Dagur - 31.03.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 31.03.1999, Blaðsíða 4
4 - MIÐVIKUD A GU K 3 1, MARS 1 9 9 9 FRÉTTIR Andvirði Rauðu fjaðrariuuar til raunsókna á Alzheimer Um miðjan aprílmánuð fer fram landssöfnun Lionshreyfingarinnar und- ir merki Rauðu ijaðrarinnar. Að þessu sinni er söfnunin samnorræn, en Lionsfélagar á Islandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi munu safna fé til rannsókna á sjúkdómum sem heija á eldra fólk, t.d. Alzheimer, með því að knýja á dyr, selja rauða fjöður og kynna forvitni- Iegt kynningarefni. 50 ár eru liðin síðan Lionsstarf hófst á Norðurlönd- um. Föstudaginn 16. apríl verður sjónvarpsþátturinn Hönd í hönd sýnd- ur en þar fer fram Iokaátak söfnunarinnar. Vemdari söfnunarinnar er Forseti Islands, herra Olafur Ragnar Grímsson. Veguriun fljótaudi púði yfir votlendið Skipulagsstofnun hemr hafið fmmmat á umnverfisáhrifum framkvæmda við Vatnshamraleið frá Andakílsá að Hnakktjamarlæk í Borgarfjarðar- sveit, alls 11,4 km. Tilgangur framkvæmdanna er að auka umferðarör- yggi innan uppsveita Borgaríjarðar, sem felast m.a. í styttingu leiðar um 3,5 km. Vatnshamraleið byijar við Andakílsá í landi Ausu og liggur um land Vatnshamra, Kvígsstaði og Hest og endar þar við Borgarfjaröar- braut. Þaðan verður Borgarfjarðarbraut endurbyggð í Iandi Hests, Fossa- túns og Varmalækjar. Þar sem vegurinn mun fara yfir óraskað mýrlendi verður votlendið næst veginum ekki ræst fram, en vegurinn þess í stað byggður sem fljótandi púði yfir votlendið. Almenningi gefast fimm vikur til að kynna sér framkvæmdina, en athugasemdir þarf að Ieggja fram fyr- ir 30. apríl nk. Svartar qaörir 80 ára Nú í lok mars munu vera 80 ár frá því að Ijóðabók- in „Svartar Ijaðrir“ eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi kom út fyrst. Fáum ef nokkurri Ijóðabók hefur verið tekið jafn fagnandi og frá útkomu þess- arar bókar og má segja að Davíð hafi orðið þjóðskáld og kvæði hans almenningseígn. I tilefríi af áttræðis- afmæli hinnar síungu bókar mun Erlingur Sigurðar- son írá Grænavatni fara með ljóðin úr Svörtum ijöðrum í Ðavíðshúsi í kvöld og tvö næstu kvöld - miðvikudag, skírdag og föstudaginn langa. Erlingur er vel kunnur kvæðum Davíðs og setti m.a. saman sviðsverkið „A svörtum íjöðrum“, sem Leikfélag Ak- ureyrar sýndi á aldarafmæli skáldsins árið 1995. Að- gangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Umhverfisverölauii til emstaklinga Frjáls félagasamtök á sviði umhverfis- og náttúruverndar hafa ákveðið að helja veitingu umhverfisverðlauna, sem verði hvatning, viðurkenning og þalddætisvottur til einstaklinga, sem hafa með störfum sínum haft já- kvæð áhrif á þróun umhverfis- og náttúruverndar á Islandi. Að umhverf- isverðlaununum standa Landvernd, Náttúruvemdarsamtök Islands, Sól í Hvalfirði, Félag um vemdun hálendis Austurlands, Fuglaverndunarfé- lag Islands og NAUST. Oskað hefur verið eftir tílnefningum til umhverf- isverðlaunanna ífá almenningi og skulu þau hafa borist fyrir 6. apríl 1999. Póstmaimafélag íslands 80 ára Póstmannafélag Islands er 80 ára um þessar mundir en félagið stofnuðu 11 póstmenn í Reykjavík og var fyrsti formaður Þorleifur Jónsson, síðar póstmeistari. I