Vísir - 02.05.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 02.05.1968, Blaðsíða 6
VlSIR Dosara Fimmtudagur 2. maí 1968. AUSTURBÆIARBÍÓ Ný ,Angelique-mynd:“ Angelique i ánauð Áhrifamikil, ný, frönsk stór- mynd. — ísl. texti. Michéle Mercier Robert Hossein Bönnuð bömum. Sýnd kl. 5 og 9. HÁSKÓL ABÍÓ Sim' 22140 Myndin, sem beöið hefur verið eftir: ’ TÓNAFLÓÐ (Sound of Music) Ein stórfenglegasta kvikmynd, sem tekin hefur verið og hvar- vetna hlotið metaðsókn, enda fengið 5 Oscarsvérðlaun. Leikstjóri: Robert Wise. Aðalhlutverk: Julie Andrews Christopher Plummer ÍSLENZKUR TEXTI Myndin er tekin í DeLuxe-lit- um og 70 mm. Sýnd kl. 5 Tónleikar kl. 8.30. NYJA BiO Ofurmennið Flint (Our Man Flint) Islenzkur texti. Bönnuð yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5 7 og 9. BÆJARBÍÓ Sími 50184 Verðlaunamynd f litum. Leik- stjóri: Bo Widerberg. íslenzkur texti. Sýnd kl. 9 Bönnuð börnum. STJÖRNUBÍÓ Lord Jim Ný amerísk stórmynd. — íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. * WÓDLEIKHÖSIÐ MAKALAUS SAMBUD Sýning í kvöld kl. 20. ^ölan&sí'íuffótt Sýning föstudag kl. 20. Sýning laugardag kl. 20. Litla sviðið Lindarbæ: TÍU TILBRIGÐI Sýnkig í kvöld kl. 21. Sfðasta sinn. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 til 20. Simi 1-1200 CONCORD-RISAÞOTA •• Oruggcisfi fiugkostur, sem gerður hefur verið? ^ðeins stundarfjórðungi eftir að þú spennir þig öryggis- beltinu, eða með öðrum oröum, eftir 140 mílna flug, ferðu í gegnum hljóðmúrinn, þótt þú heyrir ekki neitt, sem gefur það til kynna. Og þar eð gnýr- inn frá hreyflunum nær aldrei eyrum þínum, veröur alger þögn i kringum þig á leiöinni í 60.000 feta hæð yfir Atlants- hafið með um hálfrar mílu hraða — á sekúndu. Það er á takmörkunum, aö þú greinir jörðina fyrir neöan þig og him- inhvolfið í kring er purpura- rautt. Eftir þriggja klukku- stunda og fimmtán mínútna flug frá Lundúnum er lent á Kennedyflugvellinum í New York... Það verða sennilega ekki nema þrjú ár þangað til slíkur draumur veröur að veruleika — þegar brezk-frönsku Concord- þoturnar verða teknar í notkun sem farþegaflugvélar. Þá á sér- hver karl og kona þess kost aö fljúga gegn um hijóömúrinn, og Concord-framleiðendurnir hafa ákveðið að láta gera glæsilegt merki, sem viökomandi verða S?em.#í' til vitnis um „afrekið.“ HingaÖ til hafa herflugmenn ein ir — raunar ekki nema nokkrir útvaldir úr hópi þeirra — farið i gegnum þann fræga múr. Það eru rúm tólf ár síðan við komandi stjórnarvöld á Bret- landi og Frakklandi tóku aö ympra á samstarfi um smíði slíkrar þotu, eða nokkru eftir að það þótti sannað að venju- legir flugfarþegar hefðu ekki neitt mein af slíkum hraða. Öll- um aöilum var þegar Ijóst aö kostnaður af þeirri tilraun yrði gífurlegur. Upphaflega var hann áætlaður 450 milljónir, reiknaður í bandarískum doilur- um en nú er talið að hann hafi náð 1,5 billjónum dollara, eða sem svarar 15 dollurum á KOPAVOGSBIO Sínv 41985 (Spies strike silently) — Islenzkur texti. Mjög vel gerð og irkuspenn- andi. ný, itölsk-amerisk saka- máiamvnd i iitum, er fjaliar um vægðarlausar njósnir í Beir ut. Lang Jeffries. Sýnd kl. 5,15 op 9 Bönnuð börnum innan 16 ára. sérhvern íbúa í báðum þessum löndum. Talið er að bandaríska yfirhljóðs-farþegaþotan verði að minnsta kosti þrefalt dýrari. Talið er að framleiðsluverð hverrar slíkrar Concord-þotu nemi, þegar til kemur, 18—20 millj. dollara. Þrátt fyrir þaö eru framleiðendurnir í vafa um, að tilraiinin muni á nokkurn hátt svara kostnaði. Hins vegar telja bæði brezkir og franskir þaö þjóðum sfnum ómetanlegan álitsauka, stóraukin þekking á sviöi rafeindafræði og not- hæfni rafreikna við flug- stjórn sé og mikils virði og loks muni Concord-þotan skófla inn í bæöi aðildarlöndin erlendum