Vísir - 07.05.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 07.05.1968, Blaðsíða 8
V í S I R . Þriðjudagur 7. maí 1968. s ■i VISIR Otgefandi: Reykjaprent hf, Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Tapað — fundið? Tíminn taldi ástæðu til þess í leiðara fyrir helgina að minna á, að Framsóknarþingmenn hefðu flutt á síðasta alþingi tillögur um iðnaðarmál, en engin þeirra hefði náð fram að ganga, — að því er blaðið taldi vegna sinnuleysis stjómarflokkanna um hagsmuna- mál iðnaðarins. Segjum nú, að hér hafi ekki aðeins verið um sýndar- tillögur að ræða. En þá vaknar spurningin um, hvers vegna þessir ágætu menn fluttu ekki þessar tillögur á alþingi, meðan þeir höfðu stjórnarforustu og gátu tryggt þeim framgang í þinginu? Það væri æskilegt, að Tíminn gerði grein fyrir þessu. Ef til vill halda sumir, að þá hafi verið svo mikil umbrot í lagasetningu iðnaðinum til hags, að bessar tillögur hafi ekki komizt að. Framsóknarmenn höfðu síðast stjórnarforustu frá miðju ári 1956 til ársloka 1958, — á dögum Vinstristjórnarinnar. Ef menn fletta lagasafninu og leita að iðnaðarmálalöggjöf þessa tímabils, kemur hins vegar í ljós, að „kirkja fyrirfinnst engin“. Það er með öðrum orðum enga nýja lagasetn- ingu að finna iðnaðinum til hags á Vinstristjórnar- tímanum. Hvað voru iðnaðarkempur Framsóknar þá að bauka? Or upptalningu Tímans á tillöguflutningi Fram- sóknarþingmanna nú tapaðist hins vegar ein tillaga, og er rétt að hjálpa honum til að muna eftir henni. Það er tillagan, sem Framsóknarþingmenn hafa flutt þing eftir þing um nauðsyn þess að rannsaka „samdrátt- inn“ í iðnaði. Það er „samdráttur“ iðnaðarins, sem þeim hefur ár eftir ár verið mest í mun að leiða í ljós. Nú liggur hins vegar fyrir, að ekki var samdráttur í íslenzkum iðnaði, þegar Framsóknarþingmennirnir fluttu þessa tillögu hvað eftir annað. í rauninni var stöðug framleiðsluaukning og hagvöxtur. Samkvæmt nýjustu upplýsingum var á árunum 1960—1966 um 31% framleiðsluaukning í iðnaði. Samtímis er ljóst, að f jármunamyndun hefur aldrei verið eins mikil í iðnað- inum, bæði í vélvæðingu og byggingum, og síðustu ár. Jafnvel árið 1967, þegar illa gekk í þjóðarbúskapn- um, varð meiri fjármunamyndun í iðnaði en nokkru sinni áður. Skýrir þetta meðal annars hinn mikla rekstrarf járskort iðnfyrirtækj anna. Tvö síðustu ár var fjármunamyndun í iðnaði um 500 milljónir króna hvort ár. Sé þetta borið saman við fyrri ár og reiknað á sambærilegu verðlagi, — verð- lagi ársins 1967, sést, að til?varandi fjármunamynd- un var ekki nema helmingur af þessu í tvö ár Vinstri- stjórnarinnar, 1957 og 1958. Þaö er erfitt fyrir Framsókn að finna það, sem ekki er til, en hún ætti ekki að þurfa að tapa úr afreka- skránni samdráttartillögunni margfrægu. - a -s axf$77 0*' ■1' Suslov aðvarar Kína í minn- ingarræðu um Karl Marx — Vaxandi uggur i Sovétrikjunum vegna ástandsins i Kina Einn af helztu leiðtogum Sovétríkjanna, Suslov, flutti ræðu í fyrradag, á fæöingardegi Karls Marx, og var meginboð- skapur ræöunnar, að þær komm únistaþjóöir sem hvikuðu frá þeim grundvallarreglum sósíal- ismans, er kenningar Karls Marx byggðust á, myndu ein- angrast. Alþjóöasamstarf komm- únista kvað Suslov byggjast á trúnaði við kenningar Marx og þá stefnu, sem hann boðaði. Fréttaritarar vestrænna blaða í Moskvu segja það álit vest- rænna stjómmálamanna þar, að ræðan hafi veriö aðvörun, beint til Kína sérstaklega, og aðvörun- aroröin verið sögð með hliðsjón af því, að á hausti komanda verður haldinn alþjóðafundur kommúnistaflokka fyrir atbeina og við forustu Sovétríkjanna. Sambúð Sovétríkjanna og Kína hefir annars enn versnað upp á síðkastið og hefir þó ver- ið grunnt á því góða alllengi. ,,Á síðari árum hafa horfur versnað í Austurlöndum fjær. — Þetta hlýtur að vekja ugg með sovét-þjóðunum, og einkum meðal vor, sem búum á þessu svæði... “ Þetta er úr tímaritsgrein, sem nýlega birtist, og er eftir A. Losik yfirmann sovézka hersins í Austurlöndum fjær. Þar er — í fyrsta sinn, — haldið fram, af sovét-leiðtoga, að um beina stríðsógnun sé að ræða af hálfu Kína í garð Sovét- ríkjanna.. í greininni er krafizt mjög aukins vígbúnaðar