Vísir - 28.06.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 28.06.1968, Blaðsíða 10
10 V1SIR . Föstudagur 28. jtmí 1868. V'EÐRIÐ OAG Hægviðri skúra leiðingar, einkum síðdegis. Hiti 10- 12 stig i dag, 6-8 ' nótt. (IE11SJVIET! i fjölmörgum löndum tíðkast að nemendur beri slifsi með ein- kennislitum eða merki skólans, sem þeir eru í og er elzt slíkt slifsi frá 1880. Voru þaö nem- endur Exeter Collage í Englandi sem báru þessi fyrstu einkennis- slifsi. Tilkynning Kvenfélag Kópavogs. Líknarsjóður Áslaugar Maack hefur blómasölu 30. júnf. Beriö öll blóm dagsins. KVIKMYNDA- "Iiltl&'bíó" klobburinn Engin sýning í dag. Kvenfélag Háteigssóknar efnir til skemmtiferðar fimmtudaginn 4. júlí í Skorradal, kvöldveröur snæddur í Borgarnesi. Þátttaka til kynnist ' síma 34114 og 16917 fyrir kl 6 daginn áður. Kvenfélag Ásprestakalls fer I skemmtifeið f Þórsmörk þriðju- daginn 2. júli nk. Lagt af stað frá Sunnutorgi kl 7 fyrir hádegi Tilkvnnið þátttöku til Guðnýjar I síma 3 3. Rósu sími 31191 eða Önnu i síma 37227. Stjórnin iivenfélag Bústaðasóknar. Hin árlega skemmtiferð félagsins, verð ur farin. sunnudaginn 7. júlí kl. 8 árdegis frá Réttarholtsskólanum Uppl f sfryum 34322 og 32076 BELLA „Mig langaði bara til að hjálpa yður fröken við að brjóta niður húsið.. Óvenjulegt biðskýli við Suðurlandsbraut Athyglisvert biöskýli hefur veriö reist við Suðurlandsbraut, skammt frá íþróttahöllinni. Það er hörpudisklaga, úr trefjagleri og hefur hefur verið steypt í einu móti, þannig að bekkurinn var steyptur samtímis aðalhlutanum. Skýlið er svipað að stærð öðr- um nýjum skýlum. Hinn danski teiknari Cadovius, er einnig teiknaði hinar alkunnu Hansahillur, hefur teiknað skýlið. Inn- flytjandi er Ragnar Tómas Ámason. Biðskýlið er flutt inn frá Danmörku f tilraunaskyni. Bætti heimsmet sitt í lyftingum Rússneski lyftlngamaöurinn Leonid Sjobotiskij bætti heimsmet sjtt í snörun um hálft kíló i 176 kg. við lok Evrópumeistaramótsins i lyftingum. Sjobotiskip tryggði sér Evrópumeistaratltilinn með 570 kg. samanlagt, en heiihsmet hans var sett i aukatilraun. Fékk hann 167.5 kg. í snörun í keppn- inni, 190 í pressu og 212.5 f jafn- höttun. Annar i þungavigtinnl varð Belginn Serge Yeding með 527.5 kg.. Manfred Ringer frá A.- Þýzkalandi með 525 kg. f þriðja sætinu. Flnninn Kalevi Lahden- r íta varð fjórði með 515 kg., Svi- inn Uwe Johansson var í 7. sæti með ' 505 kg., Mauno Lindroos, Finnlandi varð 9. með 485 kg. Sovétríkin voru eins og við mátti búast bezta þjóðin i keppn- inni með 4 gullverðlaun, 2 silfur og eitt brons. Pólverjar hlutu næst- flest verðlaun, 2 gull — 3 silfur og eitt brons, Ungverjar eitt gull, A.-Þjóðverjar 3 brons, Svíar og Belgar eltt silfur hvor þjóö og Finnland og Búlgaria með hvor sín bronsverðlaunln. Tökum fram í dag og næstu daga • stórglæsilegt úrval af popplín-táningakápum og pilsum Tízkusnið — tízkulitir Einnig fjölbreytt úrval sumarkjóla, náttfata og náttkjóla ■ Muniö hina hagkvæmu greiðsluskilmála. KJÓLABÚÐIN MÆR • Lækjargötu 2 Ferðafélag íslands ráðgerir eftir taldar ferðir um næstu helgi: 1. Þórsmörk, farið kl. 14 á laug ardag. 