Vísir - 10.05.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 10.05.1968, Blaðsíða 2
VIS IR . Föstudagur 10. maí 1968. VIKINGAR TOKUANNAÐ STIGIÐ AF ÍSLANDSMFISTURUNUM V'ikingur — Valur 0:0 i gærkvöldi i Reykjavikurmótinu i knattspyrnu © Til hamingju, Víkingar! Ég hafði þá ánægju í gær- kvöldi að sjá ykkar nýja lið í fyrsta sinn, — og því verður ekki í móti mælt að þetta er nokkuð, sem fé- lagið ykkar hefur orðið að bíða eftir allt of lengi. Já, þarna léku Víkingar heilan leik í meistaraflokki án þess að minnstu uppgjöf væri að sjá á liðinu. Og 2. deildar liðið skipti stigunum jafnt með sjálfum ís- landsmeisturunum. Að vísu var það svo að Vals- menn voru nær sigrinum,. en þó var munurinn ótrúlega lítill á þess um tveim Austurbæjarliðum. Þaö var einkum Hermann Gunnarsson með einstaklingsframtaki sínu, sem var oft nærri búinn að koma Vík- ingum á kaldan klaka, en skot hans lentu (sem betur fór fyrir Víkinga) oftast naumlega framhjá. Víkingsliðið hefur til að bera mikla baráttu og mikinn vilja og i liðinu eru margir leiknir einstakl- ingar sem virðast ná allvel saman, Það er ekki ætlunin að fara að telja einstaka leikmenn upp hér, en þó "'""y#" "V W'S"-.*" <, > ,, <(, , ,,, , , ,,„A , „ 'W/ fW verð ég að minnast á einn, Gunnár Gunnarsson, annan tengiliðinn í lið inu, sem var ásamt Hermanni Gunn arssyni í Val, bezti leikmaðurinn 0g mest afgerandi í leik. Þykir mér ósennilegt að betri maður en Gunn ar sé til hér f Reykjavík a.m.k. í þessari stöðu um þessar mundir. Valsmenn voru í daufara lagi, einkum framlínan, en vörnin skilaði sínu hlutverki með prýði. Miklar breytingar eru á Valsliðinu frá í fyrra, en greinilegt er að þarna eru að koma upp ungir og efnilegir leikmenn. Annars var þessi markalausi leikur Víkings og Vals heldur slak ur knattspyrnulega séð, mér finnst að það vanti eitthvert „sprengi- Fyrsta golfmót sumarsins Næstkomandi laugardag þ.e. 11 maf hefst keppnistímabil kylfinga í Réykjavfk. Golfvöllur G.R. við Grafarvog er um þessar mundir í þann veginn að verða leikhæfur. Margir telja völlinn mun betur á sig kominn nú en í fyrravor. — Kappleikanefnd G.R. ákvað nýlega eftir könnun á þeim 6 leikbrautum er hingað til hafa aðeiís verið notaöar einu sinni til keppni, að hagkvæmt væri aö leika þær einn ig í þessari fyrstu keppni sumars- ins. Keppnin um Arneson-skjöld- inn næstkomandi laugardag verður því 18 holu höggleikur með forgjöf sem leikinn verður á 18 brautum vallarins. Félagar í G.R. eru hvattir til að hrinda sumarstarfinu af stað með almennir þátttöku f þessari fyrstu keppni félagsins á árinu 1968. Keppnin hefst kl. 13.30 stund víslega. Sundknattleiks- !r mót Islands í lok mónaðarins Sundknattleiksmeistaramót Is- lands 1968 fer fram f Sundhöll R- víkur, seinni hluta maí mánaðar. Þátttaka tilkynnist fyrir 15. maí n.k. til Siggeirs Siggeirssonar, — sfmi 10565. Síðasti leikur mótsins mun fara fram í Sundhöll Reykja- víkur 29. maí. efni“ í leikina, ekki aðeins þenn an, heldur f knattspyrnuna okkar í heild. Það er nú staðreynd, að ein staklingur, sem getur hrist af sér einn, tvo eða þrjá varnarmenn, annað hvort með því að einleika eða hlaupa þá af sér, er búinn að skapa liði sínu stórhættulega stööu um leiö, ef rétt er á