Vísir - 11.05.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 11.05.1968, Blaðsíða 8
8 3E3EE VlSIR . Laugardagur 11. maí 1968. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Fra'mkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Augiysingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sfmi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hf.. Um hvaö er deilt? þjóðviljinn var að fræða lesendur sína á því í for- ustugrein í fyrradag, að sú ályktun hefði verið gerð á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins s. 1. haust, „að hefja undirbúning að því, að gera þessi samtök að formlegum sósíalistískum stjórnmálaflokki, er ekki heimili meðlimum sínum þátttöku í öðrum stjórnmála- flokkum eða samtökum, sem telja má flokkspólitísk". Ennfremur segir blaðið, að á flokksstjórnarfundi í Sósíalistaflokknum, sem haldinn var um svipað leyti, hafi verið samþykkt einróma ályktun um að kanna sérstaklega möguleika á því að breyta Alþýðubanda- laginu ásamt Sósíalistaflokknum í einn marxistískan flokk, er sameini innan sinna vébanda alla íslenzka sósíalista. Þeir, sem eitthvað vita um það ástand, sem lengi hefur ríkt í herbúðum íslenzkra kommúnista, fara varla í grafgötur um, hvað þarna hangir á spýtunni. Það er löngu vitað, að allt hefur logað þar í ófriði um langt skeið. Hin harðsnúna kommúnistaklíka, sem ráðið hefur lögum og lofum í Sósíalistaflokknum hef- ur reynt að „innbyrða" Alþýðubandalagið og bola þeim mönnum þar frá áhrifum, sem vildu að banda- lagið væri frjálslynd samtök vinstrisinnaðra manna. Og þetta hefur tekizt að vissu marki, og að því er unnið áfram. Kommúnistaklíkan er búin að bola sum- um þessum mönnum út og hún á enga ósk heitari en að losna við áðra, sem enn hafa ekki að fullu skilið við Alþýðubandalagið. En um hvað hafa þessar deilur snúizt? Þær hafa snúizt um það, hvort kommúnistaklíkan í Sósíalista- flokknum ætti líka að ráða öllu í Alþýðubandalaginu og innlima það í Sósíalistaflokkinn. Þessi klíka lítur svo á nú orðið, að Alþýðubandalagið hafi þegar þjón- að sínum tilgangi, kannski ekki alveg eins og vonir stóðu til, og því sé nú vænlegt að breyta um og fitja upp á einhverju nýju. Kommúnistar virðast alltaf þurfa að vera að „skipta um nafn og númer“, og nú hugsa þeip-sér eflaust, ef þessi sameiningarhugmynd ííæði fram að ganga, að breyta enn um nafn. Þetta er vitaskuld veikleikamerki, en líklega sjá þeir enga betri leið til þess að villa á sér heimildir. íslendingar eru langflestir frjálslyndir í stjómmál- um. Hér er enginn íhaldsflokkur. Það er löngu úr sög- unni að íhaldsnafnið á Sjálfstæðisflokknum hafi nokk urt áróðursgildi. Það orkar ekki tvímælis að Sjálf- stæðisflokkurinn er frjálslyndari en t. d. Alþýðuflokk- arnir í Bretlandi og Svíþjóð. Alþýðuflokkurinn hér er Iíka miklu frjálslyndari en þeir. Og í raun og veru ber ekki eins mikið á milli lýðræðisflokkanna eins og blaðaskrifin benda stundum til, enda þótt Framsókn- arflokkurinn þyrfti talsvert að batna. En kommúnista- flokkur hér er með öllu óþarfur. Spánn, — eða Mallorca? „Þaö eru fleiri staðir hag- stæðir ferðafólki en Mall- orca“. Þetta er álit Ingólfs Guðbrandssonar, forstjóra Út sýnar, en hann ræddi í fyrra- dag við blaðamenn um það sem ferðaskrifstofa hans hef- ur upp á að bjóða í sumar, en þeim ferðum má raunar kynnast betur í litprentuðum bæklingum, sem fyrirtækið hefur gefið út og lætur þeim í té sem vilja. Ingólfur kvaö þaö hafa heppn- azt að halda verði feröanna niðri að mestu þrátt fyrir geng- isfellinguna og má þakka það samningum, sem náöust við Flugfélag íslands um leiguflug og verður þota félagsins oft í förum fyrir ferðskrifstofuna. Ingólfur sagði að Spánn væri greinilega vinsælasta ferða- mannalandið og yrði svo eflaust