Vísir - 01.11.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 01.11.1967, Blaðsíða 10
I 10 V í SIR. Miðvikudagur 1. nóvember 1967. Launahækkun — y Framh. af bls. 16 menn hjá lögreglunni hækka um einn launaflokk, en þeir lögreglu- þjónar, sem vinna á mótorhjólum fá 500 kr. aukagreiðslu á mánuSi. Hækanirnar ná annars til eftir- talinna starfshópa: Aðstoðarfólk við heilbrigðisþjón- ustu hækkar úr 3. í 5. launaflokk og úr 5. I 6. launaflokk. Álesarar og innheimtumenn hjá Rafmagnsveitu og Hitaveitu hækka úr 8. í 11. flokk og lok- unarmenn úr 8. í 13. launaflokk. Starfsmenn við meindýraeyð- ingu hækka úr 8. í 9. launaflokk. Sjúkraliðar hækka úr 9. i 10. launaflokk. Sorphreinsunarmenn hækka úr 3. í 10. launaflokk, sömulelðis sorpbílstjórar og sóparar. Næturhreinsunarmenn hækka úr 10. í 11. launaflokk. Fóstrur á bamaheimilum hækka úr 11. í 12. launaflokk. Veghefiisstjórar hækka úr 11. í 12. launaflokk og þungavinnu- vélstjórar úr 11. í 12. launaflokk. Deildarfóstrur hækka úr 12. í 13. launaflokk. Vélgæzlumaður vélamiðstöðvar hækkar úr 12. i 13. launaflokk. Deildarfóstrur á vöggustofum og skriðdeildum hækka úr 13. i 14. launaflokk. Eldvamaeftirlitsmenn hækka úr 13. í 14. launaflokk. Rafmagnseftirlitsmenn hækka úr 14. i 15. launaflokk. Eftirlitsmenn byggingardelldar hækka úr 16. i 18. launaflokk. Garðyrkjuverkstjórar hækka úr 16. i 17. Iaunaflokk. Stýrimaður á Magna hækkar úr 16. í 17. launaflokk. K/firrannsóknarkona hækkar úr t* í 18. launaflokk. ^Húsgagnameistarar hækka úr 21. í 22. launaflokk. Kerfisfræðingar II hækka úr 1% 1 24. iaunaflokk. Framkvæmdastjóri sjúkrahúsa og heilsuverndarstöðvar hækkar 'ir 25. í 26. launafiokk. t samninganefnd borgarinnar áttu sæti Birgir Isleifur Gunnars- son, Gunnar Helgason, Kristján Benediktsson og Guðmundur Vig- fússon, en þeim til aðstoðar vom Hjálmar Blöndal hagsýslustjóri, Jón Tómasson skrifstofustjóri borgarstjóra og Magnús Óskarsson vinnumáiafulltrúi. Formenn félaganna, Þórhallur Halldórsson (Starfsmannafélag Reykjavikurborgar), María Péturs- dóttir (Hjúkrunarfélag Islands) og Kristján Sigurðsson (Lögreglufélag Reykjavikur) voru jafnframt for- menn samninganefnda félaga sinna. Ingólfur Jónsson — Framh at ols Ib. mála á Reykjavíkursvæðinu. Nefndina skipuðu Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytisstjóri, Baldvin Jónsson hæstaréttar- lögmaður, Gústav E. Pálsson borgarverkfræðingur, Guðlaugur Þorvaldsson prófessor og Sigur- geir Jónsson hagfræðingur. t skipunarbréfinu sagði m. a.: „Nefndin skal kynna sér vand- lega tillögur þær og athuganir, sem áður hafa verið gerðar um sama mál og fyrir liggja í ráöu- neytinu. Ennfremur skal nefnd- in gera allar þær tækniiegu og fjárhagslegu athuganir, sem að hennar dómi eru nauðsynlegar til að finna heppilega framtíöar- skipan þessara mála, með hlið- sjón af sennilegri þróun í sam- göngumálum og miöað við æski- lega arðsemi fjárfestingar og raunhæfar fjáröflunarleiðir." Nefndin skilaði greinargóðu á- liti í sumar og hefur það veriö sent flugmálastjóra, forstjór- um Flugfélagsins og Loftleiða og fleiri aðilum til kynningar. — Og hvernig hljóðar álitið? — Það er ekki tímabært að ræða nefndarálitið að svo stöddu. Nefndin hefur unniö starf sitt vel, lagt sig fram í , öflun gagna og undirbyggt vel niðurstöðuna. Raunar klofnaði nefndin í málinu. Meirihlutinn Félag áhugaljósmyndara Fundur í kvöld í Tjarnarbúð, uppi, kl. 8.30. FUNDAREFNI: Eyþór Einarsson grasafræðingur sýn- ir myndir frá Grænlandi. Kvikmynd. Svart-hvíta myndasamkeppnin. