Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 3
ÞRIDJUDAGUR 12.MAÍ 1 9 9 8 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Á útifundi Reykjavíkurlistans á Ingólfstorgi fyrir fjórum árum. Þá var áhugi almennings á stjórnmálum e.t.v. meiri en reyndin er um kosningarnar sem verða um aðra helgi. mynd: gs. Erpólitísk- uráhugi fyrirkom- andi kosn- ingarminni en áður? Eða verðurþetta snörp lokabarátta í þessari og næstu viku. Dagur talaði viðpólítíska spekinga. „Ahugi fólks fyrir stjórnmálum er alltaf minni þegar góðæri ríkir - og þá vill fólk halda í þá sem eru við stjórn. En þegar kreppir að myndast alltaf viss kjarni sem er tilbúinn að berjast gegn ríkj- andi valdhöfum," segir Oskar Friðriksson, starfsmaður Sjálf- stæðisflokksins. Hann hefur starfað á vegum flokksins við nær allar kosningar síðan á sjötta áratugnum - og enn er hann kominn á vaktina. - Dagur leitaði til nokkkurra einstaldinga sem vei þekkja til í íslenskum stjórnmálum og spurði þá hvort þeir merktu minni áhuga al- mennings á stjórnmálum nú fyr- Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræð- ingur. Ekkert kosningamála Sjálf- stæðisflokksins hefur virkað gegn R-listanum. segir ef til vill að áhuginn sé minni. Sumir viðmælenda Dags voru þó á öndverðri skoðun og bentu á að með breyttu fjölmiðlaum- hverfi dagsins í dag væri barátt- an háð á skemmri tíma, aðeins viku til tíu dögum og á þeim tíma fengi fólk útrás fyrir sinn mesta áhuga á stjórnmálum. Staða Ingibjargar er sterk „Eg er ekki viss um að áhugi fólks á stjórnmálum sé minni en áður,“ segir Ólafur Þ. Harðar- Óskar Friðriksson, kosningasmali Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í ára- tugi. „Áður var talað meira um pólítík fyrir kosningar." sig til hlés og bjóða ekki upp í pólítískan dans. Það hafi Reykja- víkurlistinn ekki heldur gert. Menn tókust á I höfuðstað Norðurlands, Akur- eyri, er mál manna að oft hafi verið meira líf í pólítíkinni skömmu fyrir kosningar en nú er. „Ég var í bæjarstjóm hér í sextán ár á 8. og 9. áratugunum og mér finnst að áhuginn hafi verið meiri þá en nú, án þess að ég hafi skýringarnar á hreinu. Menn tókust oft hressilega á. En ég hef nú reynt að halda mig alveg utan Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri. „Stórir málaflokkar færst til sveitarfélaga og ætti fólk að sýna því áhuga að vel væri á málum haldið." Góðærið er syðra „Ég tel að sú skýring að góðær- ið dragi úr pólítískum áhuga fólks eigi ekki við hér á Akur- eyri. Góðærið, tekjurnar og tækifærin eru syðra en ekki hér. Því hefði ég vonað að fólk væri tilbúið að berjast til að breyta þessu. Þá hafa stórir málaflokkar verið að færast yfir til sveitarfélaganna, s.s. skóla- mál, og auðvitað ætti fólk að sýna því áhuga að vel væri á þessum málum haldið - málum sem standa fólki nærri,“ segir Sigríður Stefánsdóttir. Magnús L. Sveinsson, fv. forseti borgarstjórnar. „Hinirstóru fundireru úr sögunni og mér finnst viss eftirsjá í því“ Stemmning og væntingar Rannveig Guðmundsdóttir, al- þingismaður, telur áhugann ekki minni nú en áður. En baráttan fyrir kosningar sé farin að verða mun styttri, aðeins örfáir dagar. „Ég greini mikinn pólitískan áhuga núna og fólk elur sér þann draum að brátt komi það stjórnmálaafl félagshyggjufólks sem tekur tillit til fólksins sjálfs og þess hagsmuna. Þó ríkis- stjórnin hafi sterka stöðu í könnunum er sá styrkur aðeins styrkur valdsins. Ég er sannfærð um að Reykjavíkurlistinn er að uppskera út á traust, sem hon- um er sýnt, vegna framkvæmdra stefnumiða. Fólk skynjar mun á þessu og styrk valdsins í ríkis- stjórn,“ segir Rannveig. Fjolmiðlamir seðja himgrið Oskar Friðriksson, hinn gamal- reyndi kosningasmali Sjálfstæðis- flokksins, minnist þess að 1970 munaði litlu að Sjálfstæðisflokk- urinn