Vísir - 25.06.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 25.06.1968, Blaðsíða 5
VI S IR . Þriðjudagur 25. júní 1968. QSt Tvær tvö hundruð dollara uppskriftir J dag ætlum við að gefa ykkur tvær merkar uppskriftir, sem hlotið hafa verðlaun banda- ríska kvennablaðsins „Womans day“. Þessar uppskriftir fengu um 200 dollara verölaun hvor og þó að þessir réttir séu frem- ur seinunnir, þá ættu þeir líka aö vera sérlega bragðgóðir. Von- andi getið þið notfært ykkur þessar uppskriftir næst þegar þiö þurfið að hafa mikið við í mat. „Draumur fátæka drengsins". Tæpt kíló af kjúklingum (gjarnan bakhlutar, vængir eða háls), 1 sneidd gulrót, sellerístilkur, sneiddur laukur, lárviðarlauf, svört piparkorn, tesk. salt, 1 pund (tæpt) hakkað svína- kjöt, 1 dós af grænmetissúpu, 1 dós (punddós) af nýrna- baunum (rauðum), (Nota má einnig útbleyttar nýrnabaunir), 2 bollar sneitt hvítkál, 1 bolli litlar makkarónuskelj- ar eöa % bolli hrísmjöl. vanalegan hátt. Setjið sjúklinga- bitana í pott með 8 bollum af vatni og bætið viö selleríi, gul- rót, lauk, lárviðarlaufi, salti og pipar. Látiö suðuna koma upp og allt krauma í 2 klst. eöa þar til kjötið fer að losna frá bein- unum. Losið kjötið þá alveg frá beinunum, og takið beinin frá. Gerið litlar bollur úr svína- kjötinu og brúnið í feiti og bætiö þeim síðan út í súpuna, ásamt grænmetissúpunni og baununum og látið suöuna koma upp aftur. Bætið síðan hvítkál- inu og makkarónuskeljunum út í og látið krauma þar til skelj- arnar eru orðnar mjúkar og þá er rétturinn tilbúinn. Þessi réttur er ekki mjög erfiður í matreiðslu, en við leggjum til aðafhýddarkartöflur séu soðnar líka með súpunni og þá er hér komin heil matar- mikil máltíð. Þessi uppskrift kemur frá Texas og samkvæmt nafninu virðist hún vera sér- lega ljúffeng. Eftirrétturinn er hins vegar frá Minnesota og er vægast sagt sérkennilegur. Og hér kemur svo uppskriftin af honum: „Eplarúsínuábætir“. 1 bolli strásykur, V4 bolli sítrónusafi, lj/2 bolli hveiti, 1 tesk. salt, t t 3 tesk. lyftiduft, smjörlíki, V2 bolli haframjöl (sem þarf stutta suðu), y2 bolli mjólk, y2 bolli púðursykur, 1 tesk. kanel, 1 y2 bolli eplasneiðar (meö hýöinu), 1 bolli rúsínur, þeyttur rjómi eða ís. Blandið saman sykri, sítrónu- safa og 1]4 bolla af vatni og látið suðuna koma upp. Látið kólna meðan blandað er saman hveiti, salti og lyftidufti. y2 bolli af smjörlíki er brytjað út í og höfrum og mjólk blandað varlega saman viö þar til deig- ið er þykkt og seigt. Fletjið deigið nú út í ferkantaða köku. Blandið saman 2 msk. af bræddu smjörlíki, púðursykrinum, epl- unum, rúsínunum og kanelnum og cmyrjið kökuna með því. Rúllið kökunni sainan eins og rúllutertu og skerið í ca. 2 sm. þykkar sneiöar og setjið á smuröa plötu. Setjið sykurinn með