Vísir - 15.05.1968, Side 4

Vísir - 15.05.1968, Side 4
Sögusagnir ganga nú fjöllunum hærra í Washington um, að Eth- el Kennedy, eiginkona Roberts, eigi nú von á ellefta barni sínu, og sé líklegt, að þaö komi í heim inn um það leyti sem nýr forseti verður settur í embætti. Eftir að mikið hafði verið lagt að þeim hjónum um, að staðfesta orðróm inn eða bera bann til baka, sagði Robert Kennedy frá því, aö frétt- in væri sönn, og þau hjón ættu nú von á ellefta barni sínu. Nýlega kom fram í sviðsljósiö ung stúlka, Tina Sinatra dóttir hins fræga Franks Sinatra. Hún er nítján ára gömul og hefur fram til þessa staðið i skuggan um af systur sinni, Nancy. Hún dáir mjög hinn þekkta föður sinn, og hefur ekkert öf- undað stóru systur, þótt hún hafi að undanfþrnu verið mjög um- töluð. Þótt hún sé ekki gömul hefur hún mjög ákveðnar skoðanir og í forsetakosningunum styður hún Hubert Humphrey, en ekki Kenn edy. Faöir hennar er sama sinn- is. Tina er ófeimin í framkomu og nútímaleg í hugsunarhætti. Hún tvínónar ekki viö að láta taka nektarmyndir af sér og í kvik- myndinni, sem hún fyrst lék i kemur hún fram harla fáklædd. « • Pia Degermark, sem leikur aðal hlutverkið í 'ElyiTu Madigan, sem nú er verið að'sýna i Hafnarfirði er um þessar mundir' að ljúka stúdentsprófum. Faðir hennar, Þorsteinn, kann vel að meta hv^ samvizkusamlega hún hefur stundað námið, og í launaskyni færði hann henni að gjöf þennart ' hvíta sportbíl. MGB C5T, Pia Degérmárk er aðeins sautjáfi ára gömul, en fyrir leik sinn j myndinni Elvira Madigan hlaut hún gullverðlaun í Cannes, sem eru hvað eftirsóttustu verölaun í heimi. Hlutverkiö í mvndinni fékk hún fyrir tilviljun. Hún gekk í sama skóla og sænski krónprinsinn og á skóladansleik einum dansaði hann við hana. Blaðaljósmyndari var viðstaddur og smellti af. — Myndin birtist í víðlesnu blaði og leikstjórinn Bo Widerberg sá myndina og var fljótur aö ákveða sig: „Þetta er stúlkan, sem á að leika Elviru Madigan", sagði hann og það kom upp úr kafinu að <!>T- honum hafði ekki skjátlazt í vali sínu, því að Pia Degermark hefur öðlazt heimsfrægð fyrir afburða- smum góðan leik og þarf ekki að kvíða atvinnuleysi í framtíðinni. bvv . ■ Blaiberg heilsast nú prýðilega, eftir að hann var sendur heim af Grooté Schur sjúkrahúsinu með nýtt hjarta. Hann er stríðalinn, það sér konan hans, Eileen, uni. Og Blaiberg sjálfum til mikillar ánægju getur hann nú aftur ekio bifreið sinni sjálfur, þegar hann fer á sjúkrahúsið til að 3áta Barnard lækni líta á sig. Hann telur sér mikinn heiður gerðan með því, að þegar hann ók í fyrsta sinn til sjúkrahússins hafði hann áhyggjur af því, aö erfitt kynni að reynast að finna bílastæði, en lögreglan hafði haft spurnir af ferðum hans, og í heiðursskyni er nú séð um að hann ’tafi fasi bílastæði fyrir utan sjúkrahúsið. * Í Ertu í klíku? 2 Oft er á það minnzt í hátíð- J legu tali, að við séum hið • minnsta sjálfstæða ríld, og get 2 ur það satt verið. Þrátt fyrir ® smæðina höldum við í heiðri J þeim þjóðfélagsháttum og kerf 2 isbundnu venjum og þjónustu, • sem stórþjóð væri. Auðvitað J verða smáþjóðir að lifa eftir lög • um og reglugerðum á sama hátt J og stórþióðirnar, en hins vegar 2 hefur það lengi viljað loða við • íslendinga að tengsl frændsemi J og kunningsslmpur hafi haft sitt » að segja, sérstaklega ef um ein • hvers konar fyrirgreiðslu er að 2 ræöa. Má segja að þetta sé og • hafi Jengi verið ■ allalvarlegur J þóður í fari margra, sem nokk- • uð eiga undir sér. Klíkuskapur • af þessu tagi verður hlutfalls- J lcga nokkur einmitt vegna þess hve smá við erum sem þjóð. í stærra þjóðfélagi myndi þess síöur gæta. Frændsemi og fjölskyldubönd hafa alltaf verið sterk á fslandi enda erum við öðrum þjóðum ættfróðari almennt. Greiðasemi við kunningja þykir sjálfsögð, og er ekki nægilega oft tekið til greina, að greiðasemln á ekki alítaf við vegna þess, að hún bitnar á öðrum. Þannig er það í sambandi við alls konar fyrir greiðslu og umsóknir um hitt og þetta, sem jafnvel það cpinbera hefur á boðstólum til hags- bóta og þjónustu við þegnana. Ég nesr.i ekki neítt sérstakt, þó aó ég hafi sjálfur ákveðin atriði í huga, en alls konar klíkuskap- ur er allt of almennur. Einnig er almennt félagslyndi á fslandi, þar sem flestir taka þátt f meiri og minni félags- starfsemi til gagns eða skemmt unar. Gegnum félagsstarfsemi alls konar myndast kunnings- skapartengsl, sem oft á tíðum >«•••••••••■• r.i«< standa af sér alls konar hildar- leiki viðskipta og þjónustu og kon-a viðkomandi að gagni á báða bóga. Oft á tíðum gerir slík kunningsskapar - fyrir greiðsla ekkert til, en stundum getur hún komið þannig niður á öðrum borgurum, að þeir verði að bíða með sín mál og sínar þarfir og einnig getur það átt sér stað, að viðkomandi þjón- usta fáist alls ekki fyrir þá, sem ekki höfðu „sambönd". Þegar svo er komið, hefur félagslyndið og frændsemin tekið á sig al- • varlegri og annarlegri myndir, J sem ekki hæfa lýðræðinu. En • oft á tíðurn er eins og viðkom- J andi geri sér ekki alltaf grein J fyrir þessu, því að þetta hend- • ir jafnvel beztu menn, sem tald J ir eru ekki méga vamm sitt 2 vita. • • Af sumum er þessi tilhneig- J ing að vera i klíku talin svo » nauðsynleg, að það sé nauðsyn J að vera í ákveðnum félögum til • þess að hafa tækifæri til kimn- u ingsskapar við ákveðna aðila. J Þetta er slæm þróun og óheilla • vænleg, sem einmitt gætir hér J meira vegna- fámepnis okkar. 2 Kunningsskapartengsl eiga illa • við, ef þau þurfa að ganga út J yfir hagsmuni annarra. • s Þrándur í Götu. •

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.