Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 23

Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 23
maður hjá útgerðarfélaginu að skrifa nafn sitt og stöðu hjá fyrirtækinu á sama seðil. Ákveðið ársgjald þarf að borga og er það nú 100 kr. á hvern skipverja. Það borga sjó- mennirnir sjálfir. Eins og áður segir geta verið frá einum og upp í þrjá kassa um borð í skipunum. Með hverjum kassa fylgir listi yfir allar bækumar í kassanum. Á hann er sett nafn höfundar og heiti bókanna. Ef bók týnist eða skemmist um borð, greiðir skipa- útgerðin bókina. Ákveðið verð á að greiða fyrir bækurnar, en oftast er siegið af verð- inu. Til eru dæmi þess að skipshundurinn hafi komist í bækurnar og rifið þær og tætt. Meðal þeirra sem nota þessa þjónustu Borgarbókasafnsins er Landhelgisgæslan. Ætlunin er að sameina skipalánin og heimsendingarþjónustuna fyrir fatlaða þeg- ar flutt verður í nýtt aðalsafn. Auk Borgarbókasafns Reykjavíkur, sem lánar ekki aðeins skipum frá Reykjavík heldur einnig skipum utan af landi, veita einnig söfnin á Akureyri, Siglufirði, Nes- kaupstað og í Hafnarfirði þessa þjónustu. Tilvitnanir 1) Encyclopedia of library and information science. Volume 17. Bls. 453. N.Y., 1976. 2) Hampshire, A.C. Seagoing libraries. Libr. Rev. Winter ’73/’74. Bls. 155. 3) Encyclopedia of library and information science. Volume 7. Bls. 455. Heimildarlisti Alþýðublaðið 26. sept. 1931. Armstrong, C. Shipboard lib- raries: a drop in the ocean? Asst. Libn. 69:126—30. Jl.— Ag. ’76. Encyclopedia of library and in- formation science. Voiume 17. bls. 449—463. Hampshire, A.C. Seagoing lib- raries. Libr. Rev. 25:153—5. Winter ’73/’74. Möhlenbrock, S. Biblioteksad- ministration. Teori och prak- tik. Lundi 1970. Rose, G. Library service for seafarers. Libr. Assn. Rec. 77:134-5. Je.’75. Rökkur. 7. ár. 2. hefti. Rv. 1930. Skallerup, H.R. Books afloat and ashore, a history of books, libraries and reading among seamen during the age of sail. Hamden, Anchor, 1974. 277 P- Video service at sea. Am. Lib. 5:354. Jl. ’74. Viðtal við Kolbrúnu Hauks- dóttur bókavörð hjá Borgar- bókasafninu þann 9/12 1977. EINAR G. PÉTURSSON: Safnamál Síðastliðið haust barst mér í hendur 1. árgangur af nýju ársriti. Slíkt er nú reyndar engin stórtíðindi, en heiti ritsins og efnissvið er fremur óvanalegt. Ritið ber heitið Safna- mál og er gefið út af Héraðsskjalasafni og Héraðsbókasafni Skagfirðinga á Sauðár- króki. Ætla hefði mátt, að öflugar stofnanir eða félög í Reykjavík gæfu út rit með þessu nafni, en af tímaritum, sem fjalla um mál- efni bókasafna að mestu leyti, þekki ég að- eins Árbók Landsbókasafns og Bókasafnið. Þjóðskjalasafn Islands stendur ekki að neinni skýrslu eða tímariti á íslensku. Þetta framtak Skagfirðinga er svo merki- legt, að hæfir að kynna Safnamál bóka- vörðum og öðrum, sem sjá Bókasafnið. í upphafi sést, að megintilgangur ritsins er að kynna Vísnakeppni Menningarsjóðs Magnúsar Bjarnasonar kennara, en ekki verður hér fjallað um hana. Af öðru efni er grein Sigurjóns Björnssonar um séra Helga Konráðsson, sem virðist hafa verið forystu- maður í menningarmálum héraðsins. Einn- Framhald á bls. 40 23

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.