Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 7.MARS 1998 - 7 Ð&ur RITSTJÓRNARSPJALL 'N ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON RITSTJÓRI L SKRIFAR „Fyrst tökum við Manhattan, síðan tökum við Berlín," söngl- aði Leonard Cohen um árið. Endurnýjuð vinstrihreyfing getur með nokkrum rétti sungið nokk- uð breyttan texta við þetta vin- sæla lag: „Fyrst tökum við Was- hington, síðan London, París og Bonn.“ Astæðan er einföld: Vígi íhaldsmanna hafa verið að falla víða á Vesturlöndum síðustu árin - og nú er komið að Þýskalandi. Það eru tiltölulega fá ár síðan íhaldsflokkar voru við stjörnvöl- inn í helstu löndum beggja vegna Atlantshafsins; í Banda- ríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og á Italíu,- og þeir eru það enn í Þýskalandi. Bill Clinton varð til þess að steypa repúblíkönum í Bandaríkjunum og hefur reyndar sigrað frambjóðendur þess flokks í tvennum forsetakosningum í röð. Tony Blair tók við breska Verkamannaflokknum fyrir fá- einum árum og lagði Iangvarandi íhaldsstjórn að fótum sér með glæsilegum kosningasigri í fyrra. Franskir vinstrimenn unnu líka sigur í síðustu þingkosningum og mynda nú ríkisstjórn Frakk- lands þótt gamall Gaullisti sé enn í forsetahöllinni. Og nú er þvi spáð að nýr leiðtogi þýskra jafnaðarmanna, Gerhard Schröder, muni halda þessari bylgju áfram og ieggja af velli helsta þungavigtarmann þýskra og evrópskra stjórnmála hin síð- ari ár, sjálfan Helmut Kohl, í þingkosningum 27. september næstkomandi. Clinton, Blair, Schrðder Finna má margvísleg bein og óbein tengsl á milli þessara þriggja stjórnmálamanna: Clint- ons, Blairs og Schröders. Það er ekki aðeins að afskap- lega vel fari á með Clinton og Blair; sá síðarnefndi á banda- ríska forsetanum og áróðurs- meisturum hans líka mikið að þakka. I þær herbúðir sótti Biair nefnilega sérfræðiþekkingu í því hvernig ætti að vinna kosningar. Schröder hinn þýski er á sama hátt talinn hafa leitað fyrir- mynda í sigurgöngu Blairs - já jafnvel apað svo rækilega eftir breska forsætisráðherranum að Qölmiðlamenn og reyndar fleiri kalla hann sín á milli í gamni og alvöru: „Gerhard Blair"! Honum hefur Iíka verið líkt við Clinton, en af öðru tilefni: hann er sum sé djarftækur til kvenna eins og bandaríski forsetinn og nýbúinn að kvænast fjórðu eigin- konunni eftir afar vel auglýstan skilnað. A meðan allt lék í lyndi í þriðja hjónabandinu voru Ger- hard og Hiltrud Schröder stund- um kölluð „þýsku Clintonhjón- in“ í tjölmiðlum, í jákvæðri merkingu. En sambúð þeirra lauk með ósköpum þegar Schröder tók saman við Doris Kopf, sem er tuttugu árum yngri en hann, og Hiltrud hefur út- húðað eiginmanninum fyrrver- andi fyrir sjálfselsku, nísku, hug- leysi í einkalífinu og tækifæris- mennsku í stjórnmálum. Það mun vafalaust nýtast andstæð- ingum hans í komandi kosninga- baráttu. Kohl búinn að vera? Fylkiskosningarnar í Neðra- Saxlandi um síðustu helgi voru eins konar prófkjör um það hvort Schröder fengi að leggja til at- lögu við „þann gamla“ - eða hvort formaður flokks þýskra jafnaðarmanna, Oskar Lafontaine, fengi aftur að tapa. Kohl vildi að sjálfsögðu fá full- trúa gömlu kratastefnunnar á móti sér á ný. Hann lagði því mikla áherslu á að gera mögu- Ieika Schröders á sigri sem minnsta með því að taka per- sónulega afgerandi þátt í kosn- ingabaráttunni í Neðra-Saxlandi. Hann var sannfærður um að í kjölfar þeirra kosninga færi í gang hatrömm barátta milli Schröders og Lafontaines um hvor þeirra fengi að mæta Kohl í haust og að sá síðarnefndi myndi að lokum hafa betur. Þar með væri kanslarinn öruggur með endurkjör. Niðurstaðan varð allt önnur. Glæsilegur sigur tryggði Schröder samstundis útnefningu sem kanslaraefni jafnaðarmanna við þingkosningarnar í haust. Þótt margir flokksmenn van- treysti honum, þá vita þeir að hann hefur