Vísir - 25.05.1967, Side 3

Vísir - 25.05.1967, Side 3
WlíSíJfR . Fknmtsdagur 25. maí 1967. Kappreiðar SÖRLA Kappreiðar hestamannafélags- ins Sörla í Hafnarfirði voru haldnar sl. sunnudag í blíðskap- arveðri á skeiövelli félagsins viö Kaldárselsveg. 1 Myndsjánni í dag birtast nokkrar svipmyndir frá þessum kappreiöum. Formaður hestamannafélags- ins Sörla í Hafnarfiröi, Kristinn Ó. Karlsson, tjáði blaöinu aö skeiövöllurinn væri sérstaklega góður á þessu vori. Meiningin væri að sá í völlinn, en ekki væri ennþá búið að ákveða hvort það yrði gert á þessu sumri. Völlurinn við Kaldársels- veg hefur m. a. þann kost að skjólgott er við hann. Kristinn sagði að kappreiö- arnar hefðu í alla staöi farið mjög vel fram og hefðu þátttak- endur og áhorfendur verið hátt í þúsundið að fjölda til. 1 fyrravor var völlurinn slæm ur og fór þá einungis fram firmakeppni, en sjálfum kapp- reiðunum var frestað til hausts- ins. Kristinn sagði að aðrar kapp reiðar yrðu haldnar á hausti komanda ef ekki yrði sáð í völl- inn i sumar. Efsta myndin á síðunni er tekin í þann mund sem firma- keppnin er að hefjast, en þar varð hlutskörpust Grákolla Guö bjargar Flygenring, en hún keppti fyrir Hagtryggingu h.f. Á 'næstu mynd sjáum við nokkra káta áhorfendur, en þeir eru taliö frá vinstri, Sigvaldi Jóhannsson, Heröi, Ólöf Gísla- dóttir, eiginkona Péturs Hjálms- sonar ráðunauts, Úlfhildur og Sigvaldi Haraldsson, Brúarhóli og synir þeirra hjóna, Haraldur og Lárus. Fimm síðast töldu eru öll úr Mosfellssveit. Næsta mynd sýnir okkur stólpagripinn- Áka, Guðbjarts Pálssonar, en Áki er aö koma mannlaus í markið, eftir að hafa kastað af sér knapanum í upp- hafi hlaupsins. Að lokum er mynd af Sigurði Ólafssyni, landsfrægum hesta- manni og söngvara, ásamt fríð- um hestahópi. Næst honum á myndinni er Buska ^uðmund- ar Gíslasonar, dýralæknis, en síðan koma þrír af afkomend- um hinnar frægu Glettu: Hroll- ur, Glettingur og Völsungur. Glettu var lógað skömmu eft ir Landsmót hestamanna að Hólum s.l. sumar, en þar sigr- aði hún í afkvæmasýningunni í annað sinn. Deilt var um aldur Glettu, en álitiö að hún væri um þrítugt, er henni var fargað. ■ ^V •• • V.-----

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.