2. Landmannalaugar, farið kl. 14 á iaugardag. 3. Hagavatn, farið kl. 14 á laug ardag. 4. Veiðivötn, fariö kl. 8 á laug ardag, veiðileyfi seld hér á skrifstofunni. 5. Haukadalur og Bjarnarfeil, farið kl. 9.30 á sunnudag. Aliar ferðirnar hefjast við Aust urvöll. Miðvikudaginn 3. júlí er Þórs- merkurferð kl. 8 og verður svo framvegis í júlí. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni Öldugötu 3, símar 11798 og 19533. Sjúkdómur — > I siöu urinn geti breiðzt út með þeim. Sjúkdómurinn breiðist aöallega út meö saur og er því talið tiltölu- lega auðvelt að útrýma honum. Grunur beinist aöallega að því, að sjúkdómurinn hafi borizt til landsins með innfluttu kjarnfóðri, þó að ekki hafi tekizt aö rannsaka þaö til hlýtar. Þaö getur raunar verið erfitt að komast aö því, þar sem fóðrið, sem sjúkdómurinn hafði borizt með getur allt verið löngu uppétið. Rannsóknin beinist þó að því að athuga hvort gripir á öðrum bæjum í Eyjafirði, sem fengið hafa sama fóður og á Rúts- stöðum hafi fengið sjúkdóminn. Norskur vinnumaður er á Rúts- stöðum og er ekki talið útilokaö að sjúkdómurinn hafi borizt með honum, þó að það sé talið ótrú- legt. Kuldinn — > I síðu þar í byrjun iúni. Lítið hefur frétzt af veiði fyrir austan fjall, sem þýöir þó ekki að veiöi bar hafi verið lítil. Frétta- leysiö er aðeins merki um sinnu- leysi stangaveiðimanna aö senda skýrslur til Veiðimálastofnunarinn- ar, sem heldur saman öllum tölum um veiði eftir föngum. Þeir eru fáiiðaðir hjá Veiðimálastofnuninni og hafa því nauman tíma til aö draga upplýsingar og tölur út úr veiðimönnum um land allt. Formaður Landssambands fsl. stangaveiðimanna, Guðmundur Kristjánsson, hefur nú sent kolleg- um sínum í íþróttinni siöareglur stangaveiðimanna. þar sem hann áminnir þá um góðar umgengnis- venjur við ár, vötn og við félaga sína. Viö stofninn I ánum. náttúr- una og annað. — Er þetta ekki gert að gefnu tilefni, heldur verður góð vísa aldrei of oft kveðin. Hrsiððstiikmörkuii — > 16. sföu þeim. Einnig má sjá aðrar skyss ur geröar í H-umferðinni, en þeir eru fleiri, sem náð hafa ör- yggi f H-akstri. Vegna þeirra, sem ávallt verða á einhver mistök, er hraðanum haldið niðri. en hinir, sem öruggari eru orðnir, eiga erfiðara með aö hemja hraða sinn með hverjum deginum, sem iíður. Sést þetta bezt á þeim götum, þar sem hámarkshraðinn var áður 'evfður 45 km/klst. Það er undantekning. ef þar sést bifreið ekið undir 40 — 45 km/ klst. Engar tillögur hafa komið fram um það. að lágmarkshraö- inn verði hækkaður. en þyngst- ar yrðu á metunum tillögur. sem kæmu frá framkvæmda- nefnd hægri umferðar. Þaðan mun þó engrar tillögu von f þá átt í náinni framtíð. Telja nefnd armenn ekki tímabært að auka hámarkshraðann, enda fari nú í hönd og sé reyndar hafið það