Vísir - 20.03.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 20.03.1967, Blaðsíða 4
amw Stærðfræðingur og dægurlagasöngvari > Evariste er nafn, sem orðið er vel þekkt í Bandaríkjunum og Frakkiandi. í Bandaríkjunum er ^varisía þekktur sem frábær kennari r æðri stærðfræði og eðl- isfræði við Princetonháskóla. í Frakklandi er hann frægur fyrir jazz og sem dægurlagastjarna. Evariste er aðeins 24 ára að aldri, en hann er sjení á þessum svo mjög ólíku sviðum. Hér er ckki um neitt auglýsingagabb að ræða, heldur óhrekjanlega staö- .aynd. begar þeir i Ameríku fréttu um þenna unga og efnilega stærðfræðing fyrir nokkrum ár- um, fengu þeir hann til þess að setjast að við Princetonháskóla og .ma þar. En hvenær sem hann fær nokkurra daga frí, fer hann til Frakklands, syngur og leikur inn á hljómplötur jaj.i- W5a dægur lög, kemur fram í útvarpi eða sjónvarpi og tekur þátt í söngva- sumkeppnum. Við sum lögin sín 'rkir hann sjálfur bragina. Einn er efnislega á þessa leið: „Pekkir þú nokkuð til þeirrar skepnu, sem fann upp integral- reikninginn? Er það Leibniz eða Newton — eða er það bara ég sem er að rugla?“ Lag þettta náði strax miklum vinsældum í Frakklandi. Evariste fæddist í Lyon 1943 og nokkrum mánuöum seinna fluttu Nazistamir föður hans til Auschwitzfangabúðanna, en síðan hefur ekkert spurzt til hans. Móð ir hans er lögfræðingur. Evariste lvsir sjálfur ævi sinni þannig: „Fjögurra ára lærði ég að lesa, skrifa og.reikna. Fimm ára gam- all hætti ég að reykja. Fyrstu Ijóðin mín orti ég, þegar ég var tm ára gamall, og tólf ára gam- all varð ég fyrst ástfanginn. Ég lagði af nærri hitasóttarkenndum kafa stund á stæröfræði. Síðan var ég gripinn óskaplegri söfnun- arástríðu. Ég safnaði um 3000 tegundum skeldýra og uppgötv- aöi nokkrar tegundir, sem hvergi var getið um í bókum. Það vom fyrstu framlög mín til vísind- anría. Sautján ára gamall samdi ég fyrsta lagið mitt“. Það ár setti hann fram kenn- ingar um atóm efnisins og þrem ur árum seinna bað Vísindaaka- demían í París hann um niður- stöður hans á rannsóknum sín- um. Hann flutti síðan til Parísar frá Lyon og laúk, að einu ári liðnu, prófi í eðlisfræði. Einnig hlaut hann viðurkenningu i æðri stærðfræði við Sorbonneháskól- ann. Slikt tekur venjulega 6 ár. Þessu næst ferðast hann til ísrael og lærði hebresku á tíu dögum, 100 orð lærði hann alveg utan að á dag. 1964 voru svo amerískir eðlis- og stærðfræðing- ar búnir að pæla í gegnum y3 af kenningum hans og buðu honum til Princeton, til framhaldandi rannsókna. „Mér líkar prýöilega við Prince- ton“ segir hann. „Ýmist eyði ég deginum 1 kennslustofunum, bókasafninu eða garöinum. Þegar ég finn til þreytu, fæ ég mér hjölreiðatúr í garðinum, horfi á íkomana og syng mín ljóð“. Hann fær há laun, enda vanur háum tekjum frá bamsárunum. Á skólaskylduárunum vann hann 42 verðlaun og síðan hefur hann hagnazt á söngvum sínum, og einnig hefur hann fengið verð- laun fyrir ýmsar kenningar sínar. Dægurlagasöngvarinn meðal nokkurra aðdáenda sinna. Evariste Utskýrir fyrir nemendum sínum flókna útreikninga í eðU sfræöi I Princeton-háskóla. Aðsent bréf. „Sæll Þrándur í Götu. Oft hafa komið góðar aðfinnslur og ábend ingar í pistlum þínum. Varð ég því hissa, þegar ég sá samanburð þinn á verkfræðingum og lækn um, og ungum aflaskipstjóra í flotanum. Ekki efast ég um að þessi ungi aflaskipstjóri geti svarað fyrir sig