Vísir - 07.09.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 07.09.1968, Blaðsíða 9
9 vl SIR . Laugardagur 7. september 1968. □ Hann stendur stund- um niðri á Lækjartorgi, einkum á góðviðrisdög- um, á traustlegum tré- kassa og flytur vegfar- endum, sem þar eiga leið um, ORÐIÐ. □ Hver hann er, hvað- an hann kemur, eða hvert hann fer, vita fæst ir meðal yngri kynslóð- arinnar. Ekkert annað, en honum skýtur þama upp á torginu annað slag ið með Biblíuna sína und ir hendinni og er oftast nefndur KARLINN Á KASSANUM. í tæp tuttugu ár hefur Sigurður frá Bjarnastöðum prédikað á Lækjartorgi, undir okkur og í kringum okk- ur. Óttasleginn leit ég til aiira átta, en sá enga leiö til undan- komu, og ég spuröi sjálfan mig: „Hvernig stendur á því, að ég á aö farast í þessum cidi?“ Þá talaði til mín rödd, sem ég þekkti og sagði viö mig: „SIG- URÐUR, ÞÚ SÉRÐ BIBLÍUNA, SEM LIGGUR ÞARNA A GÓLFINU FYRIR FRAMAN ÞIG“, og sá ég allt í einu Biblíu, sem augnabliki áöur hafði ekki veriö þar. „Já“, svaraði ég. „ÞESSA BIBLÍU ÁTTI HANN SIGURÐUR SVEINBJARNAR- SON OG ÞESSA BIBLÍU ÁTT ÞÚ AÐ TAKA UPP OG FARA MEÐ ÚT ÚR ÖLLU ÞESSU ELDHAFI". Jafnskjótt opnaðist mér leið, og vegur var lagöur fyrir framan mig, út úr eldhaf- inu, en allt fóikiö varð eftir. Eftir þessa vitrun var ég ekki í nokkrum vafa um, hvar ég ætti að starfa í víngaröí Drottins. Siguröur Sveinbjarnarson trú- boði átti heima um tíma í sama húsi og ég í Þinghoitsstræti. Þessi gamli maöur var mér sér- staklega hugstæöur, þegar hann Karlinn á kassanum um helgar, Önnur deili vita margir ekki á honum, en þó er hann oröinn fastmótaöur dráttur í svip miöborgarinnar, sem flestir borgarbúar myndu sakna, ef hyrfi alveg af sjónarsviðinu, enda hefur hann prédikað á torginu, eins lengi og unga kynslóöin man eftir sér — eöa í tæp 20 ár. Eldri Reykvíkingar vita þó, aö þama er á ferðinni Sigurður Jónsson frá Bjarnastöðum. „Hvers vegna ertu kenndur viö Bjamastaöi?" var eitt af því fyrsta, sem blaöamaður VÍSIS, spurði Sigurð, þegar hann rakst inn á skrifstofu hans í LITLU BÍLALEIGUNNI um daginn. Sigurður er eigandi og hefur rekið tæp sjö ár LITLU BÍLA- LEIGUNA, sem flestir munu minnast úr Ingólfsstræti, en er nú flutt í Bergstaöastræti. „Ég átti heima i 17 ár á Bjarnastööum á Grimsstaða- holti, svo það er ofur eölilegt,“ sagði Siguröur, sem haföi verið svo vingjarnlegur aö sjá af smástund til spjalls, mitt í önn- um dagsins. Fyrst barst talið að bíla- leigunni og hvernig viöskiptin gengju. „Fyrir Guös náö ganga þau vel,“ svaraði Sigurður. Eftir stutt skraf um daginn og veginn snerist talið að trúboöi SigurÖar. „Hvað kemur þér, Sigurður, til þess að prédika fyrir vegfar- ina, og allra annarra kennara minnist ég meö virðingu, hlý- hug og þakklæti, svo sem Gunn- ars M. Magnúss, Jarþrúðar, Jóhannesar úr Kötlum, Skúla Þorsteinssonar og Jóns Norð- manns. Mjög ungur missti ég móöur mína, og hafði söknuöurinn djúp áhrif á mig. Mér er þvi einnig kært að minnast allra þeirra, sem auösýndu mér i bemsku hjartahlýju og um- hyggju. Auk föður mins minnist ég í því sambandi sr. Ingimars Jónssonar og Elínborgar Lárus- dóttur, skáldkonu, en ég og drengir þeirra hjóna, vorum leikbræður. Mér er kunnugt um, að á þessum erfiðu árum Þótt heimurinn ætti sterk ítök í mér, var ég þó alltaf leit- andi maður og merkilegt má það heita, aö í góðum gleðskap var sálmasöngur mér kær og mjög ofarlega í huga minum. Ég þráöi sannan hjartafriö, sem ég var sannfærður um, að væri til, en ég átti ekki. Á þessum árum kynntist ég sr. Bjama Jónssyni og átti sam- ræður viö hann um trúmál, sem höfðu mikil áhrif á mig. Einnig las ég Biblíuna vandlega. Af trúfesti sinni svaraöi Drott- inn bænum mínum og gaf mér friö, samkvæmt orði sínu: „NÚ ERUÐ ÞÉR, SEM EINU SINNI hélt á kassanum sínum út á Lækjartorg, og ekki kom mér þá í hug, að ég ætti síöar eftir að feta í fótspor hans að þessu leyti. Ég heyrði hann prédika á Torginu bæði á íslenzku og ensku. Þaö vakti furðu mfna og annarra, hve gott vald hann hafði á enskri tungu. Mér fannst þá eins og mörgum öörum, hann taka of djúpt í árinni, er hann talaði um glötunina og helvítiskenningu Biblíunnar. Fáa eða enga hef ég heyrt tala með jafnmikilli lotningu og hann um Drottin Jesúm Krist og sátt- málablóðið. Þegar ég hafði sagt Sigurði frá vitruninni, gaf hann mér Biblfu og kassann sinn, sem en rekur bílaleigu yirka daga Alltaf á sama kassanum, sem Sigurður Sveinbjarnarson not aði áður í 10 ár. endur?