Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 17

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 17
Ásgerður Kjartansdóttir bókasafnsfræðingur, Háskóla íslands „Sameinaðir stöndum vér... — um samvinnu bókasafna s hætt er að segja að aukið rnagn upplýsinga í heirn- inum kalli á samvinnu bókasafna. Upplýsinga- flóðið ásamt auknar kröfur safnnotenda gefa til kynna að samvinna sé eina raunhæfa leiðin fyrir bókasöfn til að lifa þessar breytingar af. Sem dæmi uin upplýsingaflóðið má nefna að á seinni hiuta 17. aldar voru gefin út um það bil 10 vísindatímarit en í dag er fjöldi þeirra urn 100.000 (Res- ource: 1974). Augljóst er að ekkert eitt bókasafn getur keypt öll þau rit sem notendur þess þurfa á að halda og því er nauðsynlegt að bókasöfn vinni saman til að þau geti orðið þær upplýsingamiðstöðvar sem til er ætlast. En samvinna hefur í för með sér kostnað sem bókasöfnin verða að gera sér grein fyrir. Markmið samvinnu er það sama og markmið bóka- safnsþjónustu en það er að veita sem besta þjónustu fyrir það fjármagn sem til er. Með samvinnu nýtist safnkostur- inn betur, auk þess sem aðgangur að upplýsingum verður auðveldari. Ymsir þættir hafa auðveldað samvinnu bóka- safna og má þá helst nefna tilkomu MARC sniðs og ýmissa staðla, eins og t.d. skráningarreglna (Anglo-Am- erican Cataloguing Rules) og staðla um bókfræðilega lýs- ingu safngagna (International Standard Bibliographic Description). Einnig hefur þróun upplýsingatækni haft hér rnikil áhrif. lslensk bókasöfn hafa ekki mótað heildarstefnu um samvinnu og fá ákvæði eru um samvinnu bókasafna í íslenskri bókasafnalöggjöf. I lögum um almenningsbóka- söfn er eingöngu getið um hlutverk bæjar- og héraðs- bókasafna gagnvart öðrum almenningsbókasöfnum í urn- dæminu, auk heimildar til stofnunar samsteypusafna. I lögum um Landsbókasafn segir að safnið skuli hafa sam- vinnu við önnur bókasöfn og sérfræðibókasöfn í eigu ríkisstofnana og annarra félaga um bókainnkaup og bóka- lán. I lögunum segir að nánari ákvæði um samvinnu skuli sett í reglugerð en sú reglugerð hefur ekki enn litið dagsins Ijós. Þrátt fyrir skort á heildarstefnu hafa ýmis bókasöfn haft með sér góða samvinnu, eins og t.d. læknisfræðibókasöfn. Þessi samvinna hefur fyrst og fremst verið háð vilja og áhuga starfsfólks safnanna. Hér starfa einnig bókavarða- félög og þjónustumiðstöðvar. Árið 1979 skipaði þáver- andi menntamálaráðherra Samstarfsnefnd urn upplýs- ingamál til að fjalla unt almenna stefnumótun upplýsinga í þágu vísinda- og menntastofnana. Starfstíma nefndarinn- ar lauk í maí 1990 er nefndin lagði skýrslu sína fyrir menntamálaráðherra. Nefndin hefur m.a. stuðlað að stofnun sex vinnuhópa rannsóknarbókasafna á sviði heil- brigðismála, náttúrufræði, tækni, laga og stjórnsýslu, hugvísinda og einn hóp sem samanstendur af bókavörð- um frá sérskólum. Bókasöfn á sviði heilbrigðismála höfðu rnótað með sér samstarf áður en Samstarfsnefndin stóð að stofnun þessara vinnuhópa. Þarna geta bókaverðir unnið saman að lausn á ýmsum sameiginlegum vandamálum. Starf hópanna er þó mismikið, það er einna mest í hópun- um á sviði heilbrigðismála og tækni. Auk hópanna á veg- um Samstarfsnefndar starfar einnig ötullega hópur bóka- varða í framhaldsskólum en sá hópur var stofnaður af áhugasömum einstaklingum á suð-vestur horni landsins. I grein þessari er ætlunin að fjalla urn þá tegund sam- vinnu sem er hvað brýnust fyrir okkur Islendinga en það er rekstur þjónustuntiðstöðva og geymslusafna, upp- bygging safnkosts, millisafnalán og samskrár. Hvers vegna samvinnu? Megintilgangur samvinnu er að reyna að nýta sem best það fjármagn sem söfnin hafa yfir að ráða, svo og að nýta safnkost, mannafla og reynslu sem áunnist hefur. Allt þetta er gert til þess að söfnin geti veitt sem besta þjónustu til notenda sem sífellt gera meiri kröfur. Reynsla erlendra bókasafna sýnir að ekkert samvinnuform heppnast vel nerna að hver þátttakandi sjái einhverja kosti sér í hag; það sem fæst með samvinnunni verður að vega meira en því sem fórnað er (Resource: 1974). Bókasöfn þurfa að vinna saman á sem flestum sviðum en mega þó ekki missa sjónar á þörfum notendanna. Þarfir notendanna eiga að vera leiðarljósið því söfnin eru jú til vegna þeirra. Samvinna samvinnunnar vegna gerir engum gott. Hvers konar samvinna? Á undanförnum áratugum hefur samvinna bókasafna aukist mjög og hefur hún tekið á sig margar myndir. Almenningsbókasöfn og skólasöfn hafa reynt ýmis konar samvinnu (samanber greinar hér í blaðinu) og bókasöfn hafa unnið sarnan að tölvuvæðingu. Sú tegund samvinnu sem fjallað verður um hér á eftir er það sem að mati höfundar er hvað brýnast að íslenskir bókaverðir hugi að í náinni framtíð. pjón ustumiðstöðvar Á Norðurlöndum hefur þróast rnjög víðtæk þjónusta fyrir bókasöfn á vegum einnar stofnunar í hverju landi. Að þessurn stofnunum standa yfirleitt bókasafnasamtök þessara landa ásamt ríki og sveitarfélögum. Af þjónustu- miðstöðvunum geta bókasöfn keypt bækur sem eru til- búnar í útlán, Miðstöðvarnar framleiða og gefa út ýmis konar kynningarefni eins og t.d. bæklinga, veggspjöld og bókamerki og gefa út rit um bókasafnsfræði og bóka- safnamál. Einnig framleiða og/eða selja þær innréttingar og bókasafnabúnað og veita jafnframt ráðgjöf í tengslum við hönnun og skipulag. I Bretlandi og Bandaríkjunum annast ýmis einkafyrirtæki sams konar þjónustu, aðallega innkaup á bókum, bókband, framleiðslu og sölu á tækjurn og búnaði og útgáfustarfsemi. Hér á landi starfa tvær þjónustumiðstöðvar, Þjónustu- miðstöð bókasafna og Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur. BÓKASAFNIÐ 17

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.