Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 4
MENNINGARLÍFD , 20 - LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 Ll Iij ÍiiMl.iHtiilLli-1 EEjaEljEnll BJoRoftu^Bof LEIKFÉLA6 AKUREYRAR Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýninqu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Oates og Marilyn Norma Jean Baker, öðru nafni Marilyn Monroe, er enn góð mark- aðsvara. Þannig virðist ekkert lát á nýjum bókum um þessa þokka- dís sem lést að- eins 36 ára að aldri. Skrifaðar hafa verið nánast óteljandi bækur um hana vestan- hafs, stundum af kunnum rithöf- undum eins og Norman Mailer og Gloriu Steinem. Það mætti því halda að nú væri Iöngu komið nóg af slíkri firamleiðslu. En bandaríska skáldkonan Joyce Carol Oates er á öðru máli, því hún er að senda frá sér nýja bók sem heitir einfaldlega „Blonde" (Ljóska) og sker sig frá flestum þeim ritum sem áður hafa birst um ævi kvikmyndastjömunn- ar. Hér er nefnilega um skáldsögu að ræða. Afkastamikil Joyce Carol Oates er í hópi kunn- ustu sagnaskálda Bandankjanna um þessar mundir. Hún hefur á löngum ferli sent írá sér um hálft hundrað bóka, einkum skáldsögur og smásagnasöfn en einnig rit- gerðasöfn. Hún fæddist 16. júní 1938 í Lockport, New York, og fékk strax á unga aldri mikinn áhuga á að segja sögur. Hún fékk ritvél að gjöf fjórtán ára gömul og hamaðist næstu árin við að skrifa margar skáldsögur sem aldrei hafa birst. Hún gekk menntaveginn og lauk meistaragráðu í ensku við háskól- ann í Wisconsin. Þar hitti hún og giftist Raymond J. Smith. Arið 1962 settust þau að í Detroit - Skáldsagan um Marílyn. bílaborginni sem hafði fljótt mikil áhrif á viðfangsefni hennar sem höfundar. Fyrsta smásagnasafnið, By the North Gate, kom út þegar hún var 25 ára. Síðan hafa bækurnar kom- ið í stríðum straumi; sum árin skrifaði hún tvær eða jafnvel þrjár skáldsögur meðfram kennslu sem hún hefur stundað áratugum sam- an, en frá árinu 1978 í Princeton. Þar gefa þau hjónin Iíka út tímarit, The Ontario Review. Oates hefur skrifað svo ólíkar sögur að vonlítið er fyrir gagn- rýnendur að skipa verkum hennar á þröngan bás. Hún hefur líka lagt í það áður að semja skáldsögur um raunverulegt fólk. Þar má nefha tvær nýlegar bækur; Black Water (1992) sem segir söguna af bílslys- inu á Chappaquiddick eyju frá sjónarhóli Mary Jo Kopechne sem lést í bifreiðinni sem Edward Kennedy ók, og Zombie (1995) sem byggir á Ijöldamorðingjanum og mannætunni Jeffrey Dahmer. Hvernig Norma Jean varð Marilyn Monroe. Hún hefur fengið margvíslega við- urkenningu og verðlaun fyrir rit- störf sín. Misjafnir dómar Skemmst er frá því að segja að bókin um Marilyn hefur fengið afar misjafna dóma. Sumir gagn- rýnendur eiga vart orð til að lýsa aðdáun sinni og kalla söguna meistaraverk. Aðrir sjá henni flest til foráttu og segja hana fyrir neð- an virðingu höfundar á borð við Joyce Carol Oates. Handritið var upphaflega 1400 blaðsíður, en Oates stytti það um helming eða svo; nýja bókin er ríf- lega 700 síður. Hluti þess sem skorinn var burtu mun birtast í sérstakri bók síðar. Allt þetta skrif- aði hún og endurskoðaði á aðeins einu ári, og er það í samræmi við ótrúleg afköst hennar fyrr og síðar. Sumir halda því fram að þeir sem skrifi bækur um þokkadísina frægu séu fýrst og fremst að hugsa um að græða á því, enda eru þeir Mariiyn Monroe i einni frægustu kvikmynd sinni. Hún er enn tilefni nýrra bóka. ófáir sem enn hagnaðst vel á nafni Marilyn Monroe. Oates kveðst hafa allt annað í huga og rekur upphafið til þess að hún sá fyrir nokkrum árum ljósmynd af Normu Jean Baker 17 ára gamalli. Myndin minnti hana mjög á ung- ar stúlkur frá sundruðum heimil- um sem hún hafði kynnst á æsku- árunum. Henni fannst það spenn- andi tilhugsun að reyna að gefa þessari stúlku nýtt líf í heimi skáldskaparins. Fyrst hafði hún í huga Ianga smásögu í stíl ævin- týra, en niðurstaðan varð firna- löng og opinská raunsæisskáld- saga sem fjallar ítarlega um upp- vaxtarár Normu Jean en Iýsir