Dagur - 28.03.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 28.03.1998, Blaðsíða 11
 LAUGARDAGUR 28.MARS 1998 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR L Bandaríldn með stomriim í fangið Þegar um 1990 voru einhverjir fræðimenn farnir að ympra á því að ekki myndi líða á Iöngu áður en mannkynið færi að sakna kalda stríðsins. Tveggja póla kerfið, sem tvö risaveldi með bandalagsríkjum sínum báru uppi, hefði tryggt frið og stöðug- leika með meira móti. Nú væri líklegast að við tæki margra póla heimur. Það myndi hafa í för með sér miklu meiri ókyrrð og óstöðugleika en áður, jafnvel stríð allra gegn öllum, eins og bandarískur hugmynda- smiður, John Mearsheimer, orð- aði það. Baksvið Bandaríkin virdast eiga sífellt erfiöara með að afla sér braut- argengis í heimsmál- um. Ýmsir þykjast jafnvel sjá þess vott að Frakkland, Rúss- land og Kína þoki sér saman gegn þeim. írák, Indónesía, Kosovo Aðrir töldu að nú tæki við eins póls heimur, þar sem Bandaríkin hlytu að ráða mestu. Og í eins póls heimi mætti vænta enn meiri friðar og stöðugleika en í tveggja póla heimi. Frá lokum kalda stríðsins hafa Bandaríkin talist eina risaveldið og vissulega gnæft yfir öll ríki önnur hvað viðvíkur völdum og áhrifum. En fræðimenn ýmsir og fréttaskýrendur þykjast sjá þess merki að áhrif og völd Bandaríkj- anna í samanburði við önnur ríki heims fari minnkandi. Því er t.d. haldið fram að í Balkanmálum séu Bandaríkin orðin ívið deigari en þau voru fyrir fáeinum árum. Þetta hafi sýnt sig er samráðs- hópur sex ríkja (Bandaríkjanna, Bretlands, Þýskalands, Frakk- lands, Italíu, Rússlands) ræddi ískyggilegt ástand í Kosovo und- anfarið. Þá kom í ljós að ekki einungis Rússland, heldur og Frakkland og Ítalía vildu ekki snúast jafn eindregið gegn Serbum í því máli og Bandaríkin vildu, og Bandaríkin sóttu ekki ýkja fast að fá sitt fram í málinu. Þegar sama mál var tekið fyrir á ambassadoraráðstefnu NATO- ríkja komu Bandaríkin engu til Ieiðar í því nema óljóst orðaðri yfirlýsingu. Fleiri dæmi sem nefnd eru til stuðnings kenningunni um minnkandi áhrif Bandaríkjanna: Þau hafi staðið næstum ein að því að reyna að koma í veg fyrir að Suharto forseti Indónesíu Eldflaug skotiö af bandarísku herskipi á írak: Ciinton fékk minni stuðning gegn Saddam en Bush fékk. dragi land sitt, það fjórða fjöl- mennasta í heimi, niður í algera upplausn í efnahagsmálum. Þeg- ar fyrir skemmstu virtist liggja við stríði milli Bandaríkjanna og Iraks, brugðust aðeins nokkur bandalagsríki Bandaríkjanna við til stuðnings þeim, en urðu sein til þess og sá stuðningur virtist mörgum fyrst og fremst vera táknrænn. Arabaríki þau, sem barist höfðu með Bush i Flóa- bardaga, afsögðu að taka þátt í öðrum slíkum slag með Clinton. „Evrópskt blokk“ í NATO? „Drottinvald“ Bandaríkjanna er hugtak, sem alloft kemur fyrir í umræðunni um þessar mundir. Þetta hugtak taka sér ekki ein- ungis í munn þau ríki, sem Bandaríkin o.fl. kalla „þorpara- ríki“ (Júgóslavía, Irak, Iran, Lí- býa, Kúba o.fl.), heldur og t.d. Chirac Frakklandsforseti. Ymsir sérfræðingar um alþjóðamál segja að merkja megi að Frakk- land, Rússland og Kína þoki sér að vissu marki saman til andófs við áhrif Bandaríkjanna og jafn- framt gæti þess að Frakkland reyni að mynda „evrópska blokk" innan NATO. Sumra mál hefur lengi verið að Bandaríkin reyni að auka áhrif sín í bandalagi þessu og einhverjir herfræðingar hafa haldið því fram að eins og sakir standi sé það fyrst og fremst verkfæri í höndum Bandaríkjanna til þess að vernda hagsmuni þeirra á evrasíska meginlandinu. Chirac sagði nýlega að mann- kynið væri á leið inn í margra póla heim, „og er það okkur öll- um fyrir bestu.