sjálfur, en hann er nú vant við látinn við arðbærari störf fyrir þjóð sína, og ekki víst hvenær hann hefir tíma til þess. Mér fiunst enginn samanburður koma til greina í þessu tilfelli. Mér vitanlega fá engir sjómenn styrk frá því opinbera til þess að mennta sig í sínu starfi, utan það að ekkert skólagjald þarf að greiða við Stýrimannaskólann. Svo er það eins og allir vita, að togaraútgerð er hér á fallanda fæti og má búast við, að fáir eða engir togarar verði hér ti! eftir stuttan tíma, með sama áframhaldi. Sá togari, sem um ræddur skipstjóri hefur til um ráða nú, hefur verið á sölu- lista undanfarna mánuði, eða a.m.k. hefir mikið verið rætt um að selja hann. Enda segir skip- stjórinn í viötali við dagblað 3/3 ‘67 „ef þeir selja hann, þá fer ég“ Ekki hef ég heyrt, að verkfræöing fær slík tilboö, til ýmissa starfa, og af ýmsum orsökum. En sök- in getur verið hjá viðkomandi blaðamönnum sem hafa talið sig þjóna vel sínum pólitísku hús- bændum með því að úthrópa fræðingar hóti að fara af landi burt ,ef þeir ekki fái þetta eða hitt, ef þeir ekki fái æðri stööur og hærra kaup ,þó að slíkar yf- irlýsingar séu ekki hafðar á odd- inum almennt í blaðaviðtölum. J$ípuÞ&iGotu ar eða læknar færu af landi burt af sambærilegum ástæðum. ,Sjómaður“ Ég vil þakka sjómanni bréfið. En ég vil bæta við nokkrum orð- um. Tilefni pistils míns var í raun inni undrun yfir því, að umræddur skipstjóri skyldi lýsa því yfir opinberlega í blöðum að honum stæði til boða skipstjóra- starf erlendis. Það verður að telj- ast óvenjulegt, vægast sagt, að lýsa sliku yfir þvi að fnikill fjöldi þetta, sem eins konar ögrun. Ummæli skipstjórans, „ef þeir selja hann, þá fer ég“, hafði Morg unblaðið eftir honum í símtali, þegar hann var hringdur upp út á sjó, að því er virtist til að fá staðfestingu á ummælum hans, sem þegar höfðu verið birt. Varðandi þá fullyrðingu, að verk- fræðingar eða læknar hafi ekki farið af Iandi burt af sambærileg- um ástæðum, vil ég einmitt taka fram, að það er einmitt mjög al- gegnt, að læknar og verk- Varðandi þann spádóm, að bú- ast megi við, að togaraútgerö muni leggjast niður, þá er ég ekki sammála því, en hins vegar hefir togaraútgerð staðnað, og hefur ekki orðið þar sú þróun, sem æskilegt væri. Togaraútgerð- in er því orðin gamaldags og úr sér gengin. Eiga samningsaðilar sjómanna þar nokkum hlut að máli. En togaraútgerð hlýtur að end urskipuleggjast og þróast, vegna áframhaldandi nauösynjar á að veiða fisk úr sjó. Um leið og síld in hættir að veröa léttveidd, þá eykst nauðsyn á uppbyggingu tog araflota, en til að uppbygging eigi sér staö, verða sjómenn og aðrir, að skilja nauðsyn þess, að útgerðinni sé gefinn kostur á að bera sig, og kröfur um t.d. manna hald séu samkvæmt því. Varðandi nám skipstjómar- manna, þá má geta þess, að hvergi er jafn auövelt að mennta sig í sjómannafræðum, kostnaðar ins vegna, og hér á íslandi, og er það vel. Að lokum vonast ég til þess, að úrvals menn þurfi ekki að hlaupast á brott vegna augna- bliks togstreitu, því að þjóðfélag ið okkar þarfnast allra góðra krafta og sameiginlegs átaks. Enda á hér enginn að þurfa að hlaupa, því að okkar samfélag hlýtur að hafa það margt til að bera, sem er gulli betra, m.a. jafn réttið, sem kemur fram í meiri launajöfnuði á milli hálauna- manna og láglaunamanna. Þrándur í Götu )T i.-|

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.