Vísir - 10.06.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 10.06.1968, Blaðsíða 12
V1S IR . Mánudagur 10. júní 1968. Ég fleygði mér á rúmið og grét stjórnlaust og barði hnefunum í koddann í örvæntingu. Einhvers staðar í húsinu heyrði ég klukku slá. Ég hélt niöri í mér andanum og taldi slögin sjö .. átta ... Ég dró úrið mitt og stillti þaö. Ef Peter hafði afráðið að koma var hann lágður af stað núna, með Rocha prófessor. Klukkan langt gengin níu fór ég út á svalimar. Það var orðið dimmt en glórautt tunglið varpaði birtu yfir garðinn. Ef ekki hefði staðið svona á fyrir mér mundi ég hafa orðið hrifin af þessu landslagi, með gnæfandi fjöllum við stjömublik- andi himin. Loks heyrði ég til bfls í fjar- lægð. Hljóðið heyrðist nær og nær. Hjartað í mér hamaðíst. Þessi bíll gat þýtt, aö ég yrði látin laus. Ef prófessorinn var í ferðinni, mundi Peter bíöa við vegamótin og ég send þangað til hans. Þegar ég i ljósin varö ég hissa, því að þarna voru tveir bílar að koma, annar stór og svo minni bíll á eftir. Ég tók viðbragð. Litli bíllinn var bíll Peters. HEFUR PETER BRUGÐIZT? Ég æddi út úr herberginu og niður stigann og var komin niður í anddyrið þegar bílarnir námu staðar fyrir utan, þar sem Rod- eriquez stóð og beið. Ég hélt mig í skugganum og velti fyrir mér hvað hefði gerzt. Vonandi að ekki væri hætta á ferð. Þegar bíllinn opnaðist sá ég að það var ekki Peter, sem í bílnum sat. Ég starði skelfd á mennina tvo, sem komu út úr bílnum með þriðja manninn á eftir sér. Hann virtist vera illa leikinn. Ég greip öndina á lofti þegar ég sá að þetta var John. Hann dró fæturna eftir sér og höfuðið hékk niður á bringu. Mennirnir tveir drösluðu honum inn í húsið. Roderiquez kom auga á mig þegar ég kom nær þeim. — Nú. Þarna eruð þér þá! sagði han kuldalega. — Þér sjáið hvað gerzt hefur. Senor Cobbold hefur ekki haldið orð sín. Þess vegna .. . John stundi þegar mennirnir fleygðu honum endilöngum í sóf- ann. Ég hélt til hans, lagðist á hnén fyrir framan hann og strauk hárið frá fölu andlitihu. Hann opn- aði augun. Fyrst í stað virtist hann ekki þekkja mig, en svo stundi ÝMISLEGT ÝMISLEGT Tökum að okkur hvers konai múrbroi og sprengivinnu i húsgrunnuro og raes qm Leigjum út ioftpressur og vfbtfa sleða. Vélaletga Steindórs Sighvats- sonai Álfabrekkv við Suðurlands braut, slmi 10435 GlSIJ JÖNSSON Akurgerði 31 Sfrni 35199 Fjölhæf jarðvinnsluvél, annast tóðastandsetningar, gref hús- grunna. holræsi o. fl. n t i i i i hann allt í einu: — Joyce ... elsku. .. Ég heyrði spottandi hlátur bak við mig og sneri mér fokreið að Roderiquez. — Getur hann fengið ofurlítið af konfaki? hreytti ég út úr mér. Roderiquez opnaði skáp, tók fram flösku og hellti í glas. Ég tók undir hnakkann á John og hélt glasinu upp að munninum á honum Hann styrktist við þetta, því að nú reis hann upp við dogg og horfði á okkur. Þegar hann sá Roderiquez kom reiði- og angistar- svipur á hann. — Hvers vegna kom ekki sen- or Cobbold meö Rocha prófessor? spurði Roderiquez. — Það var svo um talað í simanum milli okkar í dag. Ég beið eftir svari Johns með öndina f hálsinum og óskaði af öllu hjarta, að ég hefði ekki ver- ið svo vitlaus að biðja Peter að koma ekki. Ef hann gerði ekk- ert til að leysa mig úr prísund- inni, þá varð það ekki skilið öðru vísi en sem svo, að hann elskaöi mig ekki nógu heitt. — Hann ætlaði aldrei að halda það Ioforð, sagði John. — Hann sagði það undireins og hann hafði slitið sambandinu. John horfði á mig og greip í höndina á mér. — Mig tekur sárt að verða að segja þér þetta, Joyce Ég veit að það særir þig að hlus* i á það, sagði hann lágt. Ég tók höndunum