Vísir - 27.09.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 27.09.1967, Blaðsíða 9
V í S IR . Miðvikudagur 27. september 1967. O I ! ) ! . % | ! i ! \ \ \ l s i 1 \ \ \ ! ! í \ * \ \ \ \ \ \ VIÐTAL DAGSINS ER VIÐ SÉRA ÞORSTERN BJÖRNSSON FRÍKIRKJUPREST □ í sögu hverrar þjóðar skiptast á skin og skúrir, ljós og skuggar. Styrkleiki þeirra blæbrigða gefur söguheild- inni nafn og setur á hana svip. í þúsund ára sögu íslands hefur skugginn oftast verið yfirþyrmandi, en birtan aðeins Ijósrák frá fjarlægum heimi, þeim heimi, sem fólkið í landinu kynslóð fram af kynslóð þráði, en hafði ekki á valdi sínu. í rökkri miöaldanna var mörg um íslendingi dimmt fyrir aug- um. Hallæri til lands og sjávar, samfara fáfræði almennings, gerði lífshætti alla erfiða. Fólk- ið stóð vamarlaust gegn öllum meiriháttar áföllum og hafði ekki víða skjóls að leita. — Ýmiskon ar hjátrú og hindurvitni þróað- ist með þjóðinni vegna fávizk- unnar, og þótt margir þræðir þjóðtrúar og þjóðsagna séu dregnir úr hugarheimi kynslóð- anna og séu úrval þeirrar lífs- sögu, sem lesin er í dag, þá virð- ist sem tröllskapur vanþekking- arinnar hafi oft ráðið mestu um framrás lífsins. Erfiöasta viöfangsefni fólksins á þessum tíma, var öflun nauð- synja. Möguleikar til aö búa i haginn fyrir komandi tíma voru takmarkaðir hjá flestum, sum- um engir. Þrautaráðið, og það, sem bezt þótti gefast, var því að varpa áhyggjum sínum á guð lega forsjón og leita þar trausts. — Leiðandi menn þjóðfélagsins urðu þvi prestamir — og þótt sumum þeirra væri í ýmsu áfátt höfðu margir þeirra til að bera þekkingu og eðliseigindir, sem var fólkinu styrkur og hóf það á hærra stig. — Þeir voru boð- berar guöstrúarinnar — tengi- liðir milli tveggja heima — hins skynjanlega —og þess er vænta mátti að leiðarlokum. — Það má því með fullum rökum segja, að á miööldunum hafi andlegur styrkleiki þjóðarinnar risið og fallið með reisn prestanna, og þeir hafi markað svipmót þess umhverfis sem þeir störfuðu i. Þetta átti ekki sízt við um ein angraðar byggöir, þar sem áhrifa umheimsins gætti minnst - það má því segja að þáttur sálu- sorgarans væri samofinn lífs- sögu hvers einstaklings á slíkum stöðum. Og þegar rakin er saga ald- anna þá hlýtur hverjum sem það gerir að verða ljóst, að þrátt fyrir ýmsar misfellur, þá má þakka prestum eða prestlærðum mönnum sterkasta ívafið í menn ingarsögu þjóðarinnar, og mætti trúarinnar þolgæði fólksins i þrengingum þrautaára, sem oft var skammt á milli. Þótt nú séu breyttir tímar, þá er það skoöun mín, að ennþá standi þaö hlutverk prestsins að leiða kynslóð fram af kynslóð óbrotna gegnum lífssögu ald- anna óhaggað. Trúlaus þjóð er rótlaus, og hefur hvergi fótfestu. Það hlýtur því að vera boöberi trúarinnar, presturinn, sem fyrst og fremst verður leiötoginn, sem beinir inn á þær brautir að fólk- ið hafi land undir fótum. Nú hef ég gengið á vit eins ar biónandi prestum borgarinn- ar, séra Þorsteins Björnssonar, fríkirkjuprests, og beðið hann að rabba við mig eina kvöld- stund — það er aö vísu ekki sú eina, sem viö höfum átt sam- an, því á hans fyrstu prests- skaparárum lágu leiðir okkar saman í einu afskekktasta hér- aði þessa lands, og þau fimm ár var sjaldan vik milli vina. Þorsteinn Bjömsson er fædd- ur 1. júlí 1909 í miðhúsum í Garði. — Foreldrar hans voru Pálina