Vísir - 02.10.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 02.10.1967, Blaðsíða 2
i 14 V í S I R . Mánudagur 2. október 1967. Leystar gátur YaSþjó — Galdrablað dreaið fram i dagsljósið ► Bókaútgáfan Skuggsjá hefur sent frá sér bók, sem geymir nokkrar ritgerðir Magnúsar Más Lárussonar prófessors. Bók þessi kemur út í tileíni fmmtiu ára afmœlis Magnúsar, þann 2. september og heitir „Fróðleiksþættir og sögubrot“. ► Þar koma fyrir almenn'ngssjónir í bókarformi nokkr- ar af ritgerðum þeim, sem próf. Magnús Már hefur samið um hina ýmsu þætti sögunnar, en áður hafa þær birzt í tímaritum, svo sem Andvara, Kirkjuritinu, Skírni, Sögu o. fl. aiiuroannnar Björn Þorsteinsson ritar eft- irmála aö bókinni og kemst þar meðal annars svo að orði um ritgerðir Magnúsar: „Þær ritgerðir sem hér verða að bók .jiga sammerkt um það að vera grundvailarrannsóknir. Þar er persónusaga tekin til meðferðar, réttar og tónlistar- saga, grundvöllur íslenzkrar í. hagsögu er treystur til muna, leystar gátur Valþjórsstaða- hurðarinnar, lesiö í eyður fornra handrita, galdrablað dregið í dagsljósiö, og trú skotiö yfir veraldarhafiö á stólpum erlendra menningar- leifa, sem hér finnast. Bygg- ingalist, hagspeki, kukl og sær- ingar, lögvfsi, málfræði, per- sónusaga og tónlist, eru helztu efni ritgeröanna, þótt höfundur sé einn, og bannig er á málum haldið, að hingað er að leita upphafs viðurkenndra rita, en öðrum eru hér mörkuð skapa- dægur, kenningum þeirra hrund- ið, greitt úr áður óleystum gát- um og grunnur lagöur að áfram- haldandi rannsóknum á íslenzkri sögu eftir m leiðum, sem hér eru markaðar.“ Björn segir ennfremur að þetta ritgerðasafn sé ekkert úr- val úr verkum Magnúsar lás og spenni ekki einu sinni yfir öll þau svið sögunnar. sem hann hefur fjallað um. — En Magnús er löngu kunnur af glöggskyggni á íslenzk fræði og hefur margt um þau ritað. Hann er kennari í kirkjusögu og og íslandssögu við Háskóla fs- lands, ritstjóri „Kulturhistorisk Leksikon for nordisk middel- alder“ af fslands hálfu ásamt Jakobi Benediktssyni og á með- al annars sæti í stjórn Hand- HAGKVÆMT ER HEIMANÁM Bréfaskóli SÍS og ASÍ býður kennslu í 35 mismunandi námsgreinum nú þegar, en nokkrar nýjar námsgreinar eru í undirbúningi. Eftirfarandi greinargerð ber fjölbreytn- inni vitni. I. ATVINNULÍFIÐ. 1. Landbúnaður. Búvélar. 6. bréf. Kennari Gunnar Gunnarsson, búfræði- kand. Námsgjald kr. 500,00. Búreikningar. 7 bréf og kennslubók. Eru nú í endursamn- ingu. Kennari hefur verið Eyvindur Jónss. ráðunaútur B.f. 2. Sjávarútvegur. Siglingafræði. 4 bréf. Kennari Jónas Sigurðsson skóla- stjóri Stýrimannaskólans. Námsgjald kr. 650,00. Mótorfræði I. 6 bréf. Um benzínvélar. Kennari Andrés Gu<5jí$hsson, tæknifræðingur. Námsgjald kr. 650,00. Mótorfræði II. 6 bréf. Um dieselvélar. Kennari Andrés Guðjónsson, tæknifræöingur. Námsgjald 650,00. 3. Viðskipti og verziun. Bókfærsla I. 7 bréf. Kennari Þorleifur Þórðarson for- stjóri F.R. Námsgjald kr. 650,00. Bókfærsla II. 6 bréf. Kennari Þorleifur Þórðarson fot stjóri F.R. Námsgjald kr. 600,00. Auglýsingateikning. 