Vísir - 09.07.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 09.07.1968, Blaðsíða 8
V t SIR . Þriðjudagur 9. júli 1968. 8 saa VÍSIR Útgetandi: Reykjaprent ht. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Simar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Tvísýnar horfur I skýrslu Efnahagsstofnunarinnar til Hagráðs, sem kom út um helgina, er sagt. að viðhorfin í efnahags- málum séu að vissu leyti svipuð og fyrir einu til tveim- ur árum. Um þetta segir í skýrslunni: „Er dró að árslokum 1967, dugðu hægfara aðlög- unarleiðir einar ekki lengur. Gengisbreytingin, sem þá var framkvæmd, á mestan þátt í því, hversu mikið miðar í átt til fullrar aðlögunar á árinu 1968. Á hinn bóginn var gengisbreytingin ekki nægilega mikil til þess, að full aðlögun gæti náðst á þessu ári, allra sízt þegar ytri aðstæður reyndust enn lakari en búizt hafði verið við og launahækkanir drógu að talsverðu leyti úr áhrifum hennar. Viðhorfin í efnahagsmálum nú eru að því leyti svip- uð og þau voru fyrir einu til tveimur árum, að aftur er treyst á árangur hægfara aðlögunar og vænzt áhrifa hækkandi verðlags, bættra aflabragða og aukinnar framleiðslu almennt. Þá reyndist enn fram undan lækkandi verðlag og rýrnandi aflabrögð, þvert á móti því, sem vonazt var til. Nú er ástæða til að ætla, að lágmarki verðs sé náð og hægt batnandi verð sé fram- undan. Til beggja vona getur þó enn brugðið um afla- brögð. Hins vegar er gjaldeyrisforðinn miklu minni nú en áður, og svigrúmið til hægfara umþóttunar að sama skapi minna. Á þessu stigi málsins er ekki unnt að segja fyrir um það, hvort full aðlögun að breyttum aðstæðum geti náðst nægilega tímanlega eftir þeim leiðum, sem nú eru farnar.“ Hagráðsskýrslan var samin um miðjan maí og hef- ur ýmislegt gerzt síðan. Vonir manna um hækkun verðs á útflutningsafurðum hafa enn ekki orðið að veruleika, nema síður sé. Innflutningur hefur haldizt óeðlilega mikill og gjaldeyrisvarasjóðurinn hefur því rýrnað örar en gert var ráð fyrir. Með sama áfram- haldi verður hann búinn eftir örfáa mánuði. Á móti þessu vegur svo, að síldveiðin hefur farið vel af stað. Vdiðisvæðin eru að vísu fjarri landi, en síldarflutningar og söltun á miðunum eru miklu betur skipulögð en í fyrra. Er því ástæða til að vænta mun meira síldarverðmætis í ár en í fyrra. Þorskveiðin virðist einnig vera óvenju góð um þessar mundir. Og í landi er meira fjör í atvinnulífinu en reikna mátti með og atvinnuleysi nær ekkert. Þróunin hefur því í ýmsum atriðum orðið önnur undanfarna tvo mánuði en gert er ráð fyrir í skýrsl- unni. Sum frávikin hafa verið óhagstæð en önnur til hóta. svo að í heild eru niðurstöður skýrslunnar lík- lega í fullu gildi. Ef aflabrögð og útflutningsverðlag fara að snúast okkur í hag, getum við náð jafnvægi með núverandi aðgerðum. Ef ástandið verður óbreytt eða versnar, þarf meira að koma til. Horfurnar í efna- hagsmálum eru því mjög tvísýnar. Knúði samúð umheimsins með Biafra Gowon ofursta til tilslökunar? Bjargið börnunum — þetta eru kjörorð hjálparstofnana, en þótt hjálpin sé farin að berast deyja bömin enn í hundraðatali dag- lega. Það vakti sem að líkum læt- ur alheimsathygli f gær, er sam- bandsstjóm Nigerfu tilkynnti ailt f einu (sbr. frétt í Vísi í gær) að hún mundi leyfa al- þjóða mannúðarstofnunum eins og Rauða krossinum o. s. frv. að flytja iyf, hjúkrunarvörur, matvæll og aðrar brýnar nauö- synjar yfir „línur sambands- hersins“ til fólksins, sem við hungursneyð býr í Biafra. Eins og getiö var hér í blaðinu var tilkynning Nigeríustjómar birt í heimsblaðinu NEW YORK TIMES sem auglýsing yfir heila opnu og kostaði 15.000 dollara. Þegar þetta er ritað liggur ekki mikið fyrir um umsagnir í blöðum og útvarpi, og verður þess nánar getið siðar, en ekki er annað sýnna, en að svo hafi verið komið vegna þrýstings og áhrifa úr ýmsum