Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 13

Dagur - 25.11.1997, Blaðsíða 13
 ÞRIÐJUDAGUR 2 S .NÓVEMBER 1997 - 13 ÍÞRÓTTIR Krístíim frábær í síðari ferðinni Ólafsfirðingiiriiiii Kristinn Bjömsson skaust upp á stjömuhiuiininn með eftiraiinnilegum hætti á laugardaginn, þegar hann tryggði sér annað sætið á fyrsta heimshikarmóti vetrarins í svigi, með frábærri frammistöðu í síðari ferð sinni. Nafn Ivristins var ekki þekkt í skíðaheiminum fyrir mótið á laugardag og þegar þulurinn í Park City í Utahfyíki í Bandaríkj- unum kynnti Olafsfirðinginn, sagði hann Kristin vera frá Isra- el. Kristinn var sá 49. í rásröð- inni og náði 17. besta tímanum úr þeirri ferð, þrátt fyrir grafna braut sem orðin var erfið yfir- ferðar. Síðari ferð Kristins á Iík- lega seint eftir að líða honum úr minni, hann skíðaði greitt en hélt góðu jafnvægi allan tímann og kom í mark með langbesta tímann í ferðinni. Síðari ferð Kristins var frábær og erlendar fréttastofur fullyrtu reyndar eftir mótið að síðari ferð þessa óþekkta Islendings hefði verið nálægt fullkomnun, Kristinn dansaði að því virtist áreynslu- laust framhjá hverju hliðinu af öðru á hinni bröttu Klementínu- braut í Park City sem margir af sterkustu skíðamönnum heims þurftu að lúta í lægra haldi fyrir. Meðal þeirra var besti svigmaður heims, samkvæmt alþjóða styrleikalistanum, Thomas Sykora frá Austurfíki, sem var nteð besta tímann eftir fyrri ferð- ina, en hlekktist á þegar hann var hálfnaður með brautina. ítal- ska skíðaundrið Alberto Tomba komst ekki svo langt, hann bar fyrir sig meiðslum í baki og dró sig úr keppninni í lyrri ferðinni. Óvænt hjá Stangassinger Kristinn hafði rúmlega sekúndu forskot á aðra keppendur þegar hann kom í markið, en þá áttu sextán bestu skíðamennirnir, eft- ir fyrri ferðina, eftir að renna sér niður. Aðeins einn náði betri samanlögðum tíma, en það var Ólympíumeistarinn Thomas Stangassinger frá Austurríki, sem mældist með I/IO úr sek- úndu betri tíma en Kristinn. Stangassinger vann sinn sjötta sigur á heimsbikarmóti í svigi og eflaust þann allra óvæntasta, þar sem hann var aðeins með 8. besta tímann eftir fyrri l’erðina. „Eg bjóst ekki við sigri. Eg átti f vandræðum með skíðin og náði ekki að finna taktinn," sagði Austurríkismaðurinn sem skipti um skíði á milli ferða. Finn Christian Jagge frá Noregi hafn- aði í þriðja sætinu og Kjetill Andre Aamodt frá Noregi, sem var í 2. sæti eftir fyrri ferðina, varð fjórði. Fékk mikla athygli Arangur Kristins vakti mun meiri athygli í erlendum Ijölmiðlum, heldur en sigur Stangassinger. Astæðan er fyrst og fremst sú að það er fáheyrt að skíðamenn sem eru aftarlega í rásröðinni nái að blanda sér í baráttu þeirra bestu. Greint var frá árangri Kristins og myndir birtar af honum í fjöl- mörgum blöðum, meðal annars í Austurríki og í Noregi þar sem Kristinn er nú búsettur. Síðari ferð Kristins var hrein snilld og ljóst er að þessi 25 ára gamli Ölafsfirðingur er orðið þekkt nafn í hinum alþjóðlega skíða- heimi. Hvort hann nær að halda vel á spöðunum í næstu mótum á eftir að koma í ljós, en eitt er víst, byrjunin á keppnistímabil- inu lofar góðu. -FE Kristinn Björnsson varö annar á fyrsta heimsbikarmóti vetrarins i svigi. Úrslit á svig- mótinu Fyrsta heimsbikarmót vetrarins í alpagreinum fór fram í Park City í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Úrslit urðu þessi í svig- keppninni, þar sem Kristinn Björnsson náði besta árangri sem Islendingur hefur náð til þessa í alpagreinum. Fyrri ferð: 1. T. Sykora (Austurr.) 48,72 2. K.A. Aamodt (Noregi) +0,14 3. S. Voglreiter (Austurr.) + 0,1 5 17. KRISTINN BJÖRNSSON (ÍSL) + 1,60 Síðari ferð: 1. KRISTINN BJÖRNSSON (ÍSL) 49,13 2. T. Stangassinger (Austurr.) + 0,59 3. T. Grandi (Kanada) + 0,64 Samanlagt 1. T. Stangassinger (Austurr.) 1:39,21 2. KRISTINN BJÖRNSSON (ÍSL) +0,10 3. F. Chr. Jagge (Noregi) + 0,13 Thomas Stangassinger hefur jafnframt tekið forystuna í stiga- keppni heimsbikarsins. Hann fékk 100 stig fyrir sigurinn, Kristinn fékk 80 stig, F inn Christian Jagge 60, KjetillAndré Aamodt fékk 50 stig og aðrir minna. Framtíð Birgis Leifs ræðst í dag Birgir Leifur Hafþórsson er í 78.