Vísir - 07.12.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 07.12.1968, Blaðsíða 13
73 V í SIR . Laugardagur 7. desember 1968. Góðar fréttir fyrir kvenþjóðina % Nú dregur að jólum, og að venju er mik- ið fjör í basarmálum kvenfólksins. Um helg- ina, sem nú fer í hönd vitum við á Vísi um eina fimm basara, þann- ig að búast má við handa gangi í öskjunni, enda er þarna hægt að gera góð jólagjafainnkaup, eins og flestir vita. □ Konurnar í Hallgrímssókn halda basar í félagsheimili kirkjunnar. Konumar í sókninni hafa unnið óeigingjamt starf fyr ir kirkjuna og aflað henni mik- ils fjár og margra góöra muna. Á ]>essu ári afhentu þær t.d. 200 þús. kr. í byggingarsjóðinn sem er stór upphæð frá ekki fjöl- mennara félagi en kvenfélag kirkjunnar er. Konumar segja að á basamum þeirra verði allt á „gamla verðinu“, svo ekki ætti það að spilla fyrir kaupgleðinni í dag, laugardag, en opnað er kl. 14. □ Sjálfsbjörg, félag lamaðra og fatlaðra heldur sinn bas- ar á morgun kl. 14 í Lindarbæ. Þama er alls konar jólavarn- ur til sölu, barnafatnaður, prjóna fatnaður, smákökur og fleira. Á- góðinn rennur allur til bygging- ar vinnu- og dválarheimilis félagsms við Hátún 12. □ Konurnar í Styrktarfélagi vangefinna halda basar með kaffisölu á morgun, sunnudag, í Tjamarbúð. Allur ágóði renn- ur til sjóðs, en honum er varið til kaupa á innbúi, leik og kennslutækjum og fleiru til vist heimilis vangefinna. Á næsta ári eru 10 ár liðin frá því að kon- umar hófu að safna fé til starf- seminnar. Úr sjóðnum hefur til þessa verið veitt nær milljón i áðurnefndum tilgangi. Líklegt er að næsta fjárveiting renni til vistheimilisins Sólborgar á Akur eyri, sem tekur til starfa á næsta ári. Meðal muna á basarnum eru munir, sem bömin á heimilun- um í Lyngási og Skálatúni hafa gert, en sumir munanna vöktu mikla athygli á sýningu Tengla nýlega. Rennur fé, sem inn kem ur fyrir þá í sérsjóði. Þá munu gæzlusystur, en svo heita fóstr- ur vangefinna, safna í félagssjóö sinn, m.a. til að geta veitt styrki til fræðsluferða um nágranna- löndin. □ í Kópavogi hugsa konur til jólanna og þar verður árleg- ur jólafundur Sjálfstæðiskvenna félagsins Eddu haldinn á þriðju daginn 10. des. í Sjálfstæðishús inu við Borgarholtsbraut og hefst hann kl. 20.30. Séra Gunn ar Árnason mun í upphafi flytja jólahugvekju og sungnir verða jólasálmar. Anton Ringelberg, kaupmaður í Rósinni, mun mæta á fundinum og sýna jólaskreyt- ingar. Eru félagskonur hvattar til að mæta vel á fundinum. □ Mæðrastyrksnefnd Kópa vogs hefur hafið vetrarstarf ið og leitast sem fyrr við að koma til móts við bágstaddar og verðandi mæður. Það eru kvenfélögin f Kópavogi, sem standa sameiginlega að nefnd- inni. Skrifstofa nefndarinnar er í félagsheimilinu í Kópa- vogi og er opin á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 14 til 16.30. Væntir nefndin skilnings og velvilja bæjarbúa. Ekki sízt, þegar skátarnir munu knýja dyra. en beir munu safna fatn- aöi og fé sem fólk vill láta af hendi rakna til hinna efnaminni í kaupstaðnum. Nefndin er skip uð þessum konum: Ragnheiður Tryggvadóttir, Álfhólsvegi 22, sími 40981, Ásthildur Pétursdótt ir Fífuhvammsvegi 39, sími 40159, og Jóhanna Bjarnfreðs- dóttir, Vogatungu 20, sími — 41222. □ Aðventukvöld verður haldið í Grensássókn að venju í upp- hafi jólaföstu, en kvöld þetta er farið að njóta mikilla vinsælda hjá söfnuðinum. Samkoman verður haldin annað kvöld kl. 20.30 í Breiðagerðisskóla. Ung- ur maður, Ingimar Sigurðsson syngur einsöng, Páll Kolka, læknir, heldur aðalræðu kvölds ins og almennur söngur veröur á dagskránni að venju. Allir eru velkomnir, bæöi safnaðarfólk og aðrir. Bílar — bílar Þið sem ætlið að kaupa eða selja bíl vinsam- lega hafið samband við okkur hið fyrsta. Við erum í sambandi við kaupendur um allt land, áralöng viðskipti tryggja góða þjónustu. Bíla og buvélasalan v/Miklatorg Sími 23136. Kvenfélagið HRINGURINN Jólakaffi HRINGSINS verður að Hótel BORG sunnudaginn 8. des. 1968, og hefst kl. 3. — Jólasvuntur og annar smá-jólavarningur verð- ur seldur á staðnum. Komið og styrkið gott málefni. Fjáröflunarnefndin. Efnalaug í fjölmennu hverfi er til sölu nú þegar, eða frá áramótum, góður möguleiki fyrir fjöl- skyldu sem hefur ráð á vinnukrafti. Uppl. í síma 19327 eftir kl. 1 í dag og á morg- un og eftir kl. 7 á kvöldin, næstu daga. BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI Vel með famir bílar í rúmgóðum sýningarsal. Höfum bilana tryggða gegn þjófnaði og bruna. SÝNINGARSALURINN SVEINN EGILSS0N H.F. LAUGAVEG 105 SlMl 22466 Umboðssala Við tökum velútlitandi bíla í umboðssölu. Ibúðir til sölu 2ja herb. íbúð við Óðinsgötu. 3ja herb. íbúð 1 Kópavogi útb. kr. 200 þús. 3ja herb. íbúð við Lokastfg f steinhúsi, mjög góð fbúð. 3ja herb. íbúð í Laugames- hverfi góðir greiðsluskilmálar. Ný 3ja herb. fbúð á jaröhæð við Skólageröi, mjög falleg fbúð. Ný 4ra herb. íbúð í Kópavogi. Nýtt glæsilegt einbýlishús 1 Árbæjarhverfi, skipti á minni íbúð koma. til greina. Fokhelt einbýlishús með 2 bfl- skúrum í Arnarnesi, húsið selst í þvf ástandi sem kaupandi ósk- ar. Fokheld 6 herb. sérhæð með bíiskúr f Kópavogi, útb. kr. 200 þús. Hef ávallt íbúðir sem skipti koma til greina með. Fasfeigno- miðstöðin Austurstræti 12 Sfmar 20424 - 14120 heini. 83974.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.