Alþýðublaðið - 11.05.1966, Síða 4

Alþýðublaðið - 11.05.1966, Síða 4
 ElKSflD Ritatjórar: CyJfl Gröndal (4b.) og Benedlkt Gröndel. — RltstjtSmarfuU- trúJi ElBur GuBnaaon. — Stmar: 14900-14903 — Auglýatngaaími: 14906. AB«»tur AlþýBubúslB vtB Hverflsgötu, Reykjavík. — PrentsmtBJa AlþýSu MiMm — Aakrlftargjald kr. 95.00 — 1 lausasölu kr. 6.00 tíntaktB. Utgefandt AlþýSuflokkuriiUL Ekki í friðaráit KÍNVERJAR hafa sprengt vetnissprengju, og er i það þriðja kjarnorkutilraun þeirra. Mun nú geisla- i virkt ryk berast víða um heim, ef að vanda lætur. Er því ekki undarlegt, þótt mótmæli hafi borizt | víða að gegn þessu tiltæki. Ógn kjarnorkustyrjaldar hefur vofað yfir mann kyninu í tvo áratugi. Eftir að kalda stríðinu slotaði á Vesturlöndum, hafa Bandaríkin og Sovétríkin haft frumkvæði að alþjóðlegu samkomulagi um banrí ! gegn tilraunum með kjarnorkuvopn, nema neðan- | jarðar. Þetta bann er raunhæfasta skrefið, sem stig- i ið hefur verið til friðar, eini verulegi áfanginn á leið i til afvopnunar. * Mannkynið varpaði öndinni léttar, þegar þetta samkomulag yar gert. Það er viðurkennt meginmiark mið allra þjóða, sem vilja varðveita frið, að vinna gegn útbreiðslu kjamorkuvopna. Kínverskir kommúnistar virðast vera á annarri skoðun. Þeir vilja ekki ganga í friðarátt með öðram þjóðum frekar en þeir og skjólstæðingar þeirra fást til að ræða uni vopnahlé og frið í Víetnam. Að læra af reynslunni ' PÁLL SIGURÐSSON tryggingayfirlæknir hefur skrifað nokkrar greinar um heilbrigðismál borgar- innar fyrir Alþýðúblaðið. Hefur hann rætt þessi snál áreitnislaust og málefnalega og bent á ýmis- legt, sem betur hefur mátt fara og læra verður af í framtíðinni. Páll hefur mikinn áhuga og margvís- lega þekkingú' á heilbrigðismálum, og væri vissulega gott fyrir borgarstjórn, að hann fengi þar sæti. Það tekst, ef Alþýðuflokkurinn hlýtur dálitla fylgisaukn ingu frá því sem hann hefur haft. 1 Páll benti að vonum á, að Loftleiðahótelið hefði verið eins marga mánuði í smíðum og borgarsjukra húsið hefur verið ár. En í stað þess að fárast frekar yfir liðinni tíð. gerði Páll að umræðuefni, hvort ekki væri hægt að læra af reynslu Loftleiða, þegar reist verður vesturálma sjúkrahússins. í henni verða ein- göngu sjúkradeildir og verður hún því tiltölulega ein föld í smíðum. Hví ekki að reisa hana á 15 mánuð- nm? ! Páll benti ennfremur á, að ríki og bær væru áð reisa sjúkrahús með um 500 rúmum í Reykja- vík. Samt væri ekki gert ráð fyrir sérdeild fyrir kvensjúkdóma eða deildum fyrir' taugaskurðlækn- ingar og höfuðslys. Telur Páll brýna þörf á þessum deildum og harmar, að ekki skuli verða ráð fyrir þeim gert, þegar svo mikið er byggt. 4 11. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kosninga- handbók Fjölvíss fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningamar 1966 er komin út. Þar er að finna allar upplýsingar um nokkrar undanfarnar bæj- arstjórnarkosningar og síðustu alþingiskosiúngar. Ennfremur esr rúm til að skrifa niður úrslit komandi kosiiinga. Kosningagetraun er í bókinni. Allir þekkja kosti Fjölvíshandbókanna. Bókin fæst I öllum bóka- og blaðsölustöðum um land allt. | Ath. í kosriingahandbókma hefur slæðst sý villa, að listi Fram- sóknarflokksins í Borgamesi er talinn F-iisti en hann ér B-listí. BÓKAÚTGÁFAN FJÖLVÍS. Happdrætti Framhald af 2. síðu. umboðinu í Keflavík. 100.000 krónur komu á héilmiða númeer 54221. Voru báðir heilmið arnir seldir í umboði Frímanns Frímannssonar, Hafnarhúsinu. 10.000 krónur. 4656 — 5544 — 6039 — 12028 — 15123 — 16712 — 17557 — 18341 — 19841 — 21450 — 23041 — 23361 — 28698 — 28955 — 29959 — 32460 — 32855 — 37759 — 39578 — 41223 — 42226 — 45611 — 45613 — 46577 - 47589 — 52855 — 55209 — 57923. Birt án ábyrgðar. Gúmmískór Strigaskór Vaðstrígvél á alla fjölskylduna. Sendi í póstkröfu. Skóverzlun og skóvinnu stofa Sigurbjöms Þorgeirssonar iVliðbæ við Háleitisbraut 58-60. Simi 33980 Sölubörn Sölubörn Slysavarnardeildarinnar INGÖLFS er í dag, miðvikudaginn 11. maí — Lokadag — Merkin eru afgreidd til sölubama frá kl. 09.00 í dag á eftirtöldum stöðum: Mýrarhúsaskóla Háskólabíói Í.R. húsinu, Túngötu Skátaheimilinu, Snorrabr. Axelsbúð, Barmahlíð Hlíðaskóla, HamrahlíS Biðskýlinu, Háaleiti Langholtsskóla Breiðagerðisskóla Verzl. Straumnes, Nesveg Slysavarnahúsinu, Grandagarði Hafnarbúðum V ör ubílst jóraslöðiuní Þrótti Vogaskóia Réttarholtsskóla Laugalækjarskóla Álftamýrarskóla 10% sölulaun — Söluverðlaun — 10 sölu- hæstu bömin fá að verðlaunum þyrluferð yfir borgina, og auk þess 30 söluhæstu börn- Í7i sjóferð með björgunarskipinu Sæbjörgu. Foreldrar, hvetjið börnin til að selja merki. Hjúkrunarkonur óskast Hjúkrunarkonur vantar að hinum ýmsu deildum Land- spítalans. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Hjúkrunarkonum, er ráða sig að Landspítalantim, er gefinn kostur á barnagæzlu fyrir börn á aldrinum 2- 6 ára Nánari upplýsingar veitir forstöðukona Land- spítalans í síma 24160 og á staðnum. Reykjavík, 9. maí 1966 Skrifstofa ríkisspítalanna.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.