til þess aö mæta þessari hættu. Stefna Maos leiðir til einangr- unar þjóðar hans, segir Suslov. Suslov. Tímaritið, sem birti grein þessa nefnist „Dalnilj Vostok“, og kemur út í Khabarovsk og er „menningar- og stjórnmála- legs efnis“. Khabarovsk er mikil iönaðar- borg, skammt frá kínversku landamærunum. í fyrrnefndri grein fá og „bandarískir heims- valdasinnar" sinn skerf og for- ustan í áróðursbaráttu, sem end- að gæti með heimsstyrjöld, sögö í þeirra höndum og Maoklíkunn- ar. Þess má einnig geta, að f áróöri sínum saka Kínverjar „bandaríska heimsveldissinna og sovétleiðtoga“ ' um að tefla heimsfriöinum í hættu. Hvað sem þessu líður er eng- inn vafi, aö sovétleiðtogar hafa um nokkurt skeið haft áhyggj- ur af horfunum í Kína, vegna þess, að þær gætu komizt á það stig aö hafa hættuleg áhrif ut- an Kína. Einkum telja sovétleiðtogar hættuna geta legið í þessu þrennu: 1. Að Mao-stjórnin leggi f örvæntingu sinni vegna ó- einingar og sundrungar heima fyrir út í hættulegt ævintýri utan sinna vébanda ’ með skírskotun til þjóðern- islegra kennda. En ef til slíks kæmi myndi árás verða gerð á Mongólska alþýöulýð- veldið (Ytri Mongólíu), en þangað hafa Kínverjar lengi beint höfuðstraumum áróð- urs síns gegn Sovétríkjun- um. Höfuðefni í áróðrinum hefur verið, að sameina alla Mongólíu f eitt ríki, þ. e. Ytri og Innri Mongólíu. Hið nýja ríki yrði vitanlega kín- verskt áhrifasvæði. 2. Að uppgjörið milli kín- versku fylkjanna, sem eru holl Mao, og andstæðinga Maos í flokknum og hernum, leiði til borgarastyrialdar, er komizt á bað stig, að hin- ir síðarnefndu leiti stuðnings Sovétríkjanna. Bardagar milli Mao-sinna og andstæð- inga þeirra hafa átt sér staö víðar og oftar í seinni tíð en áður. 3. Aö upplausnin innan- lands (í Kína), ef samtímis kæmi til árekstra milli Banda ríkjamanna og Kfnverja á landamærum Norður- og Suð ur Kóreu eða Bandaríkja- manna og Kínverja á landa- mærum Kína og Norður- Vi- etnam, leiddi til þess, að Chiang Kai-shek léti her þjóð emissinna freista landgöngu á meginlandinu, og ef svo hershöfðingjar ýmsir í Kína geröust bandamenn Chiangs, og kommúnismanum í Kína þar með stefnt í hættu, gætu Sovétríkin neyðzt til þess að „grípa inn í“, eins og það er orðað í yfirlitsgrein um þetta mál (B. A. Khöfn), ef tilmæli kæmu þar um frá Sovétviniun í Kfna. Þess hafa sézt aukin tákn, að sögn, að Chiang Kai-shek biði óþolinmóður aukins tæki færis, að hverfa frá núver- andi stefnu, en hún er að vera „viðbúnir og bíða á- tekta“. Það er kunnugt að sovézki hershöfðinginn Pawel Belik, fyrr verandi yfirhershöfðingi sov- ézka hersins f Austur-Þýzka- landi, er að skipuleggja nýjan her f Austur-Síberíu og hlutverk hans virðist eiga að vera, er þörf krefur að styðja sovét-heri vinsamlega Rússum í fylkjunum norðan Hoangfljóts, ef til borg- arastyrjaldar kæmi, og tryggja yfirráð í þessum fylkjum vin- veitt Sovétrfkjunum. Þess hefur áður verið getið hér í blaðinu hvemig Rússar hafa komið ár sinni fyrir borð í Mongólska alþýðulýðveldinu — lagt þar vegi og jámbrautir, en það gerðu hersveitir, sem í eru 10.000 hermenn, og eru sér- þjálfaðir í slíkum störfum, auk þess sem þær eru tilkippilegar til hernaöar, ef til ófriöar kem- ur. í Mongólfu munu Rússar hafa skriðdreka-herfylki. Allt er þetta á grundvelli vináttu- og varnarsáttmála Sovétríkjanna og Mongólska alþýöulýðveldis- ins. Raunverulega ráða Rússar öllu í landinu. Samgöngur milli Sovétríkjanna og Mongólska al- þýðulýöveldisins eru nú í góðu horfi. Daglegar ferðir em milli Ulan Bator og Moskvu og Ulan Bator og Irkutsk. En þaö er ekki aðeins þar, sem Rússar eru viðbúnir hverju sem fyrir kann að koma. Tvö eöa þrjú herfylki hafa verið flutt frá Austur-Þýzkalandi til landamæra Síberíu og Kína. í her Maos eru 140 herfylki, þar af 38—40 í héruðunum ná- lægt Mongólíu. Tftt hafa borizt fréttir um tfö yfirmannaskipti f þessum herfylkjum. Hin viöur- kennda brezka stofnun „Instit- ute for Strategic Studies“ telur Sovétríkin hafa 55 herfylki aust an Uralfjalla, 10 milli Ural- fjalla og Baikalvatns, 30 í Sovét- ríkjum Miö-Aálu, og 15 austan Baikal-vatns. »

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.