Vísir - 31.05.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 31.05.1967, Blaðsíða 7
VlSIR. Miðvikudagur 31. mai 1967. ,morgun útlönd ; í raorgun útlönd í morgun útlönd Austur-Nigeria hefir lýst yfír sjálf- stæði sínu og heitir nú Biafra Gowon æðsti maður sambandsstjórnar boðar algera hervæðingu og hafnbann á Biafra Blóðug borgarastyrjöld kann að vera yfirvofandi í Nigeriu, fjöl- mennasta blökkumannaríki Afríku, en þar búa 60 milljónir manna. Austur-Nieeriuþing hefir veitt Ojukow landstjóra heimíld til þess ■að segja A-Nigeriu úr lögum við sambandsrikið, og Ojukow hefir síðan hafnað tilskipun Gowons of- ursta, æðsta manns sambandsríkis- ins um skiptingu iandsins í 12 sam- bandsríki og þar af yrðu 3 í Austur- Nígeríu, en þessa ákvörðun lýsir Ojukow sem „byltingu eins manns“ sem geti leitt til þess að til bíóð- ugrar byltingar komi I landinu. Lærdómsrík nýjung fyrir BÖRN á aldrinum 3—10 ára. LEIKFANG ÁRSINS .QRABBI rw 99' Skurðgrafa úr stáli til þess að moka sandi, snjó og mold. Auðvelt fyrir börn að stjórna henni, snýst Ákaflega skemmtilegt og sterkt leikfang. Þjálfar samstilltar hreyfingar handanna. Verzl. FÁFNIR, Klapparstíg 42. Baldur Jónsson sf., Hverfisgötu 37. Sambandsríkið er 7 ára. Austur- Nigeria hefir margsinnis hótað skilnaði, en nú virðist það vera al- vara, símar brezkur fréttaritari frá Enugu, höfuðborginni. Landinu hefir til þessa verið skipt I fjögur iandssvæði, mjög stór, Norður-, Austur-, Vestur- og Miðvesturfjórðung. Samkvæmt til- skipun Gowons á Ojukow að verða landsstjóri eins af hinum þremur sambandsríkjum, sem ná yfir A- Nigeriu. Annars á landið að skiptast sam- kvæmt hinni nýju tilskipun: N-Nig- eria 6 samb.ríki, A-Nigeria 3, eitt I V-Nigeriu, eitt I Miðv.-Nigeriu og hið þriðja nær yfir höfuðborg- ina Lagos og hluta af Vestur-Nig- eriu. Meö stofnun þriggja sam- bandsríkja I A-Nigeriu virðist mið- að að því að veikja og kljúfa Ibo- þjóðflokkinn, sem hefir veriö harö- astur I andspyrnunni gegn Gowon og hinni hernaðarlegu stjórn hans. Hernaðarástandi var iýst yfir í landinu fyrir nokkru. Þetta var samkvæmt frétt- um í gærmorgun, en slöd. bár- ust svo fréttir um, að Austur- Nigeria hefði lýst yfir sjálf- stæði sínu og lýðveldi verið stofnað og fengið nafnið Bi- afra og yrði það áfram I brezka samveldinu. ALGER HERVÆÐING Þetta leiddi til þess, að Gowon ofursti, æðsti maður Nigeriu, fyrir- skipaði algera hervæðingu, og sam kvæmt NTB-frétt frá Lagos voru hersveitir þegar á leið til landa- mæra Austur-Nigeriu. Meg sjálfstæðisyfirlýsingunni er lokið þriggja missera togstreitu Gowons og Ojukow landstjóra A- Nigeriu, en þetta er ekki eingöngu ágreiningur um völdin, heldur er um djúpstæðan 'ættbálka-ágreining að ræða, — og ein meginorsökin er, að A-Nigeria kveðst hafa búið við ofríki Norður-Nigeriu. Gowon fyrirskipaði einnig hafn- bann á Austur-Nigeriu — Biafra. Á ströndum Biafra eru tveir hafn- arbæir, PORT HARCOURT og CALABAR. — í Lagosútvarpinu var öllum skipum ráðlagt að sigla þangað ekki. Tekið var fram að floti Nigeriu heföi fengið fyrirskipanir I þessu efni. OJUKOW SEGIR ÖLL TENGSL ROFIN Ojukow sagði I útvarpi, að öll stjómmálaleg tengsl væru nú rof- in við sambandsstjóm Nigeriu — rofin að fullu og öllu. Hann kvað tilraunum til íhlut- unar um málefni Biafra verða hrundið, en lét I það skína, að sam starf gæti tekizt við aðra lands- hluta Nigeriu, ef þeir óskuðu tengsla við hið nýja lýðveldi. Hann kvað Biafra mundu virða alia al- þjóðlega samninga og skuldbind- ingar. Eftir að ræðunni lauk var til- kynnt hið nýja nafn og leikinn nýr þjóðsöngur. Fáni Biafra er svaríur, gulur og rauður með rísandi sól. Síðdegis I gær höfðu engar frétt- ir borizt um viöbrögð manna við þessum tíðindum I Vestur-Nigeriu. í ENUGU, höfuðborg BIAFRA safnaðist fólk saman og söng og dansaði á göt- um úti. Ojukow bað menn virða lög in og er hann tilkynnti hervæðingu bað hann menn gæta stillingar, og minnti á, að Gowon hefði frá upp- hafi hótag að beita valdi gegn A- Nigeriu. Obreytt stefna varðarJi siglingar um Akabaflóa Fulltrúi Egyptalands staðfesti á fundi Öryggisráðs í gærkvöldi, að ekki