sömu hæfileika og Tony Blair til að ná í atkvæði. Núna skiptir það mestu máli. Sumir voru fljótir að draga þá ályktun að Kohl væri búinn að vera - að kosningamar í haust væru aðeins formsatriði. Stuðn- ingsmenn Schröders hafa kveðið upp þann dóm að Kohl-tímabil- inu í þýskum stjórnmálum hafi í reynd lokið um síðustu helgi. En slík sigurgleði fyrirfram kann að reynast varasöm; ein vika er langur tími í pólitík, eins og Harold Wilson sagði um árið, hvað þá 6-7 mánuðir. Molnar úr klettmiun Helmut Kohl hefur verið kansl- ari Þýskalands í íjögur kjörtíma- bil. Það er lengri tími en Margar- et Thacher tókst að halda völd- um í Bretlandi, en henni var reynar ekki slátrað af kjósendum heldur af eigin samstarfsmönn- um. Hins vegar hefur Kohl sigrað andstæðinga sína með sífellt minni atkvæðamun síðan hann komst til valda árið 1982. Flokkasamsteypa kristilegra demókrata fékk þannig 48.8% atkvæðanna í fyrstu kosningun- um, 44.3% árið 1986, 43.8% árið 1990 og 41.4% árið 1994. Ríkisstjórn hans hefur haldið velli vegna þess að smáflokkur- inn Frjálsir demókratar hefur náð inn á þing og verið reiðubú- inn til samstarfs. Hvort það ger- ist enn einu sinni í haust er alveg óvíst. Þótt ýmsir í flokki kristilegra demókrata muldri eitthvað um að Kohl sé orðinn of gamall og þreyttur til að sigra í haust og eigi að víkja fyrir yngri manni, þá er enn ekkert sem bendir til þess að andstæðingar innan flokksins hafi möguleika á að steypa hon- um. Hann ber enn höfuð og herðar yfir samflokksmenn sína; er reyndar ekki aðeins sterkasti stjórnmálamaður Þýskalands heldur alls meginlands Evrópu. Engu að síður er farið að molna úr klettinum Kohl eftir margvíslegar ágjafir að undan- förnu. Vaxandi vandræði í þýsku efnahagslífi eru honum sérstak- lega þung í skauti. Þar ber hæst stórfellt atvinnuleysi, ekki síst í austurhluta landsins. Samkvæmt tölum sem birtar voru í þessari viku eru rétt innan við fimm milljónir manna án atvinnu í Þýskalandi, eða 12-13% af vinnufæru fólki. Þar er ekkert lát á. Mörgum þýskum kjósendum finnst að Kobl hafi engar lausnir á vandanum; hann sé orðinn þreyttur og hugmyndasnauður og lifi í þeim alvarlega misskiln- ingi að tilkoma evrópska mynt- bandalagsins verði töfraorð í komandi kosningabaráttu. Hver er madurinn? Kohl ber sig samt vel og segist „auðvitað" fara með sigur af hólmi í haust. Hann hefur strax beint spjótum sínum að Schröder og sagt að kosninga- baráttan muni snúast um það hver hann sé í raun og veru. Og víst er um það að Gerhard Schröder er maður andstæðna. Hann fæddist árið 1944, skömmu eftir að faðir hans féll á vígstöðvunum, ólst upp við fá- tækt hjá móður sinni, hætti skólanámi 14 ára og fór að vinna fyrir heimilinu. Seinna stundaði hann Iaganám í kvöldskóla og fór að starfa innan unghreyfingar þýskra jafnaðarmanna, þar sem hann gegndi formennsku um hríð. Árið 1980 sat hann fyrst á þingi í Bonn og tíu árum síðar, 1990, varð hann forsætisráð- herra Neðra-Saxlands. Þótt Schröder þekki þannig fá- tækt af eigin raun er hann sagð- ur frekar í essinu sfnu meðal fjármálamanna en verkafólks. Hann situr til dæmis í stjórn Volkswagenverksmiðjanna og leggur mikla áherslu á samstarf verkalýðs og fyrirtækja þar sem báðir þurfi að sveiga af hefð- bundnum leiðum. Það mælist misjafnlega fyrir í flokki þar sem stéttarfélögin eru afar áhrifamik- il. Að mörgu leyti er Schröder í sömu stöðu gagnvart flokknum og Blair var á sínum tíma. Vinstriarmurinn vantreystir hon- um, en langar líka til þess að ná völdum eftir sextán ára eyði- merkurgöngu. Það gefur Schröder tækifæri til að knýja fram endurnýjun á stefnumálum og áherslum flokksins til að auð- veldara verði fyrir hann að höfða til miðjunnar í þýskum stjórn- málum - en þar munu úrslit næstu þingkosninga ráðast.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.