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN HÚSNÆÐI HERBERGI — EINHLEYP Einhieyp stúlka óskar eftir herbergi með snyrtingu, sem mest sér. Sími 42381 — 42381. ------------------- t ------------------------ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför TRYGGVA GUNNARSSONAR, Lokastíg 6. Guðrún Guðmundsdóttir böm, tengdabörn og bamabörn. I skilaði áliti, sem var samhljóða því, sem ég hef skýrt hér frá, en minnihlutinn vildi flytja millilandafiugið frá Keflavíkur- velli á nýjan flugvöll á Reykja- víkursvæðinu. Kviktnyndir — Framhald af bls. 9. meistari í dýfingum eða einhverju álíka, — maðurinn, sem kemur til að verða óhjákvæmileg nauð- syn, — eru bæði leikin mjög vel og greinilegt er að allir leikaram- ir skilja samúð Albees með per- sónunum, og leikni hans til að iáta orðin falla á réttum tíma, stundum þung eins og axarhögg. Leikirnir i leiknum, „Hæðum húsbóndann", „Grýtum gestina", „Húkkum húsfreyjuna", sýna bezt hugkvæmni og frumleik Albees. Þessi kvikmynd lætur eng an ósnortinn, sem sér hana, fólk getur hneykslazt yfir oröbragðinu, en líti þar hver í eigin barm, það getur sagt sem svo, ,,en hvers vegna fáum við ekki aö vita hvern ig þetta endar, fyrirgefur hann henni? Sættir hún sig við tilver- una ,eftir að svipt hefur verið sjálfsbiekkingarhulunni? ... Og þannig endalaust. En af lífi þessa fólks er brugðið svo lifandi mynd- um, sem þær væru skrifaðar með hiartablóði höfundarins. — T. d. Honey, þegar hún segir, að Georg segir sögu Nicks og hennar: „Nei, haltu áfram, ég kannast við þetta fólk“. Og örvænting Mörtu, þeg-, ar henni verður ljóst, að hún get- ur aldrei flúið í náðarfaðm lífs- lyginnar. Orð Georges við Nick, þegar súpermanninn með einu réttu krómosómana ber á góma: „Það verður víst ekki mikið um skáld eða listamenn þá“. Það sem ég helzt sakna úr leik- ritinu eru orðaskipti Mörtu og Nicks, þegar þau koma úr svefn- herberginu. Er hún frá upphafi hefur gert sér ljóst. að leiðin I rúm hennar er honum stökkpallur til meiri metorða við háskólann. Og orð Honey við veizlulok, þegar hún segir á þessa leið: „Á morg- un verð ég búin ag gleyma öllu“ Samt eigum við að trúa að þessi sjóðandi nornapottur, með ást, hatri, fýsnum, lygi og sannleika, hafi borið einhvern árangur. P. L. Heimdallur — Framhald af bls. 13. gerð varanlegra vega á aðalum- ferðarleiðum landsins, — að til framkvæmdar á þessu verkefni, sem enga bið þolir, verði aflað lánsfjár, ef nauðsynlegt reyn ist, og framkvæmdir boðnar út á samkeppnisgrundvelli, — að áfram verði haldið i flug- valla- og hafnargerð sem víðast um landið, — að frekari umbætur verði gerðar í símamálum, sem stuðli að bættri þjónustu út um land, — að póstþjónustu verði komið í viðunandi horf. 6. Húsnæðismál. Ungir Sjálfstæðismenn minna á: — húsnæðismálin eru brýnustu hagsmunamál unga fólksins, — fyrri samþykktir sínar um þennan stjórnmálaflokk, — samstarf ríkisins, Reykjavík- urborgar og verkalýðsfélaga um byggingu íbúðarhúsnæöis, sem vonandi veröur til aö lækka bygg- ingarkostnað, og álykta: — að starfsemi Framkvæmda- nefndar byggingaráætlunar, sem gerir efnalitlum fjölskyldum kleift að eignast eigin íbúð og er því spor í rétta átt, kæmi því aðeins að fullum notum við allsherjar- lausn húsnæðisvandamálanna, að jafnframt sé hlúð aö byggingar- starfsemi annarra aöila. — að ekki megi draga úr al- mennum lánum Húsnæðismála- stjómar né lóðaúthlutun til al- mennings vegna áðurnefndra að- gerða hins opinbera. 