því einnig hvernig hún breyttist í Marilyn Monroe. Eins og gefur að skilja er Mari- lyn ekki eina raunverulega persón- an sem breytist í skáldsagnaper- sónu í bókinni. Hér koma við sögu margir þeir sem tengdust þokkadísinni á Iífsleiðinni, þar á meðal Arthur Miller og John F. Kennedy Bandaríkjaforseti. BÓKA- HILLAN kvj^jnynd KVIK- IVSYNDIR Síðasta öskrið (Scream 3) Leikstjóri: Wes Craven Handrit: Ehren Kruger, byggt á persónum Kevin Williamsons Aðalhlutverk: David Arquette, Neve Campbell, Courteney Cox, Patrick Dempsey, Scott Foley Pjetur St. Arason skrifar Hvað eiga Skyttur Friðriks Þórs og Scream 3 sameiginlegt. Jú, í báðum myndunum er tónlist ástralska rokkarans Nicks Cave notuð til þess að skapa stcmmn- ingu. Rödd hans í sjálfu sér næg- ir til þess að skapa óhugnað og þegar hann syngur um morð og óhugnað fara hárin að rísa. Scream 3 er sjálfhverf bíó- mynd. Fyrsta myndin í öskur bálknum var ágætis kennslu- stund í kvikmyndafræðum. Þar var sett fram greining á hryll- ingsmyndum. Hún gekk meira útá að segja frá formi hryllings- mynda en að vera hryllingur í sjálfu sér. Vitnaði í þær fjöl- margar og formúlurnar af- hjúpaðar. I þriðju myndinni er gengið skrefi lengra. Þetta er bíómynd um bíómynd sem fjall- aði um bíómyndir. Hjónakornin David Arquette og Courtney Cox eru feikigóð i hlutverkum sínum. Sturíunin heldur áfram i Scream þrjú sem fjallar um morðin í fyrstu myndinni. Blóðið flýtur Scream 3 gerist að stórum hluta í kvikmyndaveri þar sem verið er að gera mynd um morðin sem áttu sér stað í fýrstu Scream-myndinni. Kvikmyndin í kvikmyndinni heitir því frumlega nafni Stunga 3, kannski má merkja svolitla sjálfs- hæðni í titlinum því leikstjórinn Wes Craven veit fátt betra til þess að vekja hrylling en að sjá persón- ur sínar stungnar í bakið með veiðihníf þannig að blóðið flýtur um allt. Brjálæðingurin í Halloween- gallanum með veiðihnífinn skýtur upp kollinum þegar síst skyldi. Hann hefur ákveðið að drepa leik- arana f þeirri röð sem þeir eru drepnir í handritinu. Þegar mynd- in er komin í gang kemur í ljós að útgáfumar eru þrjár, því veit í rauninni enginn hver verður drep- inn næst. Unga stúlkan Sidney Prescott (Neve Campbell) sem allt snerist um í fýrstu myndunum er í upphafi fjarri góðu gamni. Hún lifir verndaðri veröld og vinn- ur sem ráðgjafi. Þegar hún fer að finna fýrir heiftarlegum ofskynj- unum, heyrir raddir og sér móður sína ganga aftur, ákveður hún að fara á vettvang. Lögregluforinginn Mark Kincaid (Patrick Dempsey) ranna- sakar morðin og nýtur til þess dyggrar aðstoðar fréttakonunar Gale Weathers (Courtney Cox). Sem kennir ijölmiðlanemum það að ekkert þýði að virða siðareglur þegar kemur að öflun frétta. Held- ur sé persónulegur metnaður ofar öllu. Þegar svo lögreglumaðurinn sem rannsakaði morðin í smá- bænum Wodsboro þar sem Scream 1 gerðist, Dwight „Dewy“ Riley (David Arquette) birtist sem tæknilegur ráðunautur kvik- myndagerðarfólksins þá er rann- sóknarliðið komið. Þau Courtney Cox og David Arquette eru feiki- góð í hlutverkum sínum og eiga þau ekki í neinum vandræðum með að túlka ástar-haturssamband fréttakonunar og lögreglumannsins enda hjón í veruleikanum. Hver er morðinginn? Fléttan gengur útá að upplýsa hver sé stungumaður, og hvort einhver ástæða sé fýrir gjörðum hans, önnur en sturlun. Þegar það upplýsist efitir miklar flækjur, þá er það einn sá ólíklegasti og þannig minnir endirinn mjög mikið á Agöthu Christy þar sem alveg ný saga verður til í lokin til þess að útskýra gerðir morðingjans. Scream 3 er formúlumynd fyrir þá sem hafa gaman af að láta hrista upp í sér samkvæmt formúl- um hryllingsmyndanna. Flott mynd fyrir unnendur slíkra mynda. Það er sama hvað segir á veggspjöldum og auglýsingum kvikmyndahúsanna. Fyrsta mynd- in var best, en Scream 3 er flott framhald. Hún er auglýst eins og að um síðustu myndina sé að ræða en endirinn skilur eftir möguleikann á að kannski sé bálknum ekki Iokið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.