sítrónusafanum ofan á hverja sneið og bakið í vel heitum ofni í 20 mínútur. Þessi réttur á aö borðast heitur, og meö honum er bor- inn fram þeyttur rjómi eða ís. 1 þessa veglegu súpu má gjama nota þá hluta kjúkling- anna, sem oftast ganga af þeg- ar kjúklingar eru steiktir á REYKJAN ESKJÖRDÆMI Stuðningsmenn Kristjáns Eldjáms í Reykjaneskjördæmi boða til almenns kynningarfundar í samkomuhúsinu að Stapa í dag, þriðju- daginn 25. júní kl. 21:00. Kristján Eldjárn og frú koma á fundinn. Auk dr. Kristjáns Eldjárns flytja ávörp á fundinum: Páll Jónsson, Andrés Kristjánsson, Árni Gunnlaugsson, sr. Björn Jónsson, Gils Guðmundsson, Jón Skaptason og Pétur Benediktsson. Fundarstjóri verður Jón Ármann Héðinsson. Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur sjá um ferðir á fundinn. Farið verður frá Félagsheimilinu í Kópavogi kl. 20:00 með viðkomu við pósthús- ið Ásgarð í Garðahreppi og kosningaskrifstofunni að Strandgötu 4 í Hafnarfirði. STUÐNIN GSMENN \ 5 Kosningaskrifstofur stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens i Reykjavik AÐALSKRIFSTOFA: Pósthússtræti 13, sími 84500 UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA: Aðalstræti 7, sími 84533 ÞJÓÐKJÖR: Afgreiðsla, sími 84530 — Ritstjórn, sími 84538 SAMTÖK UNGRA STUÐNINGSMANNA: Vesturgata 17, sími 84520 SAMTÖK STUÐNINGSKVENNA: Hafnarstræti 19, sími 13630 Hverfisskrifstofur VESTUR- OG MIÐBÆJARHVERFI: Vesturgata 40, sími 84524 MELAHVERFI: K.R.-heimilið, sími 23195 AUSTURBÆJARHVERFI: Hverfisgata 44, sími 21670 HLÍÐAHVERFI: Mjölnisholt 12, sími 42755 LAUGARNESHVERFI: Hraðfrystihús Júpiters og Marz, sími 84526 LANGHOLTSHVERFI: Sólheimar 35, sími 84540 KRINGLUMÝRARHVERFI: Háaleitisbr. 58—60 (Miðbær), sími 84525 SMÁÍBÚÐAHVERFI: Háaleitisbr. 58—60 (Miðbær), sími 82122 ÁRBÆ J ARHVERFI: Hraunbær 18, sími 84541 Bílar á kjördag Þeir sem vilja lána bíla á kjördag eru vinsam- lega beðnir um að hafa samband við aðal- skrifstofuna, sími 84500 eða hverfisskrifstof- urnar. Aðalskrifstofur utan Reykjavíkur AKRANES: Skólabraut 21, sími (93)-1915 PATREKSFJÖRÐUR: Brunnum 5, sími (94)-U21 ISAFJÖRÐUR: í húsi Kaupfél. ísfirðinga, sími 699 SAUÐÁ> KRÓKUR: Aðalgata 14, sími (96)-5450 SIGLUFJÖRÐUR: Aðalgata 28, sími (96)-71670 AKUREYRI: Strandgötu 5, símar (96)-21810 og 21811 EGILSSTAÐIR: Lagarási 12, sími 141 VESTMANNAEYJAR: Drífanda v/Bárugötu, sími (98)-1080 SELFOSS: Austurvegi 1, sími (99)-1650 KEFLAVÍK: Hafnargötu 80, sími (92)-2700 HAFNARFJÖRÐUR: Góðtemplarahúsinu v/Strandgötu, símar 52700 og 52701 GARÐAHREPPUR: Breiðási 2, símar 52710, 52711 og 52712 XÓPAVOGUR: Melgerði 11, sími 42650 og 42651 KÓPAVOGUR: Ungir stuðningsmenn, Hrauntungu 34, simi 40436. ________________________________________j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.