4 bréf. Kennari Hörður Haraldsson viðskiptafræðingur. Námsgjald kr. 300,00. Skipulag og starfshættir samvinnufélaga. 5 bréf. Kennari Eiríkur Pálsson lögfræðingur. Námsgjald kr. 200,00. II. ERLEND MÁL. Danska I. 5 bréf og Litla dönskubókin. Kennari Ágúst Sigurðssön skólastjóri. Námsgjald kr. 600,00. Danska II. 8 bréf og kennslubók í dönsku I. Sami kenn- ari. Námsgjald kr. 600,00. Danska III. 7 bréf, Kennslubók í dönsku III., lesbók, orða- bók og stílahefti. Sami kennari. Námsgjald kr. 700,00. Enska I. 7 bréf og ensk lesbók. Kerinari Jón Magnússon fil. kand. Námsgjald kr. 650,00. Enska II. 7 bréf, ensk lesbók, orðabók og málfræði. Kenn- ari Jón Magnússon fil. kand. Námsgjald kr. 600,00. Ensk verzlunarbréf. 8. bréf. Kennari Þorsteinn Þorsteins- son yfirkennari. Þýzka. 5 bréf. Kennari Ingvar G. Brynjólfsson yfirkenn- ari. Námsgjald kr. 650,00. Franska, 10 bréf. Kennari Magnús G. Jónsson dósent. Námsgjald kr. 700,00. Spænska. 10 bréf og sagnahefti. Kenriari Magnús G. Jóns- son, dósent. Námsgjald kr. 700,00. Esperanto. 8 bréf, lesbók og framburöarhefti. Kennari Ólafur S. Magnússon. Námsgjald kr. 400,00. Orðabækur fyrirliggjandi. Framburðarkennsla er gegnum ríkisútvarpið í öllum er- lendu málunum yfir vetrarmánuðina. III. ALMENN FRÆÐI. Eðlisfræöi. 6 bréf og Kennslubók J. Á. B. Kenbari Sigurð- ur Ingimundarson efnafræðingur. Námsgjald 500,00. íslenzk málfræði. 6 bréf og Kennsíubók H. H. Kennari Heimir Pálsson stud. mag. Námsgjald kr. 650,00. Islenzk réttritun. 6 bréf. Kennari Sveinbjöm Sigurjóns- son skólastjóri. Námsgjald kr. 650,00. 1 íslenzk bragfræði. 3 bréf og kennslubók. Kennari Svein- bjöm Sigurjónsson. Námsgjald kr. 350,00. Reiknlngur. 10 bréf. Kennari Þorleifur Þórðarson forstjóri F.R. Námsgjald kr. 700,00. Má skipta í tvö námsskeið. Algebra 5 bréf. Kennari Þóroddur Oddsson yfirkennari. Námsgjald kr. 550,00. Starfsfræðsla. Bókin „Starfsval“. Ólafur Gunnarsson sál- fræðingur svarar bréfum og gefur leiðbeiningar um stöðu- val. IV. FÉLAGSFRÆÐI. Sálar- og uppeldisfræði. 4 bréf. Kennari Valborg Sigurö- ardóttir, skólastjóri. Námsgjald kr. 400,00. Saga samvinnuhreyfingarinnar. 8 bréf, og þrjár fræðslu- bækur. Kennari Guðmundur Sveinsson Samvinnuskóla- stjóri. Námsgjald kr. 500,00. Áfengismál I. 3 bréf um áfengismál frá fræðilegu sjónar- miði. Kennari Baldur Johnsen læknir. Námsgjald kr. 200,00. Skák I. 5 bréf. Kennari Sveinn Kristinsson skákmeistari. Námsgjald kr. 400,00. Skák II. 4 bréf. Sami kennari. Námsgjald kr. 400,00. Bókhald verkalýðsfélaga 4 bréf. Kennari Guðmundur Ág- ústsson skrifstofustjóri. Námsgjald kr. 300,00. TAKIÐ EFTIR! — Bréfaskóli SÍS og ASÍ veitir öllum tækifæri til að nota fristundimar til að afla sér fróðléiks, sem aliir hafa gagn af. Með bréfaskólanámi getið þér aukið möguleika yðar á að komast áfram í lifinu og m. a. búið yður undir nám við aðra skóla. Þér getið