Alþýðublaðið - 16.11.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.11.1966, Blaðsíða 6
Er verkfallsrétturinn leikfang ameiginlegur dýrgripur? Einn af soldátum Margrétar Auð unsdóttur ritar svo þriðjudaginn 12. þ. m. „Eins og skýrt var frá í blað inu í gær sigraði Starfsstúlknafé lagið Sókn í deilu sinni við Sum argjöf, en deilan snerist um það hvort starfsstúlkur á leikskólum og barnaheimilum skyldu búa vi'ð þau kjör, sem Sókn samdi um í sumar. Meginatriði samninganna eru þau að greiða á 33% vaktaálag á vinnu eftir kl. 5, en þar var um að ræða einn klukkutíma á dag hjá hluta stúlknanna; einnig var samið um að starfsstúlkur sem fara með umsjón á deiid fái 4% álag á kaup sitt.” Svo mörg eru þau orð soldát ans. — En eins og hent hefur marg an soldáta, fyrr og síðar, fer hann hér mjög villur vega. Um það hefur aldrei verið deilt hvort starfsstúikur Sóknar hjá Sum argjöf ættu að búa við þau sömu kjör sem Sókn samdi um við aðra atvinnurekendur í sumar, þau kjör hefur hver einasta Sóknar stúlka haft hjá Sumargjöf síðan nema 33%, enda byrjar starfsdag ur hjá Sumargjöf ekki fyrr en kl. 9 og 44 st. vinnuvika næst ekki á tímanum frá 9—5.. Það var deilt um fjögur ný atriði, sem aldrei hafa verið í samningum milli Sóknar og Sumargjafar en Margrét vildi nú fá þau inn í samr.ingana, þessi atriði voru: 1. Öllum matráðskonum skyldi greitt eftir hámarkstaxta Verka- kvennafélagsins Framsóknar, hvort sem um lítil eða stór heimili væri að ræða. Samningur Verkakvennafélags- ins við atvinnurekendur er allt öðruvísi upp byggður svo hér er mjög misjöfnu saman að jafna. Margrét liyggst hér grjpa það sem Sókn er hagkvæmast úr báðum samningunum og láta það gilda fyr ir Sumargjöf. 2. Stúlkur sem fara með um- sjón á deild skyldu hafa hærra kaup. Um þetta atriði var engin deila, þó það hafi aldrei fyrr ver ið í samningi milli Sóknar og Sumargjafar. 3. 7% álag fyrir hálfsda'gsstúlk- ur, hefur aldrei verið í samningi milli Sóknar og Sumargjafar. Samningsaðilarnir hafa hingað til litið svo á að þetta atriði þjónaði ekki hagsmunum Sóknarstúlkna. Sumargiöf rekur engin nauð til að hafa hálfsdagsstúlkur, ákvæð- ið er því aðeins til að útiloka þær stúlkur, sem vilja og geta unnið hálfan daginn, nema ákvæði hefði fylgt að Sumargjöf væri skyld til að hafa jafn margar hálfsdagsstúlk ur og hún hefur nú, en það á- kvaeði fylgdi ekkj kröfunum. Þó að samr.inganefnd Sumargjaf ar fyndist ákvæðið í hæsta máta bjánalegt var þó fljótlega gengið að því. Vilji verkalýðsforingi vinna á mótj hagsmunum umbjóðenda sinna, nú þá hann um það. 4. Þá er það að lokum 33% á- lagið milli 17—18. Þarna stóð loks hnífurinn í kúnni, og hér er það fyrst sem Margrét bregður á leik Henni var bent á að fjölda marg ar stéttir hefðu fastan vinnutima frá kl. 9—18 án álags en allt kom fyrir ekki. Hennj var líka marg bent á að ef til vill yrði vinnu tíminn færður frá 9—18 í 8 — 17 en hún svaraði jafnan: Það er ykkar mál. Þið ráðið að sjálfsögðu ykkar vinnutíma og þó henni væri marg bent á hættuna, sem hún væri að leiða stúlkurn ar út í með verkfalli út af þessu, barði hún jafnan höfðinu við steininn. Margrét virðist, sem sé orðin svo föst í vaktavinnufyrir komulagi spítalanna að hún hefur ekki hugmynd um hvar hún stend ur utan þeirra stofnana. Þáttur Margrétar í þessari deilu er sannarlega umhugsunarefni fyr ir Sóknarstúlkurnar á komandi dögum. Það er búið að vera til umræðu hjá Sumargjöf í lengri tíma að breyta starfstíma á barnaheimilun um. Á síðastliðnu sumri skrifuðu allar leikskólaforstöðukonur hjá Sumargjöf félaginu bráf um málið. Fyrst soldát Margrétar ér svo óvarkár að nefna tölu í sambandi við þessa deilu — litla tölu, sem lætur lítið yfir sér aðeins kr. 15,13 á tímann, við getum látið liggja milli hluta að hverju þessi litla tala getur orðið. Ætla ég í staðinn að nefna aðra tölu, sem að vísu er ekki mjög stór á þeim tímum, sem spurt er. Ilvað er milljón? Talan er 150 þús., en það er sá herkostnaður, sem Margrét lætur fátækar Sóknarstúlkur greiða þeim sjálfum til hagsbóta, að sjálfsögðu. En virðist frá sjónarhóli leikmanns ins aðéins vera greiddur til að svala metnaðarþrá M.A. Tilgangur Margrétar með verk- fallinu virðist sá einn, að geta sagt við aðra verkalýðsleiðtoga „Komið til mín og lærið af mér. Svona á að taka helvítis atvinnu rekendurna.” Vonandi til góðs fyrir verkalýðs samtökin, snerust vopnin í höndum Margrétar og hún stendur strípuð éftir. Þetta frumhlaup