dag eru félagsmenn um 1100, þar af um 800 konur, á um 90 póststöðvum víða um Iand. Formaður er Þuríður Einarsdóttir. Kjara- og samningamál hafa alla tíð verið meginverkeíríi félagsins enda félagið stofnað til að bæta hag póstmanna. Afmælisfagnaður verður næsta laug- ardag á Grand Hotel í Reykjavík frá ldukkan 16 til 19. Bjór- og léttvín í verslanir Aðalfundur Kaupmannasamtaka Islands telur ljóst að miklar breytingar séu á næsta leiti varðandi rafræna verslun jafnt sem greiðslumiðlun. Fundurinn hvetur verslunina til þess að eiga frumkvæði að þessum breytingum og taka fullan þátt í mótun þeirra Ieiða sem ákveðnar verða, hæði hvað varðar val á tækni og Iagaumgjörð þessarar starfsemi. Fund- urinn hvetur til breytinga á smásöluverslun með bjór og léttvín og að j smásalan verði gefin fijáls. Fagnað er umræðu um byggðamál og stöðu landsbyggðarfólks. Verslunarþjónusta sé ein af undirstöðum byggðar í nútíma þjóðfélagi og því sldpti mildu máli að hlutur hennar gleymist ekki í þeirri endurskoðun sem nú fari fram á stöðu landsbyggðarinnar. Skor- j að er á kaupmenn og alla smásöluverslun í landinu að fylkja sér um Um- hverfissjóð verslunarinnar, sem hefur frá stofnun úthlutað um 100 millj- j ónum króna til margvíslegra þjóðþrifaverkefna. Standí verslunin ekld ! saman um sjóðinn þá sé tilveru hans ógnað. - GG j Þeir svelta Snjótittlingurinn/Sólskríkjan, heldur sig sunnanlands yfir vetrarmánuð- ína og flýgur norður með hækkandi sól til hreiðurgerðar. Það er nú ekki verið að skoða veðurspána áður en lagt er í hann og því lenda þessi grey í því að finna hvorki mat né hreiðurstað. A Akureyri eru nú þúsundir fugla matarlausir í snjónurn og svelta til dauða sé ekki eitthvað að gert. í verslunum fást fuglafræ ætluð smáfuglunum og er mannfólkið hvatt til að sína gæsku sína og gefa þessum greyjum að borða á þessum alltof langa vetri. Systur í synd á torginu í dag verður uppákoma á Ráðhústorginu á Akureyri, þar sem leikarar og tónlistarmenn úr Ieikritinu Systur í syndinni ætla að skemmta fólki með leik og söng. Félagar úr Tjarnarkvartettinum troða upp með hópnum ld. 16.00 og 17.00. .Xfc^WT' Mjólkurfræðingar voru í gær komnir til vinnu á ný eftir eins dags verkfall. Mj ólkurfræðmg- ar aftur til viiinu Mjdlkurfræðmgar í viðræðum við KEA. Allir mjólkurfræðingar Mjólkur- samlags KEA mættu til vinnu í gærmorgun eftir eins dags verk- fall á mánudag. Bragi Egilsson, trúnaðarmaður mjólkurfræð- inga, segir að málin verði nú rædd og markmið þeirra við- ræðna sé að leysa þá deilu sem fyrir er vegna óánægju mjólkur- fræðinga með kjaramál. „Málið er á viðkvæmu stigi þannig að það er lítið hægt að segja um þetta í augnablikinu. Við ætlum að reyna að leysa þetta í góðu,“ segir Bragi. Hólmgeir Karlsson, mjólkur- samlagsstjóri, sagði í samtali við Dag í gær að hann teldi aðgerðir mjólkurfræðinga fullkomlega ólöglegar, enda væri tæpt ár eftir af gildandi kjarasamningi. Hann sagðist ekki myndu ræða við mjólkurfræðingana fyrr en þeir létu af aðgerðum og hæfu aftur störf. Bragi segist ekki líta svo á að vinnustöðvunin hafi verið ólögmæt. „Við teljum kjarasamn- ingi ekki lokið fyrr en sérkjara- samningum er lokið. Það er ekki meira um það að segja. Þarna stendur orð gegn orði.