Vísir - 22.05.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 22.05.1968, Blaðsíða 12
/ /2 V í SIR . Miðvikudagur 22. maí 1968. En hann virtist ekki taka eftir neinu grunsamlegu, og mér létti þegar ég heyrði að hann sagði við Marciu: — Vel á minnzt — hvaða uppistand var hér í dag? Ortegos sagði mér að þú hefðir ver ið að rífast viö tvo menn sem vildu tala við prófessorinn. Peter, sem hélt í höndina á mér sleppti henni strax og ég fann .aö geigur fór um hann. Marcia varð vör um sig. — Æ, þaö var ekkert sérstakt, sagði hún létt. Það voru einhverj ir aettingjar sem vildu finna hann. En hann hafði beðið mig um að segja, ef einhver kæmi, að hann væri ekki héma. —l'Einmitt það. En mér skildist á Ortegos aö farið hefði í hart milli ykkar. — Nei-nei. Þú veizt hvernig þess ir landar þinir eru. Þeir veröa æstir út af smámunum. Hvers vegna vildi hún eyða þessu? Og hvers vegna lagöi Peter ekkert til málanna? Hann þekkti prófessorinn. Hvers vegna þurfti að halda þessu leyndu? Það var eitt hvað grunsamlegt viö Rocha pró fessor, og Marcia og Peter vissu hvað þaö var. Kannski var það þess vegna, sem Marcia vildi láta Peter vera í gietihúsinu. Ef þannig lá í því gat ég visað á bug gruninum um að Marcia væri að draga sig eftir Peter. ÁRÍÐANDI BRÉF Þegar við stóðum upp frá borð- um spurði Carlos hvaö við hefðum hugsað okkur að gera um kvöldið. Það átti að sína flamenco-dans í. hótel „Santa Caterina“, og ýmisir! gestirnir ætluöu þangað. Ég sneri mér að Peter. — Þang- að skulum við fara, Peter! Hann tók því dræmt. — Ég hefði gaman af því, en ég þarf aö skrifa nokkur áríðandi bréf í kvöld. Ég var afar vonsvikin. Nú höfð- um við hitzt eftir tveggja daga eílífð, og þá ætlaði hann að sitja viö bréfaskriftir. — Ég get ekki fariö, sagði Marc ia. — Ég verö að fara vfir reikn- ingana. Ég verö líklega hálfa nótt ina að þyi. Og svo er mér ekkert nýnæmi á f-lamenco-dansi. Neit, vitanlega ekki, hugsaði ég með mér. Hún mundi verða orðin leið á honum. En ég haföi ekki fengið mig fullsadda á honum. Carlos leit á konuna sína. — Viltu ekki að ég hjálpi þér? — Nei ég get gert það ein. Mig minnir að þú segðist vera þreyttur þegar þú komst frá Gibraltar, og ætlaöir að fara snemma að hátta. — Já ég ætla að gera það. Hún brosti ísmeygilega til hans. Peter tók í höndina á mér þegar við gengum frá borðinu. —Við skulum setjast út í garð- inn. Ég þarf að tala við þig. — En hvernig fer þá með brófin þín? sagði ég og röddin var dálítið hvell. — Ég þarf ekki aö byrja á þeim strax. Við settumst í lága stóla á flöt- inni niður að sjónum. Danslög heyrðust úr húsi skammt frá. — Þama var fallegt og rómantískt, að öðru leyti en því, að fólk var kring um okkur. — Viltu vindling? spurði Peter og tók upp hylkið. — Þökk fyrir. Ég tók ^ einn og beygði mig fram til að ná til log- ans á kveikjaranum hans. Augu okkar mættust í bjarmanum frá log anum. — Eru þessi bréf þín mjög áríð andi? spuröi ég þegar við höfðum reykt dálítla stund þegjandi. — Já því miður. — Getum við ekki gengið dálitla stund fyrst? — Það held ég varla. Ég verð að koma þeim með fyrstu póstferð í fyrramálið. Ég óskaði að ég hefði ekki stung ið upp á þessu. Það var hann sem átti að gera það. — Joyce? — Já. — Ég meinti þaö sem ég sagði fyrir tveimur dögum. - Hvað þá? — Aö ég elski þig. Ég sneri mér og leit á hann. Það var einhver ókyrrðarsvipur á andlit inu. Lá eitthvað þungt á honum, hugsaði ég. Rétt í svip datt mér í hug að kannski heföi hann logið þegar hann sagðist vera ó- kvæntur. Þessi áríðandi bréf voru kannski til konunnar hans, og hann ætlaöi aö segja henni að hann væri orðinn ástfanginn af annarri og vildi fá sig lausan? Ég hallaði mér aftur í stólnum og horfði upp í stjörnubjartan him ininn. Það