tapaði meirihluti sínum í borginni. Astæðan? Jú, árferði var erfitt: síldin brást fáum árum fyrr og þessi ár voru kuldasöm í veðri. Efnahagur þjóðarinnar var þröngur og m.a. af þeim sökum fluttu margir af landi brott, t.d. til Svíþjóðar og Ástralíu. Því var sótt að ríkjandi valdhöfum - og ári síðar féll Viðreisnarstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks sem setið hafið þá í tólf ár. „í maí 1978 tapaði Sjálfstæð- Rannveig Guðmundsdóttir, alþingis- maður. „Fólk elur sér þann draum að brátt komi stjórnmálaafl félags- hyggjufólks." Sigurður Bogi Sævarsson skrifar ir komandi sveitarstjórnarkosn- ingar, en einmitt það hafa marg- ir haft á orði. Blaðaskrif, auglýsingar, kaffistofan og rakariun Erfitt er að meta og mæla með beinum tölum hver áhugi fólks fyrir stjórnmálum sé á hverjum tíma. Hægt er þó að nota ákveðnar mælistikur; t.d. hve mikið er auglýst í fjölmiðlum og skrifað í blöðin. Síðan má alltaf hlera á hornum, á kaffistofum vinnustaða, hjá rakaranum og svo framvegis. Vitaskuld er ekki hávísindalegt að mæla pólítískan áhuga landans með þessum hætti, en þetta gefur þó vís- bendingar. Sú vísbending sem þetta hefur gefið að undanförnu son, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Islands. „Sjálfstæð- ismenn í Reykjavík hafa keyrt sína baráttu á fullu og lagt upp með ýmis kosningamál, svo sem Gullinbrú, skattamál, Geldinga- nes og ýmis fleiri. Ekkert þess- ara mála hefur hinsvegar virkað né sannfært kjósendur um að skipta eigi út forsystuliðinu í borginni. Það merkir ekki að póiítískur áhugi í borginni sé lít- ill, heldur er persónuleg staða Ingibjargar Sólrúnar sterk og erfitt að sækja að henni.“ Olafur segir ennfremur að einsog staðan sé nú í skoðana- könnunum, um 40% fylgi Sjálf- stæðisflokks á móti 60% fylgi Reykjavíkurlista, sé best af hálfu þess aðila sem sé yfir að halda við þetta síðan ég hætti og það má vera að baráttan sé lífleg án þess að ég viti af því,“ segir Sig- urður Jóhannesson, fv. bæjarfull- trúi Framsóknarflokks. Kunnugir á Akureyri segja að það sé einmitt hefð fyrir því að kosningabarátta sé stutt en snörp. Tvær vikur til fjórar hið mesta. „Ahuginn virðist minni nú en oft áður,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Al- þýðubandalags, sem nú er á út- leið úr bæjarmálunum eftir fjórtán ára vist. Hún nefnir nokkrar hugsanlegar ástæður fyrir minni áhuga; t.d. að ekki séu jafn skarpar línur milli flokka og var. Þá geti verið um að ræða ákveðna félagslega deyfð. Magnús L. Sveinsson átti um langt skeið sæti í borgar- stjórn Reykjavíkur. Hann sagði að sér þættu greinilegar breyt- ingar vera að eiga sér stað á kosningaáhuga fólks. „Hinir stóru fundir flokkanna eru úr sögunni og mér finnst viss eft- irsjá í þessu, á fundum átti maður samneyti við kjósend- urna.“ - Hann kveðst einnig geta tekið undir þá kenningu að baráttugleði fólks sé alltaf minni þegar árferði sé gott. Þetta kveðst hann þekkja bæði sem borgarfulltrúi og formaður Verslunarmannafélags Reykja- víkur. Umbjóðendurnir leiti minna til sfn sem verkalýðs- leiðtoga þegar fleiri krónur séu í buddunni. isflokkurinn borginni, m.a. vegna óvinsælda ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar - og sú stjórn féll síðan í þingkosning- um mánuði síðar;“ segir Oskar og bætir við; - „Aður var talað meira um pólítík og umræða fyr- ir hverjar kosningar stóð í tvo til þijá mánuði. Maður fór aldrei svo í strætó að þar væru ekki samræður og jafnvel rifrildi um pólítík. Nú er þetta breytt, eng- inn fer lengur með strætó og síðan seðja fjölmiðlarnir alveg hungur fólks fyrir pólítísk tíð- indi og umræðu. Það er miklu frekar að maður heyri umræður um skandala, svikamál og nýj- ustu hjónaskilnaði í bænum.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.