Vísir - 24.05.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 24.05.1968, Blaðsíða 7
7 Vl'SiR . FöstHdagur 24. maf 1968.. morgun útlönd í morgun útlönd i raorgun útlönd 1 raorgun útlönd étmælaganga í París / kvöld um leii og de Gaulle flytur ræíu sína Mótmælaganga er áformuð í Par- ís í kvöld um leiö og de Gaulle forseti ávarpar þjóöina í sjónvarpi og útvarpi. Það er franska stúd- entasambandið, sem stofnar til göng unnar, og hefur stjóm þess hvatt alla stúdenta og kennara til þátt- töku í henni. Þa rsem til mjög al- varlegra átaka hefur komið í latn- eska hverfinu undangengna tvo daga bíða menn kvöldsins með óþreyju, en samthnis bíða menn með eftirvæntingu ræðunnar, en ekkert var vitað með vissu i gær um hvað forsetinn mundi boða. Lagt hefur verið bann við því, að leiðtogi stúdenta Cohn-Bendet komi aftur til landsins. Sú ákvörð- un var tekin, er hann var í fýrir- lestraferð til Amsterdam, en nú er hann í Frankfurt. Kveöst hann munu fara yfir landamærm í trássi við bannið. Þýzkfr stúdentar setia að vera í fylgd með honum. Vegna hótananna hefur vörður verið auk- inn á landamærann Frakklands gegnt Þýzkalandi. í óeiröunum í gærkvöldi átti lög reglan í höggi við wn 8000 stúd- enta og fyigismenn þeirra. Beitti lög reglan tsáragasi og Skaut á mann- söfnuðinn af vatnsfaffbyssum. Stúd entar Móðu sér götuvirki og hentu grjóti og braki úr ruslahaugum í lögregluna. Kveikt var í á nokkrum stöðum. Stjórn kommúnistíska verkalýðs sambandsins, sem hefur fallizt á viðræðttr um bætt kjör verkamanna hefur hvatt verkamenn til þess að halda áfram að taka yfirráð í verk- smiðjum í sínar hendur. Verkföllun- um verður haldiö áfram, segir hún, Trudeau forsætisráðherra kanad- ísku sambandsstjómarinnar flutti i gær ræðu í Winnipeg. Hann gerði að umtaisefni þátt- töku Kanada f Norður-Atlantshafs- bandalaginu, og ákvörðunina um aö draga úr hemaöarlegu þátttökunni, en hann kvað þá ákvöröun ekki boða, að Kanada segði sig úr varnar Johnson forseti trúir enn á sam- komulag um frið í Vietnam Johnson forseti sagði í gær í Wash ington, að hann tryði enn á sam- komulag um heiðarlegan frið í Viet- nam. En hann bætti því við, að þess sæjust ekki merki, að NorðurViet- namsstjóm væri reiðubúin til þess að semja um frið á þeim grund- velli og hefði hún aukið liðsflutn- inga suður á bóginn eftir að Parísar ráðstefnan hófst. Bandaríska herstjórnin í Saigon seg- ir Norður-Vietnama hafa þrefaldað liðsflutninga til Suður-Vietnam, og komi nú 15.000 mánaðarlega. þar til fallizt verður á þá megin- kröfu, að endurskipuleggja iðnað- inn frá rótum. Samband lögreglumanna hótar samtökunum, því að nauðsyn væri að bandalagiö starfaði áfram stjóm- að neita að hlýðnast fyrirskipun- um ef lögreglunni verði teflt fram gegn verkamönnum. 1 framhaldsfrétt um óeiröirnar málalega til mótvægis Varsjárbanda laginu. Trudeau kvað stefnu sambands- stjórnarinnar á sviði varnamála framar öðm styðja vamir Noröur- Ameríku. í gær segir, að vígorö stúdenta og stuðningsmanna þeirra hafi ver- ið Bylting. Höggvin voru niöur tré og kveikt f þeim. Byggt var götuvirki þvert yfir Boulevard Saint Michel skammt frá Sorbonne-háskóla. Að minnsta kosti 50 stúdentar, fimm blaðamenn og fimm lögreglumenn meiddust. Þátttakendur í mótmælunum fóru aö dreifast eftir miðnætti. Gat víða að líta bifreiðir, sem velt hafði verið um, og eldur logaöi glatt í bálköstum á götunum. Sumir leið- togar stúdenta hvöttu þá til þess að „spara kraftana“ þar til í kvöld. Um 500 stúdentar í Brussel tóku í gær yfirráð háskólans þar í sín- ar hendur og stofnuðu ráð til þess að fara með stjórn hans. Síöari fréttir frá París herma, að 175 menn hafi meiðzt í óeirðunum í gærkvöldi og nótt. Handteknir voru 210, þeirra á meðal 44 stúd- entar. Níu bifreiðir eyðilögðust af eldi, en 10 iöskuöust. Lögreglan fjarlægöi götuvirki, sem stúdentar reistu. NJÓHÐ IIFSINS, þið eruð á Pepsi aldrinum. Kanada fækkar í liði sínu hjá Norður-Atlantshafsbandalaginu Trudeau segir, oð Kanada segi sig ekki úr stjórnmálasamtökum N-Atlantshafsbandalagsins Wilson. EFylgi Wilsons hefir aldrei verið minna en nú Fylgi. Wilsons og stjórnar hans hefur enn minnkað og hefur aldrei verið minna en nú frá því að hann tók við völdum. Neðri máistofa brezka þingsins hefur samþykkt með aðeins 35 at- kvæða mun, frumvarpið um ráðstaf anir til þess að halda í skefjum kaupgjaldi og verðlagi. Er þetta minnsti meirihluti seni Verka- mannaflokkurinn hefur fengið við atkvæöagreiðslu í málstofunni á undangengnum tíma. Þrjátíu og fjórir þingmanna j flokksins sátu hjá, einn greiddi at- kvæöi gegn því, Emmanuel Shinwell, sem þar tii fyrir einu ári var varaformaður flokksins, sagði í ræðu, að hann gæti ekki greitt l'rumvarpinu at- kvæði þar sem það væri í and- stöðu við stefnu verkalýðsfélag- anna og flokknum háski búinn af samþykkt þess. Barbara Castle varði frumvarpið I af hálfu stjórnarinnar. Steinoldar- grafreitur ískalt Pepsi-Cola hefur hið lífgandi bragð Pepsi-Cola & Mirinda, eru skrásett vörumerki, eign Pepsico Inc., N.Y. STEINALDAR-GRAFREITUR Frétt frá Bodö í Noregi hermir, að fund izt hafi grafreitur á Ytri Kvaröy og sé hann senniiega frá steinaid- artíma. Bein og vopn sem fundizt hafa í fjórum gröfum, sem grafnar hafa verið upp, benda mjög til þessa. Nordlandsposten segir, að sérfræðingar frá Tromsö Museum séu væntanlegir á staðinn. ®------------------------- <asaaffiGfia@sw.TJiF-; ■ ■ • r, wra

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.