var árangurslaust að reyna að geta sér tií. En hvernig stóð á því Peter — sem hafði sagt að hann skrifaði aldrei nema út úr neyð — þurfti nú allt í einu að fara að skrifa fjölda af bréfum? — Þú hlýtur að vita að ég vildi gjarnan mega kyssa þig núan, sagði hann lágt. Ég hló. — Hvernig ætti ég að vita það? — Kvenna-hugboð. — Hugboð mitt segir mér, að ég sé þér ekki nærri eins mikils virði og ég hef ímyndað mér. Þó að þú segist elska mig. Nú andvarp aði hann. - Aldrei þessu vant skeikar hugboöi þínu núna, sagði hann drungalega. Roskin hjón settust skammt frá okkur. — Það er margt fólk hérna, muldraði ég eftir dálitla stud. — Já, sagði Peter. — En það verður kannski ekki léngi. Klukkan sló eliefu. Mér datt í hug að ég ætti kannski að gera Peter léttara fyrir með því að segja að ég væri þreytt og ætlaöi aö fara aö hátta, svo að hann gæti byrjaö á. bréfunum sínum. En ég gat ekki slitið mig frá honum. — Það er yndislegt í kvöld, sagði ég lágt. — Já. Ég vildi óska að ég þyrfti ekki aö fara inn núna. Hann stóð upp og ætlaði að hjálpa mér úr stólnum. Ég hristi höfuðið: — Ég held að ég sitji hérná dálitla stund enn. Mig langar ekki til að fara að hátta strax. Kanhski verð ég ekki farin héöan þegar þú ert búinn með „áríðandi bréfin“. — Þaö efast ég um. Þetta tekur langan tíma. Ég hallaði höfðinu aftur og horfði forviða á hann. — Þú ert svei mér undarlegur maður. — Ég? Nei það er eitthvað ann- að. hvernig dettur þér það í hug? — Æ, mér finnst það einhvem veginn. Hann beygði sig niður aö mér. — Hað áttu eiginlega við með þessu, Joyce? Ég brosti. — Það er leyndarmál. Hann hnyklaði brúnirnar. — Ég vildi óska að þú hættir að tala í gátum. Hann strauk mér um kinnina, bauð góða nótt og fór inn. Ég sat kyrr og fór að hugsa um þaö sem gerzt hafði síðustu dag- ÚTIMIRÐIR SVALAHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR HURDAIDJAN SF. AUÐBREKKU 32 KÓPAV. SiMl 41425 ÝMISLEGT ÝMISLEGT rökum aö olckur hvers Konai rnúrbroi og sprengivinnu 1 húsgrunnum og ræs um. Leigjum út loftpressur og vfbra sleða Véialeiga Steindórs Sighvats sonai AlfabrekkL við Suðurlands braut. simi 30435 GISLI JÓNSSON Akurgerði 31 Shni 35199 Fjölhæf jarðvinnsluvél, annasi lóöastandsetningar. gref hús- grunna hoiræsi o. f! ■TfcKUR; AL.Í.S, KONaR KLÆÐSilNGAR I-LJÓT OG VÖNDÚÐ VINNA . 'ÚRV.ÁL AF ÁKLÆÐÚM LAUÖAVEC 62 SlHl 10625 HEIMÁ5IMI 63654 ttfiK BÖLSTRUN EgEE—-' tarzaní lV Edgak Rjce Burrovghs ' 'Tfei * ■%jam On v&sec/iET TRA/L FKOM 7HE HIOPEN CITY OF OFAÍC. Uppi í klettastígnum á leið sinni út úr Opar lenda Tarzan 'og konurnar tvær bardaga við apana. — Hræðsluóp Jane hvetur Tarzan, sem berst af öllum mætti við apana. ana. Þetta atvik inni í salnum sfð- degis í dag hafði verið dularfullt. Loks komst ég að þeirri niöurstöðu að ég skyldi ekki sitja þarna lengur Ég ætlaði að skrifa bréf lfka — til Johns. Ég fór inn í salinn, settist við skrifborð og sagði honum ferða- söguna, en minntist ekkert á til- finningar mínar til Peters. Ég las bréfið yfir þegar ég var búinn og lauk þvf með þessum orðum: Bráðum kemur næsti þáttur í þess ari spennandi framhaldssögu um líf ið á hinni rómantísku Sólarströnd. Ég náði í umslag og frímerki og stakk bréfinu í póstkassann í and- dyrinu. Um leið og ég gékk framhjá skrifstofudvrunum leit Marcia upp frá skrifboröinu sínu. — Ætlarðu að fara að hátta? — Já. UMFERÐAR- TAKMÖRKUN KL. 0300-07M Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar Mýjn bílnþjónustnn Lækkið viðgerðarkostnaðinn með því að vinna siálfir að viðgerð bifreiðarinnar. — Fag- menn veita aðstoð ef óskað er. Rúmgóð húsakynni, aðstaða til þvotta. Nýjn bílaþjónustnn Hafnarbraut 17. Sími 42530. Opið frá kl. 9—23.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.