Dagur - 17.02.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 17.02.1998, Blaðsíða 7
ÞRIDJVDAGVR 17. FEBRÚAR 1998-7 ÞJÓÐMÁL Söliunenn dauðans Nú síðustu daga hefur umræða um fíkniefnamál verið mjög áber- andi, bæði í fjölmiðlum og manna á milli. I þeirri umræðu hefur að mestu leyti gleymst að minnast á það sem mikilvægast er, þ.e. hvernig hjálpa skal þeim sem nú eru ofurseldir fíkniefnum og hvernig forða má að enn fleiri ánetjist þeim. A fimmtudagskvöldið í síðustu viku var ég á fjölmennum borg- arafundi á Höfn í Hornafirði um vímuefnavandann. Fundurinn var haldinn í tilefni þess, að gerð- ur hefur verið sérstakur sam- starfssamningur milli heilbrigðis- ráðuneytisins og SÁA um for- varnarstarf í samvinnu við sveit- arfélög og er slíkt verkefni að hefjast þar. A fundinum komu fram upp- lýsingar frá forv’arnardeild SAA, sem voru mjög sláandi og mun ég styðjast \áð þær, ásamt viðbótar- upplýsingum, sem ég hef síðan fengið hjá Einari Gylfa Jónssyni, deildarstjóra forvarnardeildarinn- ar. í ímdirheimiun Hvernig er hann þessi heimur, sem þessi ógæfusömu ungmenni, sem ánetjast fíkniefnum hrærast í? Margir þeirra, sem fikta við neyslu fíkniefna verða á skömm- um tíma ofurseld fíkn í eiturlyf og knýr fíknin þau inn á braut af- brota til að fjármagna neysluna. Fyrr en varir eru þau farin að selja eiturlyf sjálf til að verða sér úti um efni. Þá eru þau ekki einungis ofur- seld fíkninni sjálfri, heldur einnig dópsalanum, sem útvegar þeim efni til að selja. Standi þessir ungu götusalar sem sjálfir eru fíklar ekki í skilum við sinn dóp- sala mega þeir eiga von á inn- heimtuaðgerðum í formi ofbeldis og Iimlestinga. Götusalinn er þ\d undir mikl- um þrýstingi um að koma eitrinu í verð og svífst einskis við að afla sér kaupenda. Þannig verða „sölumenn dauðans" sífellt ágengari við börnin okkar. Af þeim sem til þekkja er því haldið fram að þetta ástand hafi til muna versnað að undanförnu. Hörmuleg þróun SAA hefur tekið saman upplýs- ingar úr sjúkraskýrslum sínum á síðasta ári. Niðurstöðurnar eru í stuttu máli þær, að ástand þeirra, sem leita sér meðferðar á Vogi fer versnandi þriðja árið í röð. Stór- neytendum á hassi og amf- etamíni hefur fjölgað hröðum skrefum frá árinu 1994, sprautu- fíklum sömuleiðis. Biðlistar hafa aldrei verið lengri og þeir sem þangað Ieita aldrei veikari. Dapurlegast af öllu er, að fjölgunin er að mestu leyti ungt fólk, sem ánetjast hef- ur fíkniefnum. Þorri stórneyt- enda hass og amfetamíns eru 24 ára og yngri, sama á við um sprautufíklana. A sjúkrastöðina Vog komu 206 sjúklingar 19 ára og yngri á síð- asta ári og hafa aldrei verið fleiri. Yngsti sjúklingurinn var 13 ára. Um 70% þeirra voru Iíkamlega háð vímuefnum og þurftu Iyfja- meðferð við fráhvarfseinkennum og öðrum fylgikvillum neyslunn- ar. Einnig reyndust 70% þeirra vera stórneytendur á hass og/eða amfetamín, auk þess sem stór hluti þeirra hafði prófað að sprauta eiturlyfjum í æð. Áfengisneysla er oft undir- rótin Hvernig má það vera, að svo stór hópur ungmenna missir gjörsam- lega tök á Iífi sínu, eins og hér hefur verið lýst? Kannanir á vímuefnaneyslu unglinga sýna að neysla áfengis og annarra vímu- efna hefur farið vaxandi meðal grunn- og framhaldsskólanema undanfarin ár. Islenskir ungling- ar byrja að meðaltali 14 ára gaml- ir að neyta áfengis og þeir sem áfengis neyta drekka oftar og meira, en jafnaldrar þeirra gerðu fyrir nokkrum árum. Sýnt hefur verið fram á að áfengisneysla á fyrri hluta ungl- ingsára er mjög skaðleg. Hún eykur líkur á neyslu eiturlyfja og hún eykur líkur á alkóhólisma og eiturlyfjafíkn. Þetta má meðal annars glögglega sjá af könnun Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála, sem gerð var í mars 1997. I könnuninni kom sömuleiðis fram, að því yngri sem ungling- arnir hófu áfengisneyslu, því meiri voru vandamál þeirra. Þeir drukku oftar, urðu frekar ölvaðir, voru líklegri til að neyta hass og amfetamíns og voru með lélegri einkunnir. I rökréttu framhaldi er, að ástandið verður alvarlegra, þegar kemur á framhaldsskóla- aldur. I könnun, sem Sigrún Aðal- bjarnardóttir og fleiri gerðu með- al 17 ára unglinga 1996, kom í ljós, að 30% höfðu prófað hass, Þróim þessara fíkni- efnamála erlendis gefíir okkur tilefni til að ætla að ástandið hér muni versna enn, verði ekki gripið til róttækra aðgerða. 