Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 27.03.1999, Blaðsíða 11
Xfei^Hr I.AUGARDAGUR 27. MARS 19 9 9 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR 30 farast í eldsvoða Gífurlega erfitt hefur reynst að ráða niðurlögum eldsvoða, sem kom upp í jarðgöngum á miðvikudag. A.m.k. þrjátíu manns hafa látist af völdum eldsvoða í neðanjarð- argöngum sem Iiggja milli Frakk- lands og Italíu í gtegnum hæsta fjallstind Evrópu, Mont Blanc. Eldurinn kviknaði fyrst á mið- vikudag í flutningabíl sem var staddur í göngunum, en í gær var ekki enn búið að ráða niður- Iögum eldsins. 52 slökkviliðs- menn frá Frakklandi, Sviss og Italíu unnu að slökkvistarfinu í gær og þurfti m.a. að sprauta sérstöku kæliefni til að reyna að koma hitastiginu niður, en hit- inn var þá kominn upp í 1000 gráður á Celcius á einum stað í göngunum. Tókst að koma hon- um niður í 70°. Einungis var hægt að komast að eldinum Ítalíumegin í göng- unum, þar sem vindátt hafði snúist og blés reyk og eldstrók- um í áttina að franska opinu. Vitað var um þrjátíu manns, sem farist höfðu í eldsvoðanum, en af þeim var einungis búið að bera kennsl á níu í gær. Tölu- verðar líkur voru taldar á því að fleiri Iík myndu finnast. Meðal hinna látnu er einn slökkviliðs- maður. Göngin eru um 11 kílómetra löng og voru þau lengstu í heimi þegar Charles de Gaulle Frakk- landsforseti opnaði þau árið 1965. Þetta er í fyrsta sinn sem eldur verður fólki að bana í göngunum. Viðamikil öryggiskerfí og loft- ræstikerfí eru í göngunum, en ekki var ljóst í gær hvort eitt- hvert þeirra hafi bilað eða verið bilað fyrir þegar eldurinn braust út í flutningabílnum, sem var frá Belgíu og flutti farm af hveiti og smjörlíki. — gb Slökkviliðsmenn við göngin, sem liggja milli Frakklands og Ítalíu í gegnum Mont Blanc. Serbar sameinast í andúð „Ef NATO hefur vonast til þess að reka fleyg á milli Slobodans Milosevic Júgóslavíuforseta og þjóðar hans með því að varpa sprengj- um á landið þeirra í refsingarskyni," skrifar fréttaritari bandaríska dagblaðsins Los Angeles Times, sem á fimmtudaginn var staddur í Belgrað, höfuðborg Júgóslavíu, „þá virðist sem þær hefðu haft þver- öfug áhrif.“ Hann segir allt benda til þess að Serbar séu að fylkja liði bak við forseta sinn, jafnvel þeir sem hafa hingað til verið honum andsnún- ir, og sameinast í reiði sinni gegn árásum NATO. Málamiðlim ESB-ríkja í Berlín Leiðtogum aðildarríkja Evrópusambandsins tókst loks að beija sam- an samkomulag um efnahagsumbætur á fundi sínum í Berlín í fyrri- nótt eftir 20 klukkustunda langa törn þar sem togast var á um styrki og greiðslur. Bretar \áldu ekki gefa eftir þau sérkjör sem þeir fengu árið 1984, Spánveijar vildu ekki láta draga úr styrkjum til fátækari svæða bandalagsins og Frakkar stóðu eindregið við bakið á bændum sem ekki vildu samþykkja þær róttæku breytingar sem fyrirhugað var að gera á landbúnaðarstefnu bandalagsins. A endanum var samþykkt málamiðlunartillaga frá Þjóðveijum, sem gengur mun skemmra en þær breytingar sem upphaflega var mein- ingin að gera. Til sölu þessir stórglæsilegu pick-up bílar. Til sölu þessir gullfallegu bflar. Mjög vel með farnir. Allar upplýsingar gefnar á Bílasölunni Stórholti Akureyri sími 462-3300. Látið ekki liapp úr hendi sleppa. Jörð til sölu Til sölu er jörðin Auðbrekka í Hörgárdal. Kúabú með tæp- lega 140.000 lítra greiðslumark. Bústofn um 80 nautgripir. Túnstærð um 57 ha. Góð vélaeign. Jörðin er í 16 km fjar- lægð frá Akureyri. Tilboða er óskað og skal þeim skilað fyrir 10. apríl til Búnað- arsambands Eyjafjarðar, Óseyri 2, Akureyri. Þar eru gefnar upplýsingar á skrifstofutíma í síma 462 4477. Freyvangs- Hamingjuránið - frábær gamansöngleikur eftir Benght Alfors Leikstjóri: Jón Stefán Kristjánsson Tónlistarstjóri: Garðar Karlsson 9. sýning laugardaginn 27.3. kl. 20.30. 10. sýning miðvikudaginn 31.3. kl. 20.30 11. sýning fimmtudaginn 1.4. (skírdag) kl. 20.30. 12. sýning laugardaginn 3.4. kl. 20.30. Engin sýning annan páska- dag. Frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Miðapantanir í síma 463-1195 kl. 16.00 - 19.00 alla daga nniDQLBYl CcreArbic RÁÐHÚSTORGI SÍMI 461 4666 THX Búðu þig undir að halda með vonda gæjanum! Svona hefur þú aldrei séð Mel Gibson áður. Meiriháttar mynd eftir Óskarsverðlaunahafann Brian Helgeland. Breska bylgjan heldur áfram og nú með frábærlega skemmtilegri mynd i anda Trainspotting og Full Monty. Sýnd kl. 19. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 21 og 23. B.i. 16 ára. Frábær mynd fyrir börnin. Sýnd um helgina kl. 17. Flottasta teiknimynd sem gerð hefur verið. Sýnd um helgina kl. 15 - ísl. tal. MulAN Sýnd um helgina kl. 13 ísl. tal TILBOÐ - Miðaverð 300 kr. Sýnd mánud.-miðvikud. kl. 17 m/ensku tali.l iniiiif m iiiiiiiiiiiiiiiiTiimiiiiiuiiiniiiiiiiiiii

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.