Dagur - 02.02.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 02.02.2000, Blaðsíða 7
MIDVIKUDAGUK 2. FEBRÚAK 2000 - 7 VetnisrOdð Island - hið fyrsta í veröldinni? „Þessi adferö hefur veríð þekkt og notud i langan tíma. Þannig hefur orðið til mikil reynsla við Áburðarverksmiðj- una en vetnisframleiðsla er hluti af framleiðsluferli Áburðarverksmiðjunnar, “ segir Hjálmar m.a. í grein sinni. Síðustu misseri hefur töluvert ver- ið fjallað um Island í virtum blöð- um og tímaritum víðs vegar um heim. Nægir þar að nefna The Economist, Der Spiegel, Financi- al Times, Dagens Nyheter, Discovery Channel og þannig má áfram telja. Eðlilegt er að velta fyrir sér hvers vegna Islandi er sýndur þessi óvænti áhugi. Svarið er í rauninni einfalt. Islensk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau stefni að því að verða fyrsta ríki veraldar til að byggja efnahag sinn á vetni. Nú virðist komið á daginn að þetta markmið sé raunhæft. Það þykir fréttnæmt. Regluleg umfjöllun um vetnistæknina í heimspressunni gefur jafnframt til kynna að mikið sé að gerast á því sviði um víða veröld. Heimur- inn er einfaldlega á leið til vetnis- væðingar og þar eru Islendingar að skipa sér í forystusveit. En hvað felst í hugtakinu vetnis- tækni? Vistvænn orkugjafi veldurbyltingu Vetni er afskaplega einfalt í fram- leiðslu. I raun þarf ekki annað en raforku og vatn. Rafmagnið er notað til þess að kljúfa súrefni frá vetni. Þessi aðferð hefur verið þekkt og notuð í langan tíma. Þannig hefur orðið til mikil reynsla við Aburðarverksmiðjuna en vetnisframleiðsla er hluti af framleiðsluferli Aburðarverk- smiðjunnar. I Appologeimförun- um var vetni notað sem orkugjafi. Tæknin byggir á því að vetni og súrefni er leitt á svonefndan efna- rafal (Fuel-Cell). Við þann sam- runa gerist tvennt: Hreint og ómengað vatn myndast og hins vegar Iosnar rafeind. Sú rafeind veitir afl, m.a. til þess að knýja vél- ar. Hér er um að ræða algjörlega vistvæna tækni - eini útblásturinn er hreint vatn! Þó að tæknin hafi verið þekkt í áratugi hafa bíla- framleiðendur lengst af baldið sig við hina hefðbundnu og þekktu sprengivél. Fyrir þremur árum lýstu talsmenn stærstu bílafram- leiðenda því hins vegar yfir að á 21. öldinni yrði vetni aðalorku- gjafinn. 1 kjölfarið hófst hörð sam- keppni miíli bílaframleiðenda þar sem miklum fjármunum er varið til rannsókna. Fyrir vikið er þró- unin hraðari en nokkru sinni fyrr og berast stöðugt nýjar fréttir af framförum á sviði vetnistækninn- ar. Nú hefur Island verið valið sem vettvangur fyrstu alvarlegu skrefanna á þessu sviði. I því fel- ast tækifæri sem við megum ekki láta úr greipum okkar ganga. Hvers vegna núna? Tvær meginástæður liggja fýrir því að bílaframleiðendur stíga þessi skref núna. Annars vegar er því spáð að olíulindir jarðar muni fara senn þverrandi. Það mun að óbreyttu hafa ótrúleg áhrif á efna- hagslíf þjóða heimsins þar sem verð á olíu mun þá rjúka upp úr öilu valdi vegna þcss að eftirspurn verður meiri en framboð. Bíla- Iramleiðendur og stjórnendur fyr- irtækja vilja j»eta brugðist við þess- ari þróun. I öðru lagi hefur vax- andi krafa beinst að bílaframleið- endum og stjórnmálamönnum um að bregðast við útblæstri vegna bílaumferðar. Talið er að mengun frá bílum sé mesta vandamál borga heimsins. A hverju ári þurfa borgaryfirvöld víða um heim að grípa til harðra aðgerða til þess að takmarka um- ferð og reyna þannig að gera borg- arbúum Iíft fyrir mengun. Þessa verður og vart í Reykjavík og má glögglega sjá grútarskýið liggja yfir borginni í köldum vetrarstillum. I raun má bæta við þriðju ástæðunni. Hún er af pólitískum toga. Olíuríkin svonefndu hafa gífurlega mikil völd í heiminum þar sem efnahagslíf þjóða er svo verulega háð jarðefnaeldsneyti. Stærri þjóðir hafa áhyggjur af þeim stöðuga pólitíska óróa sem er hvað mestur við hotn Miðjarð- arhafsins (ef til vill vegna olíunn- ar). Með því að fínna nýjan orku- gjafa dregur úr pólitísku hlutverki olíuríkjanna. Daimler-Chrysler reið á vaðið og í kjölfarið hafa all- ir helstu bílaframleiðendur hafið þátttöku í þessu