Alþýðublaðið - 25.10.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.10.1966, Blaðsíða 7
Minningarorð: Stefán Ólafur ♦ Björnsson í dag verður kvaddur í Dómkirkj unni í Eeykjavík, Stefán Ó. Björns son tollvörður. Hann andaðist að heimili dóttur sinnar í New York laugardaginn 15. þ.m. Stefán var fæddur í Laufási við Eyjafjörð 12. maí 1904. Var fað ir hans Björn Björnsson prestur þar, frá 1897 — 1923, móðir Stef áns var' Ingibjörg Magnúsdóttir prests að Laufási í 18 ár, áður að Skoirastað og víðar, Jónsson ar að Víðimýri, Jónssonar. Afi Stefáns Bjöm Björnsson á Breiða bólsstöðum á Álftanesi var kvænt ur Oddnýju Hjörleifsdóttur prests að Völlum, Gultormssonar prests að Hofi í Vopnafirði, Þorsteins sonar prests að Krossi í Land eyjum Stefánssonar spítalahald ara á Hörgslandi Björnssonar Af fþessu sést að Stefán var af presta ættum og mætti marga fleiri telja af forfeðrum hans, er gegndu þvi starfi Stefán Biörnsson fór ungur að heiman, árið 1918 fór hann til sjós og var sjómaður frá þeim tíma nema að vetrum er hann var í skóla. Hann tók gagnfræðapróf á Akureyri 1923, farmannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1927, var stýrimaður á varðskip um ríkisins til síðla ársins 1946, er hann igerðist tollvörður í Reykja vík, var þá að honum komið að verða skipherra á minni varðskip unum en hann var orðinn þrevtt ur á sjónum, enda erfitt að vera við strandgæzlu og björgun úr sjáv arháska á litlum skipum. Stefán kvæntist 2. júni 1933, Kristínu Mariu (Kristinsdóttur skó smiðs í Reykjavík, Þorkelssonar og konu hans Maríu GuðríÞar Jónsdóttur frá Brennistöðum í Borgarhreppi) fósturdóttur Jóns Baldvinssonar bankastjóra. Þau eignuðust 3 börn. Stefán var drengur góður. Vildi öllum vel og hvers manns vanda leýsa. Við stai’fsfélagar hans við Tollgæzluna. þökkum honum sam starfið og samvinnuna um leið og við sendum konu hans, dóttur, sonum og- öðrum- aðstandendum innilegustu sámúðarkveðjur. Aðalsteinn Halldórsson Frímerki wamsmmæmmmsmtiisasmmm Minningarfrívierki um George 'Washington, fyrsta forseta Banda- ríkjanna, var gefið út í höfuðborg USA hinn 22. febrúar síðastliðinn. Er það blágrænt að lit og verðgildi þess 5 cent. Þetta merki er úr frímerkjaflokknum „Merkir Ame- ríkumenn,” en sá ílokkur hefur verið að koma út annað slagið síð- astliðin ár. 19. október 1781 var byltingin gegn Englandi til lykta leidd með sigri nýlendumanna og þar með fengu Ameríkumenn fullveldi og ■mmm :: ■ I ■ ■. • ■ - Þekking er tvenns konar: Við höfum sjálf yfir fróðleik aö búa, eöa vitum hvar hann er oð finna Þekking er sú krafa, sem helzt er gerð til nútímamannsins. Og maður með þekkingu er sá maður, sem nútímaþjóðfélagið þarfnast. Ilann er sá maður, sem sótzt er eftir, og honum eru boðin betri lífsskilyrði. Þekking er tvenns konar: Við höfum sjálf yfir fróðleik að búa, eða við vitum, hvar hann er að finna. Sú þekking, sem við höfum sjálf yfir að ráða er einstakiingsbundin og hlýtur að takmarkast við persónu- lega reynslu hvers og eins, nám hans og umhvérfi. Hún getur komið að miklu gagni í daglegu starfi — en umhverfið krefst stöðugt vaxandi menntunár og þekkingar. TIIE AMERICAN PEOPLES ENCYCLOPEDIA er nútíma alfræðisafn, sniðið eftir kröfum 20. aldarinnar — atómaldarinnar — um almenna menntun og þekkingu á viðfangsefnum mannsins. Ilið vandaða bóka- safn þekkingarinnar, sem er liður í gjörnákvæmu þekkingar- «g upplýsingakerfi: nýtt eins og dagurinn í dag og með svör við vandamálum morgundagsins. Ómetanlegt er verk hinna 23 Nóbelsverðlaunahafa, sem lagt hafa fram sinn skerf ásamt 2500 öðrum sér- fræðingum við. uppbyggingu þessa kerfis, eftir að 100.900 kennarar og nemendur víðsvegar um heim höfðu lagt grundvöllinn með þátttöku í skoðanakönnun. Áratuga þrotlaust starf og rannsóknir vísindamanna, þekking og reynsla, sem aldrei verður metin til fjár, háfsjór upplýsinga og fróðleiks um öll helztu við ángsefni mannkynsins — það er TIIE AMERICAN PEOPLES ENCYCLOPEDIA. UMBOÐ FYRIR THE RICHARDS COMPANY INC. TJARNARGÖTU 14 — SÍMI 19-400 — REYKJAVÍK sjálfstæði og þar með stöðu meðal hinna annarra þjóða heimsins. Þessi viðburður olli gerbyltingu á þjóðfélagsskipan þeirra. Erfðir og sérréttindi voru þar lítils virði, en jafnréttið í þeim mun meiri há- vegum haft. Sigurinn var þeim umfram allt áskorun og hvatning til þess að sanna, að þeir væru þess umkomnir að njóta hinnar nýju stöðu Sínnar og koma á fót eigin stjórn. — Nafn eins manns var á ailra vörum sem hins nýja þjóðhöfð- ingjaefnis. Það var nafn George Washington og var hann einróma kosinn forseti. Ilann haíði verið yfirstjórnandi hersveita Banda- ríkjamanna í Erelsisstríðinu. Ó- bilandi kjarkur hans og stilling gerðu hann sjáifkjörinn tii þessa ábyrgðarmikla starfs. í skaphöfn hans sameinaðist ákafi og þolin- mæði, og siðferðilegt þrek hans, líkamleg hreysti og áræði var öll- um til fyrirmyndar. Stjórnsemi lians var viðurkennd og hin heil- Framhald á 14, síðu. 25. október 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.