12% höfðu notað hass oftar en 10 sinnum, 15% höfðu prófað amfetamín og 7% E-pilIu. Ur þessum jarðvegi koma ungmenn- in 206, sem Ieituðu ásjár SAA á síðasta ári. Mun ástandið versna enn? Þróun þessara mála erlendis gef- ur okkur tilefni til að ætla að ástandið hér muni versna enn, verði ekki gripið til róttækra að- gerða. Færa má fyrir því gild rök, að eitt mesta mein vest- rænna samfélaga sé vímuefna- vandinn. I nágrannalöndum vex fíkniefnaneysla stöðugt. Fram- leiðslan eykst og markaðssetning þessara efna verður sífellt út- smognari og herskárri. Sérfrótt fólk hefur varað við því, að fram- boð eigi eftir að stóraukast á næstu árum. Engin ástæða er til að ætla að þessar hræringar fari framhjá okkur. Aukist framboð eiturlyfja í nágrannalöndum okkar, mun það einnig aukast hér. Þá vaknar meginspurning þessa máls. Erum við tilbúin til að bregðast við? Skref í rétta átt Ymislegt jákvætt hefur verið gert á síðustu misserum. Veruleg gróska er í vímuvarnarstarfi og stjórnvöld hafa aukið til muna framlög til þessa málaflokks. Einnig hafa margir aðilar í samfé- laginu lagt vímuvörnum lið. Samtök foreldra láta til sín taka í auknum mæli og mörg sveitarfé- lög hafa markað sér stefnu í fíkniefnamálum. Jafningjafræðslan er dæmi um hversu alvarlegum augum unga fólkið lítur þessi mál. Loks hafa félagasamtök á borð við SAA, Fræðslumiðstöð í fíknivörnum og Rauða Krossinn o.fl. boðið fram krafta sína í þágu vímuvarna. Innan íþróttahreyfingar og menntakerfis hefur farið fram umræða um hvernig hægt er að leggja vímuvörnum lið með markvissari hætti. Nýjasta dæm- ið um eflingu vfmuvarna er sam- starfssamningur Heilbrigðisráðu- neytis og SAA, sem er til tveggja ára og felur í sér tilboð til sveitar- félaga um faglega aðstoð við upp- byggingu markvissra vímuvarna. Er nóg að gert? Getur verið, að við sem stöndum fjarri hinni eiginlegu eldlínu vímuefnavandans og höfum já- kvæða afstöðu og áhuga á úrbót- um, séum samt ekki tilbúin til að leggja það af mörkum sem til þarf? Getur verið að við séum hallari undir ódýrari skyndilausn- ir, en hinar kostnaðarsamari og tímafrekari, en jafnframt raun- hæfari lausnir? Vímuefnavandinn á sér fjöl- þættar rætur. Hann á sér rætur í uppeldisaðstæðum í samfélaginu, félagslegum aðstæðum æsku- fólks, íslenskri „drykkjumenn- ingu“, aukinni framleiðslu eitur- lyfja, öflugri markaðssókn eitur- lyíjasalanna og undanlátssömum viðhorfum til vímuefnaneyslu. Þess vegna er engin einföld fljót- virk leið til lausnar þessum vanda. Að honum verður að ráð- ast úr mörgum áttum. Vakningar er þörf Vímuefnavarnir þarf að stunda á faglegum grunni með skýr mark- mið í huga. Samningur Heil- brigðisráðuneytis og SAA er skref í rétta átt, en það starf þarf að efla enn frekar. Meðferðarstarf þarf að skoða með það í huga, að sjúklingar sem koma til meðferð- ar verða sífellt veikari og þeir sem á meðferð þurfa að halda sífellt fleiri. Toll- og löggæslu þarf að gera mögulegt að berjast gegn stöðugt vaxandi innflutningi og óprúttn- ari aðferðum við sölu og dreif- ingu eiturly'fja með því að fjölga fólki við þau störf og efla tækja- kost. Síðast en ekki síst þarf þjóðin öll að átta sig á að allir hafa skyldum að gegna í barátt- unni við sölumenn dauðans. Lögreglumenn og aðrir sem leggja sig fram í þessari baráttu þurfa öflugan stuðning stjórn- valda og almennings í landinu. Væru nokkur hundruð ungl- ingar í bráðri lífshættu í óbyggð- um landsins, köld og hrakin, yrði ekkert til sparað til að bjarga lífi þeirra. Þjóðin myndi sameinast öll í átaki til að bjarga þeim úr háskanum. Sama á við f þeisu máli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.