7. Menntunar- og félagsaðstaða. Ungir Sjálfstæðismenn minna á: — þá þróun að meirihluti þjóð- arinnar hefur safnazt saman á suðvesturhomi landsins, og álykta: — að sporna beri gegn þeirri óheppilegu þróun, — að þaö verði m. a. gert með því aö draga sem mest úr þeim mun, sem er á menntunar- og félagsaðstöðu fólks eftir því, hvar á landinu það býr, — að halda þurfi uppi skipu- lagöri starfsemi í þá átt að efla byggðakjarna í öllum landsfjórð- ungum, — að útbreiðslu sjónvarps um landið verði hraðað. Bruni — Framhald. af bls. 1. Hefur eldurinn auösjáanleea verið magnaðastur þar hinum megin við þiljur ibúðarinnar og er sannarlega lán og mildi að Sigríður skyldi sleppa lifandi út. Hún hlaut engin brunasár, en var dálítið ringluð ennþá, að vonum. < Þegar blaðamaður Vísis kom að brunastaðnum í Aöalstræti 9 í morgun, voru fulltrúar tryggingar- félaganna og rannsóknarlögreglan að kanna skemmdir og eldsupptök. Húsið er mikið brunnið innan, all- ar rúður brotnar og gluggakarmar sviðnir. Mönnum þykir það ganga kraftaverki næst, aö takast skyldi að ráða niðurlögum “Idsins í þess i gamla timburhúsi, en hann hefur auðsjáanlega orðið allmagnaður um tíma. Norðan viö þaö standa tvö timburhús og sluppu þau alveg. Á veitingastofu Gildaskálans voru öll húsgögn og áhöld gerónýt. Að- alheiður .Tónsdóttir, forstöðukona veitingastofunnar sagði vig blaða mann Vísis í morgun, að innbú hefði verið tryggt. — Aöalheiður kvaðst hafa tekið við rekstri skál- ans 15. ágúst í fyrra. Nokkrar breytingar voru gerðar á skálan- um í fyrra, og sagði Að Fheiður, að inuréttingin, sem þá va>- sett upp haf- einnig verið tryggl Aðalheiður sagði að í vetur sem leið hefði einu sinni komiö upp eldur í skálanum. Kviknað hefði í út frá vatnspotti og mun hann ekki hafa verið löglegan útbúinn. Slökkviliðið kom þá þegar á vett- vang og tókst þegar að ráða niö- urlögum eldsins og varð ekki skaði að. Þetta mun vera í fjóröa skipti á fáum árum sem kviknar f þessu húsi, en aldrei oröið verulegur eldSvoði fyrr en nú. Á suðvesturhorni hússins var verið að. standsetja nýja kjóla- verzlun og átti að fara að setja þar upp spegla í dag, Eigandi þessarar verzlunar var Ragnar Þórðarson ásamt fleirum. Hjá Islenzk-Ameríska verzlunar- félaginu á annarri hæð hússins höfðu orðið rniklar skemmdir sýn- ishornalager haföi brunnið og þar á meðal mikið af kjólum. Skrif- stofuvélar fyrirtækisins höfðu verið fluttar inn i innsta herbergi skrif- stofunnar nyrzt í húsinu og munu ekki hafa brunniö, en eru skemmd- ar af vatni og reyk. Reikningar fyrirtækisins munu hafa biargazt og voru starlýsmenn þess að taka þá til handargagns, þegar Vísismaður kom þangað nið- ur eftir i morgun. Hús þetta var byggt laust fyrir aldamótin. Það stendur á grunni gömlu forstjórahúsanna, sem voru hluti af byggingum Innréttinganna. Þaö var sögufrægt hús, en var rif- ið til grunna fyrir aldamót. BELLA Ég held að Jesper sé sá eini og sanni fyrir þig. og svo á hann alveg gasalega myndarlegan vin. VISIR Jyrir | Jánun Húsnæði. Músíkant Ingimundur Sveins- son óskar eftir góðu herbergi í vetur — til að stúdera músikverk sín. Uppl. á KIöpp við Óðinsgötu. Vísir 1. nóvember 1917. TILKYNNING Foreldra- og styrktarfélag heyrn- ardaufra. Kaffisala og basar verðúr hald- inn sunnudaginn 5. nóv. kl. 2 aö Hallveigarstöðum. Þeir, sem vilja styrkja málefnið með gjöf- um eða kökum, eru beðnir að hringja í Guðrúnu Árnadóttur, sími 36889 eða Unni Svavars- dóttur, sími 37963 og verður það þá sótt, eða koma þvi í Heyrn- leysingjaskólann, Stakkholti 3. — Félagar úti á landi eru beðnir að senda munina til Hermanns Þorsteinssonar, Hvassaleiti 44. SIMASKRAIN R K H Slökkvistöðin 11100 11100 51101 Lögregluv st 11166 41200 50131 Sbikrabifreið 11100 11100 5133T Bilanasímar D N&H Rafma,.nsv Rvk . 18222 18231 Hitaveita Rvk 11520 15359 Vatnsveita Rvk 13134 35122 Símsvarar Bæjarútgerð Reykjavíkur 24931 Eim- ht 2146T Ríkisskip / 17654 Grandaradíó 23150 Veðrid i dag Austan gola eða kaldi og bjart veður. 3ja stiga hiti í dag, en uir 2ja stiga frost f nótt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.