Vísir - 01.12.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 01.12.1968, Blaðsíða 13
13 ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ WHyi. síSu. á fætur annarri. Þannig var hinnm nýja viðurkennda þjóðar- fána heilsað að alþjóðasið með 2á falibyssuskoti. Gekk nú fram yfimaaöur á varðskipimi Islands Falk, Lorck að nafni, og var hann kapteinn að tign. Hann hðf svo mSl sitt: „Sem fulitrúi Danmerkur á þessari hátíðlegu stundu víl ég taka það fram, að því 21 fall- byssuskoti, sem einmitt núna í virðingarskyni var skotið frá því skipi, sem ég hef þann heiður að stjóma, var skotið eftir skipun dönsku stjómar- innar og þaö er sá skotafjöldi, sem alheimslögum samkvæmt er ákveðinn, þegar heiðra skal flagg fullvalda rfkis. Með því er frá Danmerkur hálfu sý*t hið fyrsta ytxa. en mjög m-fkilvæga merki þess, aö það er eáirlægur vilji dönsku þjóðarinnar að futlnægja sam- bandslögurmm á sem hollustu- samlegastan hátt.“ Að loMnni ræðu skipherrans Á tröppunum fyrir utan stjórnarráðshúsið 1. desember 1918. Á myndinni má greina ýmsa þjóðkunna menn, vinstra megin m.a. Gisli Johnsen, Magnús Kristjánsson, Kristján Jónsson, dómari, Ólafur Björnsson ritstjðri, Cable umboðsmaður Breta, Sig- urður Jónsson í Yztafelli ráðherra, Sigurður Eggerz og hægra megin m.a. Klemens Jónsson fyrrum landritari og Jón Helga- son biskup. Fremst er foringi af danska varðskipinu Islands Faik. lék lúðrasveitin danska kon- ungssönginn „Kong Christian stod ved höjen mast“ og því næst var hrópað nífalt húrra fyrir konunginum. Forseti sam- einaðs Aiþingis Jóhannes Jó- hannesson bæjarfógeti, sem verið hafði formaður íslenzku samninganefndarinnar flutti á- varp fyrir minni Danmerkur og að lokum lék lúðrasveitin þjóð- söngva landanna: „Det er et yndigt land“ og Ó, guð vors lands. Þar með lauk þessari stuttu athöfn, sem hafði svo geysilega mikla þýðingu fyrir íslenzku þjóðina. ísland hafði bætzt í tölu viðurkenndra fullvalda ríkja heimsins. Yið samningaborðið — 3. síðu. um samningum, að þar með höfðu íslendingar hiotið úr hendi þeirra fullan umráðarétt eigin mála, þó sumt væri frest- um og uppsögnum bundið. Þetta réttlættu Danir í eigin barmi meö því, að þar með yrði svipt burtu öllum ágreinings og fjandskaparefnum milli þessara tveggja þjóða. Nú myndi í Hér sjást nefndarmenn og skrifarar úti í þinghúsgarðinum eftir að samkomulag hafði náðst 18. júlí 1918. Talið frá vinstri: Magnús Jðnsson, Bjarni frá Vogi, Hage, Borgbjerg, Jóhannes Jóhannesson, Christensen, Einar Arnórsson, Arup prófessor, Gísli ísleifsson, Þorsteinn M. Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson og S.A. Funder. fyrsta skipti skapast grundvöll- ur til einiægs samstarfs og vin- áttu Dana og íslendinga. Allur urgur myndj hverfa og við þessi nýju sjónarmið tengdu Danimir mjög vonir sínar um, að Is- lendingar myndu aldrei notfæra sér uppsagnarréttinn eftir 25 ár. Þeir vonuðu aö þá yrði kom- inn slíkur samstarfs og vin- áttuandi milli þjóðanna, að Is- lendingar myndu smám saman hætta að hugsa um skilnað og sætta sig við að verða eilff bræðraþjóð vinanna við Sundið. Sennilega var þetta byggt á nokkrum misskilningi á íslenzku þjóðareðli. Ljóst heföi mátt vera, að hvenær sem íslending- ar teldu sig færa um það að standa á eigin fótum, þá myndu þeir vilja verða með öllu sjálf- stæö þjóð og öörum óháðir. Ekki er hægt að segja, að hinum dönsku nefndarmönnum hafi verið haidnar mikiar veizl- ur, er þeir dvöldust hér. Þá voru stríðs- og erfiðleikatímar og spamaði viðhaldiö á öllum sviöum. En eina mikla skemmti- ferö fóru þeir út úr bænum, helgina 1" 14. júlí. Var lagt af stað á níu bílum, sem Stein- dór Einarsson, seinna bílakóng- ur, hafði útvegað og var ekið austur fyrir fjali. 1 fyrsta bílnum voru Jón Magnússon og Hage ráðherra, í öðrum Bjarni frá Vogi, Erik Arup og Einar Am- órsson, í þriðja J. C. Christen- sen og Jóhannes Jóhannesson og í þeim fjórða Sigurður Egg- erz og Borgbjerg, Þorsteinn M. Jónsson var veikur og komst ekki með, — en í öðrum bílum komu skrifarar og að- stoðarmenn. Þeir komu að Sel- fossi og Eyrarbakka og vom viðstaddir Ungmennafélagshá- tíð þar sem glímur fóm fram. Loks fóm þeir hestríðandi upp að þeim stóra fossi í Soginu, sem „vakið hefur svo mikla at- hygli vegna virkjunaráætlana stóra fossafélagsins“. Þeir vom óheppnir með veður, lentu í sudda og kulda, en það gerði ekkert til, — þvi lystugri urðu þeir á vistirnar á áningarstað, sem Magnús Vigfússon dyra- vörður í stjömarráðinu bar fram af sinni alkunnu snilld, en hann haföi alltaf ráð á konjaks- lögg meö kaffi, þótt á bannárum væri. Síðastj fundur samninga- nefndanna var haldinn fimmtu- daginn 18. júlí kl. 2 síðdegis. Kvöldið áður hafði farið fram iokaður fundur .allra alþingis- manna og samningsuppkastið samþykkt með 38 atkvæðum gegn 2. Þar af var sýnt að íslending- ar myndu sætta sig við samn- inginn, lá hann fyrir bæði í ís- lenzkum og dönskum texta og var nú undirritaður að lokum af öllum samninganefndar- mönnum. >f I ) t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.