Vísir - 13.06.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 13.06.1968, Blaðsíða 5
VlSIR . Fimmtudagur 13. júní 1968. krækling fiöru Drætti verour ekki frestað # Vinningur: Mercedes Benz 220, ný gerð. # Styrkið starf Rauða kross-deildarinnar i Reykjavik Happdrætfi Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands ___________________________________________________________5 Börn og unglingar — 9. síöu. Þessu má hæglega kippa í lið inn ef heimild í lögum um skoð- un tækjanna er notuð. Lögreglu stjórar og eftirlitsmenn geta hvenær sem er krafizt þess, að þessi tæki séu færð til skoö- unar til að kanna hvort þau séu í lögmætu ástandi. Mér finnst það aðeins fyrirsláttur, að eng- inn mannafli sé til að sinna þessu. Lögregluþjónar úti um land allt gætu sem bezt sinnt þessu í stað þess aö vera í alls kyns snatti fyrir bæjar- og sveit arfélög eins og svo mörg dæmi eru til um. Þar að auki hlýtur það að vera óþolandi fyrir þá að vita um margar dráttarvélar sem ekki eru á skrá eins og lög mæla fyrir um. Ef allar dráttarvélar væru kallaðar inn reglulega til skoö- unar myndi það pressa mjög á bændur að hafa þær í við- unandi ástandi. Einnig má bæta þv£ hér við, að hver á að fylgj ast með því að vélarnar séu tryggðar, ef þær eru ekki skoö aðar reglulega? Það bendir því miður margt til þess aö löggæzl- an sé mjög slöpp, þegar þessi mál eru annars vegar. Allt bendir þetta til að full ástæða ætti aö vera fyrir lög- gjafarvaldið að endurskoða af- stöðu sína m.a. til þess að börn stjórni dráttarvélum. Nú eru engin takmörk fyrir því hversu ung börn megi vera til að stjórna dráttarvélum. Einu tak- markanimar eru þær, að ungl- ingar undir 16 ára aldri mega ekki aka þeim á alfaraleið. Það er full ástæða til þess að löggjafarvaldið annað hvort inn- an ramma umferðarlaganna eða barnaverndarlaganna geri eitt- hvað til að forða börnum frá þeim hættum, sem felastiþví að stjóma tækjum, sem þau eru ekki fær til aö stjóma. Margir alþingismenn eru úr stétt AIORRÆIUA HÚSIÐ - SKRISTOFUSTÚLKA Skrifstofustúlka óskast að Norræna húsinu. Hún þarf að vera skapgóð, vön skrifstofuvinnu, góður vélritari og kunna íslenzku og eitt Norðurlanda- málanna vei. Alhliða skrifstofuvinna, bréfaskriftir, léitt bók- færsla, móttaka og annað sem til fell'ur. Mjög góð vinnuskilyrði. Laun og vinnutími eftir sam'komul'agi. Umsóknarfrestur er til 25. júní. Þarf stúlkan að hefja störf sem fyrst. Skrifleg umsókn sendist Ivar Eskeland, Norr'æna húsinu, Reykjavík. NORRÆNA HUSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS bænda og ætti því að vera full- kunnugt um þessi mál. Raunar ætti ekki að þurfa bændur til. Þetta er svo auðskilið. Það eru ekki einaöngu bænd- ur, sem ættu að vera í eltflín- unni. Vinnuvélar verktakafyrir- tækja og bæjar- og sveitarfélaga eru oft í afar bágbornu ástandi. Stafar oft jafnvel meiri hætta af þeim, þar sem þær eru aö jafnaði við vitmu innan um fleira fólk. Það þyrfti að herða mjög á- róðurinn vegna landbúnaðar- slysanna. Starfsmenn H-nefnd- arinnar og Slysavarnafélagsins ferðuðust að visu um landið í vetur með tvær kvikmyndir um öryggisútbúnað og almennan útbúnað véianna. Þetta hefur vafalaust haft mikla þýðingu ásamt tveimur upplýsingabækl- ingum, sem við höfum dreift um meðferð landbúnaðartækja. En meira þarf til. Ég hef gengiö með þá hug- mynd, að fá gamlan strætisvagn innrétta hann sérstaklega í því skyni að