fyrir andlitið meðan ég hlustaði á þessi orða- skipti milli Johns og Roderiquez, Jú, Peter var í gistihúsinu f Torr- emolinos. En John var handviss um, að þaö yrði árangurslaust að reyna að fá Peter til að framselja próf- essorinn. Og nú bað hann Rod- eriquez að gera svo vel að sjá um, að John og ég kæmust til Torremolinos þegar í stað! — Hvorugt ykkar kemst aftur til Torremolinos, sagði senor Rod- eriquez. — Senor Cobbold fékk tækifæri til að fá senorítu Meadows til baka, en úr þvf að hann notaði það ekki.. . Hann hvessti augun á John. — Það var flónska af yður að fara að sletta vður fram í þetta senor! John beygði sig fram og augun skutu gneistum. — Þér hljótið að vera brjálaður, að láta yður detta í hug að þér getið haldið okkur héma, von úr viti. Spánverjinn pirði augun. — Ég hef heldur ekki ætlað mér það. EINTÓM BLEKKING? — Senor! með John f bílnum, stöð f dyrun- um. Þegar birtan féll á andlitið á honum, sá ég að þetta var sami maðuTinn, sem hafði reynt að þvinga mig inn í bílinn sinn forð- um, þegar ég fór f pósthúsið með bréfið. Hann talaði við Roderiquez á spönsku og þeir fóru saman út og lokuðu dyrunum eftir sér. Ég horfði skelkuð á John. — Hvernig fer þetta? spurði ég. — Hvemig komumst við héðan aft- ur? — Ég veit ekki. En við verðum að finna einhver ráð til þes.. Þú mátt ekki verða uppvæg og sleppa þér. Mér lá við að reka upp hlátur. Það var hægara ort en gjört, að vera róleg undir þessum kringum- stæðum. — Þessum manni er trúandi til alls ... byrjaði ég. — Nei hann er bara að reyna að blekkja okkur. — Nei, þetta er ekki blekking, John! hrópaði ég. — Æ, hvers vegna komst þú hingað? Hvers vegna hélt Peter ekki orð sfn? — Ég hef sagt þér það, Joyce. Hann ætlaði sér ekki að framselja prófessorinn. Ég var hjá honum þegar hann var að tala í sfmann. Þegar þeir óku burt með þig f morgun, hélt ég áleiðis til baka. Eftir nokkra klukkutíma fór bíll hjá, og ég gat fengið hann til að flytja mig til ,,Loretta“. Ég kom fáeinum mínútum fyrir símtalið. — Og Peter var heima þá? — Já, hann var farinn að undr- ast um þig. Og Marcia og Carlos voru líka kviðin. — Hvað sagðirðu við þau? — Ég sagði þeim nákvæmlega hvað gerzt hefði. Carlos vildi ná í lögregluna þegar f stað. — En það vildi Peter ekki? — Nei — bölvaður bjáninn! hróp- aði John. — Og ekki Marcia heldur? — Hún sagði nú ekki mikið, en mér skildist að hún vildi ekki heldur hleypa lögreglunni f málið. Mér fannst eitthvert leynipukur milli hennar og Peters, heldurðu það ekki? Ég haföi haldið það einu sinni, en upp á síðkastið var ég farin að halda annaö. Nú vissi ég ekki hverju ég átti að trúa. BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐ! Bónstöð, bifreiðaþjonusta LAUGAVEGI118 (ekið inn frá Rauðarárstíg). Veitir yður aöstöðu til að þvo og bóna bif- reið yðar, einnig tökum við að okkur þvott, hreinsun á sætum, toppum, hurðarspjöldum (leðurlíki). Bónum og ryksugum. SÍMI 21145. i t „Við getum ekki látið þessa mállausu „Tarzan, á hvað starirðu? Ö — “ „Ó, Tarzan“. skepnu giftast La drottningu, þú verður að snúa við og sækja La“. i UTIHURÐIR SVALAHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR HURDAIOJAN SF. AUÐBREKKU 32 KÓPAV. SÍMI 41425 *u!WlGSN'”}oRODDSEt'i G^NÆSh3*5® ’3 ER 1 SÍMI II RAtíOARARSTfG 31 SiMl wmmmmmmmm Srcö BELTI og BELTAHLUTIR á BELTAVÉLAR Keðjur Spyrnur Framhjól Boinrúílur Topprúlíur Drifhjói Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvais gæðavara ó hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA YERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 — SlMI 10199

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.