hendi? Vorum við að rasa um ráð fram? ' Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.