ferðast með hann um landið. Væri hægt að hafa í honum öll þau tæki, sem nauðsynleg eru fyrir víðtæka á- róðursherferð gegn slysum. I vagninum mætti hafa aðstööu til að sýna kvikmyndir, hafa út- búnað til að kenna lífgun úr dauðadái. Umferðartöflur- og alls kyns áróðurs og upþlýsinga spjöld. Takmarkaö væri til hversu margra væri hægt að ná hverju sinni, en það er kost- ur en ekki löstur. Það er mikil- vægara að ná vel til fámenns hóps, en illa til margra. Einnig gæfi þetta tilefni til að greina þá, sem ná á til, í aldursflokka og miða starfsemina við það hverju sinni. Þessi hugmynd mín hefur ekki fengið verulegan hljóm- grunn ennþá. Ég hef að vísu ekki beitt mér verulega fyrir þessu, þannig að von er til aö hugmyndin fái betri hljómgrunn síðar. V TZ' ræklingur þykir mesta lost- æti, en því miður hafa fáir Islendingar komizt upp á lag með að nota sér þennan ágæta mat eins og skyldi. Víða viö strendur landsins má tína krækl inga eins og hver vill, og er raunar furðulegt að íslendingar skuli ekki nýta þennan ljúf- fenga mat betur. Kræklinga- skeljamar eru eins og allir vita, blá og hvítröndóttar eða yrjótt- ar og nær þríhyrndar að lögun. Þær eru langar, allt að 5—6 sm. Kræklinga er bezt að tína f útflæði, og ekki þarf að fara lengra en hér upp í Hvalfjörð til að finna krækling. Þegar sjórinn fer að hlýna er kræklingurinn feitastur og bragðbeztur. Kræklingur er matreiddur á marga mismunandi vegu, og einnig má neyta hans ósoðins, en gæta þarf þess að hann sé nýr. Kræklingur er soðinn lif- andi án þess að skeljarnar séu opnaðar. Ef skelin er opin, er fiskurinn aö öilum líkindum dauður, og þá verður að henda skelinni, því fiskurinn skemmist mjög fljótlega og getur jafnvel verið eitraður. Þegar búið er að sjóða kræklinginn opnast skelj- arnar og á fiskurinn þá að vera bleikleitur. Kræklingurinn er soðinn í litlu vatni, vel söltu, eftir að búið er að bursta skelj- arnar upp úr köldu vatni. Setjið lok á pottinn og sjóðið í 5 mín- útur. Hér eru svo nokkrar upp- skriftir á kræklingaréttum, fyr- ir þá sem ætla að drífa sig á kræklingafjöru í sumar. Kræklingasúpa með hrísgrjón- um. 30 skeljar 4 msk. soðin hrísgrjón 1 laukur 2 lárberjablöö 1 dl. hvítvín hvítlaukssalt og pipar 1 púrra. Sjóðið skeljarnar eins og seg ir að framan. Snöggsteikið lauk- inn og púrrurnar í smjöri. Tak- ið fiskinn úr skelinni eftir að hann hefur verið soðinn. Setjið fiskinn út í soöið og bætið vatni út í svo að súpan sé ca. 1 lítri. Setjið soöin hrísgrjón út í súpuna (g grænmetið. Krydd- ið eftir smekk og bætið hvít- víninu og fiskinum út í. Látið fiskinn ekki sjóða, eftir að búið er að taka hann úr skelinni. Tómatbakaðir kræklingar. Soðnir kræklingar eru tekn- ir úr skelinni (ca. 25 stk.) og lagðir neðst í smurt fat. Tveim- ur þeyttum eggjum blandað saman við soðið af kræklingun- um (ca. 1 bolla) og hellt yf- ir. Smátt skor-inn hálfur laukur brytjaður yfir og tómatbátar látnir þekja fatið. Kryddað og smjörbitar settir á tómatana. Bakað í ofni, þar til tómatarnir eru orðnir steiktir og eggin -hleypt. Kaldur kræklingur. Kræklingur er mjög góður kaldur í ýmiss konar olíusalöt eða hlaup. Hann má t. d. brytja 'soðinn) saman viö venjulegt rækjusalat pg bæta út í soðnum gulrótum og grænum baunum Ca. hálfur bolli af salatinu er settur á salatblað og skreytt með kavíar og sítrónu. Ljúf- fengur forréttur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.