áttum, að Gow on ofursti hafi blátt áfram ekki séð sér fært annað en slaka til, eftir að af hálfu stjómar hans hafði verið gefið í skyn, að ráöizt yrði á leiguflugvélar á leið til Biafra, hefðu þær ekki leyfi hennar til flutninganna. Athyglisvert er að hin mikla auglýsing virðist vera fram kom in til þess að bæta málstað sam- bandsstjórnarinnar f augum þjóða heims, og hafi Gowon fundið, að Biafra hefir samúð heimsins vegna hörmunganna þar og réttlætiskröfunnar um þjóðaratkvæði, og einnig sé hún fram komin til þess að reyna að afla fylgis stefnu sambands stjómarinnar, að leysa málið þannig, að Biafra veröi áfram sambandsríki. Það, sem hér fer á eftir sýn- ir, hvað var aö gerast rétt fyr- ir birtingu auglýsingarinnar: Brezka hjálparstofnunin OXFAM skoraði fyrir skemmstu á Wilson forsætis- ráöherra að beita áhrifum sín- um við sambandsstjórn Nigeríu í Logos, að hún greiddi fyrir því, að unnt væri að koma matvæl- um, hjúkrunarvörum og lyfjum til Biafra, og svaraði hann stofnuninni s.l. laugardag. Wilson viöurkenndi, að vanda málið væri svo stórkostlegt, aö koma yröi hið bráðasta til mjög aukinnar hjálpar, og senda birgö ir bæöi loftleiðis og landleiðis Hann kvað sendinefndina brezku sem nú er komin til Lagos mundu greiða fyrir mál- um sem bezt hún gæti. For- maður hennar er Hunt lávarð- ur, sigurvegari Everest-tinds. Þá bað Wilson Oxfam aö reyna að koma þvf til leiðar, að Ieiðtogar Biafra féllust á aö birgðir væru sendar loftleiöis og leyfðu ekki að flugbrautir 1 Biafra væru notaðar til mót töku flugvéla, sem flyttu vopn. Hér er þess að geta, að birgö- ir munu hafa verið fluttar beint til Biafra um Portúgal, en ný- lega var reynt að flytja hjúkr- unarvöi-ur loftleiðis frá ey tmdir Biafraströndum, en hún er und- ir spönskum yfirráðum, og hefur birgðum verið skipað þar á land, en svo hörmulega tókst til fyrir nokkrum dögum, að flugvél i slíkum flutningum fórst f nætur flugi og biðu þrfr menn sem í flugvélinni voru bana og flug- vélin eyðilagðist og birgðimar. Var þetta mikið áfall fyrir hjálp arstarfsemina. Sýnir þetta hve flug er óöruggt, að reynt er að koma birgöum loftleiðis að næt- urlagi. Þes er enn að geta, aö Ojukwu höfuðleiðtogi Biaframanna er sagður hafa neitað um leyfi til flutninga birgða landleiðis frá öðrum hlutum Nigerfu, þar sem sambandsstjórnin kynni að eitra birgðimar. Á þetta var minnzt nýlega í ritstjórnargrein í New York Times, og talið, að þessi ásökun hafi ekki verið hin raun- verulega orsök neitunar Ojukwu heldur liggi stjórnmálalegar or- sakir til grundvallar: Biafra muni standa verr að vígi til samninga, ef hún sé upp á náð sambandsstjómarinnar komin með flutningana. Wilson hvatti Oxfam og aðr- ar hjálparstofnanir til þess að beita áhrifum sínum til þess, aö Ojukwu breyti áðurgreindri af- stöðu sinni, Eins og komið hefur fram í fyrri fregnum verða nú þúsundir manna f Biafra hungurmoröa daglaga. Fyrir birtingu auglýsingarinn- ar barst frétt um, að leiguflug- vél á vegum Alþjóða kirkjuráös- ins hafi lent í Biafra með 10 lestir lyfja og matvæla. Fregnin var frá Lissabon í fyrradag. Eigendur félagsins, sem á leiguflugvélarnar, sem flytja mat og matvæli til Biafra segjast hafa grun um, að skot- ið hafi verið á Ieiguflugvélina sem fórst í Biafra fyrjr rúmri viku, en eins og fyrr segir biðu 3 menn sem f henni vom bana flugvélin eyðilagðist og öll lyf- in og hjúkmnarvörumar, sem f henni voru. „Nöfnin eru kunn . " Nöfn þessara broshýru og aðlaðandi unglinga eru heims- kunn — og kannski verða þau bæði fræg er fram líða stund- ir, að minnsta kosti em þau bæði í „sviðsljósinu“ um þessar mundir. Stúlkan er Juiie Nixon, dóttir Nixons, sem kannski verður næsti forseti Bandaríkjanna, en pilturinn David Eisen- hower, sonarsonur Eisenhowers fyrrverandi Bandaríkjafor- seta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.