“ Bragi segir að víða annars staðar hafi mjólkurfræðingar fengið kjarabætur í gegnum sér- kjarasamninga. Sama markmið sé hjá mjólkurfræðingum KEA. - 15 Þ Aðgengileg kennslubók fynr Pólverj a á íslandi An-Dao Tran, Stanislaw Jan Bartoszek og Páll Pétursson kynna kennslu- bókina fyrir Pólverja á íslandi. íslensk fallbeyging er í sjálfu sér einföldun því í pólsku eru föllin sjö. Pólverjunt kennd íslenska. Minni hætta ætti nú að vera á að Pólverjar á íslandi - þeir munu vera um eitt þúsund um þessar mundir - einangrist vegna tungu- málavandkvæða, því Fjölmennt- Bréfaskólinn hefur með styrk fé- lagsmálaráðuneytisins gefið út kennslubók í íslensku fyrir byrj- endur með pólskum skýringum. Höfundar bókarinnar eru Stan- islaw Jan Bartoszek og An-Dao Tran. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir að þjóðhagslega séu Pólveijar orðnir afar mildlvægur þáttur í efnahagslífinu og lagt sitt af mörkum til að koma í veg fyrir vínnuaflsskort. Nokkrar áhyggjur væru uppi um að þetta fólk ein- angraðist vegna tungumálaerfið- leika og þvi fagnaði hann ákaflega þessu framtaki. Stanislaw lét þess getið að allir Pólverjar væru Fjöl- mennt og félagsmálaráðuneytinu þakklátir fyrir stuðninginn. Hann og An-Dao sögðu að mikið hefði verið spurt um kennsluefni fyrir almenning, því kennsla í íslensku hafi hingað til mikið verið bundin við háskólaborgara. Stanislaw hefur einnig staðið íyrir bráðabirgðaútgáfu af pólsk- íslenskri og íslensk-pólskri orða- bók, sem að líkindum verður styrkt með veglegri útgáfu í huga. Páll gat þess að á Höfn í Horna- firði hefði Daworka Basrak unnið það þrekvirki að taka saman orða- bók fyrir Serbó-Króata á íslandi. Þá má geta þess að Fjölmennt hyggst nú í september miðla ís- lenskukennslu fyrir byijendur á Netinu og þá er ekki síst haft í huga að auðvelda börnum og mökum íslendinga erlendis að Iæra tungumáiið. - FÞG Hægt að endurskoða allt Jón Kr. Sólnes, formaður skóla- nefndar Akureyrarbæjar, segir að samþykkt skólanefndar og bæjar- ráðs á hækkun sumargæslu- gjalda íyrir börn í 1. -4. bekk, sé ekki endilega komin til að vera. Engin samþykkt sé eilíf, en hins vegar hafi nefndinni verið gert að finna leiðir til að sumarvist- unin stæði undir sér. Aðeins sé horft á raunkostnaðinn sem fylgi sumargæslunni en ekki rekstur fasteignanna. Eins og fram kom í Degi í gær er þrefalt dýrara að vista barn í sumargæslu á Akureyri en í Reykjavík. Megn óánægja er hjá foreldrum með hækkun sumar- vistunargjaldanna sem er á ann- að hundrað prósent. I Reykjavík er stórum Ijárhæðum varið til að niðurgreiða þjónustuna í gegn- um íþrótta- og tómstundaráð. Af hverju fer Akureyrarbær ekki sömu leið? „Það er erfitt að svara því í einni hendingu en það er alveg ljóst að málaflokkurinn á undir högg að sækja. Það vantar veru- lega Ijármuni til að ná endum saman og þá er óverjandi að vera með alls konar starfsemi í gangi þar sem þessir ljármunir hríslast út,“ segir Jón Sólnes. Samkvæmt því sem Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L-Iistans, segir, sparar bærinn sér rúmar 3 milljónir með því að hætta niðurgreiðslum á þjónust- unni. — BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.