Alþýðublaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 14.01.1967, Blaðsíða 11
Kolbeinn Pálsson kjörinn íbróttamaður ársins 1966 KOLBEINN PÁLSSON, körjuknattleiksmaSur úr Kh vur kjörinn íþróttaniaður ársins 1966 í kosningu Samtaka íþróttafréttamanna, en þetta er í 11. sinn, sem kosningin fer fram. Siguröur Sigurðs- son^formaður í Samtökum iþróttafréttamanna afhenti Kolbeini hinn veglega bikar, sem um er keppt, í hófi að Hótel Söau í gær. íþróttamaður ársins 1966: 5. Geir Hallsteinssofi, KR 26 Stig 6. Gunnl. Hjálmarsson, Fram 20 1. Kolbeinn Pálsson, KR 63 ; 7.-8. Hermann Gunnarss., Val 19 2. Sigurður Dagsson, Val 45 j 7.-8. Jón Þ. Ólafss., ÍR 19 3. Guðmundur Gíslason, ÍR 32 i 9. Árdís Þórðardóttir Sigluf. 18 4. Ólafur Guðmundsson, KR 30 Geir H. Ilallsteinns, einn bezti lcikmaður FH 10. Lilja Sigurðardóttir, HSÞ 12 11. Kjartan Guðjónsson, ÍR 9 12. Hrafnhildur Guðm.d., ÍR 8 13. Kristinn Benediktsson, ÍBÁ 7 14. -15. Ármann J. Láruss., UBK 6 14.-15. Ingólfur Óskarss., Fr. 6 16.-17. Davíð Valgarðss., ÍBK 5 16.-17. Jón Árnason, ÍBK 5 18. Valbjörn Þorláksson, KR 4 19. -20. Árni Njálsson, Val 1 19.-29. Magnús Guðm.ss., ÍBA 1 Kolbeinn Pálsson átti frábæra leiki á sl. ári. Hann er einn 'af íslandsmeisturum KR, í landsleikj um körfuknattleiksmanna var Kolbeinn fyrirliði liðsins og stóð með miklum ágætu’m. Hann skor- aði t.d. sigurstigin í leiknum við Dani á Norðurlandamótinu í Kaupmannahöfn og var langbezti maður- liðsins. íslendingar hlutu bronzverðlaunin á því móti og sigruðu Dani og Norðmenn. Einn- ig sigruðu íslendingar Skota tví- vegis. Þá átti Kolbeinn mjög góða leiki í keppninni við ítölsku Evr- ópumeistarana Simmenthal. í samtali við Íþróttasíðuna sagð ist Kolbeinn hafa byrjað í knatt- spyrnu 7 ára gamall og þá í Fram. Þegar hann fluttist í Vesturbæ- inn gekk hann í KR og hóf að æfa handknattleik og körfuknatt- leik, en síðarnefnda greinin varð hans aðalgrein og leikni hans hef ur sífellt aukizt í íþróttinni. Hann er þó frekar lágvaxinn af körfu- knattleiksmanni að vera, en bæt- ir það upp með miklum hraða og baráttuvilja. Íþróttasíðan óskar Kolbeini til hamingju með sigur- inn. Kolbeinn er Reykvíkingur, fæddur 26. nóveniber 1945. Annar varð Sigurður Dagsson Val, en hann stóð með miklum ágætum í íslandsmótinu í knatt- spyrnu og ýmsir héldu því fram, að hann hefði unnið mótið fyrir Val, en hann sýndi frábæra leikni á örlagastund. Sigurður er einnig ágætur handknattleiksmaður. Guðmundur Gíslason, ÍR varð þriðji, en hann stóð sig bezt sund manna á ári, sigraði í tveim grein um, þeim einu í landskeppninni við Dani og setti auk þess nokk- ur íslandsmet. Ólafur Guðmundsson, KR hlaut fjórða sæti, en hann setti m.a. Norðurlandamet í tugþraut og vann auk þess ýms fleiri góð afrek. Þá varð Geir Hallsteinsson, FH einn okkar bezti handknattleiks- maður fimmti, en félag hans, FH