gjaldeyri, svo billjón- um nemi. Concord-þotan er einsdæmi um ríkjasamstarf á friðartímum. Svo er látið heita að báöir aðil- ar smíöi jafnmargar þotur, en í reyndinni er það þannig, að franskir smíða vængina, mið- hluta bolsins og lendingarsam- stæöuna, en brezkir fremsta og aftasta hluta bolsins og hrevfl- ana. Þessir hlutar eru svo flutt- ir á sérstökum prömmum yfir Ermarsundið. Brezkir og fransk ir verkfræðingar og sérfræðing- ar ferðast stööugt með, einka- þotum á milli vinnustaðanna á Bretlandi og Frakklandi, Bristol og Toulouse, og sérstök ensk- frönsk tæknioröabók hefur ver- ið samin fyrir þá. Bolur vélarinnar er 64 m á lengd, en breiddin ekki meiri en sem nemur tveim tvöföldum sætaröðum og gangi á milli. Stefnið er óvenjulega langt og oddmjótt. Þotan er knúin fjór- um þrýstiloftshreyflum „Olym- pus-593“ sem smíðaðir eru af brezku Bristol Siddeley verk- smiðjunum SNECMA, og fram leiða þeir til samans 70 þúsund kg. þrýsting, eða sem svarar nægri orku fyrir risahafskip. TÓNABÍÓ — Islenzkur texti. Heimsfræg og afbragðs vel gerð. ný, ensk sakamálamynd í algjörum sérflokki. Myndin er gerð eftir samnefndri sögu hins heimsfræga rithöfundar íanFlemmings sem komið hef- ur út á fslenzku. Myndin er 1 litum. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Þessi gífurlegi kraftur hreyfl- anna gerir kleift að hefja þot- una til flugs af venjulegum brautum og knýja hana í 40.000 feta hæð á aöeins 11 mínútum — en venjuleg flughæð, 60.000 fet, á hálftíma. Vængirnir verða örþunnir, miöað við hina miklu þyngd vélarinnar, 188 smál. með farmi, en lögun þeirra og hár- nákvæm sveigja er ráðin af raf reiknum, og það undarlega kem- ur í Ijós, að þessi risaþota, sem fullkomnust er talin alira flug- tækja, minnir að allri lögun meira en lítið á ,,pappa-skutlur“ skólastráka. Rafreiknar komu mjög við sögu Concordþotunnar. Þeir hafa ekki. einungis reiknað út lögun hennar og gerð að miklu leyti,, heldur munu þeir og stjórna flugtaki hennar, flugi og lendingu. Hraöi þotunnar er svo gífurlegur, aö viðbrögð flug- manns yröu ,,á eftir áætlun.“ Fyrir það hefur þrjátíu „dverg- rafreiknum“ verið falin stjórn- in, þeir minnstu eru ámóta og símtæki þeir stærstu á stærð við miðlungsritvélar og vega samt, ekki nema 35 kg. Þetta raf reiknakérfi er tvöfalt til vonar og vara, það velur hentugustu flugleið og flughæð að fengn- um veðurupplýsingum, heldur þotunni stöðugri þrátt fyrir vinda. og lóftstrauma — og flugstjórinn getur þess vegna dundað sér við að ráða kross- gátur á leiðinni. Þess má geta, að viö rafreiknakerfiö er tengt örlítið myndsegulband, meö uppdráttum af 800—1000 flug- leiöum og því landi eöa hafi sem flogiö er yfir hverju sinni. Viökomandi uppdráttur birtist margfalt stækkaður á sérstöku skyggni, og rafreiknarnir sjá um að þotan „rekur“ nákvæm- lega leiðarstrikið. Framleiðend- urnir fullvrða það líka, að Con- 5. síða. IAUGARASBIO Maður og kona Sýnd kl. 9. Islenzkur texti. Bönnuð börnum innan 14 ára. Hver var Mr. X Njósnamynd i litum og Cin- emascope. Sýnd kl. 5. Bönnuð börnum innan 12 áYa. Miðasala frá kl. 4. GAMIA BÍÓ Blinda stúlkan (A nath of blue) Bandarísk kvikmynd. Aðalhlutverk: Sidney Poitier Elisaheth Hartman Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum dnnan 12 ára Þotubolurinn, séður að fram- an og neðan. KAFNARBIO Fjörugir flækingar Fjörug og skemmtileg, ný ame rísk gamanmynd í litum og Panavision, með Molly Bee og Ben Cooper. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýning í kvöld kl. 20.30 Fáar sýningar eftir. SUMARIÐ '37 Sýning föstudag kl. 20.30. Allra siðasta sýnlng. Hedda Gabler Sýning laugardag kl. 20.30. Aðgöngumiðasalan * Iðnó er opin frá kl 14 Simi 13191.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.