Þórðardóttir, Ölvusingur að ætt, og Bjöm Þorsteinsson, húnvetnskrar ættar. Kona séra Þorsteins er Sigurrós Torfadótt- ir frá Ófeigsfirði og eiga þau 8 börn. — Faðir minn var útvegs- bóndi i Görðunum þar til ég var 7 ára að aldri, en fluttist síðan til Ólafsvikur og var þar 2 ár — en fór svo til Hafnar- fjarðar og þar var mitt heimili þar til ég fór út á land. — Nú gæti margur látið sér detta í hug, að þar sem þú varst einbirni og faðir þinn var alla tið háður sjó eða sjóverkum, að sú yrði líka þín leið. — Það stóð nú líka til, en ég missti snemma sjón, annars hefði ég trúlega fariö i sjó- mannaskólann. — Svo liggur leið þín gegn •um menntaskólann. — Já, og þaðan lauk ég prófi 1931. — Nú hef ég heyrt marga unga menn hafa orö á £ví, að þegar stúdentsprófi væri lokiö þá stæðu þeir ef til vill á ein- hverjum erfiðustu krossgötum ævi sinnar vegna þess um hve margt væri að velja. Þeir hefðu á vissan hátt fengið lykil að lífsbrautinni. — Hvaö segir þú um þetta? — Það olli mér nú ekki veru- legum öröugleikum, að vísu var ég fyrsa skólaárið í læknadeild fram yfir nýár, en skipti svo yfir í guðfræði. — Hver var svo þinn fyrsti ferill eftir að þú hafðir náð þeim áfanga og hlotið rétt til prests- þjónustu? — Það var skömmu seinna að ég fékk tilboð frá séra Sveini Guðmundssyni í Ámesi að ger- ast aðstoöarprestur hans og þangað vígöist ég 16. ágúst 1936 og settur sóknarprestur 5. maí 1937 og frá 8. júní 1938 var mér svo veitt Ámesið. — Já, og síðan hafa mörg vötn til sjávar fallið og margt breytzt. Hveraig hugsar þú til þess tíma, þegar þú sem ungur prestur kemur í eitt afskekkt- asta hérað landsins, en haföir áður lengst af átt heima í fjöl- býli Suöurnesja? — Nú orðið lít ég svo á að dvöl mín í Árnesi hafi verið mjög elskulegur tími. En þekk- ing mín og þjálfun til starfsins var takmörkuð, og mun minni en menn nú fá, áður en þeir leggja út í þessa stöðu. En sem betur fór var séra Sveinn ekki farinn suöur þegar ég kom og gat því stutt mig og leitt í byrj- unarþjónustunni, sem mér var skylt að inna af höndum. — Hvernig tók svo fólkið þér, þeta sem ég vildi kalla afstæða fólk og staðið hafði að mestu „tan við umheiminn. Hvemig virtist þér það líta á prestinn — sem sálusorgara eða veraldlegan forystumann? — Fólkið tók mér vel, en ég gegndi nú aldrei neinu forystu- starfi þarna. En ég fann það nú fljótt á fólkinu, að því fannst ég ungur, því yfirleitt hafði fólk I Ámeshreppi varla séð ungan prest, því svo langt sem menn mundu höfðu prestamir þama verið eldri menn þjálfaðir og reyndir í sínu starfi. — Virtist þér þá ekki fólkið hafa litiö á þessa gömlu sálu- sorgara sína, sem nokkurs kon- ar leiðarljós, og krefðust þess sama af þér? — Ég gat nú ekki fundið að fólk gerði til mín aðrar kröfur en þær að ég ynni mín prest- verk i kirkju og utan sóma- samlega. Nú um ræðutækni presta má sjálfsagt lengi deila. — Telur þú ekki að þessi ár þín i Árnesi hafi oröið þér ávinn ingur upp á framtíðina? — Jú, ég er viss um þaö —- og mér fannst fólk yfirleitt taka þvi vel að presturinn væri mannlegur í háttum sínum og umgengni. — Er ekki nauösynlegt aö presturinn, ef hann vill komast í náið samband við fólkið sé fyrst og fremst maður meðal manna? — Það hygg ég nú að mastti segja. Séra Þorsteinn Bjömsson. — Er það ákjósanlegt að söfnuöurinn líti á prestinn í allt ööru