í sumar, enda væru flestar ferð- irnar skipulagðar þangaö, ekki sízt til meginlandsins, þar sem hann kvað auövelt aö komast í kynni við raunverulegt þjóðlíf Spánverja. Einnig kvaö hann feröir veröa farnar til Mallorca frá Útsýn, skrifstofan vildi hafa sem flest á boðstólum fyrir við- skiptavini sína. Ingólfur kvaðst persónulega mæla helzt með Costa Brava- ströndinni, þar sem veðurfar væri með ágætum og hiti hæfi- legur, náttúrufegurð mikil og skemmtanir við allra hæfi i Lloret de Mar. Ýmsar ferðir inn- an Spánar geta menn fengið keyptar sérstaklega, en fyrir 12 daga á Spáni og 3—4 daga í London greiða menn allt niður í 10.900 krónur og eru flug- vallagjöld og söluskattur þá innifalið í verði. VARHUGAVERÐ ATRIÐI í H-UMFERÐ J Þessum þætti og þeim næstu verður fjallar um nokkur þau atriði, sem helzt má gera ráð fyrir, að valdi ökumönnum nokkrum erf- ;ðleikum fyrstu daga hægri umferð- ar. Þau atriði, sem hér verða rædd, eru byggð á niöurstöðum tilrauna sænskra sérfræðinga, er sænskir ökumenn reynsluóku í hægri um- ferð I Danmörku, áður en hægri umferð var tekin upp í Svfþjóð. Þá hafa og veriö geröar víðtækar tilraunir af sömu aöilum, með því að spyrja úrtakshópa fólks, með út- fyllingu spurningaeyöublaöa o. s. frv. Að vlsu ber þess að gæta í sam- bandi við niöurstöður þær, sem feng ust í tilraununum í Danmörku, aö aðstæður eru ekki alveg sambæril. við það, t.d. er við fsl. tökum upp hægri umferð, þar sem í Danmörku var ekiö meðal ökumanna, sem eru þaulvanir hægri umferð, en hér á landi verða allir ökumenn aftur á móti byrjendur. Samt sem áður má mjög styðjast við niðurstööur sænsku sérfræðinganna. 1. Staösetjið blfreiðirra rétt í H-umfetð Gera má ráð fyrir, að það valdi ökumönnum í upphafi hægri um- ferðar nokkrum erfiðleikum að meta rétt átaðsetningu hægri hlið- ar ökutækisins, sérstaklega meö til- liti til þess, að sé bifreiðin með vinstra stýri, er ökumaöurinn viö vegarmiðju í hægri umferö. 1 Rvík og ef til vill í nágrannabyggðalög- unum, verða 2—3 æfingasvæði fyr- ir ökumenn tekin í notkun á H- dag, og verða opin fyrstu viku ! hægri umferðar. Á svæðunum munu ökukennarar leiðbeina ökumönnum í að þjálfa staðsetningarhæfileika sína .sérstaklega með tilliti til stað- setningar hægri hliðar bifreiðarinn- ar. Röng staðsetning bifreiöarinnar getur meðal annars haft í för með sér, að ekið sé of nálægt bifreið, sem verið er að aka fram úr og að ekið sé of hálægt gangandi vegfar- endum, sem eru á gangi við hægri brún akbrautar, miðað við aksturs- stefnu bifreíðarinnar. .Þá er og þess- að geta í þessu sambandi, að röng staðsetning hægri hliðar ökutækis- ins getur og haft þær afleiðingar, að bifreiðinni sé ekið of langt frá hægri vegarbrún, sem aftur á móti getur orsakað tilhneigingu eöa freist ingu hjá ökumanninum til að aka á vinstri vegarbrún, og þá sérstak- lega, komi eitthvað óvænt fyrir í akstrinum, sem getur orsakað, að ökumaöurinn gleymi tilveru hægri umferðar. 2. Hægri og vinstri beygjur. I dag, í vinstri umferð, eru það hægri beygjurnar sem valda öku- mönnum mestum erfiöleikum í um- ferðinni. Með tilkomu hægri um- feröar verða það aftur á móti vinstri beygjur, sem koma til með að valda ökumönnum erfiðleikum. Athugið vel myndirnar, sem hér fylgja, hvítu línumar á öllum mynd unum sýna rétta akstursháttu í beygjunum, en þær svörtu aftur á móti ranga akstursháttu. . UMFERÐARNEFND REYKJAViKUR LDGREGLAN í REYKJAViK Búast má við, að hvað erfiðast verði fyrir ökumenn á fyrstu tímum hægri umferðar að taka réttar vinstri beygjur. Athugið þessar fjórar myndir vél, en þær ^ýna hvernig á að taka vinstri og hægri beygjur. Svörtu línumar merkja ranga akstursháttu, en þær hvítu aftur á móti rétta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.