Dagur - 30.03.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 30.03.1999, Blaðsíða 7
ÞRIDJVDAGU R 30. MARS 1999 - 7 ÞJÓÐMÁL Vertu meó á miðjimm „Nú í dagrenning nýrrar aldar er hlutverk Framsóknarflokksins, sem hins frjálslynda miðjuflokks í íslenskum stjórnmálum, ef til vill mikilvægara en nokkru sinni fyrr, “ segir Halldór m.a. í grein sinni. Myndin er af miðstjórnarfundi framsóknar um helgina. í upphafi kosningabaráttu er hollt að líta yfir sviðið í íslensk- um stjórnmálum og skoða breyt- ingar í hinu pólitíska litrófi. Nú í dagrenning nýrrar aldar er hlutverk Framsóknarflokks- ins, sem hins fijálslynda miðju- flokks í íslenskum stjórnmálum, ef til vill mikilvaegara en nokkru sinni fyrr. Islenskt þjóðfélag hef- ur teldð miklum hreytingum á þeirri öld sem nú er að líða og Framsóknarflokkurinn sem er nær jafngamall tuttugustu öld- inni hefur verið kraftvélin í nær öllum framförum landsins, og umfram allt hefur flokkurinn borið gæfu til að þroskast með þjóðfélaginu og endurnýjast. Þessi endurnýjunarkraftur Framsóknarflokksins felst í því að hann hefur svigrúm til að vaxa því hann er ekki njörvaður niður í spennitreyju bókstafstrú- ar og fræðisetninga. Fastir í köntuniun Við framsóknarmenn horfum fram á veginn þar sem spenn- andi verkefni bíða úrlausnar en aðrir mega samfylkja um að raða saman brotum glataðra hugsjóna og horfa reiðir um öxl. I framþróun og umbrotum undanfarinna ára hafa hægri og vinstri stefnur lent í hrakningum víðast hvar og þótt flokkar þeir sem kenna sig við hægri eða vinstri hafa brugðið á það skammgóða ráð að róa lífróður í átt til miðjunnar, mun koma í Ijós fyrr en síðar að akkerin eru föst í köntunum. Ofugt við al- þjóðaþróun og framsækna miðjupólitík gerast þau tíðindi nú á íslandi að vinstri öflin fylkja liði fyrir kosningar og vígbúast til átaka og kalt strfð er enn einu sinni boðað í stjórnmálum. Þetta afturhvarf til fortíðar eru slæm tíðindi þegar ný öld er að hefjast. Framsóknarflokkurinn hafnar þátttöku í þessum átökum enda eru þau í óþökk þjóðarinnar og henni í óhag. Ábyrg stjórnmál felast í því, að okkar mati, að stefna fram veginn til framfara, velferðar og hagsældar - án útúr- dúra til hægri eða vinstri. Við bjóðum Iandsmönnum að vera með á miðjunni og hafna her- skyldu í köldu stríði hægri og vinstri aflanna. Öfgamar spilla fyrir Það má vera að stjórnmál í upp- hafi tuttugustu aldar hafi snúist um hægri og vinstri, en hitt er líka staðreynd að ábyrg stjórnmál við upphaf tuttugustu og fyrstu aldar snúast um raunhæfar og öfgalausar leiðir til að tryggja fólki frelsi, velmegun, velferð, jöfnuð, öryggi, stöðugleika og réttlæti. Burtséð frá átökum og öfgum til hægri og vinstri er það sameiginlegt með flestum stjórn- málaflokkum að þeir vilja beita sér fyrir þessum markmiðum en með mismunandi áherslum og hver með sfnum hætti. Vinstri flokkar vilja sjá mikla velferð og jöfnuð án þess að hyggja að því að þjóðfélagið hafi tekjur til að sjá fyrir þessu öllu saman. Hægri flokkar leggja áherslu á velgengni atvinnulífs og viðskipta, en hafa minni áhuga á jöfnuði og almennri vel- ferð þegnanna. Hægri stefnan er því líkleg til að skapa misrétti og óánægju sem fólk sættir sig ekki við til lengdar. Vinstri stefna leiðir á hinn bóginn gjarna til þess að gegnd- arlaus halli á ríkissjóði verður viðvarandi og velferðarkerfið hrynur af því að engir eru pen- ingarnir. Við framsóknarmenn styðjum frelsi og samkeppni í at- vinnu- og viðskiptalífi, en Ieggj- um umfram ailt áherslu á að hagnaðarsjónarmið mega aldrei skyggja á þá velferðar- og mann- úðarstefnu sem er grundvöllur þess að íslensk þjóð geti búið í landinu f sátt og sameiningu. Úreltar kreddur Einn af mörgum kostum íslend- inga er hversu opnir og jákvæðir við erum gagnvart nýjungum og fljótir að tileinka okkur þær. Það er góður eiginleiki, en hins vegar eru ekki allar nýjungar jafngóðar. Hingað hafa verið fluttar er- lendar