tímabil, sem ökumenn slaki á árvekninni í akstrinum. Telja þeir það hættulegasta tímann, þegar ökumenn hafa öðlazt nokkra reynslu og sjálfstraust, og ieyfa sér aö hugsa um annað við aksturinn, en aðeins stjórn ökutækisins. Þá verði mönnum helzt á einhverjar skyssur, og þá sé nauðsynlegt, aö hraði um ferðarinnar sé ekki meiri en svo, að hinir ökumennirnir í umferð inni geti komð í veg fyrir, aö af skyssunum hljótist óhöpp. Um þessar mundir er umferð - in að brevta um svip. Hún fær ist úr þéttbýlinu og yfir á þjóð- vegina í dreifbýlinu, þar sem menn aka í hægri umferð viö nýjar kringumstæður, sem þeir þurfa að venjast, áður en hraða takmörkunin veröi hækkuð. Þrjú skip — m-> 1. Slðu við skipin svo langt úti. Heimir SU mun einnig kominn á þessar slóðir % Gígja RE. Fimm íslenzkir bátar eru ennþá að veiðum í Norð- ursjó, en lítið hefur frétzt af veiði þar að undanförnu. Þó mun fær- eyskur bátur hafa fengið þar 200 tonn í tveimur köstum í gær og eru skipin nú aö reyna fyrir sér á sömu slóðum, en það var um 60° 50’ N br. og 1° 75’ A 1., en það er skammt frá Hjaltlandi. Bræia hefur verið á miðunum norður í íshafinu undanfama daga og ekkert frétzt af veiði Rússanna, sem þar eru, né norska skipsins sem hefur verið þar eitt til þessa, en fleiri munu vera á leið frá Nor- egi. Gjaldeyrisstaðnn — m~-> íe síðu greina m.a. gengislækkunin, en þess ber að gæta, að miklar breyt- ingar eru milli einstakra mánaða. Sé iitið á tímabiliö frá ársbyrjun, hefur verðmæti útflutnings fremur minnkað, en verðmæti innflutnings aukizt svo að vöruskintajöfnuður- inn hefur verið um 235 millj. óhag- stæðari þaö, sem af er þessu ári e. 1967. .íinn fyrsta júní s.l. var gjald- eyrisvarasjóðurinn um • 527 millj. kr. en 726 í maíbyrjun og 1658 millj. 1. júní 1967. f maímánuði sfðastl:ðnum hefur sjóðurinn bví rýrnað um nærri 200 milljón- ir . og um rúmar 500 millión- ir frá 1. janúar 1968, er hann var um 1041 millj. Bændur — við Egil Benediktsson, hreppstjóra, Sauðhúsum í Laxárdal í Dölum og sagði hann að búast mætti við að sláttur byrjaði ekki fyrr en und ir mánaðamótin júlí-ágúst. eöa nær mánuði á éftir veniulegum sláttu- tíma. — Kýr eru enn á fóðrum f Dölum, en kindur voru á fóðrum fyrstu vikuna af júní. Egill sagöi að kal væri mikið i túnum. sum staðar meira en í fyrra, en þetta er þriðja árið í röð sem ber á kali þar um slóöir, þó að ekki hafi það verið nálægt því eins milcið og sum staðar nyrðra og evstra. — Kalskemmd- irnar eru mestar á efstu bæjunum f Dölum. er" þar tún víða illa far- in. Auk þess er sem fyrr segir öll spretta langt á eftir því sem venjulegt er. Sagðist Egill búast við að menn vrðu að skera niður i haust tals vert — fækka við sig, til þess aö mæta heyskortinum í vetur Flestir væru gjörsamlega fvrningalausir og sumir löngu orðnir heylausir Menn hefðu reynt að treina heyin með fóðurbæti eins og mögulegt hefði verið. BORGIN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.