spilun- um haldið. Nú er þaö svo að áhorr endur, leikmenn og aðrir hafa skammað „einleikarana“ í drep, missi þeir boltann eða ,klúðri‘ send ingu. Fari það hins vegar svo að allt heppnist fullkomlega er þeim hinum sömu hælt í óhófi. Ég held aö það sé tími til þess kominn fyrir okkur að gera okkur grein fyrir því að „sólóistarnir", þ.e. þeir sem virkilega kunna að einleika eiga að vera lykilmenn framlínu. Þetta sjáum við í sjón- varpskvikmyndum og hjá góðum erlendum liðum sem hingað rek- ast. Við ættum því að hætta að skamma menn eins og Hermann Gunnarsson, Axel Axelsson, Eyleif Hafsteinsson, Þórólf Beck, og marga fleiri, ef þeir reyna ein- leik. Þessir menn og raunar nokkr ir fleiri kunna þessa list og geta því gert mikið gagn. Það var ánægjulegt að sjá í gærkvöldi að áhorfendur flyktust á Melavöllinn til að sjá Víking leika, — það er langt siðan Viking arnir hafa „trekkt". Dómarinn f leiknum var Sveinn Kristjánsson, dæmdi fulllítið, en gerði margt vel. Sveinn mætti gjarnan vera talsvert líflegri í starfi sínu og ákveðnari í bending- um. — jbp — „Op/ð hús‘ á Hliðarenda II. mai á 57 ára afmælis- degi Vals @Á morgun, 11. maí eru 57 ár j liðin frá þvf að Valur var stofn 1 aður. Valsmenn eru vanir að ] hafa „opið hús” fyrir alla þá ( félaga, vini og velunnara, sem 1 vilja líta inn og spjalla yfir ] kaffibolla og góðum tertuni. O Biðja Valsmenn blaðið að' hvetja velunnara sína um að ] líta inn milli 3 og 5 á morgun( að Hlíðarenda. Sumarfagnaður FH FH heldur sumarfagnað í Sjálf- stæðishúsinu í Hafnarfirði annað kvöld kl. 9. Skemmtiatriði verða f fagnaði þessum svo og dans. FH- ingar biðja félaga sína um að fjöi menna og taka með sér gesti á fagn aðinn. Júdónómskeið haldin í sumar Júdódeild Ármanns hefur ákveðið að hafa í sumar nám- skeið í júdo og sjálfsvörn bæði fyrir kvenfólk og karlmenn á öllum aldri. Þessi námskeið standa yfir í mán aðartíma hvert um sig og æfing ar í námskeiðunum verða tvisvar í viku en í sjálfsvarnarnámskeið- unum einu sinni í viku. Þessi námskeið verða haldin að Ármúla 14 í hinum nýju húsakynn um júdódeildarinnar og hefst inn- ritun kl. 2 e.h. á morgun. Myndarlegt framtak — gefa út sérblað um golf • O Þeir eru farnir að hugsa sér • til hreyfings golfmennirnir úti á J nesi, Golfklúbbúr Ness, og áö- J ur en farið verður virkilega að J arka um völlinn með golftækin 2 hafa þeir gefið út mjög myndar- 2 legt og fallegt blað, Golfblaðiö, 2 sem verður að teljast mikið fyr- ekki stærra irtæki hjá hópi manna. O Golfblaðiö kom út á sumar daginn fyrsta og verður það á- reiðanlega vel metið af golffólki um allt land, en segja má' að framtíf blaðsins fari eftir þvi hvernig viðtökur það fær í byrj un. í blaðinu er að sjálfsögðu mjög fjölbreytt efni um golf og golffólk í gamni og alvöru. O í ritnefnd Golfblaðsins eru þau Pétur Björnsson, Sigríður Magnúsdóttir og Jón Thorla- cíus. O Myndin sem hér fylgir er af stjórn Golfklúbbs Ness. Húsahegrinn Fyrsta og einasta tækið sinnar tegundar í borg- mni. Veitir möguleika til fljótari, áhættuminni og betri þjónustu við málun, glervinnu og gluggnviðgerðir, rennur og niðurföll. Ingþór Sigurbjömsson málarameistari Kambsvegi 3. Sími 34240.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.