Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 04.03.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR i. MARS 1999 - 13 Xfe^ur ÍÞRÓTTIR Hvað gerir DriUo? LeiMmir í 8-liða úr- slitimi Evrópiikeppni bikarhafa fara fram í kvold. Evrópumeistar- ar Chelsea leika gegn norska liðinu Válrenga, liði Egils „Drillo“ Olsens, fyrr- imi landsliðsþjálfara Norðmanna. Egill Olsen, þjálfari norska úr- valsdeildarliðsins Válerenga og fyrrverandi Iandsliðsþjálfari Norðmanna, er þeldktur fyrir að koma á óvart þegar hans menn mæta liðum sem þykja hærra skrifuð en hans eigin. í kvöld mæta hans menn Evrópubikar- meisturum Chelsea og er það ætlun Olsens að koma í veg fyrir að þeir verði fyrstir liða til að vinna Evrópubikarinn tvö ár í röð. Olsen sem hefur náð ágætis ár- angri með landslið Norðmanna í tveimur síðustu heimsmeistara- keppnum, hefur gjörsamlega um- turnað liði Válerenga síðan hann tók við því í ágúst s.l. og bíða því margir spenntir eftir því að sjá hvað Iiðið gerir gegn Chelsea. Lið Chelsea, sem þegar er búið að slá tvö skandinavísk lið út úr keppninni, verður örugglega að sýna sitt besta ef þeir ætla að halda í drauminn um að sigra aftur í keppninni, draum sem til dæmis bæði Parma og Arsenal misstu naumlega af fyrir nokkrum árum. Árangursríkur vamarleikur Olsen, sem hefur viðurnefnið „Drillo" og mætir gjarnan til Ieiks í norsku deildinni í gúmmístfg- vélum, Iagði upp með þá taktik á síðustu leiktíð til að bjarga liðinu frá falli, að láta það leika mjög óskipulegan en þó árangursríkan varnarleik og beita skyndisókn- um. Hann hefur um leið inn- prentað sínum mönnum að sætta sig aldrei við annað en sigur. Þessi taktik heppnaðist vel í annarri umferð Evrópubikarsins gegn tyrkneska liðinu Bestiktas, þem þá var undir stjórn John Toshack. Þá lenti norska liðið þremur mörkum undir en tókst að jafna í 3-3 fyrir leikslok og sigraði síðan Tyrkina 4-3 á heimavelli. Olsen, sem lék með Válerenga á árum áður, notar aðeins einn framliggjandi sóknarmann og það er táningurinn John Carew. Sá þykir nokkuð sérstakur leik- maður og hefur hann þegar skor- að þijú mörk í keppninni og þess vegna verið orðaður við mörg stórlið. Það veður gaman að sjá hann á vellinum í samanburði við landa hans Tore Andre FIo, sem mun leika í fremstu víglínu hjá Chel- sea, þó þar fari leikmaður með nokkuð meiri reynslu á knatt- spyrnuvellinum. Draiunaleikiu: Chelsea, eða hinir bláu eins og þeir eru kallaðir, eru klárir í slag- inn með allar sínar stjörnur eftir góðan 2-1 sigur á Liverpool um helgina í viðleitni sinni til að vinna enska bikarinn aftur í íyrs- ta sinn síðan 1955. Leikmenn Válerenga hafa ef- laust hingað til aðeins látið sig dre\rna um að mæta leikmönn- um á borð við markvörðinn Ed de Goey, varnarmennina Marcel Desailly og Franck Leboeuf, miðjuleikmanninn Roberto di Matteo og sóknarmanninn Tore Andre Flo, en nú er það sem sagt orðið að veruleika. Leikmenn Chelsea ganga þó ekki alveg heilir til leiksins og spurning var hvort Vialli gæti stillt upp þeim Desailly og Le- boeuf, sem báðir hafa átt við smávægileg meiðsl að stríða. Það á aftur á móti eftir að há Iiði Válerenga að þeir hafa ekki spilað alvöru Ieik síðan þeir unnu Strömsgodset í norsku úrvals- deildinni þann 25. nóvember s.l. Létt hjá Lazio Hin tvö stórliðin sem eftir eru í keppninni um Evrópubikarinn, ítalska liðið Lazio og spánska lið- ið Real Mallorca, mæta einnig Iiðum sem ekki eru eins hátt skrifuð, en það