Vísir - 05.07.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 05.07.1968, Blaðsíða 12
visnc . rostnaagur a. jhh I9G8. HR2 ANNE LORRAINE ALLTAF ÓSAMMÁLA. — Góðan daginn, sagði Carey og mundi hafa gengið fram hjá, ef Mary hefði ekki kallað í hann. — Doktor Carey, ég verð að , biðja yður afsökunar, sagði Mary. i — Ég fékk samvizkubit af því að ég hefði verið ókurteis við yður I •' gærkvöldi eftir hátíðina. Ég — ég 1 held, að þér hafið ávarpað mig, og ég svaraði ekki. Ég var svo utan 1 við mig. • Hann horfði hugsandi á hana og , stakk báðum höndum djúpt niður í ■ buxnavasana. Svo settist hann á bekkinn við hliðina á henni og ; horfði á tæmar á sér. — Ég var nú alveg búinn að gleyma því, sagði hann. — Og það skipti engu máli. Vitanlega sá ég, að þér áttuð svo annríkt við að horfa á eftir manninum, sem fór, að þér höfðuð engan tíma til að hlusta á það, sem ég sagði. Fyrst hélt ég að þér hefðuð týnt einhverju, og það var það, sem ég spurði yður um. En, svo að maður víki að öðru: skemmtuð þér yður vel? — Býsna vel. Og þér? Simon Carey einblíndi enn á tærnar á sér. — Nei. Mary hnyklaöi brúnirnar, hún var nú eins og oftar hissa á, hve YMtSLEGT YMISLEGT GlSLl JÓNSSON Akurgerðt 31 Sitnl 35199 Fjöthæt jarðvtnnsluvél. annast lóðastandsetningat greí oús grunna. bolræst o. fl. 304 35 rökum að okkur hvers konat múrbrot og sprengivinnu t húsgrunnuro og ræs um. Leigjum út loftpressui og víbrs sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats -.onat AlfabrekkL við Suðurlands braut, stmi 30435. TtKUR ALLS KONAR KLÆÐNINGAR FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA aántiK n BOLSTRUN 1 IJRVAL AF AKLÆÐUM LAUGAVEO 62 - SlMI 10825 HEIMASlMI 83634 ^ stuttur hann var f spuna. Hún hafði vonað að fá að vera ein, og nú gramdist henni, að hann skyldi vera þama. — Það var leiöinlegt, sagði hún með hógværð. — Þér hefðuð ekki þurft að koma, ef þér fellið yður ekki við svona samkvæmi. Hann yppti öxlunum þreytulega. — Maður verður að rækja skyldur sfnar. Heyrið þér, sáuð þér þenn- an Martin-dreng, sem slasaðist? — Martin? Eigið þér við dreng- inn, sem var svo annt um fótinn á sér? Já, ég sá hann. Hún sneri sér að honum, og nú var áhuginn kominn f hana. — Seg ið þér mér alveg eins og er — haldið þér, að nokkur von sé um hann? Hann varp öndinni. — Það er ómögulegt að segja. Það viidi svo til að ég var viðstaddur, þegar þeir skám hann. Ég get ekki betur séð en að það sé aðeins eitt, sem getur bjargað þessum dreng, og þaö er alhuga vilji á að lifa. Ég vona, að þeir sendi hann til mín, ef hann tórir af uppskurðinn, því aö hann hefur orðið fyrir taugalosti. Mjög alvarlegu taugaiosti. Hún fann herping í kverkunum á sér og sneri sér undan. — Hald- ið þér, að hann fái nokkurn tíma framar tækifæri til að keppa f knattspyrnunni? Hann horfði á vangann á henni, því aö hún sneri undan. — Eruð þér að gantast að þessu, spurði hann vingjamlega. — Góði læknir, þessi drengur leikur sér aldrei framar, hvorki f knatt- spvmu eða öðru — að minnsta kosti ekki að neinu, sem hann þarf að beita höndum eða fótum við. Franks gerði þetta. Hann tók af honum fótinn. Hún tók hendinni fyrir munninn til þess aö kæfa niðri í sér ópið. — Nei! hrópaði hún með kæfðri röddu og sneri sér að honum og horfði á hann eins og hún tryði honum ekki. — Ég þóttist svo viss, og það var hann líka. Hann horfði hugsandi á hana, en hún tók eftir glampa í augunum á honum. Það var það, sem ég var hræddur um, sagði hann ofur blátt áfram. — Ég vissi, að þér höfðuð talað við hann — hjúkrunarkonan sagði mér það. Ég veit að þér gerð- uð þetta í beztu meiningu, doktor Marland, en í svona tilfellum getur oft verið hættulegt að gefa sjúkl- ingnum of miklar vonir, þvf að þá veröa vonbrigðin enn sárari síðar. Þér munuð hafa sagt honum, að hann ætti að biðja guð. — Ég sagði það ekki beinlínis, sagði hún dálítið uppvæg. — En það getur varla verið skaðlegt. Ég trúi sjálf á bænina af heilum hug. — Það geri ég líka, sagði hann rólega en einbeittur. — En ég trúi VELSKOFLA til leigu i minni og stærri verk t. d. grunna, skurði o. fl. 