“ „Það er nú það, þaö er löng saga aö segja frá þvf.“ „Mér var strax í bemsku kennt að biðja til Drottins og sem ungur drengur sótti ég fundi f K.F.U.M. Þar kynntist ég Guðs oröi. Sérstaklega er mér minnisstæð dvöl mín i 6. sveit, en þar var Ari Gíslason sveitarstjóri. Sr. Magnús Run- ólfsson er mér einnig minnis- stæöur, að ógleymdum gamla manninum, sr. Friðrik Friöriks- syni. Allt til þessa heffur mér verið hugstætt ljóöið, sem sr. Friðrik orti um 6. sveit og viö strákam ir sungum af svo miklum krafti. í því eri m. a. þessar hendingar: Sjötta sveit, södd og feit sýnist oklur vera. Afar vitt, '.eldi frítt verður hún að bera. Nið’r í bæ, suð’r að sæ, sú fær nóg að gera, voldug svo, aö vill hún engan þéra. í Barnaskóla Austurbæjar las ég eins og önnur börn kristin- fræöi og kynntist betur sögu ísraels. Frá námsárunum á ég góöar minningar. Höfundur barna- bókanna, Stefán Jónsson, hafði mjög góð áhrif á okkur dreng- hafi þau glatt marga, sem áttu við þröngan kost að búa. — En gins og menn vita var hallæris- ástand hér í Reykjavík á ámn- um 1930-1940. Ungur þurfti ég aö leita að atvinnu. Það var ömurleg sjón að sjá 7—800 verkamenn á eftir einum verkstjóra og koma að Verkamannaskýlinu yfirfullu af verkamönnum og sjá aðra ganga um hafnarbakkann leit- andi að atvinnu, vitandi aö heima biðu kona og böm mat- arþurfi. Á sumrin fór ég í vegavinnu, starfaði síðan hjá Eimskip og Ríkisskip f nokkur ár, þá leigu- bílstjóri og svo hjá Reykjavíkur- borg í 13 ár. Eins og ég sagði áður, varö ég fyrir sterkum kristilegum á- hrifum í æsku, en get tekið undir með sr. Hallgrími Péturs- syni: Fullvaxinn gleymsku svefninn sár sótti mig heim og varð mjög dár. Dimman heimselsku dróst að með, dapurt varö mitt til bænar geð. Þá kom Guðs anda hræring hrein, í hjarta mitt inn sá ljóminn skein VORUÐ FJARLÆGIR, NÁLÆG- IR ORÐUM FYRIR BLÓÐ KRISTS, ÞVÍ AÐ HANN ER VOR FRIÐUR, HANN HEF- UR SAMEINAÐ HVORT TVEGGJA OG RIFIÐ NIÐUR MILLIVEGGINA, SEM SKILDU ÞÁ AГ. Þá þegar fór ég að prédika um afturhvarfið til Guðs fyrir trúna á Jesúm Krist. Mér var Ijóst, aö fjöldinn stóð í sömu sporum og ég hafði gert, og þurfti að öðlast hjálpræði og frið Guðs í Jesú Kristi, en þessi friður verður ekki keyptur með silfri eða gulli. heldur aöeins fyrir blóð Krists, sem hreinsar oss af allri synd. Um fjögurra ára skeið haföi ég nokkur kynni af hvftasunnu- söfnuöinum. Árið 1952 fékk ég þrjár vitr- anir og kem ég þá sérstaklega að því, sem þú spurðir um í upphafi. Nótt eina fékk ég vitrun í draumi. það var skömmu áður en Sigurður Sveinbjarnarson hætti prédikunarstarfi á Lækj- artorgi. Mér fannst ég vera staddur á staö einum, sem ég kannaöist við úti á landi, þvf að ég haföi komið þangað áður, með trúuöu fólki. Hjá mér stóö þekktur borgari ásamt öðru fólki. Ægi- legt eldhaf logaði á stóru svæði hefur fylgt mér sfðan og er bú- inn að vera ræöustóll á Lækj- artorgi f 30 ár samfleytt. Hér færðu skýringu á því, hvers vegna ég prédika fyrir vegfarendur. Auk þess sem ég hef talað á torginu, hef ég heimsótt fang- elsin og drykkjumannahælin, t. d. hefur leið mfn oft legiö að Skólavörðustfg 9 sfðastl. 20 ár, til að vitna um Krist fyrir föng- unum. Ég minnist þess, að einn sunnudagsmorgun knúði ég dyra og spurði fangavörðinn hvort ég gæti fengið tíma til aö predika í Hegningarhúsinu. Var mér þá sagt, að sr. Bjami og frú Áslaug myndu halda guðsþjón- ustu eftir hádegi, en eins og mörg um er kunnugt, var séra Bjami fangelsisprestur um tugi ára. Meö mér voru tveir menn aðrir. Þá var mér tilkynnt, að af sam- komu okkar gæti ekki orðið vegna komu sr. Bjama. Við spurðumst þá fyrir um það, hvort ekki væri hægt að halda sameiginlega guðsþjónustu. Fangavörðurinn bar upp eriHttic við séra Bjarna og sagöi honum, hverjir væru komnir og f hvaöa erindum. Sagði, sr. Bjami, að sér væri það sönn gleði aö starfa með okhur. , Ekki er ég hræddur við þá,“ sagði hann. í 13. síte.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.