-87. sæti á 219 höggum á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í golfi, sem nú stendur yfir á Spáni. Birgir Leifur hefur leikið hringina þrjá á 74, 73 og 72 höggum, eða samtals á 219 höggum. Kylfingarnir áttu að ljúka fjórða hring sínum í gær, en fresta þurfti keppni vegna þrumuveðurs. Þá hat’ði Birg- ir Leifur lokið fjórum hol- um, á einu höggi undir pari og hann mun því helja leik á fimmtu holu í dag. Alls komast 75 kylfingar áfram í dag og munu þeir leika tvo hringi til viðbótar. Þeir fjörtíu kylfingar sem bestum árangri ná eftir sjötta hringinn tryggja sér sæti á evrópsku PGA-mótaröðinni, en hinir 35 geta komist að á Challenge-mótaröðinni, sem er mun minni í sniðum. Keppnin er gífurlega jöfn, en eins og staðan Birgir Leifur Hafþórsson er i 78.-87. sæti á 219 högg um á úrtökumóti fyrir evrópsku mótarööina i golfi, sem nú stenduryfir á Spáni. er eftir þriðja hring þá er Birgir Leifur einu höggi frá því að vera á meðal þeirra 75 bestu. Margir frægir kylfingar taka þátt í mótunum sem leikin eru á völlunum San Rogue og Guadalmina. Michael Campell frá Nýja Sjálandi hefur forystuna, en hann hefur leikið á 67, 72 og 67 höggum, eða 208 höggum samtals. Campell er án efa frægasti kylfingurinn sem tekur þátt í mótinu og marg- ir muna eflaust eftir honum frá því á Opna breska meist- aramótinu fyrir 3-4 árum, þar sem hann hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa leitt mótið um hríð. Campell var talinn eiga mikla framtíð fyr- ir sér, en hann náði ekki að standa undir því. Síðustu tvö ár hafa verið slök hjá honum, en hann virðist nú Ioks vera á uppleið að nýju og fyrr í mánuðinum vann hann sér sæti á bandarísku mótaröðinni. r FE Heillaóskir tíl SKÍ Skíðasambandinu hefur borist fjöldi heillaóska bæði frá inn- lendum og erlendum aðilum vegna árangurs Kristins Björns- sonar. Sambandinu barst í gær handskrifað bréf frá Forseta Is- lands, Ólafi Ragnari Grímssyni. „Við Guðrún Katrín óskum Skíðasambandinu til hamingju með glæsilegt afrek Kristins Björnssonar. Sigur hans er stór- viðburður í íþróttasögu íslend- inga og öllu skíðafólki einnig til dáða. Bestu kveður. Olafur Ragnar Grímsson.“ Kristinn á alnetiiiu Eggert Þór Óskarsson, 23 ára háskólanemi og skíðamaður frá Ólafsfirði, setti upp upplýsinga- síðu á alnetinu um Kristin Björnsson. Greinilegt var að hún naut mikilla vinsælda um helgina því hún var kominn inn á lista fréttastöðva yfir áhuga- verðar heimasíður. Slóðin er http://www.is- holf.is/EDDIO/Kristinn_Björns- son.htm Kristinn fær bónus Kristinn Björnsson mun fá aukagreiðslur lý'rir árangur sinn í Park City á laugardag. Þegar Skíðasambandið gerði samning við gleraugna- og hjálmafyrir- tækið Uvex og Hestra sem fram- leiðir skíðahanska, voru klásúlur í samningunum um að styrkur fyrirtækjanna yrði að einhverju leyti bundinn við árangur á Evr- ópumótum og heimsbikarmót- um. Upphæðin mun líklega nema 2-300 þúsundum og á ör- ugglega eftir að koma sér vel í undirbúningnum. Kristinn not- ar Rossignol skíðabúnað, en sá framleiðandi er með sérsamn- inga við marga skíðamenn. Hvort skíðaframleiðandinn á eftir að semja við Kristin að nýju á eftir að koma í ljós. Upp um 20 sæti! Kristinn Björnsson var í 53. sæti á síðasta styrkleikalista Alþjóða skíðasambandsins, en búast má við því að stökkið verði mikið fyrir næsta lista, sem birtur verður um áramótin. Kristinn, sem var með 13,89 punkta á síð- asta lista, gæti hæglega færst upp um tuttugu sæti á listanum. Hann mun Iíklega fá 0,56 punkta fyrir svigmótið á laugar- dag. Reglurnar eru flóknar og Kristinn Svanhergsson, fram- kvæmdastjóri SKI, sagðist ekki treysta sér til að meta stöðu Kristins, nema hvað árangurinn mundi hafa mikið að segja, ekki síst hvað varðar rásröð. Kristinn var 49. í rásröðinni f Park City en mun líklega fá rásnúmer á bilinu 25-30 á næsta svigmóti. Næstu mót á Ítalíu Næsta heimsbikarmót þar sem keppt verður í svigi fer fram í Sestriere á Ítalíu þann 15. des- ember. Kjistinn verður þar á meðal keppenda og væntanlega einnig á Madonna di Campiglio á Italíu viku síðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.