kapphlaupi. Snýst það enda um gífurlega pen- inga og hagsmuni. Hvers vegna ísland? Eðlilegt er að menn velti því upp hvers vegna Island hafi orðið fyrir valinu sem tilraunavettvangur vetnisvæðingarinnar. Fyrir því eru nokkur svör. I fýrsta lagi liggur fýr- ir pólitísk viijayfirlýsing ríkis- stjórnar íslands um þessa stefnu- mörkun. I öðru lagi hafa Islend- ingar reynslu af því að skipta um orkugjafa, m.a. með hitaveituvæð- ingunni þegar jarðvarnii leysti kol og olíu af hólmi. Við það skapað- ist mikilvæg reynsla og mannauð- ur. I þriðja lagi höfum við reynslu af framleiðslu vetnis í Aburðar- verksmiðjunni í hartnær 50 ár. 1 fjórða lagi hefur Háskóli Islands undir forystu Braga Arnasonar látið vetnisrannsóknir og mögu- leika þess verulega til sín taka. í fimmta lagi eru íslendingar auð- ugir af vistvænum orkugjöfum til framleiðslu á rafmagni. I sjötta lagi þá er mjög horft til smæðar ís- lenska samfélagsins en hér er mun léttara að byggja upp innviði (Infrastructure) og meta áhrif vetnisvæðingarinnar á hið smáa samfélag okkar. Þá rcynslu má síðan yfirfæra á stærri samfélög. I sjöunda lagi má svo nefna að menntastig á Islandi er fremur hátt og landið opið fýrir alþjóð- legu samstarfi. A þessa þætti horfa hinir erlendu aðilar og finnst því Island fýsilegur kostur sem tilraunavettvangur nýrrar tækni í samstarfi margra aðila. Hver er ávúmmgiir íslendinga? Margir hafa velt því fyrir sér hvaða hagsmunir felist í vetnismálunum fýrir Islendinga. Fyrst skal nefnt að hér er um verulega stórt um- hverfismál að ræða. Vil ég ganga svo langt að halda því fram að vettnistæknin geti verið stærsta umhverfismál Islendinga. Tveir þriðju af koldíoxíðmengun okkar á rætur sínar að rekja annars vegar til útblásturs frá bílum og hins vegar fiskisldpaflotans. Þannig er útblásturinn áætlaður meiri frá bílum eingöngu heldur en stóriðj- unni samanlagðri. Með því að nota innlenda og vistvæna orku- gjafa í samgöngum okkar og á fiskiskipum getum við þannig Iækkað koldíoxíðmengun um 66- 67%. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hver ávinningur- inn af slíku er. Eitt af þeim verkefnum sem glímt er við í undirbúningi vetni- svæðingarinnar er að nýta útblást- ur hinnar íslensku stóriðju til framleiðslu á metanoli. Metanol er ákveðin aðferð til þess að geyma vetni. Það metanol má síð- an nota á efnarafala, í bílum og á fiskiskipum. Þar með er í rauninni að opnast möguleikar á vistvænni stóriðju hér á Islandi - hinni fýrstu í veröldinni. Hér er einnig um mikið efna- hagsmál að ræða. Arlega verjum við um 10 milljörðum króna til kaupa á mengandi jarðefnaelds- neyti (bensín og olíur). Það hlýtur að vera æskilegt fýrir efnahagslífið að halda þeim fjármunum innan íslenska efnahagslífsins og láta þá peninga vinna með okkur. Til lengri tíma litið á Island að geta orðið útflytjandi vetnis og þar með farið að skapa gjaldeyri með út- fiutningi orkugjafa í stað þess að eyða gjaldeyri til sömu hluta. Hér er þvf um mikið efriahagsmál að ræða. I þriðja lagi má ætla að tilrauna- starfsemi á þessu sviði hafi mjög hvetjandi áhrif á vísindasamfélag okkar og geti af sér margfeldiáhrif. Tilraunirnar fela í sér mikla fjár- muni til vísindastarfsemi sem þá í raun hækkar menntastig þjóðar- innar. Alls kyns hugmyndir kunna að verða að sölumöguleikum og þá er rétt að hafa í huga að til- raunasamfélagið ísland getur boð- ið til sölu þekkingu og reynslu. Við getum með öðrum orðum flutt út mannauð. I fjórða lagi má benda á að nú þegar hefur umfjöllun í alþjóðleg- um fjölmiðlum haft mjög jákvæð áhrif til landkynningar á Islandi. Fólk úr ferðageiranum tjáir mér að bókanir ferðamanna vegna þessa séu þegar farnar að gera vart við sig. Vetnisvæðingin er með öðrum orðum afskaplega jákvæð fýrir Island sem vistvænt ríki. Hver eru helstu vandamálin ? Einkenni allrar nýsköpunar er glíma við vandamál af ýmsum toga. Og vissulega eru þau til stað- ar hvað varðar vetnisvæðinguna. Stærsta vandamálið sem stendur felst í geymslu vetnisins. Það er nokkuð fýrirferðamikið sem loft- kennt efni. Víða um hcim verja nú vísindamenn, stofnanir og