yrði hvikað frá ákvörðuninni um bann viö siglingum Israelskra skipa um Akabafióa, en neitaði að Hussein og Nasser sættast óvænt Arabarikin aldrei eins einhuga og nú Það er álit margra, að Nasser hafi náð bví marki, að safna að baki sér Arabaþjóðunum í sókn- inni gegn ísrael, en Egyptar neita nú (sbr. aðra fregn) að þeir hafi árásaráform i huga. Það var mikill ávinningur fyrir Nasser er bæði Alsír og Túnis hétu stuðningi, en einingin náði hámarki er Hussein konungur og Nasser und irrituðu 5 ára varnarsamning I Ka- iro 1 gær. Þar með var endi bundinn á vær ingar undangenginna ára, en óvin- skapur, að ekkl sé meira sagt, hef- ir verið milli þessara tveggja leið- toga, og Nasser stundum kallað Hussein lepp auðvaldsríkja. En allt er gleymt „kæri bróðir“, eins og Nasser sagði sjálfur í gær. Samningamir voru undirritaðir eftir að leynilegar samkomulags- umleitanir höfðu farig fram dögum saman. Hussein flaug sjálfur flug- vél sinni til Kairo. Með honum fóru forsætisráðherra og yfirmaður hers ins. Samkvæmt sáttmálanum taka Eg yptar v® yfirstjórn Jórdaníuhers I styrjöfd. I ísrael kom fréttin óvænt sem annars staðar en á það var bent þar; að fyrr hefðu verið gerðir varn arsamningar milli Jórdaníu og Eg- yptalands og ekki komið til fram kvæmda — en nú hafi Hussein dreypt á því eitri sem verði hans banadrykkur — hann er þegar „byrjaður að deyja“, sagði ísraelsk- ur talsmaður. HERSKIP INN í AKABAFLÓA Engin staðfesting hefir fengizt á, að Bretar og Bandaríkjamenn á- ! formi að senda herskip inn I Akaba flóa, en brezk og bandarísk herskip munu vera að safnast saman á Rauðahafi. Rússar hafa tilkynnt I Tyrklandi fyrirfram um feröir 10 1 sovézkra herskipa um Dardanella- sund nú eftir mánaðamótin. stjórn sin hefði nokkur áform á prjónunum uni sóknaraögeröir á yfirstandandi hættutíma. Fulltrúinn, Mohammed Swad E1 Kony kvað stjórn Egyptalands hafa takmarkað aðgerðir sínar við það, sem henni er heimilt, sem ríkis- stjórn sjálfstæðs lands. Fréttaritarar í New York síma, að menn óttist að Egyptaland og Sovétríkin muni snúast gegn þvl á fundi öryggisráðs I kvöld, að skorað verði á þjóðirnar fyrir botni Miðj.hafs að fallast á hlé á áróðri og öðrum aðgeröum með- an U Thant þreifi frekar fyr- ir sér um Ieiðir til samkomu- lags. Fulltrúar I ráðinu ræðast við innbyrðis og óformlega I dag og reyna að ná samkomulagi um af- greiðslu málsins fyrir fund ráösins I kvöld. Nokkrir fulltrúanna eru hlynntir tillögum þess efnis, að fulltrúamir ástundi Itrustu gætni og ennfremur að U Thant reyni frekara, en þeir sem gerst vita segja, að Sovétmenn og Egyptar séu þessu mótfallnir. Nokkuð mun það stuðla að óvissri afgreiöslu, að forseti ráðsins I maí er fulltrúi hins þjóðernissinnaða Kína, sem flestir I ráðinu hafa and- úð á vegna þess að þeir viðurkenna hið kommúnistiska Kína, en á morgun tekur við fundarstjóm í ráðinu fulltrúi Danmerkur, og er þá búizt við, að andrúmsloftið batni. Hefir Johnson bannaö loft- árásir á Hanoi og Haiphong Það gengur fjöllunum hærra í Washington, að Johnson forseti hafi bannað loftárásir innan 16 km. frá miðdeplum Hanoi og Haiphong, en ekki hefur þetta verið staðfest. Ýmsar mismunandi lausafregnir erú á kreiki um þetta svo eru til- gátur um hvers vegna Johnson hafi fyrirskipað að hætta árásum og m. a. kemur fram, að sumir telja þetta tengt einhverri nýrri tilraun til sam komulagsumleitana um frið — og jafnvel að einhver tengsl séu milli þessa og þess, sem Bandaríkin kunna aö taka sér fyrir hendur lit af horfunum fyrir botni Miðjarðar- hofs. U Thant heflr sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa fallizt á kröfu Nassers um að kveðja burt gæzlullð Sam- einuöu þjóðanna frá Gazaspiidunni. Þykir gagnrýnendum tiigangslítið að hafa gæzlulið til þess áð varð- veita friðinn, en kveðja það burt að geðþótta ríkis, sem kann aö hafa árás f huga, undir eins og hætta er fyrir dyrum. Slík afstaða kemur fram í blaðinu DIE ZEIT, í Hamborg, sem birtir meðfylgjandi mynd, undir fyrirsögninni: EINKENNILEGT SLÖKKVILIÐ (sem hleypur á brott þegar kviknar 0.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.