er gríska liðið Panionios og króatíska liðið Var- teks Varazdin Lið Lazio, sem tapaði fyrir Int- er Milan í úrslitum UEFA-bikars- ins í fyrra og er nokkurn veginn búið að tryggja sér ítalska meist- aratitilinn í ár, lendir nú enn einu sinn á móti lítt þekktu liði. í fyrri umferðunum hafa þeir sleg- ið Haika Valkeakoski og Apollon Limason út úr keppninni og þykja nokkuð öruggir með sigur gegn gríska Iiðinu. Sven Goran Eriksson, þjálfaro Lazio, mun örugglega hvíla Portúgalan Sergio Conceicao, sem skoraði í síðasta leik gegn Vicenza í ítölsku deildinni og sóknarmanninn Roberto Mancini í þessum Ieik. Hann verður líklega einnig án varnar- mannsins Giuseppe Favalli og miðjuleikmannsins spánska, Ivan de la Pena og þar að auki Argent- ínumannsins Matias Almeyda. Það sér þó varla högg á vatni, því maður kemur í manns stað. Carlos Roa góður 1 inarki Real Mallorca Lið Mallorca, sem hefur slegið í gegn í spönsku deildinni, sló út skoska liðið Hearts og síðan lið Þórðar Guðjónssonar, Genk, í fyrri umferðum keppninnar. Þeir ferðast til Króatíu eftir að hafa misst möguleikann á að ná for- ystunni í spönsku deildinni um síðustu helgi. Mallorcaliðið hef- ur eins og Iið Chelsea byggt góð- an árangur sinn í deildinni á sterkum varnarleik og hefur að- eins fengið á sig 16 mörk til þessa. Þar hefur markvörðurinn argentínski, Carlos Roa, spilað stóra rullu og einnig spánski landsliðsvarnarjaxlinn Miguel Soler. I framlínunni er það svo Dani sem leikur aðalhlutverkið, en hann Iék áður með Real Ma- drid og hefur skorað alls 8 mörk í spönsku deildinni til þessa. Einnig hefur argentínski sóknar- maðurinn Ariel Lopez verið að leika vel f sókninni. ísraelar í fyrsta skipti í 8-liða úrslitiun Fjórði leikurinn í keppninni verð- ur svo á milli rússneska liðsins Lokomotiv Moskva og ísraelska liðsins Maccabi Haifa, sem er íyrsta Iiðið frá Israel sem kemst í 8-liða úrslit. Þeir unnu það afrek að slá út franska liðið Paris Saint German, sem þykir mikið afrek af svo lítt þekktu liði. Möguleikar Maccabi í keppn- inni hafa þó minnkað mikið við að þeir seldu sína helstu stjörnu, sóknarmanninn Alon Mizrahi, til Nice í Iok síðasta árs og telja verður ólíklegt að þeim takist að slá út rússneska liðið. Við miklu er búist af besta leik- manni Lokomotiv, Yuri Bulykin, sem hingað til hefur skorað þög- ur mörk í keppninni. Hann þykir mjög sprækur og á örugglega eft- ir að gera ísraelsku vörninni lífið leitt með krafti sínum og leikni. Leikirnir í 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa: Chelsea - Válerenga Lokomotiv Moskva - Maccabi Haifa Varteks Varazdin - Real Mallorca Panionios - Lazio ÍÞRÓT TA VIÐTALIÐ Engilbert Olgeirsson framkvæmdastjóri HSK ÁrsþingHéraðssam- bandsins Skarphéðins var haldið um síðustu helgi. Sambandið verður 90 ára á næsta ári og þegarerfarS að lmga að veglegri afniæl- isdagskrá. Að sögti Engil- berts Olgeirssonar,fram- kvæmdastjóra HSK, er staifsemi sambandsins mjög öflug. Á sjðunda þúsimd iðkendur - Fyrir hvað stendur HSK? „Héraðssambandið Skarphéð- inn er samband allra íþrótta- og ungmennafélaga í Arnes- og Rangárvallasýslum og alls eru að- ildarfélögin 49 talsins. Auk ung- mennafélaganna eiga golfklúbb- arnir, hestamannafélögin og önn- ur íþróttafélög aðild að samband- inu og eru iðkendur vel á sjöunda þúsundið. Sambandið var stofn- að árið 1910 og er því 90 ára á næsta ári.