varð íslandsmeistari í handknatt- leik, eins og kunnugt er. Áður en Sigurður Sigurðsson lýsti úrslitum samkeppninnar minntist hann Benedikts G Waage, fyrrverandi heiðursforseta ÍSÍ, en hann lézt á sl. ári. Benedikt Framhald á 14. síðu. ÍÞRÓTT AMAÐUR ÁRSINS Iíolbeinn Pálsson, KR íþróttamaður ársins 1966 með hinn fagta farandsgrip Samtaka íþróttamanna. FJÓRIR LEIKIR í 2. DEILD OG FH-FRAM LEIKA Á SUNNUD. Sovétríkin sigruðu A-Þýzkaland 22:17 Danir og Svíar komast í úrslit, en Norðmenn töpuðu fyrir Ungverjum Um helgina verður mikið um | að vera hjá handknattleiksmönn- um, á laugardag og sunnudag verða háðir fjórir leikir í 2. deild karla, á sunnudag tveir leikir í 1. deild kvenna og á mánudagskvöld tveir leikir í 1. deild karla, allt leikir sem ógerlegt er að spá nokkru um úrslit í fyrirfram. Á laugardag leika Akureýri og KR og Keflavík og ÍR. Leikirnir hefjast kl. 20,15. Á sunnudag kl. 14 leika Akureyri og Þróttur og síðan KR og ÍR. Strax á: eftir leika Víkingur og Valur og FH og Fram í 1. deild kvenna, en að lokum leika FH og Akranes í 2. flokki karla. Loks leika Valur og Haukar og FH og Fram í 1. deild karla á leikir ,sem allir hafa beðið eftir, sérstaklega verður skemmtilegt að sjá leik FH og Fram, en þessi lið hafa einokað íslandsmeistara- titilinn í handknattleik undanfar- in ár. Allir leikirnir fara fram í í- þróttahöllinni í Laugardal. Heimsmeistarakeppnin í hand- knattleik hélt áfram í Svíþjóð í gær og ýmsir leikir voru mjög spennandi. í a-riðli hafa Svíþjóð og Júgó- slavía tryggt sér rétt til að leika í átta liða úrslitum, en í gær sigr- aði Svíþjóð Sviss með 19:16 (10:8) og Júgóslavía vann Pólland 22:17 (14:8). Leikur Svía og Svisslend- inga var mun jafnari en búizt var við, en sigur Svía var þó verðskuldaður. Það er einnig öruggt, að Vest- ur-Þýzkaland og Ungverjaland skipa tvö efstu sætin í b-riðli, en Noregur og Japan falla úr. Vestur-Þjóðverjar sigruðu Japan 38:27 (17:12) og Ungverjaland Noreg 15:11 (7:7) í geysispenn- andi leik, þar sem Ungverjar voru þó sterkari aðilinn í síðari hálf- leik. Keppnin í c-riðli er geysihörð milli Rúmena, Rússa og Austur- Þjóðverja. í gær sigruðu Sovét- ríkin Austur-Þýzkaland með 22'-17 (12:8) og Rúmenar Kanada 27:3 9:1). Þar sem markahlutfall ræð- ur um þátttökurétt í átta liða úr- slitum er ógerlegt að segja til um það, hvert af þrem áðurnefndum liðurn fellur úr, en sennilega eru Sovétríkin nokkuð örugg um að komast áfram, baráttan stendur milli Rúmena og Austur-Þjóðverja. Danir sigruðu Frakka í geysi- spennandi leik um annað sæti í d-riðli með 9:8 (2:3). Eru Danir þar með komnir í úrslit. Tékkar sigruðu Túnis með 23:10 (13:4). LAUGARDALSHÖLL II. DEILD KARLA Handknattleikur í kvöld kl. 20.15 ÍBA—KR ÍBK—ÍR HSÍ HKRR 14. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ JIJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.