fýrir- tæki verulegum fjármunum til þess að Ieysa þann vanda. Sem dæmi má nefna samstarf Kínverja og Bandaríkjamanna um hug- mynd sem felur í sér geymslu- tækni á vetni en samkvæmt henni á venjulegur bíll að geta ekið um 6000 kílómetra á einni áfyllingu á tanki sem er ekki umfangsmeiri en venjulegur bensíntankur. Yms- ir spá því að þessi tækni verði orð- in söluhæf innan 10 ára. A stærri bílum, svo sem strætisvögnum og sendibílum er unnt að nýta pláss- ið fýrir hreint vetni en því er spáð að fýrstu fólksbílarnir muni nýta mctanol sem geymsluaðferð á vetninu. Meðferð þess og dreifing er einföld, olíufélögin geta notað sömu tanka og dælur eins og um bensínafgreiðslu væri að ræða. Annað vandamálið eru úr- töluraddirnar. Við alla óvissu og nýsköpun heyrast úrtöluraddir. Þá er augljós hætta á pólitískum þrýstingi hagsmunaaðila sem sjá hagsmunum sínum ógnað með nýjum orkugjafa. I raun er eina svarið við þessum vandamálum að hala skýra framtíðarsýn og vera reiðubúinn að frlgja henni eftir. Kostnaður þarf að taka mið af framtíðarhagsmunum og má í því sambandi benda á að hátt í fimm hundruð vel menntaðir vísinda- menn starfa nú á rannsóknarsetri Daimler-Chrysler skammt frá Stuttgart og einbeita sér að þróun vetnistækninnar. Tilraunabílarnir sem búnir hafa verið til kosta hver um sig í raun einhveija milljarða króna. Hins vegar stefnir Daim- ler-Chrysler að fjöldaframleiðslu á árunum 2004-2005 og hyggjast þá bjóða bílana á sambærilegu verði við hefðbundna bíla. Með fjöldaframleiðslunni ná bílafram- leiðendur kostnaðinum við rann- sóknar- og þróunarstarfið til baka. En slíka áhættu taka menn ekki nema að baki liggi vandaðir út- reikningar og trú á þá sýn sem menn leggja upp með. Næstu skref Prófessor Bragi Arnason hefur í um þrjá áratugi verið að kynna og benda á möguleika vetnis í efna- hagslífi okkar. Fyrir um þrjátíu árum hlógu menn jafnvel að hug- myndum Braga og töldu þær vera óraunhæfar líkt og í vísindaskáld- sögu. Stofnun Nýorku, félags til þess að annast fyrstu skref vetnis- væðingar íslensks samfélags, í eigu innlendra og erlendra aðila, sýnir svo ekki verður um villst að málið er raunhæft í dag. Nýlega fór 15 manna hópur lslcndinga til vinnufundar í höfuðstöðvum Daimler-Chrysler í Stuttgart í Þýskalandi. Eg hygg að allir ferða- langar hafi skilið og sannfærst um alvöru Daimler-Chrysler enda kom fram í máli eins stjórnar- manna hins öfluga fyrirtækis að þeir litu mjög til gildis þessa verk- efnis og áhuga íslendinga á því. Þeim er með öðrum orðum fúlasta alvara. A síðustu tveimur árum hafa verið í undirbúningi fjölmörg verkefni sem fýrirtækið Nýorka heldur utan um. lnnan eins til tveggja ára má búast við að sjá fýrstu þrjá strætisvagnana aka um götu höfuðborgarinnar og upp úr því má búast við að þeim fari markvisst fjölgandi. Um svipað leyti má ætla að fyrstu fólksbílarn- ir komi og þróun verði þar svipuð. Þá eru til skoðunar margir aðrir þættir, svo sem framleiðsla vetnis, geymsla vetnis, framleiðsla og geymsla á metanoli og ekki síst verkefni með skipaflotann. Með samstarfi við Daimler-Chiy'sler, Shell International og Norsk- Hydro næst aðgangur að rándýrri tækni. Mótframlag Islendinga er í rauninni þeir kostir sem hér að framan voru taldir. Bílaframleið- endur einblfna eðlilega á tæknina í bifreiðum. Sérstaða okkar Is- lendinga er auk þess fiskiskipa- flotinn. Þar eigum við að geta not- að samstarfið til þess að leiða tæknina inn í fiskiskipaflotann og orðið stórveldi á því sviði. Innan 20-30 ára á Island að geta verið orðið fýrsta ríki veraldar sem byggir efnahag sinn á vetni sem orkugjafa. Sé rétt á haldið fel- ast í vetnisvæðingunni meiri sókn- arfæri en íslenskri þjóð hefur boð- ist lengi. Hún ber vott um póli- tískan vilja en ekki síst að mennta- stig þjóðarinnar er að hækka. Þess sér vott á mörgum sviðum. Ég nefni Íslenska erfðagreiningu, öll hin fjölmörgu nýju hugbúnaðar- fýrirtæki á Islandi, lyfjaiðnaðinn og þannig má áfram halda. Mcnntun íslensku þjóðarinnar er að skipa henni í röð fremstu þjóða veraldar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.