Bókasafnið


Bókasafnið - 01.10.1982, Blaðsíða 17

Bókasafnið - 01.10.1982, Blaðsíða 17
starfsmaður sér um safnið og er það mjög mikið notað. Sumir fangar, svo- nefndir fangelsislögmenn, taka einnig að sér heimildaleitir og athuganir fyrir aðra fanga, einkum þá, sem eru ólæsir, og þiggja þá greiðslu fyrir aðstoð sína. Þessir menn verða oft mjög lögfróðir. Samkvæmt bandarískum lögum er hverri hegningarstofnun skylt að veita föngum aðgang að laga- og dómaritum. í þessu safni var sérstök spjaldskrá yfir mál og dóma. Við spurðum bókavörðinn, hvort skipulögð biblioþerapía færi frani í safninu. (Bibliotherapy — endurhæfing með aðstoð bóka). Hún sagði það ekki vera. Fangarnir hefðu flestir mjög lítið úthald við að hlusta. Ljóð, sem oft eru notuð í slíkum dagskrám, næðu ekki athygli þeirra, mjög margir fengjust sjálfir við að yrkja og vildu þá allir koma sínum eigin ljóðum að fremur en hlusta á skáldskap annarra. Hins vegar væri mörgum af þessum Ijóðum og öðru yrkisefni fangana komið á framfæri í blöð, bæði í útgáfur fangelsisprent- smiðjunnar og annarra. Kvikmyndir væru heppilegri en ljóð, en helst ekki lengri en 20 mínútna myndir. Einnig væru sérprentanir á greinum úr Read- ers’ Digest (Úrval) mikið notaðar. Það var augljóst, að bókavörðurinn hafði lifándi áhuga á starfi sínu og naut vinsælda meðal starfsliðs fangelsisins og fanganna sjálfra. Það var eftirtektarvert, hve mikla mannvirðingu en sem festu, hún sýndi föngunum. Sér til aðstoðar hafði hún bókavörð í hlutastarfi, er sá um lagabókasafnið og vaktir þar, og einn fanga, sem áður er nefndur. Sá hafði verið dæmdur fyrir um fimmtíu rán og tilraun til nauðgunar. Fyrri bókavörður hafði verið rekinn úr starfi vegna tilrauna til að smygla marijúana inn í fangelsið. Meðal þeirrar starfsemi sem rekin er á vegum og í tengslum við safnið eru heimsóknir ýmissa sérfræðinga, nám- skeið og fyrirlestrar. Þár má nefna list- sýningar og kennslu í myndlist og handíðum, tónleika, rithöfundakynn- ingar, leikrit, lyftinganámskeið, bóka- markað og dýrasýningar. Lifandi dýr eru oft höfð í safninu, og á meðan heimsókn okkar stóð, gekk skrautlegur og málóður páfagaukur manna á mill- um. Bingó er spilað á hverjum útborgun- ardegi til þess að draga úr spennu, sem margir fanganna komast í, þegar þeir eiga von á peningum. Ýmsir skulda öðrum þessa upphæð þá, aðrir vilja rjúka af stað ogeyða peningunum strax í sígarettur, áfengi eða jafnvel eiturlyf, sem alls staðar virðast ná til þeirra, sem sækjast eftir þeim, þrátt fyrir strangt eftirlit. að utan Eftirvæntingin, sem bingó-spilinu fylgir, þótt ekki væru verðlaunin önnur og stærri en bækur, veitir föngunum verulega útrás og virðist draga úr spennu og erfiðleikum. I bókasafninu er jafnan fangavörður, en hann ber ekki skotvopn fremur en annað starfslið. Um hádegið urðu vaktaskipti og inn kom vígalegur kven- vörður. Sýndist mér sumir fangar taka á sig langan krók til þess að verða ekki á vegi hennar. í þessu fylki eru fleiri fangar í fang- elsum miðað við íbúatölu fylkisins en nokkru öðru svæði í Bandaríkjunum, og stafar það af því, að hegningarlög eru þama strangari en víðast annars staðar. Mikill meiri hluti þeirra fanga sem við sáum voru ungir menn, um eða innan við þrítugt, og flestir þeldökkir. Margir eiga við geðflækjur að stríða, og veldur það miklum erfiðleikum, að sálfræðileg þjónusta er í lágmarki, aðeins einn sál- fræðingur starfar nú við Kirkland. Yfir hádegisverði fengum við gott tækifæri til að ræða við fangelsisbóka- verðina. Miklar breytingar hafa orðið í skipulagningu fangelsismála víða um heim á stuttum tíma, og í Bandaríkjun- um þykja Flórída og Kalifornía hafa þróað þessi mál lengra en nokkur önnur fylki. Það kom fram í máli bókavarðanna, að ólæsi og treglæsi meðal fanganna er mjög algengt. Mjög lítið er gefið út af bókum fyrir fullorðið fólk, sem þarf hvatningar og uppörvunar við til þess að fást til að lesa, reynt er að nota ungl- ingabækur, en af þeim eru takmörkuð not. Lengi vel voru yfirvöld mjög mót- fallin því að kaupa inn myndbækur, en nú er það gert, og má oft nota til að leiða menn til meiri lesturs. Nokkur útgáfu- fyrirtæki gefa út rit fyrir þeldökkt fólk, og sögðust bókaverðirnir fylgjast vel með þeirri útgáfu og kaupa hana. Bókaverðirnir sögðu, að það erfiðasta við að starfa í fangelsi væri að horfa upp á menn koma aftur og aftur til að af- plána nýja glæpi, sjá þá koma aftur í hópinn hrópandi og fagnandi eins og þeir væru að fara í sumarfrí á baðströnd. Lífið væri mörgum þeirra bærilegra innan veggja en utan og hvorki uppeldi né umhverfi veitti þeim þann stuðning og hvatningu, sem þeir þyrftu til að vilja lifa lífinu öðruvísi. Engar myndir fylgja þessari grein minni, þar sem allar myndatökur voru bannaðar. í huga mínum eru þó skýrar myndir frá þessari heimsókn og þeim heimi, sem er okkur flestum ókunnur og við hugsum alltof lítið um. Ég held að ekkert okkar ferðalanganna hafi komið úr þessari fjögurra tíma fangelsisvist al- veg sama fólkið og fór inn. 17

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.