Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 10

Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 10
LÍFIÐ í LANDINU J= - LAUGARDAGUR 15. APRIL 2000 oq Armann meo imu sy^u,, - la íÁlfheimunum Öll kom þau siðar við sogu „ tt,, b,nti ir Á fyrsta árí í Silver Cross barnavagninum sem þótti mikið þarfaþing. Ármann er til vinstri og Sverrir hægri. Lestur góðra bókmennta var snemma í uppáhaldi. Hér les faðirinn upp úr Andrési Önd fyrir þá bræður. Sverri til vinstri, Ármann til hægri. Kepptum aldrei hvor við annan Þeir bræður Sverrir og Ármann Jakobssynir urðu þjóðfrægir fyrir frammistöðu sína í þátt- unum Gettu betur sem þeir tóku þátt í þijú ár f röð. Eins og trtt er um tví- bura eiga þeir margt sameiginlegt, svo sem áhuga á grúski, ritstörf- um og vinstri pólitík. Ármann: „Það íyrsta sem við munum eftir okkur er þegar okk- ur var sagt að við mundum ílytja í Álfheimana. Það þótti okkur báð- um hið versta mál. Þá vorum við ( jögurra ára og þangað til höfðum við átt heima á Brekkustígnum. Okkur fannst Álfheimamir vera uppi í sveit en þegar til kom reyndist ágætt að vera þar.“ Sverrir: „Við nutum samt ná- grennisins við Laugardalinn ekk- ert sérstaklega, að minnsta kosti ekki á sumrin því við vorum með gróðurofnæmi og lékum okkur mjög mikið inni. Enda höfðum við nóg ímyndunarafl og þurftum engin ósköp af leikföngum til að geta sett á svið heilu leikritin. Þegar við vorum pínulitlir áttum við meir að segja leggi og skel og varð nágranni okkar afar hrifinn að sjá svo þjóðleg lcikföng í hönd- um smábarna.1' Ármann: „Við vorum frekar þægir strákar og það helsta sem við gerðum af okkur voru óhöpp sem gerðust ef við ætluðum að hjálpa til. Okkur tókst til dæmis að hafa til karrýþef í eldhúsinu heima mánuðum saman. Hellt- um óvart niður karrýduftí þegar við vorum fjögurra ára og í stað þess að segja frá því ákváðum við að Iaga til sjálfir og tókst að troða því í allar rifur og hom, þannig að Háskóla fórum við hvor í sitt fag, ég í íslensku og Sverrir í sagn- ffæði. Lentum svo báðir í mið- aldafræðum og skrifuðum báðir BA ritgerðir sem byggðu á Sturl- ungu - en um gerólík efni.“ Sverrir: „Við lesum oft yfir hvors annars verk og reynum að skilja fræði hins. Báðir höfum við skrifað greinar í innlend og er- Iend tímarit og meistaraprófsrit- gcrð Ármanns var gefin út á bók. Ég var í tvö ár í Leeds f miðalda- fræðinámi og reyndi að færa mig frá íslensku efni, lærði m.a. latínu og grísku. En ég er aftur dottinn inn í íslenska miðaldasögu enda nýtist sérþekking mín þar best.“ Ármann: „Islensk fræði eru Iíka heimsfræði. Það er allsstaðar áhugi á Islendingum sem vita eitthvað um fornar bókmenntir og íslenska þjóðveldið; Islend- ingasögurnar eru miklu vinsælli og þeklttari en Island almennt." Sverrir: „Frá Islandi á miðöld- um eru líka heimildir sem standa nærhugsunarhætti almennings en víða er að finna í bókmennt- um annarra Evrópuþjóða. Margt í okkar sögum snertir til dæmis venjulegt bændafólk." Ármann: „Svo við höldum áfram að telja upp það sem sam- einar okkur bræður þá byrjuðum við í stjórnmálum á svipuðum tíma og studdum fyrst samfylk- ingu vinstri manna. Lentum þó báðir upp á kant við Samfylking- una enda var þar ekki rekin sú pólítík sem við vonuðumst eftir og gengum út - á ólfkum tíma samt. Þá stofnuðum við vefrit sem heitir www.murinn.is og rek- um það ásamt þremur öðrum. Það er okkar vettvangur til að tjá okkur um stjórnmál.“ Sverrir: Báðir erum við stunda- kennarar við Háskólann og erum til húsa á sama stað í vinnunni, þó að við búum núna hvor í sín- um enda Reykjavíkur; bráðum í tveimur kjördæmum.11 GUN. ógerningur var að losna við það.“ Sverrir: „Annars var alltaf ann- að hvort foreldra okkar heima meðan við vorum að alast upp og þau fóru líka sjaldan út að kvöldi til. Móðir okkar, Signý Thorodd- sen er sálfræðingur og faðir okk- ar, Jakob Ármannsson, var kenn- ari og bankamaður. Hann er nú látinn." Lásu Andrés Önd 8 ára Ármann: „Við fengum snemma áhuga á allskyns grúski og grúfð- um okkur mikið yfi'r bækur. Vor- um farnir að stauta okkur fram úr dönsku 8 ára til að lesa Andrés önd. Og við fórum snemma að lesa danskar fræðibækur á Sól- heimasafninu; hvað svo sem við skildum mikið í þeim.“ Sverrir: „Já, áhuginn beindist snemma að alþjóðamálunum og stjórnmálaköppum sem voru í eldiínunni, og þá skipti engu máli hvaða pólitík þeir stóðu fyrir. Khomeni Ieist okkur þó ekld á en við stóðum sterkt með Ali Bhutto. Við lásum til dæmís árbækurnar frá Þjóðsögu fram og til baka og það kom sér vel síðar þegar við- lentum í spurningakeppninni Gettu betur.“ Ármann: „ Grunnurinn að vel- gengni okkar þar var eiginlega lagður á aldrinum 9-12 ára!“ Sverrir: „Okkur hefur alltaf komið vel saman. Við vorum svo heppnir að Iæra snemma að við vorum jafnsterkir og slagsmál mundu því aldrei skila árangri. Þetta var eins og hjá risaveldun- um meðan ógnarjafnvægið ríkti milli þeírra. Við vorum álíka dug- legir í skóla og kepptum aldrei hvor við annan, vildum það ekki. Það var ekki hægt að láta okkur keppa í boðhlaupi því ef annar fór fram úr hægði hann á sér til að hinn næði honurn." Ármann: „Því var eiginlega skrítið að það skyldu verða okkar örlög að verða frægir íyrir þessa keppni, Gettu betur, eins og við höfum lítið keppnisskap. En við höfum gaman af leikjum og spil- um.“ Sverrir: „Ármann er gersneidd- ur íþróttaáhuga en ég fylgist með íþróttum og spila fótbolta að gamani mínu, þar sem litlu máli skipti hver vinnur og hver tapar. Ármann hefur hinsvegar lesið mun meira af skáldsögum en ég.“ Báðir í miðaldafræðum Ármann: „I menntaskóla vorum við á dálítið ólíkum brautum og í „Tvíburar teljast þægir þegar þeir stofna ekki til styrjaldar í kring um sig". mynd: þúk

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.