'opl. í símum: 8 28 32 og 8 29 51 í hádeginu og eftir kl. 7 á kvöldin. GRÖFULEIGAN HF. W.V.V.V.W.V.V.V//.V/.VAV.V.V.W.V.WAVAVJV í PIRA-SYSTEM ;. Tvímælalaust hagkvæmustu og fjölbreyttustu hiílu- J» I; húsgögnin á markaðnum. Höfum lakkaðar PIRA-hQlur, ;! I; teak, á mjög hagstæðu verði. I; Lftið í SÝNINGARGLUGGANN, Laugavegi 178. !■ STÁLSTOÐ s/f, Laugavegi 178 (v/Bolholt), sími 31260 ÁV.V.V.V.V.V/.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V ekki á bænina, þegar hún er not- uð sem múta, og þegar á allt er litið, eru flestar bænir mútur. Þér skiljið, hvað ég meina — „gerðu þetta fyrir mig, þá skal ég gera þetta fyrir þig“, eða „ég hef aldrei gert neitt illt, góði guð, hjálpaðu mér þá núna. Gerðu mig að betri manni — gefðu mér þetta — láttu mig fá það — gefðu mér heilsuna — léttu mér kvalirnar." Við biðj- um alltaf um það, sem við höldum, að sé réttast og bezt. Ég trúi á bænina um auðmýkingu og hug- rekki. Lofum sjúklingnum að biðja — fyrir alla lifandi muni — en væri ekki betra, að hann bæði um meira þor og vilja til að lifa? Hún hlustaði þegjandi á hann og hafði andúð á að fallast á þessa skoðun. Hver var tilgangurinn — ef það versta kæmi fyrir, þrátt fyr- ir bænipa? Hún fann, að hann studdi hend- inni á handlegginn á henni, og leit forviða á hann. Hann brosti vorkennandi. — Þér eigið mikið ólært ennþá um það, sem gerir okkur fæ'rt að starfa, sagði hann í ertnitón. — Eitt af þvf mikilsveröasta er kannski það, aö hafa gát á, að tilfinningarnar fái ekki yfirhöndina, þegar sjúklingarn ir eru annars vegar. Þér verðið að læra að vera fjarlæg og hlutlaus — að lfta á sjúklingana sem marg- brotið og brothætt guðsverk, sem yöur hafi verið falið — en sem þér getið ekki skapáð að nýju. Það er þetta, sem svo margir okkar reyna að gera — ekki aðeins í lækningum og sálarfræöi — en líka „Ég kem í friðsamlegum tilgangi - hættið!" í fjölskylduiffinu á heimilinu. Við erum að reyna að kenna guði, hvemig hann eigi að vinna, og reyna að lappa upp á hans handa- verk, þegar þau bila. Hún sneri sér undan, óþolin. — Ég skil ekki, hvemig þetta á aö heimfærast upp á þetta tilfelli, sagði hún dálitið önug. — Drengur- inn á sér aðeins eina ósk: að verða knattspymumaður. Voruð þér á móti því, að ég hughreysti hann og segði við hann, að hann mundi ná þvf marki einhvem tfma? — Nei, ég átti ekki við það. Það er of mikil móðurhneigð í yð- ur til þess að standast freisting- una og styrkja hann f trúmri á það, sem hann óskar að trúa. Það er hættan, sem ég er að táte nm. Hún léit við og horfði kuldalega á hann. — Jæja, þér eruð þá eáos og allir hinir, sagði hún beisk. — Þér hafið andúð á starfi mhm héma, ekki vegna þess, að ég ræári ekki starfið, heldur eingöngu af þessari þröngsýnis-firru, a8 kven- fólk geti aldrei orðið eins duglegir læknar og karlmennimir em. Ég hélt, að þér væmð skynsamari en svo! — Það hélt ég lfka, sagði bann þurrlega. — Ég er viss um, að ég er það. Ég sagði yður, þegar við hittumst í fyrsta skipti og töluð- um saman, að ég dáðist að hugboði kvenna, og ég held sann- ast að segja, að kona geti að ýmsu leyti verið glöggari læknir og sál- fræðingur en karlmaður. En aðeins með því skilyrði, að hún standist þá freistingu að líða með sjúklingn um, taka á sig kvöl hans, hugsýk- ina og vonleysið. Mððir gerir þetta ósjálfrátt fyrir bamið sitt — en læknirinn má ekki gera það, því að ef hann gerir það, gefur bann svo mikið af sjálfum sér, að ekk- ert verður eftir handa hinum sjúkl ingunum. Þér gætuð orðið af- bragðs læknir — að minni hyggju — ef þér hefðuð gát á þessu! Mary stóð upp, hún gat ekki talað við hann lengur. Gagnrýni hans hafði sært hana, og trú hans á, að hún gæti orðið góður læknir, með ákveðnum skilyrðum, minnti hana á viðlíka orðagjálfur, sem stundum er notað við framgjörn börn. — Nú verð ég að fara, sagði hún. — Ég þarf að skrifa bréf. OGREIDDIRI REIKNINGAR * LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA... Það sparat ydur t'ima og óbægindi INNHEIMT USKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæö — Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3linur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.