stjórnmálakenningar sem boða einfaldar töfralausnir. Oft- ar en ekki hafa slíkar töfralausn- ir valdið hér skaða og úlfúð með- al þjóðarinnar. Fyrir ekki ýkja- löngu var „frjálshyggja” lausnar- orð hópa sem töldu að með henni væri loks fundin aðferð til að sníða alla vankanta af ís- lensku þjóðfélagi. Þetta átti að vera óbrigðult meðal uppáskrifað af heimsins frægustu hagfræð- ingum. En það kom annað á dag- inn; frjálshyggja hentaði ekki við íslenskar aðstæður - og raunar hvergi - og eru flestir hlaupnir frá þeim hugmyndum. Þannig var einnig um sósíal- isma og kommúnisma sem marg- ir fullyrtu lengi að væru allra meina bót. Annað hefur komið á daginn, og hafa þessar stefnur Ieitt mikla ógæfu yfir þau samfé- lög þar sem þær urðu einar ofan á og réðu ríkjum. Vond stcfna verður góð Hinir þrautseigu talsmenn sósí- alismans hér á landi hafa þó ekki látið bugast af reynslu né stað- reyndum, frekar en fyrri daginn, heldur telja þeir sig hafa upp- götvað splunkunýja vinstri stefnu, sem hafi þá náttúru að hún sé jafngóð og sú gamla var vond. Þjóðin hlýtur að átta sig á því að ekkert hefur breyst. Sama fólk, sama sameiningartal, sama sundurlyndi. Til hægri og vinstri hefur ekkert breyst nema á yfir- borðinu. Og enn er boðað kalt stríð milli þessara aðila. Það sem þessar fylkingar til hægri og vinstri hafa ekki áttað sig á er að þjóðfélagið verður æ flóknara og jafnframt verður æ fráleitara að einfaldar lausnir komi að gagni og geti verið undirstaða fram- fara. Og verði völd þessara flokka of mikil leikur enginn vafi á þvi að þeir munu leita uppruna síns og grímulausar öfgar verða áberandi í stjórnarháttum og stefnumálum þeirra. Þessar öfg- ar þekkjum við frá upphafi þeirr- ar aldar sem nú er að líða. Gaml- ar kreddur eru ekki lykill að framförum á næstu öld. Frelsi til að njóta sin Að sjálfsögðu er margar nothæf- ar hugmyndir að finna bæði til hægri og vinstri, þótt hvað eftir annað hafi sannast að hvorug stefnan er einhlít til árangurs. I stefnu Framsóknarflokksins hef- ur alltaf verið að finna það sem nothæft hefur reynst úr stefnu- miðum hægri og vinstri manna - öfgunum höfum við hins vegar hafnað. Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur miðjuflokkur sem alltaf hefur aðhyllst félags- hyggjusjónarmið við stefnumót- un og stjórn landsins og jafn- framt þau grundvallarsjónarmið að hæfileikar allra einstaklinga skuli hafa svigrúm og frelsi til að njóta sín til fulls. Lítil þátttaka kvenna í stjórnmálum, bæði hér og erlendis, hefur án efa gert það að verkum að lausnir á vanda sérhvers tíma hafa orðið öðruvísi og lakari en ella hefði verið. Framlag kvenna í stjórnmálun- um er ný og nauðsynleg \ádd í samfélagi framtíðarinnar. Fram- sóknarflokkurinn varð fyrstur flokka til að samþykkja víðtæka jafnréttisáætlun í flokksstarfi sínu, og er ekki ólíklegt að jafn- réttisáætlun okkar framsóknar- manna verði öðrum stjórnmála- flokkum til fyrirmyndar — ein- hvern tímann. Nú leiða konur framboðslista okkar í þremur kjördæmum og hlutur kvenna £ stofnunum flokksins hefur auk- ist til muna. Verk að vinna Samfélagið mynda allir þegnar þjóðfélagsins og í litlu samfélagi er hver og einn dýrmætari en ella. Við þurfum á öllum að halda og því á samfélagsrekstur- inn að vera þannig að hver og einn geti lagt fram sinn skerf. Al- mannatryggingakerfið á að tryggja að þeir sem lent hafa í áföllum geti áfram auðgað fjöl- breytni mannlífsins með fram- lagi sínu. Við höfnum einstefnu til hægri eða vinstri. Við þurfum á öllum kröftum okkar að halda til að leiða íslenska þjóð til nýrr- ar framsóknar í fremstu röð meðal þjóða á tuttugustu og fyrstu öld. Og við þá sem eru tregir til að yfirgefa einstreng- ingslega trú á hægri eða vinstri getum við ef til vill sagt til að út- skýra sjónarmið okkar: Við telj- um betra að hafa tvær hendur heldur en eina. Enda höfum við verk að vinna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.