Vísir - 26.05.1967, Síða 16

Vísir - 26.05.1967, Síða 16
Föstudagur 26. autí F967. Þama er leiðbeint um akstur á dráttarvélum á námskeiðinu. SViíTADVÖUH UNDIRBÚIH Á NÁMSKilÐI í HÖFUÐBORGINNl □ „Þeir eru alveg merkilega vel með á nótunum, krakkarnir. Það er alveg sama hvaða tækniatriði í sambandi við meðferð dráttarvéla maður minn- ist á. Það eru alltaf nokkrir í hópnum, sem kann- ast vel við það, sem um er verið að ræða“. □ Þetta sagði Sigurður Ágústsson, framkvæmda- stjóri Varúðar á vegum, vestur í húsi Slysavarna- félagsins á Grandagarði. Þar var haldið námskeið í meðferð dráttarvéla og kennd hjálp í viðlögum í gærdag. stjórntækin og síðan leyft að aka einn hring í Örfirisey, og sömu fræðsiu fékk svo hópur öO ungiinga á aldrinum 14—16 166 börn á aldrinum 10—13 ára fylgdust með mestu andakt með þvi, sem Sigurður Ágústs- son og Haraldur Ámason, ráðu- nautur hjá Búnaðarfélagi ís- lands, sögðu þeim um hættur við notkun dráttarvéla, jafn- framt því sem bau horfðu á fræðslukvikmyndir um þetta efni um leið. Áhuginn var sá sami, þegar Tómas Hjaltason, varaform. Björgunarsveitarinn- ar „Ingólfur“ sýndi þeim lífgun úr dauöadái og helztu atriði í hjálp í viðlögum. Á eftir voru þeim svo sýnd- ar dráttarvélar, kennt aö þekkja ára síðar um daginn. Jón Pálsson, fulltrúi Æsku- lýðsráðs, greindi fréttamanni blaðsins frá því, að í þessari síðustu viku hefðu þessi félags- samtök gengizt fyrir kynningu meðal bama og unglinga og hefði hún einkum lotið að sveita störfum. Á mánudaginn hefðu þeim verið sýndar fræðslumynd ir um sveitastörf. Á þriðjudag hefðu þau skoðað Mjólkurstöð- ina, miðvikudag skógrækt og í gær dráttarvélarnar. í dag var svo ráðgert, að þeim yrði kennt að beizla og leggja á hesta á Skeiðvellinum, þar sem 25 hest ar yrðu þeim til taks. Á laugar- daginn skyldi svo farið í smá- ferðalag út úr bænum. Garéleigjendur geta farið að sefja niður karfóflurnar en byrjað var að liefla veginn i morgun. Nú geta garðleigjendur í Skamma dal farið á stúfana og byrjað aö setja kartöflumar niöur því að plægingum í Skammadal er lokið. Talaöi blaðið við Hafliða Jónsson garðyrkjustjóra í morgun, sem agði að undanfarna þrjá sólar- 'iringa hefði verið unnið við plæg- 'ngar dag og nótt og lyki þeim á 'iádegi. Gætu garöleigjendur því cett sínar kartöflur strax niöur. — Yfirleitt eru garðarnir mjög burrir á yfirboröinu, sagði Hafliði, i víðast hvar er klakinn algjörlega1 horfinn, aðeins eftir smáblettir þar sem hann er enn og eru þá 25-30 cm. niður á klakann, en hann mæl- ist um 5 cm. að þykkt. Benti graðyrkjustjóri á það aö enn væru vegir innan garölandanna vafasam- ir þannig að garðleigjendur ættu að varast það að fara með þunga bíla út á hliðargöturnar þar sem hætta væri á aö þeir festust. Einnig minntist hann á að vegurinn upp í Mosfellssveit væri mjög slæmur, FjöBsótt sumarnám-j skeið fyrir börn á Selfjarnarnesi Nýjung i æskulýðsstarfi Tekin verður upp athyglisverð nýjung i æskulýðsstarfi á Seltjam- arnesi í sumar. Sveitarstjórn Sel- tjarnarness hefur ráðið Hermann Framhald á bls. 10. Selja grasfrœ og áburð íplastfötum — Merkileg tilraun til að fá fólk til Tíu útskrifast úr Þjóðleikhússkólanum Leiklistarskóla Þjóðleikhússins i var slitið s.l. mánudag og voru þá |brautskráðir frá skólanum 10 ungir leikarar. Skólastjóri skólans, Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri, sleit skólanum Hann gat þess m. a., að þetta væri í fyrsta skiptið, sem nemendur væru útskrifaðir, eftir lað námstíminn í skólanum var lengdur í þrjú ár, og kennslu- stundum i hverri viku var fjölgað. iEinnig hafi skapazt miklu betri J |ski1yrði fyrir skólann, þar sem öll kennsla fer nú fram i hinu vist- í lega húsnæði á leiksviðinu í Lindarbæ. Nú voru í fyrsta skipti tekin til meöferðar heil leikrit í skólanum. par sem nemendur sýndu tvo einþáttunga. Yfirborð, eftir Alice Gerstenberg og Dauði Bessie Smith, eftir Edward Albee fyrir prófdómendur og kennara og auk þess höfðu nemendur eina sýningu á fyrrgreindum leikritum fyrir gagnrýnendur blaöanna og aðra gesti. Leikstjóri var Kevin Palmer. Kennarar viö skólann voru í vetur 13. Framh. á bls. 10 liðs gegn óræktarlandi Eins og menn ef til vill minn- ast frá síðastliðnu sumri, kom þá á markaðinn grasfræ og á- buröur i smekklegum plastföt- um, og voru fötur þessar seldar víða á bensinstöövum. Það var Lionsklúbburinn Baldur i Reykjavík, sem tók sér þetta fyrir hendur. en meðlimir hans hafa beitt sér fyrir því, að auka áhuga landsmanna á þvi að græða landið. Klúbburinn hefur ákveðiö aö halda þessari starf- semi áfram í sömu mynd og * fyrra og nú nýlega komu plastföturnar með áburðinum og grasfræinu á markaðinn. yísir hefur snúið sér til Eiríks Ásgeirssonar, forstjóra, og Framhald á bls 10

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.