ljósi en aðra menn, sem hann umgengst daglega? — Ég hygg nú, að þaö sé ekki orðið algengt nú á dögum að líta á prestinn öðruvísi en venjulegan embættismann eða starfsmann kirkjunnar. — Ég minnist þess að þegar ég kom fyrst í Ámeshrepp var þar einn gamall maður, sem endilega vildi þéra prestinn, annað fannst honum óviröing. — Já, séra Þorsteinn, senni- lega veröa samvistarárin í Ár- nesi sterkur þáttur I lífi okkar beggja. — Svo lá leið þín vestur til Dýrafjaröar — og að síðustu hingað til Rvíkur, sem prestur stórs safnaðar. Þess vegna hlýt. þú að þekkja vel hin ó- líku lífsviðhorf fjölbýlis og strjálbýlis. — Já, og því veröur ekki neitað að preststarf í sveita- héraði er mun umfangsminna en hér í Reykjavík — samband- ið við söfnuöinn verður miklu nánara, og þekk; g á lifi hvers einstaklings miklu meiri. — — Hér er það nánast hið ytra form prestsskaparins, sem tek- ur mestan tíma — söfnuðurinn er ^að stór, að varla eru tök á að komast yfir meira. Og satt sagt var það nú í raun og veru aldrei áform mitt að verða prestur í Reykjavík enda þótt svo færi.------Ræðugjörð fyrir hvern sunnudag tekur talsverð- an tíma og þegar þar við bætast öll aukaverk, sem em skyldu- ströf prestsins verður því nær ókleift að hafa persónulegt samband við fólkið, nema sér- stakt tilefni gefist, og eftir þvi sé leitað. — Nú hefði ég talið að ræðu- gjörð væri auöveldasti þáttur- inn i starfi prestsins. Hins vegar sálusorg — syrgjandi ekkjur — mæður — hálfvaxin böm eöa aðrir ástvinir sem þurfa stuðn- ing prestsins. — Já. þér finnst það og vist er svo margt sem til greina kemur í þessu starfi að því verö- ur ekki lýst í fáum orðum eða stuttu blaðaviðtali. — Lítur fólkið í dag á prest- inn sem mann, sem það getur leitað til þegar það á bágt. þegar það er í sálarlegum nauð- um? — Sannast að segja hef ég tiltölulega sjaldan kynnzt því. Sálusorgun, sem kölluö er, er mjög fágæt samkvæmt minni reynslu — önnur en sú sem túlkuö er á helgidögum gegnum boöun orðsins. — Er ekki hlutverk prestsins fyrst og fremst sálusorg — gegnum hinn trúarlega boðskap. og að vera styrkur þeirra, sem finnst þeir hafa brotnaö í lifinu. — Liggur ekki starf prestins í uppbyggingu hrelldrar sálar? — Jú, víst reynir maður það í þeim tilfellum, sem til manns er leitað, en annars hygg ég að sálfræðingar og taugalæknar hafi hér að nokkru tekið þetta hlutverk í sínar hendur. — Er það þá þannig, að stærsti báttur i verkahring prestsins i kirkjulífinu sé að stíga i stólinn á sunnudögum og halda ræðu — gefa börnum nafn — ferma unglinga — pússa saman fólk, sem þess óskar og koma í gröfina þeim sem hrökkva upp af? — Já, það er nú aöalverk- sviðið í dag, því verður tæplega neitað, þegar miðað er við hina stóru söfnuði. Þá er hér svo umfangsmikið verkefni að erfitt er að sinna öllu meim. Hitt játa ég fúslega að æskflegast væri aö presturinn gæfi staðið í persónulegu sambahdi við sem flest sóknarböm sín og eflaust reyna þeir það, en þegar litið er til Fríkirkjusafnaðarins þá er það á margan hátt erfiðara, þar sem meðlimir hans eru dreifðir um allan bæinn og auk þess KóDavoai Aftur á móti ef viö iítum á verksvið sveitaprestsins, sepj I Framh. ð bls. 5 „Brennið þið yitar44 ) \ \ \ \ \ \ \ \ t \ \ \ \ \ \ \ \ S \ \ \ \ { * i | * * * * * * í •i * \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.