Margrétar er gott dæmi þess, hvernig ekki á að heyja verkalýðsbaráttu. En hörmulegast af öllu fyrir verkalýðsstéttina, er þó það að sumir sem Margrét þóttist vera að slást fyrir sitja uppi með lægra kaup, heldur en þegar deilan hófst. Hér á ég við hálfsdagsstúlkurnar Þeim 150 þúsundum, sem Mar- grét hrifsar úr vösum Sóknar- stúlkna til að leika sér að, er því alveg á glæ kastað og meira en það, því eins og áður er sagt, stúlk urnar sitja eftir með verri kjör en boðin voru fyrir verkfallið. Það er því næsta kaldranaleg kveðja þegar soldát Margrétar talar um sigur í þessari deilu. Annars hélt ég nú satt að segja ar soldátar Margrétar fylgdust með vel með, að þeir þekktu þá _al kunnu staðreynd að í verkfalli silgrar enginn, þar tapa allir. Hjá Sumargjöf hefur jafnan ríkt eindrægni og samheldni á vinnustöðum. Lærðar og ólærðar hafa uniíið í eindrægni hlið við hlið og ekki dottið í hug að ein va:ri annarri meiri. Allt í einu brýst M.A. fram á sjónarsviðið með slagorðið — Ann ars flokks vinnuafl. — Ég vona að á barnaheimilum Framhald á 14, síðu -Spilðkvöld í Kópavogi - Al'þýðuflokksfél'ag Kópavogs íheldur spila- kvöld fimmtudaginn 17. nóv. kl. 8.30 sd. að Auðbrekku 50. DAGSKRÁ: ★ Félagsvist. ★ Rímnastemmur. Kjartan Hjálmarsson. ★ Kvikmyndasýning. ★ Kaffidrykkja. ★ ? ? ? Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. SKEMMTINEFNDIN. Greinargerð frá stjórn Sumarg Að gefnu tilefni vill stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar taka fram eftirfarandi. Svo sem komið hefur greini- lega fram áður í útvarpi og dag blöðum lauk vinnudeilu Sóknar og Sumargjafar sl. föstudagsmorg unn eftir að sáttafundur með sáttasemjara ríkisins hafði fjallað um deiluna. Sættir urðu á þann veg. að Sumargjöf gekk að eða kom til móts við allar kröfur Sóknar og myndu margir álíta, að betur yrði vart gert. Engar af beim kröfum, sem nú voru settar fram, hafa verið í samningum bessara aðila og því engan veg- inn sjálfsagt, að þeim yrði geng- ið. Á samningafundum með Sókn kom fljótt í Ijós að 33% álagskrafan mjlli kl 17 og 18 var sett á odd inn. Um alllangt skeið hefur st.iórn Sumargjafar rætt um breyttan starfsdag á barnaheimil- um félagsins, og á sl. vori barst félaginu bréf frá forstöðukonum allra leikskólanna um það efni. Jafnframt skipaði stjórnin nefnd, er kanna skyldi þetta mál nánar, og var það álit hennar, að stytta bæri starfsdag síðdegisdeilda. Þeg ar það kom í ljós, að krafa þessi mundi nema u. þ. ^b 400 þúsund króna hækkun á vinnulaunum til Sóknarstúlkna á ári, en lærðar fóstrur fengju ekkert í sinn hlut, hikaði stjórn Sumargjafar ekki við að gera umrædda b'-eytingu á starfstíma barnaheimilanna. Vinnutími Sóknarstúlkna verður því framvegis frá kl. 8-17 en fóstra frá kl. 8.30-17.30. Beiknað er því með, að aðallokunartími sé kl. 17. en vaktir verði Ipngur til að sinna þeim börnum, sem foreldrar geta ekki nálgast fyrir þann tíma. Framangreindur vinnutími Sókn arstúlkna er innan þess ramma, er þær fóru fram á í kröfum sín um, enda sagði formaður Sóknar bæði- á samningafundum og í blaðaviðtali, að það væri mál Sumargjafar á hvaða tíma dagsins væri unnið. Það er því með öllu ljóst, hvað veldur reiði þeirri um breyttan starfstíma, sem fram kemur í blaðaviðtölum for- manns Sóknar nú undanfarið. Til þess að forðast allan mis- skilning slcal það tekið fram. að fóstrur ganga fyrir um öll störf á barnaheimilum er varða bama gæzlu á einn eða annan veg og á hvaða tíma dagsins sem er. Um þjónustuhlutverk Sumar- gjafar skal þetta sagt: Sumargjöf mun eftir sem áður kapnkosta að veita góða og trausta þjónustu á dagheimilum og leikskólum fé- lagsins og við teljum, að þjón- ustan við borgarbúa verði ekki lakari með þessari breytingu. Það ber að hafa í (huga, að morgun- tíminn frá kl. 8 kemur mörgum að góðum notum og er að því vissulega aukin þjónusta án þess þó að dvalartími barna lengist of mikið. Aðalástæðan fyrir ójk'im for- stöðukvenna um styttan dvalrtíma eftir hádegi, er umhyggjan fyrir velferð barnanna sjálfra, en sam- kvæmt áliti sérfróðra manna og reynslu starfsfólks um ára bil, er talið mjög hæpið að hafa börn lengur en 3-4 tíma daglega á leikskólum og alls ekki lengur en j 8-9 tíma daglega á dagheimilum. En þrátt fyrir það munu starfs- stúlkur verða á vakt eftir kl. 17, þar sem nauðsynlegt er, en vonast er til, að foreldra hlífi börnum sínum við lengri dvnl að þarflausu. 6 16. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.