“ - Hver voru helstu mál þings- ins? „Við vorum nú að halda okkar 77. ársþing og var það haldið að Laugalandi í Holtum. Þar voru mættir um eitt hundrað fulltrúar og þótti þingið heppnast í alla staði mjög vel. Fyrir utan hin venjubundnu þingstörf, þar sem Arni Þorgilsson var endurkjörinn formaður sambandsins, fóru fram mjög gagnlegar umræður og lagðar voru fram einar átján til- lögur til samþykktar. Helsta mál þingsins var meðal annars, að samþykkt var að kanna mögu- leika á því að halda landsmót í Arborg, hugsanlega árið 2004 eða 2007." - Er viðunandi aðstaða á svæð- inufyrir landsmát? „Svo er reyndar ekki, en auð- vitað þarf að tryggja að hún verði fyrir hendi og þau mál verður að ræða nánar við sveitarfélagið. Nýrri stjórn var falið að kanna þessi mál og ég veit að það er mikill áhugi fyrir þessu. Það er Ijóst að ráðast þarf í kostnaðar- sama uppbyggingu á keppnisað- stöðu fyrir frjálsar íþróttir og hafa menn talað um fram- kvæmdir sem kosta um 70 millj- ónir króna. Þá er verið að tala um fullbúinn keppnisvöll, en í dag er aðeins til staðar malarbraut kringum knattspyrnuvöllinn, en kröfur eru gerðar um keppnis- brautir lagðar gerviefnum. Oll önnur aðstaða ætti að vera í góðu Iagi og er þegar fyrir hendi. Reyndar er frjálsíþróttavöllur á Laugarvatni og þar var landsmót- ið haldið árið 1994. En það er vilji manna að annar völlur verði byggður á Selfossi, sem þjóni þá byggðinni hér í kring.“ - Hvernig var starfseminni háttað á síðasta ári? „Það er óhætt að segja að starf- semin hjá okkur sé mjög öflug. Það sem helst einkenndi starfíð á síðasta ári umfram annað, var hvað við höfum nýtt okkur vel fjölmiðlana á svæðinu. Við höf- um verið með fasta vikulega síðu í Sunnlenska fréttablaðinu og einnig vikulega pistla í Utvarpi Suðurlands. Annars hefur starfíð verið með hefðbundnum hætti og þar ber hæst sú mikla íþrótta- starfsemi sem haldið er uppi. Haldin eru um það bil sjötíu hér- aðsmót árlega og svo það stærsta sem er íþróttahátíð HSK. Einnig höfum við staðið fyrir nám- skeiðahaldi og á sumrin höfum við starfrækt leikjanámskeið fyrir krakkana." - Eru menn þegar farnir að huga að 90 ára afmælishaldi á næsta ári? „Það kom vel fram á þinginu að 90 ára afmælið er mjög ofar- lega í hugum fólks. I tilefni af- mælisins var meðal annars sam- þykkt að vinna að því að taka á móti hópi ungmenna frá Norður- löndunum, sem kemur til lands- ins á næsta ári til að taka þátt í menningarlandsmóti ungmenna- félaga „Kultur Ungdom" sem er hluti af dagskrá varðandi verk- efnið „Menningarborgin Reykja- vík“ árið 2000. Þarna er um að ræða ansi stóran hóp, á bilinu þrjú til fjögur þúsund manns. Hugmyndin er að hópurinn komi austur í einn dag og skoða hér áhugaverða staði, gróðursetji trjáplöntur og síðan yrði haldin menningarvaka um kvöldið. I sambandi við afmælið var einnig rætt um að endurtaka Kerhátíðina sem haldin var árið 1987. Sú hátíð var haldin til styrktar sambandinu að frum- kvæði Arna Johnsens, alþingis- manns og þótti takast mjög vel. Samþykkt var tillaga um að fela mér og Arna að kanna möguleik- ana á að endurtaka hátíðina, en það hefur reyndar verið reynt áður, en strandaði þá á afstöðu náttúruverndarráðs. Á hátíðina 1987 mættu nokkur þúsund manns og það var sérstaklega eft- ir því tekið hvað umgengnin var góð. Einnig voru uppi hugmyndir á þinginu um að halda 90 manna bændaglímu í tilefni 90 ára af- mælisins, en 50 manna bænda- glíma var einmitt á dagskrá 50 ára afmælisins árið 1950.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.