“ „Raunsæis- menn“ svokallaðir meðal fræði- manna og sérfræðinga ýmiskon- ar í Bandaríkjunum og víðar halda því fram, efalítið með hlið- sjón af sögunni, að átök hljóti alltaf að vera milli ríkja og ef eitt ríki gerist öllum öðrum voldugra megi við því búast að færri eða fleiri ríki taki höndum saman gegn því. Þetta sé nánast nátt- úrulögmál. Aðrir andmæla „raunsæismönnunum" og segja efnahagslíf heimsins orðið svo hnattrænt, svo mjög ofið saman í eina heild, að ríki heims hallist sífellt meira að því að hagsmun- um þeirra sé best borgið með því að þau forðist átök sín á milli. HEIMURINN 46 manns myrtir í Alsír ALSÍR - I fyrrinótt létust 46 manns í fjöldamorðum íAlsfr, að því er opinberir Ijölmiðlar þar í landi skýrðu frá. Segja stjórnvöld alsírska herinn hafa sett í gang viðamikla Ieit að morðingjunum. Mandela ósáttur við ný viðskiptalög SUÐUR-AFRÍKA - Nelson Mandela, forseti Suður-Afi'íku, sagoi að loknum fundi sínum með Bill Clinton Bandaríkjaforseta í gær, að ný viðskiptalög í Bandaríkjunum, sem sem eiga að auðvelda viðskipti milli Bandaríkjanna ogAfríku, væru ekki ásættanleg. Samkvæmt lög- unum á að veita þeim Afríkuríkjum, sem styðja íýðræði og mark- aðsumbætur, forgang framyfir önnur ríki. Lögin hafa verið gagnrýn á þeim forsendum að Bandaríkin hafi meiri hag af þeim en flest Afr- íkuríld. Jeltsín veðjjar á Kiríjenkó RUSSLAND - Boris Jeltsín, forseti Rússlands, lagði formlega til í gær að Sergei Kiríjenkó verði næsti forsætisráðherra landsins. Dúm- an, neðri deild rússneska þingsins, þarf að veita samþykki sitt, en fá- ist það ekki getur Jeltsín engu að síður skipað hann í embætti og þarf þá að leysa upp þing og boða til þingkosninga. Svissneskir bankar vilja greiða skaðabætur SVISS - Þrír bankar í Sviss eru reiðubúnir til þess að greiða fórnar- Iömbum helfararinnar skaðabætur, og eiga samninga\iðræður um greiðslur til afkomenda þeirra að heíjast strax í næsta mánuði. Mörg ríki í Bandaríkjunum höfðu hótað svissneskum bönkum refsiaðgerð- um ef þeir hefðu neitað þ\a að draga fram í dagsljósið upplýsingar um það sem varð um auðævi sem voru í eigu fórnarlamba nasista. Hestamenn athugið Hestamannafélögin Léttir, Funi og Akureyrardeild hrossaræktarsambandsins halda almennan fræðslufund um hitasóttina sem nú geysar þriðjudaginn 31. mars á Fosshóteli KEA kl. 20.30. Sigurður Sigurðarson dýralæknir á Keldum heldur framsöguerindi og sýnir myndir sem tengjast sjúkdómnum. Félagar, þetta varðar alla hestamenn. Fjölmennið. Stjórnirnar. att von á góðum Degi 1 RAÐSTEFNA UM VARNIR GEGN GRÓÐURHÚSAÁHRIFUM á vegum Framtíöarstofnunar og Landverndar Þriöjudaginn 31.mars n.k. kl. 13.00-18.00 i ráöstefnusal Feröafélags íslands, Mörkinni 6, Reykjavík □AGSKRÁ Setning. Jón Helgason, formaður Landvemdar. Avarp. Guðmundur Bjamason, umhverfisráðhenra. AÐDRAGANDI OG NIÐURSTÖÐUR KY0T0-FUN0ARINS Dr. Amý Sveinbjömsdóttir, jarðfr. Raunvísindastofnun HÍ. Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfr. Veðurstofu íslands. Tryggvi Felixson, deildarstj. alþjóðad. umhverfisráðun. HVAÐ GETUM VIÐ GERT? Dr. Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur LÍÚ. Jón Ingimarsson, skrifstofustj. Iðnaðarráðuneytisins Jón Rögnvaldsson aðstoðar vegamálastjóri Kristín Einarsdóttir, lífeðlisfræðingur og f.v.alþ.m. HORFT TIL FRAMTlÐAR Dr. Vilhjálmur Lúðvflcsson, framkv.stj. Rannsóknarráðs íslands Dr. Halldór Þorgeirsson, plöntulífeðlisfræðingur RALA Hjálmar Ámason, alþingismaður Próf.Sigmundur Guðbjamason. Fundarstjórar. Rannveig Rist, forstjóri ISAL og Grétar Þorsteinsson, forseti ASI Aögangur er ókeypis og eru allir velkomnir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.