gerzt nem- andi hvenær árs sem ér og eruð ekki bundinn við náms- hraða annarra nemenda. I j Bréfaskóli SÍS og ASÍ býður yður velkominn. Undirritaður óskar aö gerast nem. í eftirt. námsgr.: □ Vinsaml. sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr. Nafn ................................................Heimili Klippið auglýsinguna úr blaðinu og geymiö. BRÉFASKÓLI SlS & ASI, Sambandshúsinu, Reykjavík. ritastofnunarinnar. Bókin er vönduð að öllum frágangi, prentuð í Alþýðuprent- smiðjunni, Bókfell annaðist bók- band, kápa er 1 jósprentuð í Litoprent, en kápumynd er handritasíða, skrifuð af Magn- úsi • -úða, þeger hann var 13 vetra gamall. Tuttugu og tveir helgi- söngvar fyrir kóra og sófnuði, eru komnir út bjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Það hefui verið íslenzku tón- listarlífi mikið lán, að hingað til landsins hafa ':omið velmennt- aCIr, erlendir tónlistarmenn sem hafa fórnað starfi sinu í þágu íslenzkrar tónlistar og tón- menntar. Nægir þar aö nefna hið óeigingjama starf þeirra dr. Victors heitins Urbancich og dr. Róberts A. Óttóssonar. Fleiri mætti að sjálfsögðu nefna. en til þess vihnst ekki rúm að þessu sinni. Tilefni þessaraý fréttar er það, að út er komið hjá Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar safn af íslenzkum helgisöngv- um og bera þeir heitið „Tuttugu og tveir helgisöngvar" og hefur dr. Róbert A. Ottósson tekið safnið saman og raddsett lögin. Einnig hefur doktor Ró- bert skrifað ítarlegar skýr- ■ ingar við hvern söng, þar sem greint er frá heimildum og rak- inn uppruni hvers og eins. „Aðalheimildir þessara helgi- söngva eru sálma og messu- söngbækur Guöbrands biskups Þorlákssonar frá 1589 og 1594, en æði margir þeirra eiga sér sögu sem hægt er aö rekja aft- ur á fjórtándu öld og lengra, eða jafnvel aftur til frum- kristni. Að sjúlfsögðu er efni- viður þeirra af erlendum toga, en fyrir stöðuga iðkun hafa aldir og kynslóðir mótað þá svo mjög, að lögin eru í raun orðin „þjóðlegust allra þjóðlaga", eins og sr. Bjarni Þorsteinsson, tónskáld komst að orði, en hann gerðist 'yrstur til aö opna augu almennings og fræðimanna fyr- ir þeirri auðlegð og fegurð sem fólst í íslenzkum þjóðlögum." Háskólaprentsmiðja H. Schlirtz, Wtirtsburg í Þýzka- landi, hefur annazt alla ytri gerð bókarinnar, nótnastungu, setningu og prentun, en útgef- andinn er Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar eins og fyrr segir. Um starfsaðferð sína tek- ur dr. Róbert fram, að hann hafi leitazt viö „að hljómsetja lag- línurnar 1 samræmi við eðli þeirra, viðhafnarlaust, með hlið- sjón af þeim takmörkunum, sem söngur kirkjukórs og safnaðar hlýtur aö vera háður“, en söngvasafnið tileinkar * hann Kirkjukórasambandi íslands. Þarf ekki að efa, að í jafnað- gengilegum búningi eigi þessir fögru helgisöngvar fyrir sér að sétja áhrifamikinn svip á fjöl- margar hátiðastundir með þj6C vorri á ókomnum tíma.“ v R. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.